Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 61
Vönduð og persónuleg þjónusta
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Sími 551 7080
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
Ólafur Örn
útfararstjóri,
s. 896 6544
Inger Rós
útfararþj.,
s. 691 0919
!" # $ % &
' $
#(
' )$ * '
' )$ +' &#
' )$ ,
# - #
' )$ . /
' )$ / 0
' )$ Sissýar; hún valdi sér vini af mikilli
kostgæfni og þóttist aldrei vera önnur
en hún var til að falla öðrum í geð.
Eitt mesta gæfuspor sem Sissý
steig, fyrir utan það að giftast Hilmari
Þorkelssyni árið 1954, var að kaupa
sumarbústað við Þrastarstekk í landi
Miðfells við Þingvallavatn árið 1984.
Þau hjónin eyddu flestum stundum í
bústaðnum og voru nágrönnum sínum
ætíð innan handar. Sissý var svo mikið
á svæðinu að hún tók að sér alls konar
hlutverk. Í fyrsta lagi var hún vinur, en
hún var líka öryggisvörður og horfði
vökulum augum yfir svæðið dag og
nótt. Svo gátu nágrannar leitað til
hennar og Hilmars til að fá mjólk, syk-
ur og kaffi, gaskúta og grænar baunir.
Þegar vatn var leitt inn á svæðið setti
hún upp „varahlutalager“ í bústaðnum
og nágrannarnir gátu komið til að fá
tengi og krana og auðvitað nýlagað
kaffi og brúnköku að hætti húsbónd-
ans.
Bústaðurinn, eins og heimili Sissýar
og Hilmars í Kópavogi, hefur alltaf
staðið opinn gestum og gangandi.
Þarna hafa barnabörnin dvalist jafnvel
vikum saman, og notið umhyggju
þeirra hjóna. Börnin mín, Sísí og Hilm-
ar, hafa notið ástríkis ömmu sinnar í
ríkum mæli; hún hefur verið þeim sem
önnur móðir og veitt þeim hlýjan faðm,
huggunarorð og skjól hvernig sem
vindur hefur blásið. Hún gaf þeim ríka
réttlætiskennd, kenndi þeim að virða
umhverfið, hlusta á fuglasönginn,
vökva blómin, horfa á himinblámann,
biðja bænirnar sínar, syngja ættjarð-
arlög og elska Þingvelli. Þegar Sísí
yngri var skírð, vissi sú eldri ekki af
nafngiftinni fyrr en hún heyrði prest-
inn endurtaka nafnið nokkrum sinnum,
hærra og hærra, vegna þess að sú litla
grét svo hátt í örmum hennar. Þetta
var ein af þeim sögum sem tengda-
mamma rifjaði upp og gaf mér oln-
bogaskot um leið og hún gaut augunum
til nöfnu sinnar.
Þegar Sissý var að elda kvöldmat
fyrir þau hjónin mánudagskvöldið 29.
janúar var hún búin að pakka niður
dótinu fyrir vorferðina í sumarbústað-
inn. En enginn veit sín örlög og Sissý er
farin í annað og lengra ferðalag. Hún
og Hilmar áttu saman meira en sextíu
ár í blíðu og stríðu og umhyggja þeirra
fyrir hvort öðru og tryggð eru hverju
okkar sem eftir lifum til fyrirmyndar.
Miðfellslandið hefur misst einn af kær-
ustu íbúum svæðisins. Kópavogur hef-
ur misst dóttur og við sem eftir sitjum
höfum misst sérstaka, litríka, hjarta-
góða, skapstóra, orðheppna og ákveðna
eiginkonu, móður, tengdamóður,
ömmu, langömmu og góða vinkonu.
Með þeim orðum sem ég heyrði svo
oft af vörum tengdamóður minnar,
kveð ég hana: Hafðu þökk fyrir allt og
allt, Sissý mín.
Anna Heiða.
Amma hafði frá ótal mörgu að segja.
Þeir sem heimsóttu hana þurftu helst
að kveðja löngu fyrir áætlaðan brott-
farartíma því hún vildi alltaf segja að-
eins meira. Frásagnarmáti hennar var
mjög sérstakur og henni tókst yfirleitt
að koma fólki til að hlæja. Hún var líka
mjög kaldhæðin, til dæmis þegar ein-
hver hafði klesst bílinn sinn fékk við-
komandi að heyra í næstum hvert
skipti sem hann eða hún kvaddi: „Ekki
vefja bílnum þínum utan um staur.“
eða „passaðu þig nú á girðingunum“.
Nokkrum dögum áður en hún
kvaddi átti ég afmæli og amma gaf mér
kort með þessari áprentun: „Njóttu
lífsins svo lengi sem þú ert ungur, því
það er býsna stutt þar til „best fyrir“
dagurinn gengur í garð!“ Amma sýndi
og sannaði að hversu gamall og veik-
burða maður er orðinn er allt hægt svo
lengi sem viljinn er fyrir hendi. Þegar
öldrunarlæknir reyndi fyrir skömmu
að segja ömmu að hennar „best fyrir“
dagur væri að koma og hún ætti að fara
á öldrunardeild, lét hún hann vita að
hún væri síðasta manneskjan sem ætti
að fara þangað. Hún fór næstum á
handahlaupum út til að sanna það!
Annars var henni meira umhugað um
heilsu annarra en sinnar eigin og vildi
að ástvinum hennar liði vel. Aðspurð
hvernig hún hefði það, svaraði hún „en
þú?“ í stað þess að þylja upp heilsusögu
sína.
Eitt af því mikilvægasta í lífinu fyrir
ömmu var að rækta tengsl við vini og
fjölskyldu. Henni þótti mjög vænt um
að fólk hringdi í hana eða kíkti við í
heimsókn, þó ekki væri nema í einn rót-
sterkan kaffibolla. Amma tók alltaf vel
á móti gestum og þeir voru varla búnir
að taka fyrsta sopann eða kyngja fyrsta
brúnkökubitanum þegar hún var farin
að hafa áhyggjur af því hvort ekki
mætti bjóða þeim meira.
Fyrir nokkrum árum tilkynnti
amma mér stolt að hún væri búin að
eignast nýtt barnabarn. Ég minntist
þess ekki að nokkur væri barnshafandi
og spurði hvernig það hefði komið til.
Hún sagði að barnið væri ekki nýfætt,
heldur hálf-fullorðið og hefði komið inn
í fjölskylduna með nýrri tengdadóttur.
Hún tók alltaf á móti fólki með opn-
um örmum og hlýju. Hún gat talað við
hvern sem var um hvað sem var, en það
tók smá tíma að komast inn fyrir skel-
ina hjá henni. Þegar þangað var komið
gaf hún sig alla. Amma hafði sérstakan
máta til að sýna væntumþykju sína.
Þegar ég kom í heimsókn til hennar tal-
aði hún um hvað annað fólk væri ynd-
islegt og þegar aðrir komu í heimsókn
til hennar talaði hún um mig.
Ég er búsett erlendis og talaði yf-
irleitt stutt við hana í símann þegar ég
hringdi. Áður en ég fór síðast út lét hún
mig fá peninga og sagði mér að ég gæti
notað þá til að hringja í hana, ég hefði
þá enga afsökun fyrir að hringja ekki.
Við lok símtals sagði ég yfirleitt að mér
þætti vænt um hana, en hún sagði ekki
sömuleiðis, heldur að hún vissi það.
Henni þótti betra að sýna það en að
segja.
Ömmu þótti alltaf mikilvægt að biðja
bænir og hún kenndi mér meðal annars
þessa bæn sem mér finnst eiga vel við
sem kveðjuorð til hennar:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Hvíldu í friði, elsku amma mín,
Sigríður Ásta Hilmarsdóttir
(Sísí).
Elsku amma mín, ég trúi ekki að þú
sért farin frá okkur. Þetta gerðist svo
hratt. Ég á eftir að sakna þín svo mikið
og ég er ekki sú eina. Ég man eftir því
þegar þú varst að segja mér sögur af
mér síðan ég var lítil. Það var æðislegt
að koma á Þingvelli og fá að fara út á
bát með afa og pabba, þegar við kom-
um í land varstu búin að leggja á borð
fyrir okkur. Það var alltaf svo notalegt
að fara og leika sér þarna í kring og
tína ber, ég kom alltaf með berin til þín
og gaf þér þau til að búa til sultu. Alltaf
fékk ég sleikjó og nammi og þú sagðir
alltaf að fuglanir hefðu komið með
nammi til þín.
Takk fyrir allt elsku amma.
Þín
Jóhanna Kristín.
Sísí amma mín er farin frá okkur.
Amma mín, ég sakna þín strax mjög
mikið og er að hugsa um allar stund-
inar sem ég átti með þér, bæði við tvö
ein eða fleiri með, þegar ég var lítill og
þú varst að kenna mér bænirnar mínar
og við sátum saman í bústaðnum og
spiluðum tímunum saman. Alveg frá
því að ég man eftir mér hef ég átt ann-
að heimili hjá þér og afa. Við gátum set-
ið og spjallað um hvað sem var eða set-
ið og horft á vídeó og alltaf var jafn
gaman að vera hjá þér, amma mín.
Alltaf man ég hvað þú nenntir að elt-
ast við mig út um allan bústaðinn að
leika við mig og fylgjast með mér því ég
veit að ég var sennilega ekki alltaf sér-
staklega stilltur. Ekki skipti máli hvort
var vetur, og við afi þurftum að moka
svo við gætum verið á veröndinni, eða
sumar, þegar við vorum að mála eða
dytta að, alltaf leið mér vel. Og þegar
ég varð eldri urðum við enn betri vinir
og ég get ekki óskað mér betri ömmu
en þín. Ég mun hitta þig aftur amma
mín, það veit ég. Þú ert hjá Guði núna
og ég bið hann að hugsa vel um þig þar
til við hittumst á ný. Þangað til veit ég
að þú fylgist með mér eins og þú hefur
alltaf gert alla mína tíð.
Ég skal hugsa vel um Berglindi
Freyju og passa það að hún muni eftir
Sísí ömmu. Þú hefur alltaf verið ein af
mikilvægustu manneskjunum í mínu
lífi og ég er þakklátur fyrir það sem þú
hefur gert fyrir mig.
Bless, amma mín og langamma.
Hilmar Ævar Jóhannesson,
Berglind Freyja Hilmarsdóttir.
✝ Ólafía Ein-arsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 8.
nóvember 1951.
Hún lést á Landspít-
alanum í Fossvogi,
hinn 11. janúar síð-
astliðinn. Sambýlis-
maður hennar var
Pétur Matthíasson,
f. 8.11. 1950. For-
eldrar hennar voru
Einar Sölvi Elíasson
pípulagningameist-
ari, f. 6.8. 1915, d.
26.7. 2002, og Anna
Guðmundsdóttir húsfreyja, f.
8.10. 1921, d. 30.1. 1992. Systkini
Ólafíu eru Ásmundur Elías, f.
1945, Ólafur Stefán, f. 1947, Þór-
unn Björg, f. 1956, og samfeðra,
Smári Fanndal, f. 1940. Börn
Ólafíu eru Einar Otti Gunnarsson,
f. 30.9. 1969, faðir Gunnar Otti
Sigurjónsson, f. 16.12. 1946, sam-
býliskona Einars er Eva Dögg
Þorsteinsdóttir, f. 19.6.1978, börn
þeirra eru Ólafía Sigurrós, f. 1.5.
2000, og Sigurlaug Anna, f. 24.8.
2004. Aron Sölvi
Gíslason, f. 17.2.
1972, faðir Gísli Ei-
ríksson, f. 1944. Með
Þorleifi Guðberg
Jónssyni, f.
27.5.1948, eignaðist
hún þrjú börn. Þau
eru: 1) Ægir Þor-
leifsson, f. 1.5. 1978,
maki Áslaug Fjóla
Magnúsdóttir, f.
24.5. 1971, börn
þeirra eru Axel
Máni, f. 25.7. 2000,
Ísak Snær, f. 10.10.
2002, fyrir átti Áslaug Andra
Karel Júlíusson, f. 12.2. 1994. 2)
Anna Sigríður Þorleifsdóttir, f.
21.11. 1980, sambýlismaður
Magnús Freyr Smárason, f. 3.8.
1978, barn þeirra er Harpa María,
f. 12.4. 2003, fyrir átti Magnús Ír-
isi Ósk, f. 5.9. 1996. 3) Þórunn
Berglind Þorleifsdóttir, f. 27.10.
1981.
Útför Ólafíu var gerð í kyrrþey
frá Hafnarfjarðarkirkju hinn 19.
janúar.
Elsku mamma, ekki óraði mig fyr-
ir því að ég ætti von á símtalinu sem
ég fékk að morgni 11. janúar sl., þar
sem Ægir bróðir tilkynnti mér að þú
værir látin. Það fyrsta sem ég hugs-
aði um var að þú hafðir hringt í okk-
ur kvöldinu áður, en þar sem ég var á
leið upp í rúm bað ég Þórunni systur
fyrir kveðju til þín og að ég myndi
tala við þig seinna. Ég vissi ekki að
þetta var mitt síðasta tækifæri til að
tala við þig eða að þú værir að kveðja
okkur. Það vissi það enginn nema þú.
Ég kem alltaf til með að sjá eftir því
að hafa ekki tekið símann það kvöld
og talað við þig.
Líf þitt var ekki dans á rósum, en
eftir að þú kynntist Pétri fannst mér
allt ganga svo vel hjá þér, þú talaðir
svo mikið um það hvað hann væri
góður við þig og ég veit sjálf að hann
er yndislegur maður. Það gleður mig
að þú skulir hafa átt síðustu árin með
honum því hann gerði þig svo ham-
ingjusama.
Þegar ég var á leið til Íslands von-
aði ég svo innilega að þetta væri allt
saman einhver misskilningur og að
þú værir ekki dáin, en ég þurfti að
mæta raunveruleikanum þegar ég sá
þig í kistunni, þetta varst þú,
mamma. Ég geri mér í raun fyrst
grein fyrir því nú, þegar þú ert látin,
að það er ótal margt sem ég átti eftir
ósagt við þig og hefði viljað spyrja
þig að. Ég er svekkt að fá aldrei
tækifæri til þess að tala við þig aftur.
En ég veit að þú fylgist með okkur
og ég vona að þú hjálpir mér að skilja
bæði lífið og dauðann. Þú hefur von-
andi fundið þinn frið loksins.
Hinsta kveðja, elsku mamma mín.
Þín dóttir
Anna Sigríður.
Elsku mamma, mér var brugðið
þegar Pétur hringdi og sagði mér að
þú værir dáin, ég trúði því ekki. Við
höfðum talað saman tveimur dögum
áður, þá grunaði mig ekki að þetta
væri í síðasta skipti sem ég talaði við
þig. Það er svo margt sem ég hefði
viljað tala um, spyrja þig og þakka
þér fyrir en gaf mér ekki tíma til. Ég
vona að þér líði vel þar sem þú ert
núna, eftir erfitt líf og eilífa baráttu
hér. Ég sakna þín, elsku mamma
mín, takk fyrir þær stundir sem við
áttum saman og þær góðu minningar
sem ég um þig.
Hinsta kveðja.
Þinn sonur,
Ægir.
Elsku Lóa mín, mig langar þakka
þér fyrir þær stundir sem við áttum
saman undanfarin ár. Sérstaklega er
mér minnisstæður 11. nóvember síð-
astliðinn. Það var svo yndislegt að
hafa þig með okkur þann dag þegar
við Ægir giftum okkur. Þú varst svo
stolt af honum Ægi og ömmustrák-
unum þínum. Ég veit að lífið lék ekki
alltaf við þig og erfiðleikarnir og von-
brigðin hafa eflaust verið mikil hjá
þér í gegnum tíðina. Ég veit að þú
áttir góð ár með honum Pétri og
hundinum honum Bob Lóusyni. Þú
varst farin að kíkja oftar á okkur hér
í Hafnarfjörðinn eftir að þú eignaðist
bílinn. En því miður vitum við
sjaldnast hvenær okkar síðustu sam-
verustundir eru með ástvinum og
fjölskyldu. Þú varst hjartahlý og góð
kona, gafst það af þér sem þú gast og
fylgdist vel með börnum þínum og
fjölskyldu. Þú hafðir alltaf fréttir af
öllum þegar við spjölluðum. Það er
svo skrítið að hugsa til þess að okkar
samtöl verði ekki fleiri, elsku Lóa
mín. Ég á í hjarta mínu góðar minn-
ingar og er stolt af því að vera
tengdadóttir þín. Ég vona að þú sért
sátt og hafir fundið frið þar sem þú
ert.
Dagleiðin erfið er,
óvíst hvert stefna ber,
leiðir mig, langa vegu
mjúka mildings höndin þín.
Sest ég við sólarlag,
sátt er við liðinn dag,
svæfir mig, svefni værum,
mjúka mildings höndin þín.
(Eygló Eyjólfsdóttir)
Með hinstu kveðju.
Þín tengdadóttir,
Áslaug Fjóla.
Ólafía Einarsdóttir
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda efni
til Morgunblaðsins – þá birtist val-
kosturinn Minningargreinar ásamt
frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi). Ef útför hefur farið fram eða
grein berst ekki innan hins tiltekna
skilafrests er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar sem
pláss er takmarkað getur birting
dregist, enda þótt grein berist áður
en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu
ekki lengri en 3.000 slög (stafir
með bilum - mælt í Tools/Word Co-
unt). Ekki er unnt að senda lengri
grein.
Minningargreinar