Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 47 Í DAG SUNNUDAG KL. 14:00 - 15:00 Akurhvarf 1 - 203 Kóp TILBÚNAR TIL AFHENDINGAR STRAX 31.400.000 ALLT AÐ 90% FJÁRMÖGNUN Eigum eftir 3 glæsilegar 126,4 - 127,3 fm 4ra herbergja íbúðir í lyftuhúsi við Akur- hvarf í Kópavogi. Íbúðirnar eru fullfrá- gengnar með gólfefnum, vönduðum inn- réttingum og flísalögðu baðherbergi. Þvottahús innan íbúðar. Stæði í bíla- geymslu fylgir. Glæsilegt útsýni! Sölumaður Draumahúsa á staðnum. Allt að 90% lán! Fr u m — SÖLUSÝNING — SMÁRAFLÖT 36 SÖLUSÝNING Í DAG Á MILLI KL. 14-15 Eitt af þessum eftirsóttu og einstaklega vel staðsettu einbýlishúsum neðst á Flötunum í Garðbæ. Húsið er einstaklega vel staðsett á mjög stórri lóð rétt við hraunið. Umhverfis húsið er fallegur og skjólsæll garður í mikilli rækt með fjölbreyttum trjágróðri. Tvöfaldur bílskúr. Hiti er í stéttum og innkeyrslu að bílskúr. Húsið og bílskúrinn eru samtals 243 fm að stærð. Lóð hússins er mjög stór, 1.224 fm, og býður upp á mikla möguleika. Við einfalda skoðun virðist húsið vera í góðu ytra ástandi en að innan er húsið að mestu upprunalegt. Sölumenn Húsakaupa sýna húsið í dag á milli kl. 14-15. Upplýsingar gefur Jópn Grétar Jónsson sölumaður í síma 840 4049. Halldór Ingi Andrésson löggiltur fasteignasali FYRIR nokkrum dögum tók ég það upp á Alþingi við forsætisráð- herra, þar sem menntamálaráð- herra sá sér ekki fært að vera við umræðuna, hvort ríkisstjórn Ís- lands hefði með formlegum hætti kynnt sér þá alvarlegu stöðu sem upp er að koma í grunnskólum landsins. Tekið utan um málið og sýnt því pólitískan áhuga. Alvarleg staða sem er nú uppi að hluta vegna djúpstæðrar óánægju kennara með kjör sín sem eru bein afleiðing af lagasetningu rík- isstjórnarinnar á verkfall kennara fyrir tveimur árum. Því ber rík- isstjórnin beina ábyrgð á ástand- inu í grunnskólum landsins. Fyrir nú utan að skaffa sveit- arfélögunum tekjustofna til verk- efnanna. Þar er vitlaust gefið og þarfnast gagngerrar endurskoð- unar. Ríkisstjórnin rak kennarana óánægða til starfa og nú blasa hóp- uppsagnir við komi ekki til veru- legar breytingar. Geir forsætisráðherra sagði hins vegar fátt. Reyndar ekki annað en að honum kæmi þetta ekki við og málið væri alfarið á forræði sveit- arfélaganna. Dæmalaust svar og fálæti hjá forsætisráðherra þjóðarinnar þeg- ar slíkt ástand er yfirvofandi í grunnskólum landsins. Menntun barnanna er undir ef stór hluti af atgervi kennarastéttarinnar geng- ur út úr skólum landsins vegna óánægju með kjör sín. Samt skilar Geir auðu, segir pass nú. Það var annað uppi á teningnum þegar hann og ríkisstjórnin settu lög á kjaradeilu kennaranna fyrir tveim- ur árum og sendi þá inn í skólana fulla vonbrigða og gremju með laun sín og kjör. Nei, Geir kemur ekki það við þó að skólastarfi sé teflt í óvissu og uppnám út af aðgerðum ríkisvalds- ins fyrir tveimur árum. Honum kom málið við þegar ríkisstjórnin setti lögin á kjaradeiluna. Ekki nú þegar óþægileg og alvarleg staða er uppi. Mikill metnaður það hjá rík- isvaldinu fyrir hönd íslenskra skóla. En segir kannski allt sem segja þarf um metnað hægri flokk- anna í menntamálum. Ríkisstjórnin rak þá til starfa Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Björgvin G. Sigurðsson Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.