Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 37
ið að finna fyrir og taka alvarlega. Við
berum öll ábyrgð. Ég hef ferðazt
talsvert um heiminn og séð hvað
hann er í raun lítill og við náin hvert
öðru. Ég vil geta horft framan í börn-
in mín og svarað þeim kinnroðalaust
þegar þau spyrja hvar ég hafi verið
þegar þessu máli var ráðið til lykta;
ég vil geta sagt að ég hafi gert mitt.“
– Þú nefndir línumannvirki áðan.
Nú eru þau í umræðunni ofan jarðar
eða neðan.
„Náttúruverðmæti eru næsta
ómetanleg í beinhörðum peningum
og tilfinningaverðmæti þeirra gerir
þau ómetanleg með öllu.
Í síðustu viku var ég í Þýzkalandi
og við börnin fórum í dýragarð þar
sem við sáum meðal annars krókó-
díla, eðlur og fleiri þess konar dýr og
í húsi þeirra mikinn gervifoss. Þá
sagði strákurinn við mig: Pabbi,
sérðu fossinn? Hann dró að sér alla
athygli drengsins.“
– Við getum þá sloppið fyrir horn
með því að koma okkur upp gervi-
gullfossi!
Í eina skiptið í þessu samtali kem-
ur á Pétur Óskarsson. Hann horfir
agndofa á mig. Sér svo að ég hef lesið
þessa dæmisögu hans eins og ónefnd-
ur aðili Biblíuna og snúið henni gegn
náttúrunni. Auðvitað gerði barnið sér
ekki grein fyrir því að fossinn var
gervi. Í hans augum var þetta bara
foss. Og svo miklu merkilegri en allt
annað. Þannig stendur dæmisagan
fyrir sínu. Látum svo vera! Og aftur í
línumannvirkin!
„Við leggjum áherzlu á að gera fal-
legt í kringum okkur og þykir sjálf-
sagt að allar línur á höfuðborg-
arsvæðinu séu í jörð. Við malbikum
götur og tyrfum lóðir og opin svæði.
Af hverju gildir eitthvað allt annað
annars staðar? Ég held að það sé
ekki spurning um hvort, heldur bara
tímaspursmál hvenær allar línur
verða lagðar í jörð.
Ef það er ekki fjárhagslegur
grundvöllur fyrir slíku er ekki fjár-
hagslegur grundvöllur fyrir fram-
kvæmdinni yfir höfuð.“
Pétur rifjar upp frá erlendum
borgum „þau ósköp“, þar sem línur
liggja í loftinu. Eins og á landsbyggð-
inni og í óbyggðum hjá okkur.
„Ég sem sjálfstæðismaður get ekki
skilið ríkisrekstur í orkumálum.
Hann gerir það að verkum að ákvarð-
anir eru ekki teknar á hagrænum for-
sendum, heldur einhverju allt öðru,
sem við getum ekki kynnt okkur af
því að orkusamningarnir eru lokuð
bók.
Stóriðjustefnan hefur lagt á þjóð-
ina og landið einhver álög og því sem
skiptir máli er haldið leyndu.“
– Er tími stóriðjustefnunnar lið-
inn?
„Fyrsta áþreifanlega merki þess
verður þegar Hafnfirðingar segja nei
við stærstu álbræðslu í Evrópu í
garðinum hjá sér.
Ég er alinn upp í því að álbræðslan
sé bæði hjartað og hugurinn í Hafn-
arfirði. Það kom mér því í opna
skjöldu að komast að allt öðru; 1% af
tekjum bæjarins og 2% vinnufærra
manna. Svo höfum við verið ótrúlega
lin í kröfum okkar á hendur fyrirtæk-
inu. Nú er þynningarsvæðið 18 fer-
kílómetrar. Með stækkun segjast
þeir geta minnkað það í 3,5 og ef eng-
in stækkun verður ætti að mega
draga það saman í 1,5 km eða hrein-
lega þurrka það út! Ætli það yrði
ekki einhver munur! Hins vegar er
svo sem ekkert fýsilegt að fara nær
álverinu eins og það er núna. En við
getum alveg beðið. Okkar tími mun
koma!“
– Hvað verður um Hafnfirðinga
þá?
„Mig langar að sjá Hafnarfjörð
þróast sem menningar-, mennta- og
ferðaþjónustubæ. Við eigum að
leggja áherzlu á fjölda lítilla og með-
alstórra fyrirtækja og halda áfram
uppbyggingu í verzlun, þjónustu og
iðnaði.“
– Er ekki smæðin tómt óhagræði
nútildags?
„Hagkvæmni stærðarinnar er alls
ekkert náttúrulögmál. Ég sé það víða
í Þýzkalandi að stór fyrirtæki í fjöl-
breyttum rekstri eru að skipta sér
upp í minni fyrirtæki til þess að fá
hlutina í fókus og ná þannig betri ár-
angri. Það eru ekki endilega stóru
fyrirtækin sem sigra þau litlu. Það
eru miklu frekar þau viðbragðsfljótu
og sveigjanlegu sem skora mörkin.
Við Hafnfirðingar eigum að leggja
áherzlu á fjölbreytnina. Mörg lítil og
meðalstór fyrirtæki eru bæjarfélag-
inu heppilegri en eitt stórt, ég tala nú
ekki um þegar stóra eggið í körfunni
heldur reglulega uppi hótunum til
þess að fá sitt fram.“
Umhverfisverndin
snýst um lífið sjálft
– Þú talar nokkuð digurbarkalega
af manni að vera sem hefur staðsett
fyrirtækið sitt í Reykjavík!
Pétur tekur þessum ónotum með
glaðlegu brosi. „Það er nú einfaldlega
vegna þess að meðeigandi minn;
Bjarnheiður Hallsdóttir, býr á Akra-
nesi. Hér mætumst við á miðri leið!
Ég hef að sjálfsögðu lagt til að fyr-
irtækið flytji í Hafnarfjörð en þær til-
lögur fá engan hljómgrunn fyrr en
búið er að bæta samgöngurnar.
Mig langar hins vegar í fullri al-
vöru að gera eitthvað í bænum mín-
um og hugsa oft um það þegar ég sit í
bílalestinni á Hafnarfjarðarveginum.
Ég veit að til þess eru ótal tækifæri.
Það er bara að stökkva á það rétta á
réttum tíma!“
– Þú ert að flytja ferðamenn inn í
landið. Af hverju ekki Íslendinga til
útlanda?
„Það er ekki á dagskrá. Við skipu-
leggjum ferðir frá Mið-Evrópu til Ís-
lands, einstaklings- og hópferðir á Ís-
landi og rekum sumarhúsamiðlun,
sem skilar nú 20 þúsund gistinóttum
á ári. Svo höldum við ráðstefnur og
hvataferðir sem eru óbundnar daga-
talinu.
Þessi starfsemi öll hefur kennt
mér æ betur að meta landið mitt. Ís-
land er óviðjafnanlegt og íslenzk
náttúra er eitthvað það bezta sem
boðið er upp á í heiminum í dag!“
– Hvorki meira né minna!
„Kannski meira en alls ekki
minna!“
– Hvað um nýjan Kjalveg?
„Ég vil ekki sjá Kjalveg byggðan
upp. Það er hluti af sál Íslands og
sjarma að hafa ekki uppbyggða vegi
á miðhálendinu eða annars staðar í
óbyggðum.“
– Myndu ferðamenn þínir ekki
þiggja betri leið yfir Kjöl?
„Nei. Við eigum að halda okkur við
ströndina. Þeir fara hringinn, í hvala-
skoðun og gönguferðir upp í fjöllin.
Þeirra ferðir eru út frá hringveginum
og mikilvægasta málið er að auka ör-
yggið á honum. Það brot sem ferðast
um hálendið vill hafa það eins og það
er.“
Í þessu sem öðru er Pétur Ósk-
arsson ákveðinn og gefur engan af-
slátt. Það tekur því varla að spyrja
hann um hvalveiðarnar. Þær standa
örugglega í honum! „Ég er á móti
hvalveiðum af markaðs- og hag-
kvæmniástæðum,“ segir hann. Vissi
ég ekki! En leyfum honum að klára:
„Þær skaða ímynd okkar og bera sig
ekki fjárhagslega í þokkabót. Hvala-
skoðun er hinsvegar góð leið til þess
að nýta hvalina við Ísland. Það er
framtíðaratvinnuvegur sem bæði ber
sig og styrkir ímynd okkar í sam-
félagi þjóðanna.“
Ein af úrklippunum á borði Péturs
er frétt um rússneska álrisann Rusal
og áhuga hans á öðrum álverum,
þ.á m. Alcan í Straumsvík. Ég spyr
hvort hann sé að velta þessum hlut-
um fyrir sér.
„Ekkert sérstaklega. En það er
hollt að hafa í huga að Alcan er alltaf
til sölu.
Eignarhaldið kann að skipta ein-
hverju máli. Menn hafa talað um
breytingar í Straumsvík eftir að
Svisslendingarnir fóru og Kan-
adamenn tóku við. Sérstaklega nefna
menn að afstaðan til starfsmanna sé
nú önnur og harðari en var. Við vitum
að vinnumarkaðurinn er ekki samur í
Vestur-Evrópu og vestanhafs.“
– Og ekki heldur í Austur-Evrópu.
„Nefni maður Rusal er manni bor-
in Rússagrýla á brýn. Ég horfi ekk-
ert sérstaklega á Rússana. Það eru
fleiri til en þeir. Hitt stendur að Alc-
an er til sölu í dag og verður það
áfram á morgun.“
– Hvað tekur við eftir atkvæða-
greiðsluna 31. marz?
„Það er í stefnuskrá Sólar í
Straumi að samtökin verði leyst upp
1. apríl. Ég sé nú samt fyrir mér
áframhaldandi áhuga á svæðinu
sunnan Hafnarfjarðar. Og það hafa
fleiri sólir komið upp; Sól á Suð-
urnesjum stefnir gegn álveri í Helgu-
vík og Sól á Suðurlandi gegn virkj-
unum í Þjórsá neðanverðri.
Þótt stundaglas stóriðjustefn-
unnar sé að tæmast og því verði ekki
snúið við er full þörf á að fylgja mál-
um eftir. Það er eitt og annað að
skjóta upp kollinum; Skagfirðingar
takast á svo eitt dæmi í viðbót sé tínt
til. Tíminn vinnur með okkur en það á
áfram við að Guð hjálpar þeim sem
hjálpa sér sjálfir.“
– Hvað um pólitíkina? Nátt-
úruvernd og stjórnmál og sérstök
framboð hefur borið á góma. Hvað
segir þú um slíkar vangaveltur?
„Stjórnmál næstu ára og áratuga
munu ekki sízt snúast um umhverf-
ismál og náttúruvernd. Við sjáum í
löndunum í kringum okkur að það
eru ekki jaðarhópar sem hafa áhuga
á þessum málum heldur allur al-
menningur. Umhverfisvernd snýst
um lífsgæði mannanna og þar með
um lífið sjálft.
Það er ekki seinna vænna fyrir
flokkana að skýra sína stefnu í þess-
um málum á trúverðugan hátt. Eins
og ég sé stöðuna í dag eru stór tæki-
færi á miðjunni og hægra megin við
miðju fyrir sannfærandi umhverf-
isstefnu. Það verður spennandi að sjá
hvað Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að
gera í því og einnig hvað Framtíð-
arlandshópurinn ætlar að gera en þar
er mikill kraftur sem ekki er enn bú-
inn að finna sér farveg.“
»Eins kærkomið og álverið kann að hafa verið í
Straumsvík á sínum tíma er þreföldun þess
tímaskekkja núna.
freysteinn@mbl.is
»Mörg lítil og meðalstór fyrirtæki eru bæj-
arfélaginu heppilegri en eitt stórt, ég tala nú
ekki um þegar stóra eggið í körfunni heldur reglu-
lega uppi hótunum til þess að fá sitt fram.“
ÚRVAL ÚTSÝN ~ LÁGMÚLA 4 ~ 108 REYKJAVÍK
SÍMI 585 4000 ~ FAX 585 4065 ~ INFO@UU.IS
Antalya í Tyrklandi (E1)
14. – 24. apríl Uppseld
Antalya í Tyrklandi (E2)
24. apríl – 2. maí Nokkur sæti laus
Fararstjóri: Friðrik G. Friðriksson
Lúxushótel við ströndina þar sem allt er innifalið
allan daginn. Á meðal skoðunarferða er heimsókn
í eitt best varðveitta leyndarmál ferðamála,
Kappadokia þar sem kristnir bjuggu þegar á 2. öld.
Verð aðeins kr. 119.500 í tvíbýli
Ítalía (E3)
4. – 18. júní Sæti laus
Fararstjóri: Friðrik G. Friðriksson
Gist verður á góðum 3ja eða 4ja stjarna loftkældum
hótelum með morgunverðarhlaðborði. Heimsótt
verða Rómarborg, Vatíkanið, Pompei, Capri (blái
hellirinn), Flórens, Písa, Feneyjar og Gardavatn. 12
máltíðir innifaldar.
Verð kr. 179.000 í tvíbýli
Stóru eyjarnar þrjár: Korsíka,
Sardinía og Sikiley (E4)
11. – 25. júní Nokkur sæti laus
Fararstjóri: Guðmundur V. Karlsson
Eyjaferðin er spennandi nýung á íslenskum
ferðamarkaði. Í fyrsta sinn gefst tækifæri til að
heimsækja þrjár af stærstu eyjum Miðjarðarhafsins
undir stjórn staðkunnugs og ítölskumælandi
fararstjóra. Morgunverðarhlaðborð og 12
kvöldmáltíðir ætti ekki að svíkja á eyjunum þremur
og samtökin frægu á Sikiley gera allt til þess að
vernda ferðamennsku.
Verð kr. 199.500 í tvíbýli
Portúgal og Spánn (E5)
19. – 26. júní Sæti laus
Fararstjóri: Friðrik G. Friðriksson
Hótelið er lúxushótel við Spánarströnd, bæði
morgunverður og glæsilegt kvöldverðarhlaðborð
eru innifalin. Uppákomur og skemmtun standa
til boða flest kvöld á hótelinu. Skoðunarferðir
eru innifaldar, m.a. Sevilla og sigling upp eftir
landamæraá Spánar og Portúgals með grilli og
dans.
Verð kr. 84.500 í tvíbýli
Evropurutur
2007
Friðrik G. Friðriksson
Fararstjóri
Guðmundur V. Karlsson
Fararstjóri
Sérstaða Evrópurútanna felst í litlu stressi
og hefur m.a. þess vegna fallið í góðan
jarðveg hjá fólki sem vill njóta, án þess
að koma dauðþreytt heim, sannkallað frí.
Gist er á góðum hótelum, góður matur og
fræðandi tilsögn fararstjóra hefur engan
svikið undanfarin ár. Hægt er að skoða
myndasafn úr ferðum Friðriks á vefsíðunni
www.uu.is > „sérferðir“ > „Evrópurútur“.
Friðrik mun veita upplýsingar hjá ÚÚ að
Lágmúla 4 þriðjud. og fimmtud. Kl. 14 til
17 í febrúar og fram til 13. mars. Nánari
ferðalýsingar eru á heimasíðu Úrvals Útsýnar
og má líka biðja um að fá þær heimsendar
(Ásta Guðrún 585 4000).