Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Björn JörundurFriðbjörnsson, fyrrv. skipstjóri og yfirverkstjóri hjá Hraðfrystihúsi SR á Siglufirði, fæddist í Hrísey 9. apríl 1922. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 7. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Friðbjörn Björnsson, versl- unarstjóri og út- gerðarmaður í Hrísey, og kona hans Björg Valdimarsdóttir. Systkini Björns eru Guðrún, Óli Dagmann og hálfsystir Dagbjört Garðarsdóttir en Valdimar er látinn. Þau eru afkomendur Hákarla-Jörundar sem á sinni tíð lifði og starfaði í Hrísey. Björn kvæntist 5. ágúst 1947 Ástrúnu Jóhannsdóttur, Guðmundssonar, frá Þrasastöðum í Stíflu og konu hans Sigríðar Gísladótt- ur. Björn og Ástrún bjuggu lengst af á Siglufirði. Þar fæddust og ólust upp synir þeirra; Friðbjörn, endur- skoðandi, kvæntur Kristínu Guð- brandsdóttur, Ingi, útibússtjóri Glitnis banka á Akureyri, kvænt- ur Margréti Baldvinsdóttur, og Ásbjörn, endurskoðandi, kvæntur Hlíf Hansen. Útför Björns var gerð í kyrr- þey. Minn kæri tengdafaðir er látinn. Hann hefur nú hlotið lausn frá erfiðu stríði. Kynni okkar hófust fyrir tæp- um 40 árum og hefur aldrei borið skugga á. Margs er að minnast og margs er að sakna. Höfuðprýði Björns voru mannkostir hans. Öð- lingur í lund og ósérhlífinn. Skapstór var hann, en geðgóður. Fyrir utan alla þá mannkosti sem Björn hafði til að bera þá var hann af- skaplega fríður maður. Af því leiddi að hann fékk viðurnefnið Bjössi draumur eða Bjössi sæti. En hörku- tól var hann og hreystimenni, eins og allir sem stunda sjó við Íslands- strendur og það fyrst um fermingu. Hann fór í Stýrimannaskólann og varð síðar skipstjóri, aðallega á síld- arbátum. Hann var farsæll og feng- sæll skipstjóri. Aflaði hann vel, að- allega við Kolbeinsey og fékk hann viðurnefnið Kolbeinseyjarkóngur- inn. Nú er Kolbeinsey að molna und- an ágangi hafsins og hverfur brátt í hafið. Hún, eins og allt, lætur undan tímans þunga nið. Eftir að Björn hætti sjómennsku starfaði hann sem verkstjóri í Hraðfrystihúsi SR á Siglufirði og síðan sem eftirlitsmaður hjá SH. En besta starfið sem hann innti af hendi, sagði hann sjálfur, var þegar hann var sestur í helgan stein og bjó á Akureyri, var að sinna barnabörnunum og fara með ,,GRAUTINN“ í hádeginu til þeirra. Björn var öllum sínum afabörnum mjög kær. Þótti þeim óumræðilega vænt um hann enda finna börn alltaf hvar þau eru velkomin og skynja elskusemi fólks. Af henni átti hann nóg. Minningin lifir um sterkan en um- fram allt góðan mann sem allir elsk- uðu og sakna nú sárt. Það hefur gefið lífinu gildi að hafa fengið að vera samferðamaður Björns og þakka ég forsjóninni fyrir það. Eigðu góða heimkomu til allra þinna sem á und- an eru gengnir. Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku Björn. Þín tengdadóttir Kristín Guðbrandsdóttir. Elsku afi, það er ólýsanlega sárt að þurfa að kveðja þig. Þú ert besti afi í heiminum og við eigum svo margar góðar minningar um þig. Að koma heim úr skólanum í há- degismat og þú og amma að taka á móti okkur var það besta sem við vissum. Þegar við löbbuðum inn göt- una beið afi í glugganum, og um leið og hann sá okkur stökk hann til og hitaði grautinn eða skammtaði kjöt- bollur á diska. Vinir okkar í skólan- um, sem allir kölluðu þig afa, vildu alltaf koma í hádegismat með okkur ef þeir vissu af þér, „kemur afi í há- deginu?“ var oft spurt strax í fyrsta tíma. Þú náðir að kenna Þorsteini alla margföldunartöfluna áður en hann byrjaði í skóla. Þú hjálpaðir okkur í heimanáminu og svo þegar við nenntum ekki að læra tókstu við okk- ur sjómann og vannst alltaf eða box- aðir við Björn og varst helmingi sneggri en hann í öllum hreyfingum. Þegar við spiluðum fótbolta eða handbolta á ganginum og þú varst með þá var alltaf langskemmtilegast. Þú varst alltaf með í öllum okkar leikjum þangað til Björn fór að spila bílaleik í tölvunni þá gastu ekki verið með því þú náðir ekki í takkana með puttanum sem var styttri en hinir. Það var einmitt sá putti sem þú plat- aðir Ástu Björgu með einu sinni þeg- ar við vorum að steikja kleinur. Hún skellti hurðinni og þú varst utanvið, þú sagðist hafa misst puttann og sýndir henni þennan litla. Hún var langt fram á vor að leita að hinum helmingnum í snjónum. Þegar við fórum í berjamó á hverju hausti vildir þú aldrei fara heim, tíndir meira en við öll til sam- ans, þó þú sturtaðir alltaf berjum í okkar dollur. Þegar við gerðum laufabrauð fyrir jólin skarst þú tvær kökur á meðan við skárum eina þó að við notuðum hjólið en þú bara hand- skarst allt. Þú varst alltaf bestur í öllu. Við höfum lært svo ótrúlega margt af þér, elsku afi, alltaf jákvæður og glaður og sagðir okkur ótal sögur og brandara og sönglaðir vísur. Nú í seinni tíð vorum við oft að reyna að hjálpa þér og ömmu eins og þið hafið hjálpað okkur í gegnum ár- in. T.d. komum við og slógum fyrir þig garðinn, með handknúnu sláttu- vélinni, en þegar þú vissir að við vær- um að koma dreifst þú þig af stað og varst yfirleitt hálfnaður með að slá þegar við komum. Eins varstu alltaf að stelast til að moka snjóinn eða fara uppá háaloft, en slík áreynsla var á bannlista eftir að þú þurftir að fara í kransæðaaðgerðina fyrir mörgum árum. Síðasta eina og hálfa árið átti elsku afi við erfið veikindi að stríða og naut þar einstakrar umönnunar og þjón- ustu Heimahlynningar á Akureyri og starfsfólks Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Við fundum vel hve þakklátur afi var þessu frábæra starfsfólki og við viljum hér koma á framfæri þakklæti fjölskyldunnar fyrir þá einstöku hlýju og umönnun sem hann naut. Elsku afi, við söknum þín svo mik- ið. Við skulum hugsa vel um hana ömmu fyrir þig. Ásta Björg, Þorsteinn og Björn. Elsku afi minn. Það var mjög erfitt fyrir mig að frétta af veikindum þín- um og þetta rúma ár var erfitt að sætta sig við það að þú værir veikur og ekki mikill tími eftir. Ennþá erf- iðara var að geta ekki heimsótt þig og ömmu eins og ég vildi því allt land- ið er á milli okkar. Það hefði verið svo gott að geta hjálpað ömmu og sér- staklega núna hefði ég viljað vera hjá henni. Þegar ég var lítil var aðal- sportið að fara til Akureyrar í heim- sókn til ykkar og sá tími var alltaf svo skemmtilegur og gefandi. Ég á góðar minningar frá þessum tíma. Það var dekrað við mig, dagurinn byrjaði með morgunleikfiminni í útvarpinu, ég gerði æfingarnar samviskusam- lega en fannst þær fyndnar því þær voru svo léttar fyrir mig. Við fórum næstum alltaf í göngutúr í Kjarna- skóg og við afi skokkuðum á undan ömmu en biðum síðan eftir henni á bekk. Stundum fékk ég Brynjuís og allt það gúmmulaði sem mig langaði í. Ég og afi fórum alltaf að kíkja á Bú- kollustyttuna (Auðhumlu), hún var næstum eins og hún væri lifandi enda varð ég aldrei þreytt á að hlusta á hann segja ævintýrið um Búkollu, hann sagði svo skemmtilega frá því. Það var gaman að vera í bílnum hans afa því hann bauð alltaf upp á brjóst- sykur. Hann spurði þegar ég sat aft- ur í ,,ertu þarna?“ ef ég var búin að vera hljóð í einhvern tíma. Þetta fannst mér óstjórnlega fyndið. Svo spurði hann ,,ertu spennt?“ og ég svaraði játandi því ég hélt að hann væri að spyrja hvort ég væri spennt yfir því hvert við værum að fara eða gera, sem ég var auðvitað alltaf. Það er svo ótalmargt fleira skemmtilegt sem við gerðum saman og það er hlý tilfinning sem streymir um mig þeg- ar ég hugsa um afa. En það er eitt sem afi sagði við mig og ég hef hugs- að um á hverjum degi síðan og reynt að fara eftir. Hann sagði að maður ætti að gera allt eins vel og maður gæti, alveg sama hversu lítilvægt eða merkilegt það væri. Mér finnst þetta lýsa honum best því þannig held ég að hann hafi sannarlega lifað sínu lífi. Ástrún Friðbjörnsdóttir. Heimili þeirra Björns og Ástrúnar á Siglufirði og síðar á Akureyri var gott og hlýlegt. Það var mikið lagt upp úr því að hafa góðan mat á borð- um og ljúffengt heimabakað brauð með kaffinu og þótti gott að koma í heimsókn og njóta gestrisni þeirra. Björn var glæsilegur maður og drengur góður. Hann var einstakt snyrtimenni og vann öll sín störf þannig að ekki varð betur gert. Hann var hjálpsamur og brást fljótt við ef einhver þurfti á aðstoð hans að halda. Eftir að Björn og Ást- rún fluttu til Akureyrar var það helsta ánægja Björns að fylgjast með börnum Inga og hans ágætu konu Margrétar, systur Samherjabræðra og fyrrverandi skíðadrottningar á Akureyri. Hann var í daglegu sam- bandi við barnabörnin og naut þess að aðstoða þau eftir því sem með þurfti, gladdist yfir góðum árangri þeirra á lífsbrautinni og hvatti þau óspart til dáða. Við systurnar, und- irrituð, Margrét og Ástrún, höfum alltaf verið samrýndar, enda mikill samgangur á milli heimila okkar á Siglufirði og það var mikið áfall fyrir okkur þegar Björn missti heilsuna. Við Sigurður, synir okkar og fjöl- skyldur þeirra þökkum Birni J. Frið- björnssyni fyrir náin kynni og sam- veru á lífsferlinum og sendum Ástrúnu, sonum þeirra, tengdadætr- um og barnabörnum innilegar sam- úðarkveðjur. Gyða Jóhannsdóttir. Eftir því sem árin líða verða minn- ingarnar um liðna tíð mikilvægari fyrir marga. Í það minnsta er því þannig farið með mig þegar kemur að minningum um bernskuna. Þar skipar Björn Friðbjörnsson stóran sess en þessum fjallmyndarlega manni kynntist ég barn að aldri, eftir að hann giftist móðursystur minni Ástrúnu. Þær systur bjuggu um hríð í sama húsi við Túngötu á Siglufirði. Björn var þá mikið fjarverandi á sjó en þegar hann kom í land glaðnaði heldur betur yfir okkur guttunum. Hann var gáskafullur og líflegur og gaf sér alltaf tíma til þess að hamast í okkur. Auk þess vakti það bæði for- vitni okkar og lotningu að það vant- aði framan á fingur hans eftir slys á sjónum. Vegna áhuga míns á sjómennsku fylgdist ég, eftir því sem árin liðu, grannt með Birni. Hann var þá orð- inn stýrimaður á síldarskipi og síðar skipstjóri. Aflatölur síldarbátanna sem lesnar voru í útvarpinu á kvöldin og birtar voru í blöðum þóttu jafn spennandi og tölvuleikir barna í dag. Var síldin komin? Var hún að veið- ast? Hvaða bátar voru efstir? Var komin bræla? Út á þetta gekk lífið á Sigló í þá daga. Björn var líka á þess- um undarlega síldarbát, Fanney, sem var tilraunaveiðiskip með nótina á dekkinu. Já, það var allt svo spenn- andi í kringum Björn. Þegar ég varð 15 ára réð ég mig á trillu og þurfti að útbúa færi. Þá kom Björn til aðstoðar og var yfir mér langt fram á kvöld. Hann kenndi mér hnútana við að útbúa slóða og að bræða fyrir endana á næloninu. Allt varð að vera snyrtilegt og vandað sem hann kom nálægt. Minningin um þetta kvöld er mér enn í fersku minni. Síðar átti ég eftir að vinna hjá Birni þegar hann var orðinn yfir- verkstjóri í hraðfrystihúsinu á Sigló. Það var mikil og góð lífsreynsla. Unnið var alla daga langt fram á kvöld og aginn var mikill eins og þá tíðkaðist. Það sem upp úr stendur er hins vegar hvernig hann lét með- höndla fiskinn og hvaða kröfur hann gerði um umgengni á vinnustaðnum. Eftir á að hyggja var Björn langt á undan sinni samtíð í þeim efnum. Eftir að Björn og Ástrún fluttu til Akureyrar kom maður aldrei þangað án þess að líta við hjá þeim. Þar nutu þau sín í faðmi fjölskyldu sinnar. Vin- skapur foreldra minna og Björns og Ástrúnar var alla tíð mjög náinn og einlægur. Björn hélt reisn sinni allt til dauða- dags þrátt fyrir að hann hafi barist við illvígan sjúkdóm um hríð. Þegar ég hitti hann á sjúkrabeðinum fyrir um það bil mánuði var hann sem fyrr stálminnugur og hress. Andlát Björns er mikill missir fyrir Ástrúnu, fjölskylduna og þá sem hann þekktu. Efst er þó í huga á þessari stundu þakklæti fyrir að vera þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa fengið að kynnast honum. Valtýr Sigurðsson. Björn Friðbjörnsson föðurbróðir minn er jarðsunginn í dag, 14. febr- úar, en hann lést aðfararnótt 7. febr- úar sl. Mig langar að minnast hans með þakklæti í hjarta. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að eiga heimili hjá elsku Bjössa frænda og hans konu Ástrúnu á Siglufirði, þegar ég var lítil og for- eldrar mínir voru erlendis eða að sinna erindum suður. Það hefur nú ekkert verið auðvelt að fá stelpu inn á strákaheimilið, en aldrei fann ég fyrir því. Í minningunni var alltaf sól á Siglufirði, sumarkjólar og hrufluð hné. Árin liðu og mín fjölskylda flutti suður. Sigló heillaði alltaf. Á tánings- árum fórum við systur norður og ekki spurning, tekið á móti okkur og í kjólum upp fyrir hné, sem var nú í „móð“ þá og sólin skein. Þannig man ég líka Bjössa frænda og fjölskyldu, alltaf sól í kringum þau. Það má sanni segja að Bjössi frændi hafi verið að mestu sólarmeg- in í lífinu. Yndisleg eiginkona, mann- vænlegir synir, frábærar tengdadæt- ur, barnabörn og barnabarnabörn sem dýrkuðu hann og svo sannarlega dýrkaði hann þau líka. Elskulega Ástrún mín og fjöl- skylda, sendi ykkur öllum mínar ein- lægustu samúðarkveðjur. Helga Valdimarsdóttir. Og svo kemur nótt. Svartnættið er eins og svalandi veig, er sál þín drekkur í einum teyg. Þreytan breytist í þökk og frið, þögnin í svæfandi lækjarnið, haustið í vor … Hafðu þökk fyrir öll þín spor. Það besta, sem fellur öðrum í arf, er endurminning um göfugt starf. Moldin er þín. Moldin er trygg við börnin sín, sefar allan söknuð og harm og svæfir þig við sinn móðurbarm. Grasið hvíslar sitt ljúfasta ljóð á leiðinu þínu. Moldin er hljóð og hvíldin góð … (Davíð Stefánsson.) Nú hefur Björn Friðbjörnsson frændi minn fengið hvíld eftir löng og erfið veikindi. Það er alltaf hryggðardagur þegar frændgarður- inn þynnist, þó það sé örlítil huggun þegar viðkomandi á langt, farsælt og hamingjuríkt líf að baki. Við leið- arlok gat Björn frændi þannig horft til baka yfir lífshlaupið og yfir niðja- hópinn og kvatt sáttur með þá vissu að heimurinn sem hann yfirgefur er ögn betri þeim er hann erfði. Björn frændi minn var einstakt ljúfmenni og ávallt aufúsugestur á mínu æskuheimili. Kannski var það vegna þess hversu nauðalíkur hann var föður okkar, að við systkinin tókum þvílíku ástfóstri við honum. Ég held þó að það hafi verið þetta rólega og virðulega fas og yfirbragð sem gerði útslagið og skapaði hon- um óumdeildan virðingarsess í voru sinni. Virðingarsess sem hann hefur haldið allt sitt líf og ekki ólíklega langt þar umfram. Undir rólegu fasi bjó líka fjörkálfur, sem var gjaf- mildur á sitt góðlátlega grín og sem krakki beið maður jafnan spenntur eftir hverju Bjössi frændi kynni að taka upp á. Það var sjaldan sem hann olli vonbrigðum á því sviðinu. Björn og Ástrún héldu lengstum heimilislega tryggð við norðurland- ið þá var tilfinningin frekar að það væri vík milli vina en fjörður milli frænda, alltént hafði þetta aldrei nein veruleg áhrif á fjölskyldubönd- in. Kannski var þetta bara til að styrkja böndin og gera ljómann af þessum ljúflingsfrænda okkar öllu skærari. Í áranna rás á ég allavega ekki í fórum mínum aðrar en ljúfar minningar af fjölskyldufundum, minningar sem nú eru orðnar ljúf- sárar. Björn og Ástrún eignuðust lítinn hóp vaskra sveina sem hafa verið stolt þeirra, stoð og stytta, hver og einn á sinn hátt ásamt spúsum sín- um. Niðjahópurinn er orðinn stór bæði barnabörn og barnabarna- börn. Allan þennan hóp umvafði Björn frændi minn af mikilli ást og hlýju og ég veit að sorgin og sökn- uðurinn þar á bæ er stór. Því þegar góður maður deyr, þá er það eins og að tapa dýrmætri perlu og mikið má sá gráta er tapað hefur henni. Elsku Ástrún, Friðbjörn, Ingi, Ásbjörn og fjölskyldur, megi minn- ingin um drenginn góða sefa sár- ustu sorgina ykkar. Vertu svo sæll, frændi minn og þiggðu fátæklega þökk mína fyrir að hafa fengið að fylgja þér spölkorn á þessari leið okkar allra inn í eilífð- ina … Barði Valdimarsson. Besti frændi, kveð þig nú með sálmi sem amma geymdi alltaf undir koddanum sínum, kveð þig með söknuði því ég hélt að þú myndir alltaf vera hér hjá okkur og að við hefðum nægan tíma saman. Sakna þess að hafa ekki komið oftar norð- ur og knúsað þig. Gef oss Drottinn, góðan dag, ganga lát oss allt í hag, ef að vilji það er þinn, þú ert ætíð velkominn. Sólin gengur sína leið sitt hið fagra, mælda skeið, á þótt stundu skyggi ský skín hún allt eins fyrir því. Hvar sem liggur leiðin vor, lát oss feta í sólarspor. Gef þú oss í gleði og þraut ganga þína ljósu braut. Gef oss, Drottinn, góðan dag, gott og fagurt sólarlag. Eftir lífsins endað skeið oss í þína vegsemd leið. (V. Briem.) Takk fyrir allt og allt. Megi allt það besta sem til er í heiminum vera með Ástrúnu og fjöl- skyldunni allri. Blessuð sé minning þín, minn kæri frændi. Björg Valdimarsdóttir. Björn J. Friðbjörnsson Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.