Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN LENGI hefur verið reynt að skipuleggja nýjar leiðir um landið. Bíllinn þurfti meira pláss en hest- urinn og í allastaði betri vegi. Samt var það svo að fyrstu bílvegirnir voru víða byggðir upp úr hestagöt- unum. Á liðnu sumri átt ég þess kost að fara gangandi gömlu póst- leiðina úr Reykhólasveit um Fremri-Fjalldal meðfram Geddu- vatni og áleiðis niður í Langadal í Djúpi. Með mér á göngunni var Ás- valdur Guðmundsson frá Kleifastöð- um í Gufudalssveit. Gönguleið okkar var eftir gömlu hestagötunni sem mest alla leiðina var afar skýr og heilleg. Greinilegt var að vega- vinnumenn með handverkfæri voru á þessari leið farnir að undirbúa komu bílsins. Vegurinn er allur tveggja metra breiður og verulega vandað til verksins. Líklega var síð- ast unnið í þessum vegi um 1940. Allt viðkomandi veginum var unnið með handverkfærum. Á grjótholti vestur af Gedduvatni standa veggir og bálkur gamla sæluhússins. Pláss er fyrir tvo menn á bálki og 3-4 hesta á gólfinu. Spöl frá eru 30-40 vörður á einu holti. Þær eru minnisvarðar hinna raunverulegu ferðalaga yfir heiðina. Vörðuhleðslunni fylgdi einhver átrúnaður. Hestalestir með ferða- fólk fóru hér um á sumrin og voru skipulagðar þannig að þegar Rúta Dalabrands komst ekki lengra en í Kinnarstaði við Þorskafjörð þá tók hesturinn við og má segja að þannig væri hestabrú milli Kinnarstaða og Arngerðareyrar en þangað kom Fagranesið og ferjaði á milli staða við Djúpið með endastöð á Ísafirði. Hér á heiðinni er nútíminn ekkert á ferð eða mjög lítið. Það eru júlílok og það má lesa í götunni að hér hef- ur komið einn maður gangandi og tveir eða þrír hestar. Á þessum slóðum eru þó víða í hestagötunni minnismerki síðari tíma . Hér var mælt fyrir alvöru bílvegi árið 1975. Reknir voru niður hælar með 50 m. millibili. Hælarnir eru hér enn 30 árum síðar og minna á það hve illa hefur gengið að koma Vegakerfi Vestfjarða í ökufært ástand og finna því stað. Á þennan hátt voru merkt- ar ýmsar leiðir á sama tíma. Þessi leið er við gengum vestan við Gedduvatn var um tíma í hávegum höfð hjá Vegagerðinni. Leiðin var frá náttúrunnar hendi afburða snjóþung og langur fjall- vegur og snerist vegagerðinni bráð- lega hugur og lagði eftir það áherslu á veg um Kollafjarðarheiði. Hins- vegar gerðist það næst í málinu að pólitískir pólar tóku ráðin af vega- gerðinni og farin var Steingríms- fjarðarheiði. Það má segja að það væri dap- urlegt að standa þarna á fjallinu með hælana í höndunum og vita að nú meira en 30 árum síðar séu póli- tískir pólar enn að bítast um áherslur og leiðir. Ferja skal það vera til Patreksfjarðar. Vest- fjarðavegur fyrir hverja? Djúpveg- ur fyrir Vestfirðinga? Hælarnir minna einnig á allt sem gerst hefur frá því að þeir voru reknir í jörð. Sumt af því er dap- urlegt, annað er ágætt. Það sem eft- ir er gönguferðarinnar rifjast þetta allt upp. Árið 2000 er unnið að undirbún- ingi á endurnýjun vegar yfir Bröttu- brekku. Brattabrekka er metin og skoðuð. Fundin er sú niðurstaða að ekki sé rétt að leggja göng undir fjallið þau myndu kosta 760 millj- ónir króna. Umferð er álitin vera of lítil til að réttlæta verkið. Jarð- gangaáætlun er gerð þetta sama ár. Horft er til framtíðar og sagt að vissulega komi jarðgöngin Dala- byggð til góða en varla Vestfirð- ingum, nema ef lagður verði vegur yfir Arnkötludal. Ekkert er minnst á Barðastrandarsýslur. Framkvæmdir í samgöngumálum á Vesturlandi eru á þessum árum nokkuð stríðar og rekur hvað af öðru. Auk Bröttubrekku þarf að endurbyggja veginn um Búlands- höfða, leggja þarf nýjan veg um Vatnaleið til Stykkishólms, hefja framkvæmdir við þverun Kolgrafa- fjarðar og á árinu 2002 skipar sam- gönguráðherra nefnd er gerir til- lögur er lúta að því að vegna ástands Vestfjarðavegar verði varla undan því vikist að kaupa stærri Baldur á Breiðafjörðinn. Síðan er nokkurt vatn runnið til sjávar og nýr og stærri Baldur er kominn og farið að tala um nauðsynlegar hafn- arbætur hans vegna. Snjómokstur og hálkuvarnir eru daglegt brauð á Bröttubrekku og er mjög til þess vandað enda er bratti vegarins og umhverfi hans þannig að útafakstur getur orðið mjög alvarlegt mál. Skipulag leiða samnýting fjár og samgönguæða kallaði á jarðgöng undir Bröttubrekku. Þverun Gils- fjarðar. Þverun Þorskafjarðar. Jarðgöng undir Gufudalsháls. Nýtt vegarstæði á Klettsháls. Göng hljóta að koma fyrr eða síðar undir Rafnseyrarheiði og Dynjandisheiði. Ef Brattabrekka væri í dag óunnin og nú væri verið að hefja verkið þá kæmu þar ótvírætt jarðgöng strax. Metnaðarfullt markmið í vega- gerð er að um Vestfjarðaveg milli Reykjavíkur og Ísafjarðar þyrfti hvergi að fara hærra en í 200 metra hæð á þeirri leið að liðnum fáum ár- um. Hefðu göng verið gerð undir Bröttubrekku árið 2004-2006 þá lægi nú þegar mikill þrýstingur á því að gera göng undir Rafnseyr- arheiði og endurbætur á vegi um Dynjandisheiði. Landleiðin milli Ísafjarðar og Reykjavíkur er að styttast um 100 km í rétta 400 km. ef farinn er Vestfjarðavegur. Spáð er mikilli umferðaraukningu á Vest- fjarðavegi, Dýrafjarðargöng eru tal- in verða með 300 bíla ársdags- umferð árið 2012 en uppúr 2030 er spáð 600 bílum á dag. Gert er ráð fyrir að helmingur þeirrar umferðar verði á leið milli Ísafjarðar og Suð- vesturlands. Djúpvegur er að nálg- ast sitt endanlega form. Stór hluti af bifreiðaumferð til og frá Ísafjarð- arsvæðinu mun færast á Vest- fjarðaveg og auka arðsemi sam- göngumannvirkja þar. Rétt eins og dæmið um Bröttubrekku er nú gjör- breytt frá því fyrir 7 árum þá er al- veg það sama að segja um Djúpveg. Allar áætlanir eru forgengilegar. Vonandi er senn lokið 30 ára stríði í samgöngumálum Vestfirðinga, þeir hafa allan þennan tíma verið fórn- arlömb pólitískra afla. Vestfirðingar þurfa sannarlega að taka sig saman í andlitinu og ákveða að leggja sam- eiginlega áherslu á Vestfjarðaveg. Degi er tekið að halla, gönguferð- inni er senn lokið. Húsbíll bíður okkar á Sóleyjadal. Vestfjarða- umferðin rennur framhjá á gamla malarveginum yfir Þorskafjarð- arheiði. Góða ferð, Vestfirðingar og aðrir. Til betri vegar Reynir Bergsveinsson fjallar um samgöngumál á Vestfjörðum Reynir Bergsveinsson með minn- ismerki Vegagerðarinnar. » Vonandi er senn lok-ið 30 ára stríði í sam- göngumálum Vestfirð- inga, þeir hafa allan þennan tíma verið fórn- arlömb pólitískra afla. Höfundur er fyrrverandi bóndi og oddviti Gufudalshrepps. Sími 530 6500 Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 www.heimili.is Vandaðar 3ja herb. 90 fm íbúðir á 1. hæð í litlu fjölbýlishúsi á góðum útsýnisstað. Íbúðirnar eru vel hannaðar og eru með vönduðum innréttingum frá Innex. Flestum íbúðunum fylgir stæði í bílageymslu. Sölusýning 18. febr. milli kl. 13.00 og 14.30. Sölufulltrúar Heimilis Fasteignasölu verða á staðnum. SÖLUSÝNING Í DAG Perlukór 1-3 Kópavogi Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali 101 SKUGGI - ÚTSÝNISÍBÚÐ Glæsileg rúmgóð 96,3 fm 2ja herbergja íbúð á 1. hæð í lyftuhúsi í 101 Skuggahverfi ásamt stæði í bílageymslu. Vestursvalir Íbúðin skiptist þannig: stofa, herbergi, eld- hús, baðherbergi og forstofa. Sér geymsla fylgir í kjallara. Merkt stæði í rúmgóðri bílageymslu fylgir íbúðinni. Sameiginlegt þvottahús með vélum er í kjallara (einnig lögn á baðherbergi. V. 34,0 m. 6449 HESTHAMRAR - EINBÝLI Á EINNI HÆÐ Fallegt og mikið endurnýjað 165 fm ein- býlishús á einni hæð ásamt 43,3 fm bíl- skúr. Samtals 208 fm. Meðal þess sem hefur verið endurnýjað er eldhús, baðher- bergi, gólfefni og fl. Húsið skiptist í for- stofu, gestasnyrtingu/þvottahús, eldhús, stofu, borðstofu, sólstofu, baðherbergi og fjögur svefnherbergi. Húsið er í botnlangagötu með garð til suðurs. V. 57,9 m. 6442 FRAKKASTÍGUR - NÝTT HÚS. 2ja herb. glæsileg íbúð á jarðhæð með sérverönd í nýju húsi. Flísalagt baðh. m. upphengdu WC og stórum sturtuklefa. Íbúðin er sérlega glæsileg. 6458 HÆÐARGARÐUR - 2. HÆÐ - LYFTUHÚS Falleg íbúð í fjölbýli fyrir eldri borgara við Hæðargarð. Íbúðin er stúdíó íbúð en mögulegt er að loka af herbergi frá stof- unni. Íbúðin skiptist í forstofu, baðher- bergi, geymslu eldhúskrók, stofu og svefnaðstöðu. Byggt er yfir svalirnar. Afar snyrtileg sameign er í húsinu og er innan- gengt í þjónustumiðstöðina þar sem ýmis þjónusta stendur fólki til boða s.s. kaup á heitum mat í mötuneyti og fleira. Um er að ræða mjög eftirsóttar íbúðir á rólegum stað. V. 20,4 m. 6432 MIÐBORGIN - SMIÐJUSTÍGUR Eitt fallegast einbýlishús Borgarinnar. Húsið er á tveimur hæðum og skiptist þannig. 1. hæð: tvö herbergi, baðher- bergi, þvottahús, geymsla, bakinngangur og forstofa. 2. hæð: tvær stofur og eld- hús. Húsið hefur nær allt verið endurnýj- að og garðurinn er allur nýlega standsett- ur. V. 39,5 m. 6447 ENGJASEL M. GLÆSILEGU ÚTSÝNI. 4ra-5 herb 115 fm björt íbúð á einum besta útsýnisstað í Seljahverfi ásamt stæði í bílageymslu í nýlega standsettu húsi. Íbúðin er á tveimur hæðum. Á neðri hæðinni er gangur, hol, fataherbergi, her- bergi, stofa, sólstofa, eldhús og baðher- bergi. Húsið er með mjög mikilli sameign, m.a. saunaklefi, tveir stórir samliggjandi ca 70 fm parketlagðir barnasalir. V. 26 m. 6446 BOGAHLÍÐ - Í GÓÐU HÚSI. Falleg 116,8 fm 4-5 herbergja íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi. Íbúðin skiptist þannig: tvær stofur, eldhús, baðherbergi, þrjú svefnherb. og hol. Auk þess fylgir íbúðinni stór geymsla í kjallara sem og sameigin- leg hjólageymsla og þvottahús. Aðeins ein íbúð er á hæð og hefur íbúðin glugga í allar áttir sem gerir hana mjög bjarta. Fal- legt útsýni er úr íbúðinni V. 23,5 m. 6424 BERGSTAÐASTRÆTI - GLÆSILEG EIGN Sérlega glæsileg 173 fm íbúð á einni hæð í nýlegu húsi í Þingholtunum. Íbúðin er mjög opin og björt. Útsýni er gott og það sér í Snæfellsjökul úr stofu og af svölum. Aðeins eru tvær íbúðir í húsinu sem er fyrir ofan bílastæðahús í eigu Reykjavík- urborgar. V. 57,0 m. 6416 KLUKKURIMI - JARÐHÆÐ, GARÐUR. 3ja herbergja björt íbúð í fjórbýlishúsi með sérgarði. Íbúðin skiptist í gang, tvö herbergi, baðherbergi, þvottahús, hol, geymslu, stofu og eldhús. Húsið er var frá upphafi klætt steiniklæðingu. V. 17,5 m. 6384 PENTHOUSE – EINBÝLI Á SELTJARNARNESI 200-300 fm einbýli á sunnanverðu Seltjarnarnesi óskast í skiptum við 147 fm pent- house íbúð á Eiðistorgi, með sjávarútsýni, bílskýli og nýrri sólstofu. Nánari upplýs- ingar veitir Þorleifur Guðmundsson lögg. fasteignasali. Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.