Morgunblaðið - 24.02.2007, Síða 1
STOFNAÐ 1913 54. TBL. 95. ÁRG. LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
TRAPPAN FUNDIN
BIRTA RÁN HEFUR ÁHUGA Á AÐ SETJA Á
FÓT LJÓSMYNDASTOFU SEINNA MEIR >> 26
HVERNIG FANNST
ÞEIM Í LEIKHÚSINU?
ABBABABB
SPURT Í BARNABLAÐINU
FRÉTTASKÝRING
Eftir Freystein Jóhannsson
freysteinn@mbl.is
ÞEGAR Einar Oddur Kristjánsson lýsti sig sam-
þykkan því á Alþingi á fimmtudag, að nú væru
breyttir tímar; eignarnám ætti
ekki við í neðri hluta Þjórsár og
ekkert lægi á í virkjunar- og
stóriðjumálum, tók hann undir
nýjan tón í umhverfismálaum-
ræðu Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðismenn skynja vax-
andi pólitískt mikilvægi um-
hverfismálanna og bæði forystumenn og almennir
flokksmenn sjá nauðsyn þess að flokknum takist að
brjóta af sér „Kárahnjúkahlekkina“ og vísa þá til
þess, að náttúruverndarumræðan hefur tengzt
Kárahnjúkavirkjun og beinzt gegn ríkisstjórninni,
sem Sjálfstæðisflokkurinn leiðir. Flokknum sé hrein
og bein lífsnauðsyn að sjálfstæðismenn nái saman
um umhverfisstefnu á breyttum tímum.
Það var hann Illugi Gunnarsson sem hóf um-
ræðuna um hægri græna; að saman geti farið að vera
stuðningsmaður markaðsskipulags og náttúru-
verndarsinni. Hann hafnaði í fimmta sæti í prófkjöri
sjálfstæðismanna í Reykjavík, nýr maður á þeim
vettvangi. Annar ungur sjálfstæðismaður sem hefur
fjallað um umhverfismál er Guðlaugur Þór Þórðar-
son sem nú er stjórnarformaður Orkuveitu Reykja-
víkur, hann náði öðru sæti í prófkjörinu og leiðir lista
sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Fleiri frambjóðendur flokksins gerðu umhverfismál-
in sérstaklega að umræðuefni, og náðu góðum ár-
angri, og er litið til þess að endurnýjun í þingliðinu
muni endurspegla þessa þróun.
Í þingflokki sjálfstæðismanna hafa fleiri sýnt
grænan lit, þ. á m. Sigríður Anna Þórðardóttir, sem
var umhverfisráðherra um tíma, sá fyrsti og eini,
sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt. Þá hefur Pétur
Blöndal fjallað um umhverfismál í ræðu og riti.
Í haust héldu ungir sjálfstæðismenn málefnaþing
undir kjörorðinu Umhverfið er okkar. Nú er formað-
ur SUS, Borgar Þór Einarsson, formaður málefna-
nefndar um umhverfismál fyrir landsfund Sjálfstæð-
isflokksins í vor, þar sem menn munu ræða málin og
móta stefnu til næstu framtíðar.
Samtöl við sjálfstæðismenn sýna teikn á lofti um
það að grænir sjálfstæðismenn hafi ekki einasta tek-
ið höndum saman inn á við, heldur sýni þeir litinn
óhræddir út á við og vilji ná vopnum sínum fyrir
kosningar.
Út um
græna
grundu
Sjálfstæðismenn beina at-
hygli að umhverfismálum
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
STEINGRÍMUR J. Sigfússon, formaður
Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs,
setti fram á landsfundi flokksins verkefna-
lista í nítján liðum sem hann sagði að ný rík-
isstjórn ætti að ráðast í á fyrstu 90–120 dög-
unum eftir að hún tæki við völdum.
Steingrímur sagði að meðal verkefna rík-
isstjórnarinnar ætti að vera að bjóða heildar-
samtökum aldraðra og öryrkja til samráðs
um umbætur í velferðarmálum. Setja ætti sjö
milljarða til viðbótar á ári í þennan mála-
flokk. Steingrímur sagði að stöðva ætti taf-
arlaust frekari uppbyggingu í stóriðju og
undirbúa víðtæka friðlýsingu vatnsfalla.
Hækka ætti skattleysismörk og breyta út-
færslu fjármagnstekjuskatts með því að gera
þeim sem hefðu tugi og hundruð milljóna í
fjármagnstekjur skylt að reikna sér hæfileg
laun. Þá sagðist Steingrímur vilja bjóða út
strandsiglingar strax í sumar.
Steingrímur sagði það vera forgangsverk-
efni að fella ríkisstjórnina. Tækist það ekki
yrðu engar breytingar. „Þegar þrátt fyrir allt
blæs það byrlega að aftur og aftur er okkur
mælt svipað eða jafnvel meira fylgi en stjórn-
arflokkunum, þá væri það undarleg stjórn-
arandstaða sem ekki rynni blóðið til skyld-
unnar, sem ekki fengi það sem danskurinn
myndi kalla „blod på tanden“, og tvíefldist í
þeim ásetningi sínum að fella ríkisstjórn og
taka við. En þessu ráðum við auðvitað ekki
ein, góðir félagar, og við munum ekki ganga
skuldbundnari til kosninga að þessu leyti en
samstarfsflokkar okkar í stjórnarandstöð-
unni eru tilbúnir til að gera …
Eins og útlitið sem sagt er um þessar
mundir þá eru bullandi möguleikar á hvoru
tveggja; að fella ríkisstjórnina og að mynda
nýja og betri ríkisstjórn með okkar aðild.“
Sjö milljörðum meira til
öryrkja og aldraðra á ári
„Göngum ekki skuldbundnari til kosninga en aðrir í stjórnarandstöðu“
Morgunblaðið/ÞÖK
Breytingar Steingrímur J. Sigfússon sagði
forgangsverkefnið að fella ríkisstjórnina.
Bullandi stemning | Miðopna
VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, borgar-
stjóri í Reykjavík, brá á leik með fána
Frakklands í Íþróttahúsinu við Austurberg í
Breiðholti í gærmorgun. Þar voru einnig
franski sendiherrann, um 500 leikskólabörn
og eldri borgarar úr Breiðholti, sem sungu
einum rómi Meistari Jakob og Frére Jacq-
ues. Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi
forseti Íslands, leiddi sönginn.
Morgunblaðið/Kristinn
Meistarasöngur
Stórsýningin Tækni og vit 2007 í Fífunni, Kópavogi, 8. - 11. mars 2007
Misstu ekki af glæsilegri sýningu!
Fjármálaráðuneyti Iðnaðar- og
viðskiptaráðuneyti
Forsætisráðuneyti