Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 69
sjónspegill
Þ
að lá að, Ísland loksins
komið í miðju heimsvæð-
ingarinnar, þó ekki fyrir
annað en þjóðin virðist
grunuð um að vera í
trússi við möndul hins illa hinum meg-
in á hnettinum. Eða svo mun mörgum
finnast sem þurfa jafnvel að fara úr
skónum við eftirlitið í Keflavík, og í
þeim efnum hefur vestrið farið fram
úr sovétinu sáluga á árum áður. Aldrei
datt þeim í hug að á þeim stað væri
flóttamenn úr sæluríkinu að finna,
sem þeir leituðu annars að á hinum
ólíklegustu stöðum, leyniskjöl morðtól
eða annað slíkt. Á þann veg var til
skamms tíma einungis farið að grun-
uðum harðvítugum glæpamönnum, og
er almennum borgurum vafasamur
heiður að vera komnir í raðir þeirra.
Margt öfugsnúið í heimi hér í ljósi
þess að dagskipunin kemur frá landi
hvar einkarekin flugfélög slógu slöku
við eftirlit á flughöfnum í sparnaðar-
skyni þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir.
Frægt var er tveir blaðamenn léku sér
að því að fara um borð í flugvélar með
ýmsar tegundir skotvopna jafnvel
hríðskotabyssu og skrifuðu greinar
þar um, en ábyrgir skelltu skollaeyr-
um við þeim hremmilegu upplýs-
ingum. Ekki liðu mörg ár áður en af-
leiðingarnar skelfdu alla jarðarbúa í
beinni útsendingu sem var endurtekin
í síbylju dagana á eftir. En í stað þess
að líta í eigin barm og draga hina
raunverulega seku til ábyrgðar skyldi
nú allur heimurinn gjalda ódæðisins,
einnig þjóðir sem stóðu sína plikt með
sóma. Frumlegur eða eigum við ekki
heldur að segja frumstæður hugs-
unarháttur, afleiðingarnar hafa ekki
látið á sér standa, margar og illþol-
andi.
Og þrátt fyrir þetta allt virðast við-
komandi lítinn lærdóm hafa dregið um
flutninga í háloftunum, nema helst
sem ræður eigin hag, þar skal hag-
kvæmni og gróði varða veginn sem
fyrr, samt ekki farþeganna heldur
flugfélaganna. Starfsfólki um borð
hefur fækkað og þannig sýndust mér
einungis þrír flugþjónar í þessari risa-
lengju sem flutti okkur frá New York
til Miami og svo aftur frá Miami til
Quito í Ekvador. Í fyrra fallinu sátum
við mjög framarlega, vorum að auk
með þeim fyrstu um borð og streymdu
farþegar fram hjá okkur í nær enda-
lausri fylkingu. Meðal þeirra síðustu
var kvensnift nokkur sem reyndi að
troða tösku sem hún réð augsjáanleg
ekki við í farangursrýmið fyrir ofan
mig. Ef sonur minn við hlið mér hefði
ekki brugðið eldsnöggt við og sett sína
sterku hönd undir tösku kerlingar og
vippað henni upp, hefði ég fengið
hlassið beint á kollinn með ófyr-
irsjáanlegum afleiðingum! Og þetta
gerðist rétt við innganginn þar sem
flugþjónum er skylt að vera til taks.
Hér hafa Flugleiðir blessunarlega
vinninginn í þessum sviplausa gripa-
flutningi nútímans, í það minnsta enn
sem komið er.
Ein þessara illþolandi hremm-inga kom fyrir mig við eft-irlitið í La Guardia-
flughöfninni þá handfarangur minn
var gegnumlýstur. Eftirlitsmaðurinn
kenndi eitthvert grunsamlegt glundur
á flösku, þreif hana upp eins og hér
væri komið efni til að auðga úran eða
eitthvað ámóta og leit illilega á hinn
meinta fulltrúa hins illa mönduls. Hér
er í raun kominn koníakspeli sem
hafði verið innsiglaður í plastpoka á
fríhöfninni í Keflavík og það enn ekki
rofið. Ein matskeið af slíkum vökva að
morgni dags forðar neytanda frá
hvers konar magakveisum og vinnur á
óþekktum bakteríum í framandi lönd-
um. Sigri hrósandi stakk eftirlitsmað-
urinn pelanum á milli fóta sér og þótt-
ist heldur betur hafa bjargað
heiminum úr mikilli vá, en illur hélt
sína leið.
Annars skeði í sjálfu sér fátt frá-
sagnarvert á leiðinni nema að láta tím-
ann líða, og þó verður lengi minn-
isstætt atvik sem átti sér stað eftir að
við höfðum komið okkur fyrir á hóteli í
nágrenni La Guardia-flughafnarinnar,
og vorum að ljúka ágætum málsverði í
veitingasalnum. Stendur þá upp við-
kunnanlegur maður frá borði sínu í
annars nær tómum matsalnum og
vildi eiga við okkur nokkur orð, þau
helst að biðjast afsökunar á framferði
bandarískra ráðamanna í Írak. Var
auðséð á manninum að ferlið fór illa í
hann og að honum hefur þótt skylt að
koma þessum skilaboðum frá sér til
okkar útlendinganna og létti bersýni-
lega mikið fyrir vikið. Annað var það
ekki, maðurinn bláedrú og kom mög
vel fyrir. En þetta var óvænt og kom
heilasellunum á hreyfingu, hér kom-
inn nýr vinkill á atburðarásina, af-
glöpin auðsæ. Bandaríska þjóðin í sár-
um og einstaklingar í hugarvíli …
La Guardia-flughöfnin er ekkiein þeirra skemmtilegri, af-löng og tilbreytingarlaus.
Fundum laus sæti við vesturenda
hennar og eina augnayndið var falleg
dökkleit kona í hvítri dragt sem hafði
augljóslega áhuga á að ég tæki eftir
sér og augu okkar mættust þúsund
sinnum eins og hermir í rómantískum
vinnukonusögum. En svo á miðjum
biðtímanum bar að fyrirbæri sem sett-
ist skáhallt og nokkuð frá okkur, hér
komin digur kona og kraftmikil. Í ann-
an tíma hef ég ekki séð konu sem á
þann veg líktist górillu og hnykkti við
en ófríð var hún ekki, frekar hrikaleg
eins og þess slags kvikindi frumskóg-
anna. Hún tók eftir undrun minni og
gaf mér lengi auga, eða réttara pírði
þeim á mig eins og górilluynja er sið-
ur, en af hvaða hvötum skal ósagt lát-
ið, í þeirri hormónadrift ræður get-
spekin ein.
Mér til mikillar ánægju og léttis sat
sú hvítklædda í sömu sætaröð og við
og var það notaleg nánd, hins vegar
var hinn holdgnái kraftbirtingur frum-
skóganna ekki lengur sjáanlegur og
hennar ekki tiltakanlega saknað.
Í Miami tók við liðlega klukku-
stundar bið í glæsilegri flughöfn. Þar
hefðum við viljað una lengur og njóta
ríkulegs málsverðar í einni hinna
girnilegu veitingabúða. Höfðum nefni-
lega allan flugtímann verið áhorfendur
að því fyrir galopnum tjöldum að fyr-
irfólkið frammí var trakterað með
kræsingum meðan garnirnar gauluðu
hjá hinum óæðri í almenna rýminu.
En dálítill ruglingur kom upp vegna
upplýsingafátæktar á La Guardia,
héldum eðlilega að við ættum að taka
aðra flugvél, en svo kom í ljós að við
vorum með tvo miða í sömu flugvél,
einungis skipt um áhöfn og sætin
búlkuð undir nýja rassa. Í þetta skipti
vorum við mjög aftarlega og dauðfeg-
in að vera laus við að verða vitni að til-
færingunum og stjaninu frammí og
notaleg tilfinning að nú var um að
ræða síðasta áfangann. Flogið yfir
Mexíkóflóa, Karíbahafið, sveigt yfir
Panamaeiðið og þá var Kyrrahafið
loks undir og styttist óðum til Ekva-
dor.
Flugvöllurinn i Quito er stað-settur í norðurjaðri borg-arhlutans og þannig ekki
langur akstur á hótelið okkar, sem
reyndist slakara en við ætluðum. Ekki
bætti úr skák að morguninn eftir upp-
götvaði ég að gullkortið/debetkortið
og fleiri kort ásamt blaðapassanum
voru horfin úr vasanum djúpa. Gerist
ekki af eðlilegum orsökum, enda aldr-
ei skeð áður og er ennþá að spá í
hvernig þetta gat gerst. En við þessu
hefur maður öryggisventil sem kom
nú í góðar þarfir þar sem hvorki er ís-
lenskur konsúll í Quito né skilvirkt
bankasamband milli landanna.
Ekki úr vegi að koma í lokin með
nokkrar grunnupplýsingar um Quito,
höfuðborg Ekvador. Borgin var stofn-
uð af Sebastián de Benálcázar árið
1534, byggð á fornum rústum einnar
aðalborgar hins mikla Inkaveldis og er
staðsett hátt uppi í Andesfjöllunum. Á
flatlendinu er hún 2.800 metrar yfir
sjávarmál, en byggð nær langt upp í
hlíðarnar og víða stutt í að komast yfir
3.000 metrana ef vill. Yfir gnæfir svo
hið mikla snævi þakta og tignarlega
eldfjall Cotopaxi, sem er 5.897 metra
yfir sjávarmáli.
Esmeralda/Ekvador
Punktar frá Ekvador
Skrautlegir Það eru víðar illvígir kondórar en í háloftunum en þeir eru
óvíða jafn rismiklir og skrautlegir og þessi.
Bragi Ásgeirsson
Miðasala 568 8000
www.borgarleikhusid.is
SJÁLFSTÆÐ
LEIKHÚS Í
BORGARLEIKHÚSINU
Borgarleikhúsið auglýsir eftir umsóknum
leikflokka vegna leikársins 2006/2007. Með
umsókn skal senda greinargerð þar sem greint er
skilmerkilega frá verkefninu, aðstandendum þess,
framkvæmdaaðilum, listrænum stjórnendum og
þátttakendum öllum ásamt vandaðri
fjárhagsáætlun.
Umsóknir berist leikhússtjóra Leikfélags
Reykjavíkur, Listabraut 3, 103 Reykjavík eigi síðar
en mánudaginn 19. mars 2007.
Einnig er hægt að senda inn umsókn með tölvupósti,
merktum„Samstarf“, á borgarleikhus@borgarleikhus.is
ANNA Hildur Hildibrandsdóttir
hefur verið ráðin framkvæmdastjóri
Útflutningsskrifstofu íslenskrar tón-
listar. ÚTÓN var stofnuð í nóv-
ember sl. sem samvinnuverkefni
Samtóns við menntamálaráðuneytið,
utanríkisráðuneytið, iðnaðar- og við-
skiptaráðuneytið og Landsbanka Ís-
lands.
ÚTÓN er þjónustu- og upplýs-
ingamiðstöð í víðum skilningi. Meg-
inmarkmið skrifstofunnar eru að
stuðla að auknum tækifærum fyrir
sölu á tónlist á erlendum mörkuðum.
Anna Hildur hefur verið búsett í
Bretlandi í 15 ár og starfað sem um-
boðsmaður og ráðgjafi í tónlist-
argeiranum í átta ár. Hún verður
áfram með búsetu í Bretlandi en
mun alla jafna hafa fasta viðveru á
skrifstofunni á Íslandi fyrstu vikuna
í hverjum mánuði.
Ráðin til
ÚTÓNs
Morgunblaðið/ÞÖK
Útrás Sykurmolarnir í ham.