Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
LENGI hefur verið reynt að
skipuleggja nýjar leiðir um landið.
Bíllinn þurfti meira pláss en hest-
urinn og í allastaði betri vegi. Samt
var það svo að fyrstu bílvegirnir
voru víða byggðir upp úr hestagöt-
unum. Á liðnu sumri átt ég þess
kost að fara gangandi gömlu póst-
leiðina úr Reykhólasveit um
Fremri-Fjalldal meðfram Geddu-
vatni og áleiðis niður í Langadal í
Djúpi. Með mér á göngunni var Ás-
valdur Guðmundsson frá Kleifastöð-
um í Gufudalssveit. Gönguleið okkar
var eftir gömlu hestagötunni sem
mest alla leiðina var afar skýr og
heilleg. Greinilegt var að vega-
vinnumenn með handverkfæri voru
á þessari leið farnir að undirbúa
komu bílsins. Vegurinn er allur
tveggja metra breiður og verulega
vandað til verksins. Líklega var síð-
ast unnið í þessum vegi um 1940.
Allt viðkomandi veginum var unnið
með handverkfærum.
Á grjótholti vestur af Gedduvatni
standa veggir og bálkur gamla
sæluhússins. Pláss er fyrir tvo
menn á bálki og 3-4 hesta á gólfinu.
Spöl frá eru 30-40 vörður á einu
holti. Þær eru minnisvarðar hinna
raunverulegu ferðalaga yfir heiðina.
Vörðuhleðslunni fylgdi einhver
átrúnaður. Hestalestir með ferða-
fólk fóru hér um á sumrin og voru
skipulagðar þannig að þegar Rúta
Dalabrands komst ekki lengra en í
Kinnarstaði við Þorskafjörð þá tók
hesturinn við og má segja að þannig
væri hestabrú milli Kinnarstaða og
Arngerðareyrar en þangað kom
Fagranesið og ferjaði á milli staða
við Djúpið með endastöð á Ísafirði.
Hér á heiðinni er nútíminn ekkert á
ferð eða mjög lítið. Það eru júlílok
og það má lesa í götunni að hér hef-
ur komið einn maður gangandi og
tveir eða þrír hestar. Á þessum
slóðum eru þó víða í hestagötunni
minnismerki síðari tíma . Hér var
mælt fyrir alvöru bílvegi árið 1975.
Reknir voru niður hælar með 50 m.
millibili. Hælarnir eru hér enn 30
árum síðar og minna á það hve illa
hefur gengið að koma Vegakerfi
Vestfjarða í ökufært ástand og finna
því stað. Á þennan hátt voru merkt-
ar ýmsar leiðir á sama tíma. Þessi
leið er við gengum vestan við
Gedduvatn var um tíma í hávegum
höfð hjá Vegagerðinni.
Leiðin var frá náttúrunnar hendi
afburða snjóþung og langur fjall-
vegur og snerist vegagerðinni bráð-
lega hugur og lagði eftir það áherslu
á veg um Kollafjarðarheiði. Hins-
vegar gerðist það næst í málinu að
pólitískir pólar tóku ráðin af vega-
gerðinni og farin var Steingríms-
fjarðarheiði.
Það má segja að það væri dap-
urlegt að standa þarna á fjallinu
með hælana í höndunum og vita að
nú meira en 30 árum síðar séu póli-
tískir pólar enn að bítast um
áherslur og leiðir. Ferja skal það
vera til Patreksfjarðar. Vest-
fjarðavegur fyrir hverja? Djúpveg-
ur fyrir Vestfirðinga?
Hælarnir minna einnig á allt sem
gerst hefur frá því að þeir voru
reknir í jörð. Sumt af því er dap-
urlegt, annað er ágætt. Það sem eft-
ir er gönguferðarinnar rifjast þetta
allt upp.
Árið 2000 er unnið að undirbún-
ingi á endurnýjun vegar yfir Bröttu-
brekku. Brattabrekka er metin og
skoðuð. Fundin er sú niðurstaða að
ekki sé rétt að leggja göng undir
fjallið þau myndu kosta 760 millj-
ónir króna. Umferð er álitin vera of
lítil til að réttlæta verkið. Jarð-
gangaáætlun er gerð þetta sama ár.
Horft er til framtíðar og sagt að
vissulega komi jarðgöngin Dala-
byggð til góða en varla Vestfirð-
ingum, nema ef lagður verði vegur
yfir Arnkötludal. Ekkert er minnst
á Barðastrandarsýslur.
Framkvæmdir í samgöngumálum
á Vesturlandi eru á þessum árum
nokkuð stríðar og rekur hvað af
öðru. Auk Bröttubrekku þarf að
endurbyggja veginn um Búlands-
höfða, leggja þarf nýjan veg um
Vatnaleið til Stykkishólms, hefja
framkvæmdir við þverun Kolgrafa-
fjarðar og á árinu 2002 skipar sam-
gönguráðherra nefnd er gerir til-
lögur er lúta að því að vegna
ástands Vestfjarðavegar verði varla
undan því vikist að kaupa stærri
Baldur á Breiðafjörðinn. Síðan er
nokkurt vatn runnið til sjávar og
nýr og stærri Baldur er kominn og
farið að tala um nauðsynlegar hafn-
arbætur hans vegna. Snjómokstur
og hálkuvarnir eru daglegt brauð á
Bröttubrekku og er mjög til þess
vandað enda er bratti vegarins og
umhverfi hans þannig að útafakstur
getur orðið mjög alvarlegt mál.
Skipulag leiða samnýting fjár og
samgönguæða kallaði á jarðgöng
undir Bröttubrekku. Þverun Gils-
fjarðar. Þverun Þorskafjarðar.
Jarðgöng undir Gufudalsháls. Nýtt
vegarstæði á Klettsháls. Göng
hljóta að koma fyrr eða síðar undir
Rafnseyrarheiði og Dynjandisheiði.
Ef Brattabrekka væri í dag óunnin
og nú væri verið að hefja verkið þá
kæmu þar ótvírætt jarðgöng strax.
Metnaðarfullt markmið í vega-
gerð er að um Vestfjarðaveg milli
Reykjavíkur og Ísafjarðar þyrfti
hvergi að fara hærra en í 200 metra
hæð á þeirri leið að liðnum fáum ár-
um. Hefðu göng verið gerð undir
Bröttubrekku árið 2004-2006 þá
lægi nú þegar mikill þrýstingur á
því að gera göng undir Rafnseyr-
arheiði og endurbætur á vegi um
Dynjandisheiði. Landleiðin milli
Ísafjarðar og Reykjavíkur er að
styttast um 100 km í rétta 400 km.
ef farinn er Vestfjarðavegur. Spáð
er mikilli umferðaraukningu á Vest-
fjarðavegi, Dýrafjarðargöng eru tal-
in verða með 300 bíla ársdags-
umferð árið 2012 en uppúr 2030 er
spáð 600 bílum á dag. Gert er ráð
fyrir að helmingur þeirrar umferðar
verði á leið milli Ísafjarðar og Suð-
vesturlands. Djúpvegur er að nálg-
ast sitt endanlega form. Stór hluti af
bifreiðaumferð til og frá Ísafjarð-
arsvæðinu mun færast á Vest-
fjarðaveg og auka arðsemi sam-
göngumannvirkja þar. Rétt eins og
dæmið um Bröttubrekku er nú gjör-
breytt frá því fyrir 7 árum þá er al-
veg það sama að segja um Djúpveg.
Allar áætlanir eru forgengilegar.
Vonandi er senn lokið 30 ára stríði í
samgöngumálum Vestfirðinga, þeir
hafa allan þennan tíma verið fórn-
arlömb pólitískra afla. Vestfirðingar
þurfa sannarlega að taka sig saman
í andlitinu og ákveða að leggja sam-
eiginlega áherslu á Vestfjarðaveg.
Degi er tekið að halla, gönguferð-
inni er senn lokið. Húsbíll bíður
okkar á Sóleyjadal. Vestfjarða-
umferðin rennur framhjá á gamla
malarveginum yfir Þorskafjarð-
arheiði. Góða ferð, Vestfirðingar og
aðrir.
Til betri vegar
Reynir Bergsveinsson
fjallar um samgöngumál
á Vestfjörðum
Reynir Bergsveinsson með minn-
ismerki Vegagerðarinnar.
» Vonandi er senn lok-ið 30 ára stríði í sam-
göngumálum Vestfirð-
inga, þeir hafa allan
þennan tíma verið fórn-
arlömb pólitískra afla.
Höfundur er fyrrverandi
bóndi og oddviti Gufudalshrepps.
Sími
530 6500
Finnbogi Hilmarsson,
Einar Guðmundsson og
Bogi Pétursson
löggiltir fasteignasalar
Opið mán.- fös. frá kl. 9-17
www.heimili.is
Vandaðar 3ja herb. 90 fm íbúðir á 1. hæð í litlu fjölbýlishúsi á
góðum útsýnisstað. Íbúðirnar eru vel hannaðar og eru með
vönduðum innréttingum frá Innex.
Flestum íbúðunum fylgir stæði í bílageymslu.
Sölusýning 18. febr. milli kl. 13.00 og 14.30.
Sölufulltrúar Heimilis Fasteignasölu verða á staðnum.
SÖLUSÝNING Í DAG
Perlukór 1-3 Kópavogi
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali
101 SKUGGI - ÚTSÝNISÍBÚÐ
Glæsileg rúmgóð 96,3 fm 2ja herbergja íbúð á 1. hæð í lyftuhúsi í 101 Skuggahverfi
ásamt stæði í bílageymslu. Vestursvalir Íbúðin skiptist þannig: stofa, herbergi, eld-
hús, baðherbergi og forstofa. Sér geymsla fylgir í kjallara. Merkt stæði í rúmgóðri
bílageymslu fylgir íbúðinni. Sameiginlegt þvottahús með vélum er í kjallara (einnig
lögn á baðherbergi. V. 34,0 m. 6449
HESTHAMRAR - EINBÝLI Á EINNI HÆÐ
Fallegt og mikið endurnýjað 165 fm ein-
býlishús á einni hæð ásamt 43,3 fm bíl-
skúr. Samtals 208 fm. Meðal þess sem
hefur verið endurnýjað er eldhús, baðher-
bergi, gólfefni og fl. Húsið skiptist í for-
stofu, gestasnyrtingu/þvottahús, eldhús,
stofu, borðstofu, sólstofu, baðherbergi og
fjögur svefnherbergi. Húsið er í botnlangagötu með garð til suðurs. V. 57,9 m. 6442
FRAKKASTÍGUR - NÝTT HÚS.
2ja herb. glæsileg íbúð á jarðhæð með
sérverönd í nýju húsi. Flísalagt baðh. m.
upphengdu WC og stórum sturtuklefa.
Íbúðin er sérlega glæsileg. 6458
HÆÐARGARÐUR - 2. HÆÐ - LYFTUHÚS
Falleg íbúð í fjölbýli fyrir eldri borgara við
Hæðargarð. Íbúðin er stúdíó íbúð en
mögulegt er að loka af herbergi frá stof-
unni. Íbúðin skiptist í forstofu, baðher-
bergi, geymslu eldhúskrók, stofu og
svefnaðstöðu. Byggt er yfir svalirnar. Afar
snyrtileg sameign er í húsinu og er innan-
gengt í þjónustumiðstöðina þar sem ýmis
þjónusta stendur fólki til boða s.s. kaup á heitum mat í mötuneyti og fleira. Um er að
ræða mjög eftirsóttar íbúðir á rólegum stað. V. 20,4 m. 6432
MIÐBORGIN - SMIÐJUSTÍGUR
Eitt fallegast einbýlishús Borgarinnar.
Húsið er á tveimur hæðum og skiptist
þannig. 1. hæð: tvö herbergi, baðher-
bergi, þvottahús, geymsla, bakinngangur
og forstofa. 2. hæð: tvær stofur og eld-
hús. Húsið hefur nær allt verið endurnýj-
að og garðurinn er allur nýlega standsett-
ur. V. 39,5 m. 6447
ENGJASEL M. GLÆSILEGU ÚTSÝNI.
4ra-5 herb 115 fm björt íbúð á einum
besta útsýnisstað í Seljahverfi ásamt
stæði í bílageymslu í nýlega standsettu
húsi. Íbúðin er á tveimur hæðum. Á neðri
hæðinni er gangur, hol, fataherbergi, her-
bergi, stofa, sólstofa, eldhús og baðher-
bergi. Húsið er með mjög mikilli sameign,
m.a. saunaklefi, tveir stórir samliggjandi
ca 70 fm parketlagðir barnasalir. V. 26 m. 6446
BOGAHLÍÐ - Í GÓÐU HÚSI.
Falleg 116,8 fm 4-5 herbergja íbúð á 3.
hæð í fjölbýlishúsi. Íbúðin skiptist þannig:
tvær stofur, eldhús, baðherbergi, þrjú
svefnherb. og hol. Auk þess fylgir íbúðinni
stór geymsla í kjallara sem og sameigin-
leg hjólageymsla og þvottahús. Aðeins
ein íbúð er á hæð og hefur íbúðin glugga í
allar áttir sem gerir hana mjög bjarta. Fal-
legt útsýni er úr íbúðinni V. 23,5 m. 6424
BERGSTAÐASTRÆTI - GLÆSILEG EIGN
Sérlega glæsileg 173 fm íbúð á einni hæð
í nýlegu húsi í Þingholtunum. Íbúðin er
mjög opin og björt. Útsýni er gott og það
sér í Snæfellsjökul úr stofu og af svölum.
Aðeins eru tvær íbúðir í húsinu sem er
fyrir ofan bílastæðahús í eigu Reykjavík-
urborgar. V. 57,0 m. 6416
KLUKKURIMI - JARÐHÆÐ, GARÐUR.
3ja herbergja björt íbúð í fjórbýlishúsi
með sérgarði. Íbúðin skiptist í gang, tvö
herbergi, baðherbergi, þvottahús, hol,
geymslu, stofu og eldhús. Húsið er var
frá upphafi klætt steiniklæðingu. V. 17,5
m. 6384
PENTHOUSE – EINBÝLI Á SELTJARNARNESI
200-300 fm einbýli á sunnanverðu Seltjarnarnesi óskast í skiptum við 147 fm pent-
house íbúð á Eiðistorgi, með sjávarútsýni, bílskýli og nýrri sólstofu. Nánari upplýs-
ingar veitir Þorleifur Guðmundsson lögg. fasteignasali.
Fréttir á SMS