Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 76
76 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ALPHA DOG kl. 8 B.i. 16 ára
BLOOD DIAMOND kl. 10:20 B.i. 16 ára
ROCKY BALBOA kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára
NIGHT AT THE MUSEUM kl. 5:30 LEYFÐ
VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 LEYFÐ
FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 2 LEYFÐ
/ KEFLAVÍK/ AKUREYRI
á allar sýningar merktar með appelsínugulu
á laugardögum og sunnudögumSPARBÍÓ 450kr
eeee
V.J.V. TOPP5.IS
eeee
B.S. FRÉTTABLAÐIÐ
eeee
B.B.A. PANAMA.IS
eeee
RÁS 2
SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is
Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is
HANNIBAL RISING kl. 8 -10 B.i. 16 ára
PERFUME kl. 10 B.i. 12 ára
MAN OF THE YEAR kl. 8 LEYFÐ
VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ
FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 2 - 4 LEYFÐ
SKOLAÐ Í BURTU m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
LETTERS FROM IWO JIMA kl. 3 - 6 - 9 B.i. 16 ára
PERFUME kl. 3 - 6 - 9 B.i. 12 ára
DREAMGIRLS kl. 3 - 6 - 9 LEYFÐ
BLOOD DIAMOND kl. 3 - 6 - 9 B.i. 16 ára
FORELDRAR kl. 7:50 LEYFÐ
BABEL kl. 3 - 9:30 B.i. 16 ára
STRANGER THAN FICTION kl. 5:50 B.i. 16 ára
FORELDRAR
KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON
eeee
H.J. MBL.
eeee
LIB - TOPP5.IS
eeee
FRÉTTABLAÐIÐ
GÆTI ÞESSI MAÐUR ORÐIÐ
NÆSTI FORSETI?
ÓSKARSTILNEFNING
besta teiknimynd ársins1
HEIMSFRUMSÝNING
SVALASTA
SPENNUMYND
ÁRSINS
NICOLAS CAGE EVA MENDES
SÝND Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI
ÞIÐ VITIÐ HVER HANN ER....
...SVONA BYRJAÐI ÞAÐ
x x x
Og hvers eiga Túrk-menar að gjalda?
Þætti okkur gaman ef
við sæjum t.d. upptökur
úr fréttunum í Suður-
Kóreu, þar sem kyn-
þokkafyllstu fréttaþulir
landsins væru hágrát-
andi af hlátri yfir því að
forseti Íslands héti
Ólafur Ragnar Gríms-
son?! Eða myndum við
bara hlæja með þeim,
dátt og innilega?
x x x
Víkverji veltir líkafyrir sér hvort Sig-
mundur Ernir, fréttastjóri Stöðvar
tvö, hefði farið allur í flækju yfir
honum Berdymukhammedov ef
hann hefði verið á lestrarvaktinni.
Sá kann nú allajafna að halda pók-
erfésinu. Eini ókosturinn við Sig-
mund sem fréttaakkeri er kannski
sá að hann er svo ósköp þungbrýnn
að það getur misskilizt.
Fimm ára heimilismaður heima
hjá Víkverja hafði á orði fyrir stuttu
að hann vildi ekki horfa á fréttirnar
á Stöð 2, heldur skipta yfir á Rík-
issjónvarpið. Þegar Víkverji spurði
af hverju, var svarið: „Maðurinn í
sjónvarpinu er svo reiður.“
Víkverji verður aðviðurkenna að
hann grét af hlátri með
þeim Loga Bergmann
Eiðssyni og Brynhildi
Ólafsdóttur, frétta-
mönnum á Stöð 2, í
fréttatímanum síðast-
liðið miðvikudagskvöld.
Eða kannski hló skrif-
ari fremur að þeim en
með þeim, þ.e. að vand-
ræðum fréttamann-
anna við að koma frétt-
unum út úr sér eftir að
sá stórskemmtilegi at-
burður hafði átt sér
stað við fréttalesturinn
að Logi Bergmann reyndi að bera
fram nafn forseta Túrkmenistans,
Gurbangulys Berdymukhammedov.
Það er vissulega svolítið gaman þeg-
ar í ljós kemur að hinar vel greiddu,
stífmeikuðu og tízkuklæddu sjón-
varpsstjörnur eru mannlegar eins
og við hin.
x x x
Víkverji velti því hins vegar fyrirsér þegar sameiginlegt hláturs-
kast hans og fréttamannanna var
búið, hvort þetta hefði verið sérlega
atvinnumannslegt hjá þeim Loga og
Brynhildi. Víkverji má hlæja eins og
fábjáni heima í sófa, en á ekki þjálf-
aður fréttalesari að halda pókerfés-
inu, hvað sem á dynur?
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF:
ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands.
Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
dagbók
Orð dagsins : Hvern þann sem kannast við mig
fyrir mönnum, mun og ég við kannast fyrir föður
mínum á himnum. (Mt. 10, 32.)
Í dag er sunnudagur
18. febrúar, 49. dagur
ársins 2007
velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Fyrirspurn
Í HVERT skipti sem fjölmiðlafólk
telur sig þurfa að leita álits nátt-
úrugæslumanna er oftar en ekki
leitað til Árna nokkurs Finnssonar
og er hann þá gjarnan kynntur
sem formaður Náttúruvernd-
arsamtaka Íslands eða sem fram-
kvæmdastjóri þessara samtaka.
Skiptir þá engu hvort um er að
ræða hugsanlega staðsetningu
virkjana, vegastæði, hvalveiðar,
togveiðar, jarðgöng, þverun fjarða
eða byggingu álvera. Undantekn-
ingarlítið er fyrrgreindur Árni
andvígur byggingu álvera, virkj-
unum, lagningu vega um umdeild
svæði svo ekki sé minnst á hval-
veiðar og togveiðar. Nú vil ég taka
það fram að fyrrgreindum Árna er
að sjálfsögðu heimilt að vera and-
vígur hverju sem vera skal mín
vegna eða þá meðmæltur. Ég hef
einungis áhuga á að vita hver þessi
Náttúruverndarsamtök Íslands eru
og fer því fram á svör við eftirfar-
andi spurningum:
Hver er fjöldi félagsmanna í
fyrrgreindum samtökum? Hvern-
ig er staðið að kosningu stjórnar
samtakanna ef hún er þá fyrir
hendi og hverjir eiga sæti í stjórn-
inni? Hvernig er kosningu for-
mannsins háttað? Hvort er fyrr-
greindur Árni formaður þessara
samtaka eða einungis fram-
kvæmdastjóri þeirra og mál-
pípa? Hvaða menntun hefur for-
maðurinn sem gerir honum kleift
að tjá sig um allt það sem heim-
færa mætti undir náttúrugæslu?
Ég leyfi mér að vænta svars
Náttúruverndarsamtakanna á
þessum vettvangi við hentugleika.
Páll Heiðar Jónsson,
Miðtúni 32, Reykjavík.
Ódýrari útsaumur
ÉG þurfti að leggja leið mína í
Skólavörubúðina við Smiðjuveg í
Kópavogi fyrir stuttu. Ég kíkti á
hannyrðir, var þó ekki í þeim er-
indagjörðum. Sá ég að handavinn-
an sem þar fæst virðist töluvert
ódýrari en þar sem ég hef keypt
mína handavinnu. Það munar allt
að 30%.
Hannyrðakona.
Breiðavík
Varðandi umræðu síðustu daga um
veru ungra drengja í Breiðavík og
þá sorgarsögu, þá fara þeir fram á
það, í hæversku sinni, að fá mann-
orð sitt hreinsað, því hreint mann-
orð er hverjum gulls ígildi. Það er
lágmark þess sem við getum, sek
sem ósek, veitt þeirra ungu sáru
sálum, því eins og við vitum þá seg-
ir spakmælið: „Syndir feðranna
koma niður á börnunum í fimmta
lið“. Við sem eilífar breyskar
manneskjur eigum kröfu til að
þjóðstjórnin, eins og hún leggur
sig, semji afsökunarbréf og for-
sætisráðherra lesi það upp á Al-
þingi í áheyrn allra þjóðarinnar.
Nefndir, orð og orðabuna bæta
sjaldan neitt.
SE.
Byrgið
Gætið að, er nokkuð búið að skrúfa
fyrir heitavatnskerfið í mannlausu
húsi, það er frost á fróni?
Áhyggjufullur.
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
50 ára af-mæli.
Bjarni Ein-
arsson stór-
bóndi á Tröðum
í Staðarsveit
verður fimm-
tugur 26. febr-
úar nk. Hann og
fjölskylda hans
taka á móti
gestum á Lýsuhóli laugardaginn 24.
febrúar frá klukkan 19.
80 ára af-mæli.
Áttatíu ára er í
dag, 18. febrúar,
Kristín Guð-
mundsdóttir frá
Stórólfshvoli,
Gullsmára 5.
Hún er í óvissu-
ferð í dag með
börnunum sín-
um sjö og fjölskyldum þeirra.
MORGUNBLAÐIÐ birtir til
kynningar um afmæli, brúðkaup,
ættarmót og fleira lesendum sín-
um að kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með tveggja
daga fyrirvara virka daga og
þriggja daga fyrirvara fyrir
sunnudags- og mánudagsblað.
Samþykki afmælisbarns þarf að
fylgja afmælistilkynningum og/
eða nafn ábyrgðarmanns og
símanúmer.
Hægt er að hringja í síma 569-
1100, senda tilkynningu og mynd
á netfangið ritstjorn@mbl.is, eða
senda tilkynningu og mynd í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins,
www.mbl.is, og velja liðinn „Senda
inn efni“. Einnig er hægt að senda
vélritaða tilkynningu og mynd í
pósti. Bréfið skal stíla á
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Hádegismóum 2
110 Reykjavík.