Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 66
|sunnudagur|18. 2. 2007| mbl.is staðurstund Anna Nicole Smith er enn á milli tannanna á fólki, en nú deila menn um hvar og hvenær eigi að jarðsetja hana. » 68 fólk Í sjónspegli dagsins segir Bragi Ásgeirsson frá ævintýralegu ferðalagi sínu til eldfjallalands- ins Ekvador. » 69 sjónspegill Anna Hildur Hildibrandsdóttir hefur verið ráðin framkvæmda- stjóri Útflutningsskrifstofu ís- lenskrar tónlistar. » 69 tónlist Leikstjórinn og leikarinn Clint Eastwood hefur hlotið frönsku heiðursorðuna sem er mikill heiður þar í landi. » 71 kvikmyndir Sveitasöngvarinn Kenny Ches- ney og fyrrum eiginmaður leik- konunnar Renée Zellweger seg- ist ekki vera hommi. » 79 fólk Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Íkvöld í Héðinshúsi fara frambaráttu- og styrktartónleikartil handa Varmársamtök-unum en fram koma Sigur Rós, Amiina, Bogomil Font og Flís, Pétur Ben og Benni Hemm Hemm. Mikill hiti hefur verið undanfarið í Mosfellsbænum vegna fyrirhug- aðrar tengibrautar þar, sem myndi m.a. liggja í gegnum hina fallegu og sérstæðu Álafosskvos. Þar á hljóm- sveitin Sigur Rós m.a. hljóðver sem yrði lítt starfhæft með brunandi bíla allt um kring með tilheyrandi há- vaða og mengun. Margvísleg önnur starfsemi fer þarna fram í skjóli kyrrðar og friðar og það er blómlegt um að litast í kvosinni, stemning sem nú er í verulegri hættu. Varmársamtökin eru íbúasamtök í Mosfellsbæ sem hafa það að leið- arljósi að standa vörð um framtíð Varmársvæðisins. Einn íbúanna á svæðinu er Orri Páll Dýrason, trym- bill Sigur Rósar, og hefur hann verið einn af meginskipuleggjendum mót- mælatónleikana ásamt fulltrúum samtakanna og fleiri hagsmunaaðila. Brostnar forsendur „Tónleikunum er ætlað að vekja athygli á þessu máli um leið og þeim er ætlað að styrkja Varmárs- amtökin,“ útskýrir Orri. „Umrædd- ur vegur myndi fara inn á Varmárs- væðið. Samkvæmt lögum má ekki byggja neitt innan 50 metra beltis, sitt hvorum megin við ána. Vegurinn yrði hins vegar í 35 metra fjarlægð. Svo yrði að gera nýjan Álafossveg en hann yrði í fjórtán metra fjarlægð frá henni. Þannig að það er verið að fara mjög gróflega inn á þetta verndaða svæði. Þá ákvað umhverf- isráðherra að framkvæmdirnar þyrftu ekki að fara í umhverfismat sem er alveg ótrúlegt. Við erum sem sagt að berjast fyrir því að þetta fari í umhverfismat og Varmársamtökin eru búin að kæra þennan úrskurð umhverfisráðherra. Með tónleik- unum er einfaldlega verið að safna peningum svo þau geti haldið þess- ari baráttu áfram.“ Orri segir að Hildur Mar- grétardóttir, nágrannakona hans og maður hennar, hafi verið að senda bréf til stjórnvalda í um ár út af þessu máli. Hildur er ein af fjöl- mörgum íbúum í Álafosskvosinni sem hafa beitt sér af alefli í málinu. „Þetta er því ekkert nýtilkomið,“ segir Orri. Spurður um bein áhrif á hljómsveitina hans og vinnu þeirra í hljóðverinu segir hann ákveðnar for- sendur brostnar. „Við keyptum Sundlaugina vegna þess að hér er ró og friður, rétt utan við Reykjavík. En með veginum yrði slíkt á bak og burt og við gætum ekki starfað með sama hætti og nú. Við hefðum einfaldlega ekki áhuga á að vera hérna áfram. Með veginum kemur bæði hávaða- og rykmeng- un.“ „Fokkjú“ Blaðamaður spyr hvort Orri sé að upplifa þetta sem eitt risastór „fokkjú“ gagnvart þeim og íbúunum. „Algjörlega. Þetta er „fokkjú“ til þessa hverfis. Það átti að rífa þetta allt en það var hópur fólks sem byggði þetta upp, gerði allt fínt og flott. Og nú á að malbika yfir þetta. Það er fullt í gangi hérna, Álafoss- búðin er hérna og Ásgarður, sem er verndaður vinnustaður. Það koma hingað 600 rútur á ári með ferða- menn og þeirri starfsemi væri fórn- að með tilkomu vegarins.“ Meðlimir Sigur Rósar hafa alla tíð haft sig í frammi þegar mál af þessu tagi koma upp og eru óhræddir við að ljá málefnum sem þeir hafa trú á stuðning sinn. „Þetta er allt mjög eðlilegt fyrir okkur,“ segir Orri. „Og það er stað- reynd að það er of oft verið að valta yfir náttúruna. Tökum bara þennan veg þarna yfir Kjöl sem dæmi eða jarðraskið í Heiðmörk á dögunum. Það er bara komið nóg.“ Framkvæmdir við veginn hafa verið stöðvaðar, og verið er að rann- saka umhverfisáhrif hans nánar. „Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála stoppaði veginn að frumkvæði okkar,“ segir Orri. „Lög- maður okkar sendi inn bréf og þetta var stöðvað í framhaldi af því. Það er ótrúlegt að þurfa að standa í þessu. Það er ótrúlegt að íbúar þurfi að sjá til þess að það sé farið eftir lögum og reglum í svona efnum. Að það þurfi að kasta sér fyrir gröfur og vera í endalausu stappi og bréfaskriftum til að benda á þetta.“ Að lokum segir Orri að efnisskrá Sigur Rósar verði með nokkuð óhefðbundnu sniði á tónleikunum. „Við verðum með svona óraf- magnað sett, eitthvað sem við höfum bara gert einu sinni áður. Það var fyrir framan ca tuttugu manns á Kárahnjúkum (hlær).“ Tónlist | Baráttu- og styrktartónleikarnir Lifi Álafoss! „Ótrúlegt að þurfa að standa í þessu“ Morgunblaðið/ÞÖK Mótmæli „Það er ótrúlegt að íbúar þurfi að sjá til þess að það sé farið eftir lögum og reglum í svona efnum.“ Morgunblaðið/ Björg Sveinsdóttir Friður „Við keyptum Sundlaugina vegna þess að hér er ró og friður, rétt utan við Reykjavík. En með veginum yrði slíkt á bak og burt og við gætum ekki starfað með sama hætti og nú. Við hefðum einfaldlega ekki áhuga á að vera hérna áfram. Með veginum kemur bæði hávaða- og rykmengun,“ segir Orri. Héðinshúsið verður opnað klukkan 20.00 í kvöld, sunnudagskvöld. Miðaverð á tónleikana er 3.200 krónur og fer miðasala fram á midi.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.