Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 41
Trukkarnir
M
orgunblaðið hefur ítrekað
fjallað um trukkana sem aka
um þjóðvegina á verulegum
hraða með þunga farma. Nú
hafa yfirvöld brugðizt við og
ákveðið að tvöfalda þjóðvega-
kerfið út frá höfuðborginni á allra næstu árum.
Þegar því verki verður lokið mun ástandið batna.
En á meðan er sama hætta á ferðum vegna flutn-
ingabílanna á þjóðvegunum. Þeir aka hratt, þeir
hægja sjaldnast á sér þegar þeir mæta bíl og eng-
inn veit hvort farmurinn er tryggilega bundinn
niður eða hvort hann fellur á bílinn, sem mætir
flutningabílnum. Enginn veit heldur hvort tengi-
vagninn aftan í flutningabílnum sveiflast til með
ófyrirsjáanlegum afleiðingum þegar bílarnir mæt-
ast. Þótt ákvarðanir hafi verið teknar um að tvö-
falda þjóðvegakerfið að hluta til verður hættu-
ástandið óbreytt þar til því verki er lokið.
Þess vegna er sá vandi sem er til staðar í dag
óleystur. Hættuástandið úti á þjóðvegunum er það
sama og áður og svo verður um skeið.
Það er alveg sama hvernig á það er litið. Það
ríkir óöld á vegum og götum í þéttbýli á Íslandi.
Þar leika menn sér í rússneskri rúllettu dag
hvern. Það er féleg iðja eða hitt þó heldur.
Sennilega er ástandið í umferðinni eitt skýrasta
dæmið um agaleysið sem hér ríkir. Íslendingar
hafa tilhneigingu til að stæra sig af agaleysinu.
Það er barnalegt. Kannski er þetta vísbending um
að hin nýríka þjóð kann ekki enn að vera til.
Hvað skal gera?
Í
Morgunblaðinu í dag, laugardag, er
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra
spurður um það hvað gera skuli í tilefni
af því að Rannsóknarnefnd umferðar-
slysa hefur mælzt til þess að viðurlög
verði endurskoðuð og hert.
Samgönguráðherra segir: „Við erum búin að
láta endurskoða allt viðurlaga- og sektarkerfið og
stórhækka allar sektir nú nýverið og finnst nú
ýmsum allmikið að gert í þeim efnum … Það sem
ég tel mikilvægast í þessu samhengi er að flutn-
ingafyrirtæki taki til í sínum ranni og að tekið
verði á gæðaeftirliti í þeirri starfsemi svo ekki
komi til þess að hver flutningabíllinn á fætur öðr-
um sé illa búinn og farmur ófrágenginn og stór-
hætta á ferðum … Ég er sannfærður um það eftir
að hafa heyrt í forstjórum flutningafyrirtækja út
af þessum málum að það er mikill vilji þar. Þeir
átta sig á því að þessar hertu sektarreglur eru
mjög alvarlegar gagnvart þeim.“
Átta þeir sig á því? Alla vega sýnist það ekki
hafa átt við um eigendur þess bíls sem missti
bæði gröfufleyg og pall á miðjum Vesturlands-
vegi eða bílsins sem Morgunblaðið birti mynd af í
gær, föstudag, með lausan farm að hluta. Duga
sektir, jafnvel þótt þær hafi verið hækkaðar?
Stundum þarf að grípa til mjög róttækra að-
gerða til þess að hreinsa upp ósiði. Og sennilega
þarf að grípa til miklu róttækari aðgerða í um-
ferðinni hér en beitt hefur verið til þessa.
Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra New York-
borgar, er þakkað að hafa hreinsað glæpi af göt-
um stórborgarinnar. Líklega er það nú fullmikið
sagt að honum hafi tekizt það en augljóst að hann
náði miklum árangri í þeirri viðleitni.
Er ekki kominn tími til að beita mjög róttæk-
um aðgerðum til þess að stoppa óöldina í umferð-
inni á Íslandi?
Það er grundvallarmisskilningur að líta svo á
að hér séu á ferðinni alvarleg umferðarlagabrot.
Þetta eru ekki slík brot. Þessi brot snúast um
mismunandi meðvitaða tilraun til manndráps.
Ekki í þeim skilningi að lagt sé upp með slíkan
ásetning heldur á þann veg að hver og einn sem
hagar sér á þann veg í umferðinni sem hér er lýst
á að vita að afleiðingarnar af framferði hans geta
orðið dauði annars einstaklings.
Um leið og horft er á óöldina í umferðinni frá
þessu sjónarhorni breytist viðhorfið. Þá geta af-
leiðingarnar orðið mun alvarlegri fyrir þá sem
aka um á 190 km hraða eða leggja af stað með illa
frágenginn farm á flutningabíl.
Hér þarf pólitískur leiðtogi að stíga fram og
taka til hendi. Viðbrögð Vilhjálms Þ. Vilhjálms-
sonar borgarstjóra í spilakassamálinu voru til
fyrirmyndar. Borgarstjóri hefur einnig brugðizt
hart við fréttum um kaupstefnu fólks í klámiðnaði
sem til stendur að halda hér á Íslandi.
Er ekki tímabært að borgarstjórinn í Reykja-
vík, sem sýnt hefur skemmtileg tilþrif með
óvenjulegum hætti í öðrum málum, taki sér fyrir
hendur að verða eins konar Giuliani í umferð-
armálum á Íslandi og stöðvi óöldina í umferðinni
á götum borgarinnar?
Það er ljóst að einhver þynging sekta og ann-
arra refsinga dugar ekki til. Það verður að taka
svo hart á ofsaakstri ungra pilta, lífshættulegum
hlössum á flutningabílum og ribbaldahætti
trukkanna út á þjóðvegunum að enginn láti sér
detta í hug það framferði sem nú viðgengst í um-
ferðinni.
Það er hægt að draga úr ökuhraða trukkanna
úti á þjóðvegunum með þar til gerðum búnaði.
Það er hægt að setja upp svo strangt eftirlitskerfi
með flutningabílunum að enginn þeirra leggi af
stað fyrr en gengið hefur verið úr skugga um það
af þriðja aðila að þeir séu hæfir til aksturs í um-
ferðinni. Vilja forstjórar flutningafyrirtækjanna
það? Það er hægt að setja hraðatakmarkanir í
alla bíla sem fluttir eru til Íslands. Vilja menn
það?
Silkihanskarnir duga ekki lengur – því miður.
Nú er kominn tími til ákveðnari aðgerða.
» Það er alveg sama hvernig á það er litið. Þaðríkir óöld á vegum og götum í þéttbýli á Íslandi.
Þar leika menn sér í rússneskri rúllettu dag hvern.
Það er féleg iðja eða hitt þó heldur. Sennilega er
ástandið í umferðinni eitt skýrasta dæmið um aga-
leysið sem hér ríkir. Íslendingar hafa tilhneigingu
til að stæra sig af agaleysinu. Það er barnalegt.
Kannski er þetta vísbending um að hin nýríka þjóð
kann ekki enn að vera til.
rbréf
Morgunblaðið/Júlíus
ungan mann sem ekki sinnti stöðvunarmerkjum víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Maðurinn var með tvo farþega í bílnum og ók á allt að 190 km hraða.