Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI UNICEF, Barna-hjálp Sam-einuðu þjóðanna, hefur gefið út nýja um vel-ferð barna í 21 aðildar-ríki OECD. Vel-ferðin er mest í Hollandi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi en minnst í Banda-ríkjunum og Bret-landi. Ísland var ekki form-lega með í könnuninni vegna ónógra gagna. Í könnuninni er skoðaður efna-hagur barnanna, heilsu-far og öryggi, kennsla, fjölskyldu-líf, hegðun og áhættu-hegðun. Einnig var tekið tillit til þess sem börnunum fannst um eigin hagi. Alls staðar má eitt-hvað finna að aðbúnaði barnanna. 15% barna í Bretlandi, Bandaríkjunum, á Írlandi, Spáni, í Portúgal og á Ítalíu eru fá-tæk. Í Bretlandi er lang-mest áfengis-drykkja, gálaust kyn-líf og fíkniefna-neysla. Sam-skipti barna við for-eldra sína og önnur börn eru lökust í Banda-ríkjunum og Bret-landi, líklega vegna samkeppnis-andans, eða „frumskógar-lögmálsins“ sem þar ríkir. Bresk stjórn-völd segja skýrsluna í mörgum til-fellum byggjast á gömlum gögnum. Skýrsla um börn í iðn-ríkjunum Morgunblaðið/Brynjar Gauti Íslensk börn voru form-lega ekki með ́i skýrslunni vegna ónógra gagna. Stjórn George W. Bush Bandaríkja-forseta hefur áveðið að gefa eftir til að ná samkomu-lagi við stjórn-völd í Norður-Kóreu um að þau loki um-deildu kjarnorku-veri í skiptum fyrir mikla olíu. Í samkomu-laginu lofa Norður-Kóreumenn ekki að eyða kjarna-vopnum sem þeir ráða þegar yfir og talið er að þeir eigi nóg af auðguðu úrani í fleiri kjarnorku-sprengjur. John Bolton, fyrr-verandi sendi-herra Banda-ríkjanna hjá Sam-einuðu þjóðunum, segir að ekki eigi að verð-launa Norður-Kóreumenn fyrir að loka kjarnorku-verinu án þess að afsala sér kjarna-vopnum. „Þetta sendir röng skila-boð til annarra ríkja sem vilja koma sér upp kjarna-vopnum.“ BNA og N-Kórea ná sam- komu-lagi Grammy verð-launin Um seinustu helgi voru Grammy tónlistar-verðlaunin af-hent. Sveita-hljómsveitin Dixie Chicks hlaut alls 5 verð-laun á há-tíðinni, m.a. fyrir besta lagið og bestu hljóm-plötuna. Rokk-sveitin The Red Hot Chili Peppers fékk 4 verð-laun, söng-konan Mary J. Blige hlaut 3 verð-laun og líka fyrrum Idol sigur-vegarinn Carrie Underwood. BAFTA verð-launin Bresku kvikmynda-verðlaunin, BAFTA, voru af-hent í London. Leikararnir Forrest Whitaker og Helen Mirren voru verðlaunuð fyrir bestan leik í aðal-hlutverki fyrir leik sinn í myndunum Last King of Scotland og The Queen. Mörgum þykir líklegt að Óskars-verðlaunin verði einnig þeirra í lok mánaðarins. BRIT, bresku tónlistar-verðlaunin Enska hljóm-sveitin Kaiser Chiefs fékk 3 verð-laun þegar Brit-verðlaunin voru veitt í vikunni. Coldplay, James Blunt og Green Day fengu 2 verð-laun. Björk var til-nefnd sem besta alþjóð-lega tónlistar-konan en Madonna vann. Coldplay fékk verð-laun fyrir bestu breið-skífuna, X&Y, og bestu smá-skífuna, „Speed of Sound“. Stutt Íslensk stjórn-völd eru nefnd í nýrri skýrslu Evrópu-nefndar gegn kynþátta-fordómum og skorti á umburðar-lyndi. Stjórn-völd eru hvött til að taka á miklu brott-falli nemenda sem eru af er-lendu bergi brotnir úr framhalds-skólum. Einnig er mælt með að börnum sé gefinn kostur á annarri trú-fræðslu en kristinni í skólum. Einnig að um-sókn um byggingu mosku og íslamskrar menningar-miðstöðvar verði tekin til at-hugunar „án frekari tafa“. Stjórn-völd eru hvött til að veita er-lendum ríkis-borgurum atvinnu-réttindi milliliða-laust og að íslensku-kennsla verði ókeypis og á skrifstofu-tíma. Íslensk stjórn- völd hvött til breytinga Mál-verkið Hvíta-sunnudagur eftir Kjarval hefur komið í leitirnar í Danmörku. Það er málað í kúb-ískum anda um 1917–1919 þegar Kjarval hafði ný-lokið námi í Konung-legu dönsku list-akademíunni. Kristín G. Guðnadóttir, list-fræðingur og einn höfunda bókar um Kjarval, sagði það mjög skemmti-legt að verkið hefði fundist. Mest hafi verið leitað að því á Íslandi, en vitað var um til-vist þess þar sem til voru skissur að því. „Verkið er frá þessu kúb-íska tíma-bili og gefur okkur ítar-legri og fyllri mynd af því tíma-bili á ferli Kjarvals.“ Aðalsteinn Ingólfsson list-fræðingur segir að vel megi búast við að fleiri verk komi í ljós eftir marga helstu list-málara þjóðarinnar. „Það eru örugg-lega ekki öll kurl komin til grafar hvað Kjarval snertir því að hann flæktist víða og var mikil-virkur.“ Lista-safn Reykjavíkur hefur áhuga á að eignast verkið sem verður bráð-lega boðið upp í Danmörku. Kúbískt verk eftir Kjarval fundið Mál-verkið Hvíta-sunnudagur eftir Kjarval. Rauða krossinn valdi Egil Vagn Sigurðsson, 8 ára, skyndihjálpar-mann ársins 2006 fyrir rétt við-brögð á neyðar-stundu. Í fyrra bjargaði Egill lífi móður sinnar, Ástu Laufeyjar Egilsdóttur, þegar hún hneig niður á heimili þeirra og missti með-vitund vegna bráða-ofnæmis. Egill Vagn brást skjótt við og sótti adrenalín-penna í veski móður sinnar og sprautaði hana í hand-legginn, en hringdi síðan í Neyðar-línuna 112 eftir hjálp. „Ég vissi alveg hvað ég átti að gera af því mamma var búin að segja mér það. Mamma væri kannski dáin ef ég hefði ekki sprautað hana strax,“ segir Egill Vagn sem býr á Svalbarðs-eyri. Skyndihjálpar- maður ársins Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Egill Vagn Geir Þorsteinsson sigraði í formanns-kjöri KSÍ um síðustu helgi. Aðrir sem gáfu kost á sér voru Halla Gunnarsdóttir og Jafet Ólafsson. „Það er af nógu að taka fyrir mig því þetta ár er óvenju stórt hjá KSÍ,“ segir Geir og bætir við að hann sé ekki farinn að huga að rót-tækum breytingum innan KSÍ enn sem komið er enda er rekstur og starf-semi sam-bandsins í mjög góðu horfi. Geir mun byrja á að skipu-leggja öll þau mörgu verk-efni sem tengjast 60. afmælis-ári sam-bandsins. Geir er nýr for-maður KSÍ Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Geir Þorsteinsson for-maður KSÍ. Netfang: auefni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.