Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 39
Þjóðlífsþankar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 39 „Lambalæri eru svo dýr að maður missir bara matarlystina – eitt slíkt kostar kannski fast að 5.000 krónum, þetta er orðinn sjaldgæfur matur á borðum,“ sagði kona við mig um daginn. Ég sagði þetta ágætum manni og bætti við í gríni að líklega endaði með því að stétt sauðaþjófa yrði end- urvakin á Íslandi. „Blessuð vertu, þeir eru þegar komnir á stjá. Maður sem ég kann- ast við sagði mér sjálfur um daginn að hann væri sauðaþjófur – en sagð- ist þó aðeins segja þetta „på to mands hånd“ – og myndi aldrei við- urkenna þetta aðspurður af yfirvöld- um,“ svaraði viðmælandi minn. Ég hváði – „getur þetta verið og kemst hann upp með þetta,“ sagði ég. „Já, svaraði maðurinn. Hann kvað sauðaþjófinn hafa útskýrt fyrir sér hvernig hann stundaði þessa æva- gömlu þjóðariðju Íslendinga. Þegar hausta tekur fer sauðaþjóf- urinn upp á heiðar til að stunda lax- og fuglaveiðar. Þegar hann hefur lokið þeim veiðum sagðist hann skjóta svo sem tvö vel fram gengin lömb, gera að þeim á staðnum og dysja svo hausa og skinn. Þegar heim kemur á sauðaþjófurinn svo yfrið nægan mat fyrir sig og heim- ilisfólk sitt, bæði fisk, fugla og lambakjöt. Það hefur nú aldrei þótt vegsauki á Íslandi að stunda sauðaþjófnað en eins og verð er á kindakjöti núna þá er kannski álitamál hver rænir hvern. En samkvæmt málflutningi bænda eru sauðaeigendur þó lítið betur staddir en neytendur – ein- hverjir aðrir hljóta að græða. Ég persónulega myndi ekki leggja á heiðar til að skjóta lömb og er hreint ekki að mæla þeirri iðju bót en samt er eitthvað við þetta sem vekur þjóðleg hughrif – Fjalla- Eyvindur kemur upp í hugann og líka Skugga-Sveinn – enda er ég ný- lega búin að leggja frá mér hina ágætu bók um Matthías Jochumsson eftir Þórunni Erlu Valdimarsdóttur. Þótt ég hefði ekkert á móti því að endurvekja þá ágætu tíma þegar all- ur landslýður vaknaði á sunnudags- morgnum við ilmandi lambalær- islykt úr ofninum (nema náttúrlega húsmóðirin), líst mér ekki á að borg- arbúar, allir þeir sem eiga riffla sem eru víst margir, fari að leggja leið sína upp á heiðar er hausta tekur til þess að skjóta sér lömb til matar. Þá yrðu senn miklar væringar með borgarbúum og bændum og er nóg samt. Það verður að finna betri ráð til að fátækt fólk geti gætt sér á lambalærum án þess að þurfa að leggja fyrir svo vikum skiptir. Mér þætti hins vegar fróðlegt að vita hvort fleiri vita dæmi um þennan nú- tíma „sauðaþjófnað“? Sauðaþjófar nútímans! Guðrún Guðlaugsdóttir Gömul atvinnugrein endurvakin? Síðustu dagar útsölunnar 50% afsláttur v/Laugalæk • sími 553 3755 Version 3, 07Feb2007 Ert þú með sveppi á milli tánna? Við leitum að sjálfboðaliðum á aldrinum 18-75 ára, með sveppasýkingu á milli tánna, til að taka þátt í klínískri rannsókn á verkun abafungin krems. Rannsóknin hefur fengið leyfi Vísindasiðanefndar, Persónuverndar og Lyfjastofnunar. Rannsóknin mun fara fram á rannsóknarsetri Íslenskra lyfjarannsókna - Encode, Krókhálsi 5d, Reykjavík. Aðalrannsakandi er Bárður Sigurgeirsson, sérfræðingur í húðlækningum. Megintilgangur rannsóknarinnar er að meta verkun abafungin krems við meðhöndlun sveppasýkingar á milli tánna. Kremið verður borið saman við lyfleysu (krem sem inniheldur ekkert virkt efni) og annað krem Canesten® sem notað er við fótsvepp og er nú þegar á markaði. Um 40-50 einstaklingum með sveppasýkingu á milli tánna verður boðið að taka þátt í rannsókninni. Rannsóknin tekur yfir 8 vikna tímabil og er gert ráð fyrir 5 heimsóknum á rannsóknarsetur. Áhætta af þátttöku felst í mögulegum aukaverkunum af notkun rannsóknarlyfsins, bæði þekktum og ófyrirséðum. Ekki er tryggt að þátttakendur fái bata af meðferð með rannsóknarlyfinu en niðurstöður rannsóknarinnar geta leitt til framfara í meðferð á sveppasýkingum á milli tánna. Ef þú hefur áhuga á að fá frekari upplýsingar, vinsamlega hafðu samband bréflega, með því að senda tölvupóst á encode@encode.is, eða með því að hringja í hjúkrunarfræðing rannsóknarinnar í síma 510 9911. Tekið skal fram að þeir sem svara auglýsingunni hafa á engan hátt skuldbundið sig til að taka þátt í rannsókninni. Taki þeir þátt, geta þeir dregið sig út úr rannsókninni hvenær sem er, án þess að gefa sérstaka ástæðu fyrir ákvörðun sinni. Þjáist þú af einu eða fleiri af eftirfarandi einkennum á milli tánna? Roði? Sprungur? Hreistrun? Kláði? Ármúla 42 · Sími 895 8966 mánudaga - föstudaga 10-18 laugardaga og sunnudaga 11-18 • Vasar • Diskar • Lampar • Pottar • Myndir o.m.fl . Gleðilegt ár! Kínversk áramót Ár svínsins Í tilefni áramóta Aðeins í takmarkaðan tíma Sprengiverð Opið Málþing Náttúrulækningafélags Íslands Fundarstjóri: Þórður Sigmundsson, yfirlæknir á geðdeild LSH Frummælendur: Jan Triebel, yfirlæknir á Heilsustofnun NLFÍ Hvergerði Björg Þorleifsdóttir, lífeðlisfræðingur og kennari við Háskóla Íslands Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir, Jurtaapótek Pallborðsumræður: Borghildur Sigurbergsdóttir, næringarráðgjafi á Heilsustofnun NLFÍ Hveragerði Anna Birna Ragnarsdóttir, formaður Bandalags íslenskra græðara og hómópati Allir velkomnir Aðgangseyrir 700 kr. - Frítt fyrir félagsmenn. Berum ábyrgð á eigin heilsu • Er hægt að bæta svefn án lyfja? • Eru svefnvenjur áunnar eða meðfæddar? • Hefur svefn áhrif á heilsu? • Hefur heilsan áhrif á svefn? • Hefur hreyfing áhrif á svefn? • Getur mataræði haft áhrif á svefn? Svefn Góður svefn - betri líðan - meiri lífsgæði Náttúrulækningafélag Íslands efnir til málþings í Norræna húsinu miðvikudaginn 21. febrúar 2007 kl. 20.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.