Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 70
70 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ fólk Kalvin & Hobbes SAMKVÆMT AUGLÝSING- UNNI EIGA STELPUR AÐ VERA VITLAUSAR Í MIG EF ÉG DREKK ÞETTA ÉG ER EKKI FRÁ ÞVÍ AÐ ÞÚ ÆTTIR AÐ KÆRA EINHVERN ÞAÐ FÓR BEINT UPP Í NEFIÐ! Kalvin & Hobbes ÉG HELD AÐ ÉG HAFI SNÚIÐ ANDLITINU Á MÉR YFIR Á RÖNGUNA Kalvin & Hobbes VATNIÐ ER ALLT OF KALT NÚNA ER ÞAÐ OF HEITT NÚNA ER ÞAÐ OF KALT NÚNA ER ÞAÐ OF DJÚPT Litli Svalur © DUPUIS GLEYMIÐ ÞVÍ EKKI, KRAKKAORMAR, AÐ UNGA FÓLKINU Í DAG FINNST OFBELDI AÐLAÐANDI VEGNA ÞESS AÐ ÞAÐ HEFUR ALDREI UPPLIFAÐ STRÍÐ ÞESS VEGNA DRÓ ÉG YKKUR HINGAÐ Í STRÍÐSSAFNIÐ HÉR Á VINSTRI HÖND GETIÐ ÞIÐ DÁÐST AÐ HINNI MÖGNUÐU B19 SEM VAR HLAÐIN MEÐ 600 kg AF SPRENGIEFNI. ÞESSAR FLUGVÉLAR HAFA JAFNAÐ MARGAR BORGIR VIÐ JÖRÐU PFF... SÖFN ERU LEIÐINLEG. MAÐUR GETUR EKKI SÉÐ HIMININN SKO... EF VIÐ FÖRUM ÞANGAÐ UPP ÞÁ ERUM VIÐ AÐEINS NÆR HÉRNA SJÁIÐ ÞIÐ EINTAK AF GRUMAN EXTERMINATOR TILBÚNA TIL FLUGTAKS. EINS OG ÞIÐ SJÁIÐ ER HUGMYNDAFLUG MANNSINS ÓTAKMARKAÐ HÍHÍ... ÞAÐ ER SKEMMTILEGA ÞRÖNGT HÉRNA. ÞAÐ ER GOTT AÐ VIÐ ERUM EIN... VRORR! ÉG ER RAUÐI BARÓNINN! ENGILL EYÐILEGGINGAR! SJÁÐU! ÉG SKAL KOMA OKKUR ÞANGAÐ! Í FYRSTA GÍR, ÝTA Á KÚPLINGUNA OG TOGA Í ELDSN... HETJAN MÍN! EF ÉG VÆRI ÞÚ OG ÞAÐ VÆRI EKKI SVONA MIKIÐ AF FÓLKI Í KRINGUM OKKUR ÞÁ MUNDI ÉG NOTFÆRA MÉR AÐSTÆÐURNAR OG TAKA MIG SEM HERFANG ...AÐ ÞAÐ SÉ VERIÐ AÐ RÝMA SVÆÐIÐ JÁ, MÉR SÝNIST EINMITT... SLOMMPPP! RÚLLA RÚLLA RÚLLA Menntasvið Reykjavíkur ísamstarfi við Kenn-arafélag Reykjavíkurog Skólastjórafélag Reykjavíkur stendur fyrir ráðstefnu á miðvikudag, 21. febrúar. Yfirskrift ráðstefnunnar er Skóli á nýrri öld: Ólíkir nemendur – ólíkar leiðir, en ráðstefnan er haldin á Hótel Nor- dica. Birna Sigurjónsdóttir er verk- efnastjóri hjá grunnskólaskrifstofu menntasviðs Reykjavíkur: „Ráð- stefnan er hluti af símenntun kenn- ara og skólastjórnenda í Reykjavík, og er liður í því að hrinda skóla- stefnu borgarinnar í framkvæmd,“ segir Birna. „Viðfangsefni ráðstefn- unnar er einstaklingsmiðað nám, en til ráðstefnunnar höfum við fengið fyrirlesara frá Helsingborg í Sví- þjóð, þar sem unnin hefur verið mik- il vinna í stefnumótun og breyt- ingum á skólakerfi varðandi einstaklingsmiðað nám.“ Birna segir einstaklingsmiðað nám einkum miða að því að nem- endur setji sér markmið í námi sem henta hverjum og einum og áætlanir til að ná þeim markmiðum: „Í sam- ráði við kennara og foreldra er tekið tillit til mismunandi þarfa og styrk- leika hvers og eins,“ segir hún. „Það er ljóst að með einstaklingsmiðuðu námi verður nemandinn ábyrgur þátttakandi í að skipuleggja eigið nám. Um leið eykst ánægja í námi og vinnugleði þar sem nemendur eru að takast á við verkefni sem þeir ráða við, frekar en að þurfa hvern dag að fást við efni sem er annað hvort langt undir eða yfir getu þeirra. Þessi leið í námi felur í sér ýmsar áskoranir fyrir kennara að kljást við og ný vinnubrögð fyrir þá að tileinka sér. Menntasvið Reykja- víkur hefur haldið námskeið fyrir skólastjórnendur og kennara, og einnig árlegar ráðstefnur um skóla- stefnuna undir heitinu Skóli á nýrri öld.“ Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er Ulf Hedén: „Hann er skólaþróun- arsérfræðingur og starfar fyrir menntayfirvöld í Helsingborg við innleiðingu einstaklingsmiðaðs náms þar í borg. Ásamt honum kemur til okkar Mona Anderson, grunnskóla- kennari í Helsingborg, en hún mun stýra málstofu um hagnýt atriði fyr- ir kennara að nýta til að koma á ein- staklingsmiðuðu námi í sinni skóla- stofu.“ Eftir erindi Ulfs verða haldnar fjölbreyttar málstofur: „Auk mál- stofu Monu verða m.a. málstofur um lýðræði í skólastarfi, rafrænt náms- umhverfi, teymisvinnu kennara og kennslufyrirkomulag, auk málstofu um bætta hegðun og samskipti í skólum,“ segir Birna „Margt spenn- andi verður rætt á málstofunum. Á málstofunni um rafrænt náms- umhverfi mun meðal annars stúlka sem er í námi við Laugalækjarskóla segja frá námi sínu, en hún stundar enskunám í fjarnámi til viðbótar við annað nám, og í málstofunni um teymisvinnu greina kennarar frá þremur skólum í Reykjavík frá því hvernig þeir vinna saman í teymi við að skipuleggja kennslu. Lokaerindi ráðstefnunnar flytur Júlíus K. Björnsson, forstöðumaður Náms- matsstofnunar, um spennandi hug- myndir að breyttu formi á sam- ræmdum prófum.“ Nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar og skráningu má finna á slóðinni www.menntasvid.is, þar sem valinn er flipinn „Skóli á nýrri öld“ á hægri spássíu. Menntun | Ráðstefna Menntasviðs Reykja- víkurborgar um einstaklingsmiðað nám Ólíkir nemendur – ólíkar leiðir  Birna Sig- urjónsdóttir fæddist í Reykja- vík 1946. Hún lauk stúdents- prófi frá MR 1966 og lagði stund á nám í sál- arfræðum í Aust- urríki. Hún lauk B.Ed. gráðu frá KHÍ 1978 og M.Ed. gráðu frá sama skóla 2001. Birna var kennari og síðar aðstoð- arskólastjóri Snælandsskóla í Kópavogi í röska tvo áratugi. Þá vann hún við ritstjórn hjá Náms- gagnastofnun um tveggja ára skeið, en frá árinu 2001 hefur Birna starfað hjá fræðslumiðstöð Reykja- víkur og síðar menntasviði. Birna er gift Jóni Ólafssyni arkitekt og kennara og eiga þau sex börn sam- tals og tólf barnabörn. Þátttakendur í móti í hinni sérstæðu íþrótt fílapólói sitja á baki fíl sínum við sólarlagið í Galle á Srí Lanka á föstudagskvöldið. Reuters Fílapóló á Srí Lanka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.