Morgunblaðið - 18.02.2007, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Birnu Önnu Björnsdóttur
bab@mbl.is
Áhugi og afstaða kristinnasafnaða til kynhneigðarmeðlima sinna er út affyrir sig verðugt um-
hugsunarefni. Samkynhneigð er
óumdeilanlega eitt fyrirferðar-
mesta umræðu-/deiluefnið af sið-
ferðilegum toga sem kristnir söfn-
uðir hér í Bandaríkjunum, og þó
víðar væri leitað, eiga í, a.m.k. á
opinberum vettvangi. Aftur á móti
liggur ekki jafnljóst fyrir hvernig
þetta stóra „siðferðismál“ snertir,
segjum, almenna velferð fólks, nú
eða kjarna kristinnar trúar ef út í
það er farið.
En þrátt fyrir að forkólfar krist-
inna bókstafstrúarsafnaða láti enn
eins og samkynhneigð sé synd og
sjúkdómur, fá slík viðhorf lítið ef
nokkurt pláss núorðið í þeim
bandarísku fjölmiðlum sem vilja
láta taka sig alvarlega. Þvert á
móti hafa þær raddir sem predika
þau verið dregnar sundur og sam-
an í háði og spotti í hérlendum fjöl-
miðlum að undanförnu, og það að
gefnu tilefni. Í síðustu viku bárust
nefnilega þau tíðindi að Ted Hagg-
ard – prestur í Colorado Springs
og fyrrum formaður landssamtaka
bandarískra hvítasunnusafnaða –
hefði lokið þriggja vikna meðferð
og væri þar með ekki lengur sam-
kynhneigður. En áður en lengra er
haldið skulum við bakka aðeins og
líta á forsögu málsins.
Með tengsl við Hvíta húsið
Ted Haggard er prestur af
þeirri sort sem við þekkjum úr
sjónvarpinu og kvikmyndum; sí-
brosandi, hlýlegur náungi, gæddur
sannfæringarkrafti og persónutöfr-
um. Söfnuðurinn sem hann stofn-
aði og stýrði þar til fyrir skömmu,
„The New Life Church“ telst til
svokallaðra risa-kirkna eða „mega-
churches þar sem þúsundir manna
koma saman í einu til guðsþjón-
ustu og lofgjörðar. Haggard þótti
sýna mikinn kraft við uppbyggingu
safnaðarins sem óx hratt á fyrstu
árum sínum og varð fljótt og áber-
andi meðal bandarískra hvíta-
sunnusafnaða. Eiginkona hans,
Gayle, stendur þétt við hlið manns-
ins síns í uppbyggingarstarfinu og
ber safnaðarmeðlimum saman um
að hún eigi stóran þátt í velgengni
hans.
Árið 2003 varð Haggard formað-
ur landssamtaka hvítasunnusafn-
aða í Bandaríkjunum, en alls til-
heyra um 30 milljónir
Bandaríkjamanna þeim söfnuðum
sem heyra undir samtökin. Hagg-
ard er líka áberandi persóna innan
þess sem kallast „the religious
right“, sem er óformleg en áhrifa-
mikil hreyfing meðal kristinna
bókstafstrúarmanna innan Repú-
blíkanaflokksins. Þeir sem tilheyra
þessum hópi hafa mikið um skoð-
anir og stefnu flokksins í siðferð-
ismálum að segja, stefnu sem er í
einu orði sagt íhaldssöm. Og eðli
málsins samkvæmt eru fyrirbæri á
borð við samkynhneigð ekki fallin
til vinsælda þar, ekki frekar en
fóstureyðingar, kynlíf utan hjóna-
bands, nú eða getnaðarvarnir.
Fyrir skömmu upplýsti dagblað-
ið Rocky Mountain News í Colo-
rado að Haggard hefði verið í sér-
völdum hópi trúarleiðtoga sem
halda vikulegan símafund með
starfsfólki Hvíta hússins. Tengsl
Haggards við Hvíta húsið komu
einnig fram í samtali hans við dag-
blaðið Wall Street Journal
skömmu eftir síðustu forsetakosn-
ingar, en þar sagðist Haggard hafa
„beinan aðgang að [Hvíta húsinu]“
og að hann gæti komið því sem
hann þyrfti að koma áleiðis til for-
setans og fengið svar innan sólar-
hrings. Við skrifstofu Haggards
hanga svo tvær innrammaðar
myndir af honum og George W.
Bush.
Starfsfólk Hvíta hússins hefur á
undanförnum vikum reynt að gera
lítið úr tengslum Haggards við rík-
isstjórn Bush. Tony Fratto, einn af
talsmönnum forsetans, sagði blaða-
mönnum nýverið að Haggard hefði
„verið með“ á fáeinum af áður-
nefndum símafundum en hann
hefði ekki verið „virkur þátttak-
andi“ í þeim. Fratto bætti því við
að Haggard hefði ekki heimsótt
Hvíta húsið nema „einu sinni eða
tvisvar“.
Safnaðarmeðlimir grétu
Sá sem hrinti af stað þeirri at-
burðarrás sem varð til þess að
Haggard féll af stalli sínum er
vændiskarl að nafni Mike Jones.
Snemma á síðasta ári sagði Jones
frá því að Haggard hefði um nokk-
urra ára skeið greitt sér fyrir kyn-
mök og þar að auki keypt handa
sér eiturlyfið met-amfetamín.
Haggard neitaði þessu alfarið og
sagðist aldrei hafa hitt Jones.
Smám saman hrönnuðust upp
sannanir fyrir því að þeir Jones
hefðu átt í kynferðislegu sambandi
og fljótlega komst málið í hámæli
um allt land.
Haggard tókst einstaklega
klaufalega upp þegar hann reyndi
að koma sér út úr þessum vand-
ræðum og var ítrekað staðinn að
því að ljúga blákalt. Undir lok síð-
Prestur tekinn í bólinu með vændiskarli
en er nú „algjörlega gagnkynhneigður“
Vændiskarl Mike
Jones leysti frá
skjóðunni þegar
honum ofbauð
hræsnin.
Ted Haggard barðist gegn lagafrumvarpi um aukin réttindi samkynhneigðra
» Allt snýst um sam-kynhneigðina óg-
urlegu, og lítið er
minnst á að hann skuli
hafa svikið konu sína í
tryggðum, framið lög-
brot og ítrekað sagt
ósatt.
Lofgjörð Ted Haggard
syngur drottni lof og dýrð.
Standa saman Ted og Gayle Haggard skrifuðu bæði tilfinningaþrungin
bréf, sem lesin voru upp fyrir söfnuðinn.
KYNHNEIGл
Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur
ingarun@mbl.is
Bandaríska Vogue gengur ítískuheiminum undirnafninu Biblían. Ritstjóritímaritsins heitir Anna
Wintour og staðan hlýtur því að
gera hana að einhvers konar guði.
Að minnsta kosti toppar hún oft
lista blaða og tímarita yfir áhrifa-
mesta fólkið í tískuheiminum. En
hver er þessi kona með stífu hár-
greiðsluna og stóru sólgleraugun?
Wintour fæddist í Englandi 3.
nóvember 1949 en hún er bæði af
enskum og bandarískum ættum.
Hún ólst upp í London og fékk
áhuga á tísku sem unglingur. Char-
les faðir hennar var ritstjóri Even-
ing Standard og ráðlagði hún hon-
um strax í æsku hvernig hann ætti
að höfða betur til ungdómsins í
æskusveiflunni á sjöunda áratugn-
um. Hún hætti í skóla 16 ára að
aldri og fór heldur í þjálfun hjá
stórversluninni Harrods. Hún byrj-
aði í blaðamennsku árið 1970 og
vann hjá misþekktum tímaritum í
kjölfarið og náði stöðugum frama.
Loks varð hún ristjóri breska
Vogue árið 1986 og House & Gar-
den ári síðar. Hún settist í ritstjóra-
stólinn hjá móðurskipinu, Vogue í
New York, árið 1988 og hefur ráðið
ríkjum þar síðan með góðum ár-
angri. Hún hefur einnig aukið veldi
Vogue með stofnun Men’s Vogue,
Teen Vogue og nú síðast Vogue Li-
ving.
Sama greiðslan frá 14 ára aldri
Hún fylgist vel með straumum og
stefnum en hefur sjálf haft sömu
hárgreiðsluna frá 14 ára aldri. Sagt
er að hún vakni fyrir sex á hverjum
morgni, spili tennis, og láti svo
greiða sér, og klippa ef þarf, áður
en hún mætir til vinnu klukkan átta.
Þó að hún sé vel þekkt innan
tískuheimsins hefur kastljósið
beinst enn frekar að henni fyrir til-
stilli bókarinnar The Devil Wears
Prada, eftir Lauren Weisberger,
fyrrverandi aðstoðarkonu Wintour.
Samnefnd mynd naut einnig mikilla
vinsælda en þar var Meryl Streep í
hlutverki harðsnúinnar ritstýru til-
búna tímaritsins Runway, sem lagði
sig fram um að gera aðstoðarkonu
sinni lífið leitt en Anne Hathaway
fór með hlutverk hennar. Í kjölfarið
hefur Wintour tekið upp á því að
brosa til myndavéla til að bræða
frostímyndina sem fer af henni.
Í veruleikanum er skrifstofa
hennar þekkt fyrir nærri yfirnátt-
úrlega skilvirkni. Kemur það fólki
oft á óvart að erindi þess sé svarað
án tafar. Hún reiðubúin að hjálpa
mörgum og á móti kemur að fólk á
erfitt með að segja nei við hana.
Sýnir valdið á jákvæðan hátt
Hún hefur vissulega notað vald
sitt til góðs. Hún ræður miklu um
örlög fatahönnuða og eiga hönnuðir
allt frá John Galliano til Zac Posen
henni mikið að þakka. Hún styður
þau málefni sem hún hefur áhuga á
af heilum hug. Hún hefur safnað um
1,8 milljörðum króna til styrktar
Búningasafni Metropolitan-safnsins
í New York. Ennfremur hefur hún
safnað tæpum milljarði króna til
ýmissa alnæmissamtaka.
Wintour ræktar samband sitt við
annað áhrifamikið fólk í tískubrans-
anum. François-Henri Pinault,
framkvæmdastjóri PPR, lúxussam-
steypunnar sem á tískuhús á borð
við Gucci, Yves Saint Laurent og
Balenciaga, lýsti samskiptum sínum
við Wintour í nýlegri grein Cathy
Horyn hjá New York Times. Er
þetta gott dæmi um hvernig hún
hefur áhrif á tískuákvarðanir um
allan heim: „Hún er ekki of ágeng.
Hún sýnir vald sitt á mjög jákvæð-
an hátt. Hún lætur þig vita að það
sé ekki vandamál ef þú getur ekki
gert það sem hún vill. En hún lætur
þig skilja að ef þú gerðir það, myndi
hún styðja við bakið á þér með
tímariti sínu.“
Konan sem kynd-
ir tískuofninn
AP
Í fremstu röð Goðsagnakenndur ritstjóri tískubiblíunnar, bandaríska
Vogue, Anna Wintour, á sýningu Oscar de la Renta fyrr í mánuðinum.
TÍSKA»
»Hún ræður miklu
um örlög fatahönn-
uða og eiga hönnuðir
allt frá John Galliano
til Zac Posen henni
mikið að þakka.