Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 30
flóttamenn 30 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ U ndarlegt fyrir Íslending, síkvartandi á heima- slóðum, að heyra bláfá- tæka Sahrawimenn tala um bjarta framtíð þegar hún virðist vera fjær þeim en bakhlið tunglsins. Þegar ég segi þeim frá því hvernig við lifum segja þeir feimnislega en með nokkru stolti að þeir muni eiga eftir að sýna heiminum hvað í þeim búi. „Vestur-Sahara er ríkt land, fullt af náttúruauðæfum. Við viljum gott samstarf og frið við grann- þjóðirnar, líka Marokkó. En við vilj- um ráða okkur sjálf,“ sagði einn við- mælandi minn. Fyrstu árin eftir flóttann til Alsír á áttunda áratugnum voru skelfileg, segir túlkurinn minn, Mulay. Sjálfur var hann eins og flest önnur börn úr hópnum sendur til Spánar og slapp því vel. En þúsundir manna hrundu niður úr kóleru og öðrum sjúkdómum, einnig hungri. Smám saman komst mynd á alþjóðlega aðstoð. Nú er yf- irleitt nóg af mat í flóttamannabúð- unum þótt nokkuð beri á hörg- ulsjúkdómum, að sögn Matvælahjálpar Sameinuðu þjóðanna sem ásamt Alsírmönnum sér flótta- fólkinu fyrir nauðþurftum. Alls eru nær 200 þúsund manns í fernum flóttamannabúðum við Tindo- uf og 10.000 manns búa á landræmu sem her Sahrawimanna hélt í vestasta hlutanum af gamla landinu. En ekki er það beysinn búskapur. Sögðu heimildarmenn blaðamanni að ástandið væri þar miklu verra en í búðunum, mikill barnadauði og skort- ur á brýnum nauðsynjum. En verið væri að reisa fyrsta skólann þar og reynt að bæta ástandið eftir megni. Og Sahrawimenn eru staðráðnir í að tryggja börnunum sínum eins góða framtíð og þeir geta, menntun þeirra hefur forgang. Heita má að ólæsi hafi verið útrýmt hjá ungu fólki og öll börn í búðunum ganga í skóla. Stúlknaskólinn í Smara Salka er rösklega tvítug, hávaxin og glæsileg, hún stýrir kvennaskóla í Smara. Salka lauk námi í fjölmiðla- fræði í Algeirsborg. Hún og aðrar konur í búðunum hylja hár sitt vand- lega með slæðum, flestar ganga í kufl- um af einhverju tagi en það gera reyndar margir karlmenn líka. Sam- kennarar Sölku segja forvitnum blaðamanninum að slæðan sé vissu- lega hefð en því megi ekki gleyma að sólin sé mikill óvinur húðarinnar og því vilji þær reyna að skýla hörund- inu. „Við erum mjög stoltar af stúlkna- skólanum okkar, hér eru ýmis þæg- indi sem ekki hafa verið í skólunum okkar fram til þessa,“ segir Salka. Námsgreinar eru flestar eins og tíðk- ast í framhaldsskólum en námskráin samt miðuð við þarfir kvenna. Hún bendir líka á að tveir aðrir kennarar séu háskólamenntaðir og þetta veki áhuga nemendanna á langskólanámi. Stúlkurnar læri fjölmargt hagnýtt sem komi þeim að gagni síðar í lífinu. En margar þeirra virtust einkum uppteknar af hvers kyns snyrtivörum og sýndu brosandi nýlakkaðar negl- urnar. „Stelpurnar eru mikið fyrir að snyrta sig, hér eru birgðir af sjampó og öðru slíku og hægt er að fara í hár- snyrtistofu hér í búðunum, “ sagði Salka. En hvergi er rennandi vatn. Konurnar sem stýra búðunum leggja einnig áherslu á að styðja við bakið á þeim sem oft eru afskiptir í fá- tæku samfélagi. Geðsjúkir og þroska- heftir fá nú umönnun sem var oft af skornum skammti í hirðingja- samfélaginu sem flestir Sahrawimenn tilheyrðu. Sjúkrahúsin í búðunum fjórum eru ekki mörg en en svo vel hefur tekist að bæta heilbrigðis- ástandið að tíðni barnadauða er sögð vera sú lægsta sem þekkist í Afríku. Nútímaleg viðhorf til fötlunar Í skóla fyrir fatlaða í Smara er lögð áhersla á að nemendur verði sem mest sjálfbjarga, allt eftir getu. Og reynt er að örva getuna með nýjustu aðferðum á því sviði, oft eru erlendir sérfræðingar þar að störfum. Síðasta áratuginn eða svo hefur samt orðið breyting á, fjöldi Sahrawimanna hefur aflað sér háskólamenntunar erlendis og margir þeirra snúa aftur heim, þótt launin séu lág. Fyrsta árið sem rekinn var skóli í Smara fyrir fötluð börn og unglinga komu ekki nema þrír nemendur, fjöl- skyldurnar vildu ekki láta krakkana frá sér. En smám saman tókst að brjóta ísinn, núna eru nemendur yfir 40 og allt of lítið pláss. Allir Sahrawimenn búa í tjaldi en eiga auk þess annað hús úr múr- steinum sem bakaðir eru í búðunum. Ég fékk að njóta gestrisni túlksins Mulays og eiginkonu hans, Galat, svaf síðustu nóttina í tjaldinu. Tjaldið var stórt og hátt til lofts, við karlarnir tveir höfðum það fyrir okkur um nóttina. Mun notalegra var að fá hreint loftið inn um tjaldgluggana en að hírast í svækjunni í steinhúsinu. En það var svolítið hart að sofa á tepp- unum skrautlegu sem huldu sandinn, að lokum tókst þó að finna réttu stell- inguna. Galat svaf í tjaldi móður sinnar enda aðeins nokkrir dagar í að hún fæddi barn. Galat er 26 ára, hún bar fyrsta barn þeirra undir belti og sonur kom í heiminn skömmu eftir brottför blaðamanns sem fékk tíðindin í tölvu- pósti. Barnshafandi konur fá kennslu og ráðgjöf á sjúkrahúsinu, Galat fékk m.a. að vita að blóðflokkar hjónanna pössuðu illa saman og þess vegna yrði að hafa varann á og bólusetja hana. Hún sagðist aðspurð vilja eignast þrjú eða fjögur börn, ekki fleiri, þá yrði svo erfitt að veita þeim það sem þau þyrftu mest á að halda. Mulay er 36 ára gamall, hann talar allgóða ensku og reiprennandi spænsku enda bjó hann í 13 ár á Kúbu sem hefur veitt Sahrawi-mönnum mikla aðstoð gegnum tíðinu. Meðal annars hafa Kúbverjar menntað um 400 lækna sem margir vinna í búð- unum og fyrir þetta njóta þeir virð- ingar og einhvers sem mætti líkja við ástúð þegar minnst er á Kúbu. Einn af virtustu læknum Sahrawimanna gengur undir gælunafninu Castro en hann hefur einkum einbeitt sér að geðsjúkum og þroskaheftum. Stoltur af lýðræðinu Mulay er mikill Kúbuvinur eins og fleiri viðmælendur mínir en við- urkennir að ekki sé þar lýðræði. Hann er mjög stoltur af því að lýðræði skuli ríkja í búðunum og minnir á að útlaga- þingið hafi fellt ríkisstjórnina árið 2000. „Hvar gerist það í arabalönd- um?“ spyr hann. Það var skrítin tilfinning að sitja um kvöldið í tjaldi Mulays og Galat og fylgjast með sjónvarpsútsendingum BBC en stórfjölskyldan á gervi- hnattadisk og getur náð alls 207 stöðvum. Mestur vandinn er að raf- magnið fæst úr bílrafgeymum og það endist ekki lengi, oft þarf að bíða með- an sólarrafhlöður eru að safna nægri orku á ný. Vestræn hátækni í sólbak- aðri eyðimörkinni. Mest horfðu þær Galat og systir hennar á egypskar kvikmyndir sem ég fékk að vita að væru undantekn- ingalítið mjög dramatískar ást- arsögur. En fréttirnar vöktu blendnar tilfinningar hjá fólkinu. „Þeir eru alltaf af segja frá Norður- Kóreu, Palestínu, Líbanon, en aldrei okkur,“ segir Mulay og dæsir. „Kannski allir séu búnir að gleyma okkur.“ „Kannski allir séu búnir að gleyma okkur“ Morgunblaðið/Kristján Jónsson Áhugasöm Krakkarnir í einum skólanum í Smara-flóttamannabúðunum hlusta á kennarann. Þau læra einkum arabísku, skrift og stærðfræði, einnig er mikil áhersla lögð á spænsku og ensku. „We can count, one, two, three...“ hrópuðu þau, harðánægð með að fá að sýna gestinum kunnáttu sína.                       ! "#$%   #$ &  Teboð í Sahara Túlkurinn Mulay lagar sætt te og hellir á milli bollanna, eiginkonan Galat hvílir sig í sjónvarpshorni tjaldsins. Mark! Krakkarnir í Layoune-búðunum voru mikið í fótbolta og þurftu eng- an völl, grýttur sandurinn dugði og tvær peysur voru markstólpar. Í HNOTSKURN »Talið er að Sahrawimenn,öðru nafni Vestur- Saharamenn, séu alls um 400 þúsund. Þar af býr nær helm- ingurinn í flóttamannabúðum við Tindouf en hinir flestir á hernámssvæðum Marokkó. »Vestur-Sahara var lengispænsk nýlenda en þegar Spánverjar hurfu á braut reyndu grannþjóðir að slá eign sinni á landið. Íbúarnir kröfðust sjálfstæðis og skæruliðastríði þeirra gegn Marokkómönnum, sem eru 40 sinnum fleiri, lauk með vopna- hléi 1991. »Yfir 80 ríki hafa við-urkennt útlagastjórn Pol- isario, frelsishreyfingar Sahrawimanna. Ísland er ekki í þeim hópi en Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt her- nám Marokkómanna. Útlægir Sahrawimenn nota tímann og búa sig undir að skapa gott samfélag í landinu sem þeir voru hraktir frá, Vestur-Sahara, segir í grein Kristjáns Jóns- sonar. Hjá þeim ríkir lýðræði og þar er unnið merkilegt starf á sviði menntunar og heil- brigðismála. kjon@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.