Morgunblaðið - 24.02.2007, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● HLUTABRÉF hækkuðu töluvert í
Kauphöll Íslands í gær. Úrvals-
vísitalan hækkaði um 1,25% og var
7446 stig við lokun markaða. Bréf
Eimskips hækkuðu um 8,19%, bréf
Exista um 2,48%, bréf Straums-
Burðaráss um 2,42% og bréf Kaup-
þings hækkuðu um 2,14% og var
lokagengið 1004. Er þetta í fyrsta
skipti sem dagslokagengi bréfa
bankans endar yfir 1.000.
Krónan veiktist hins vegar um
0,17% í viðskiptum gærdagsins.
Lokagengi Kaupþings
komið yfir 1.000
● BRESKA versl-
unarfyrirtækið Mos-
aic Fashions, sem
skráð er í Kauphöll Ís-
lands, hefur sent frá
sér jákvæða afkomu-
viðvörun og segir útlit
á þessu ári hafa batn-
að frá því afkomuáætlun var send út
á síðasta ári.
Félagið sagðist upphaflega gera
ráð fyrir að hagnaður félagsins fyrir
afskriftir og fjármagnskostnað yrði
85 milljónir á þessu ári samanborið
við 108 milljónir á síðasta ári.
Afkomuviðvörun
Mosaic Fashions
● HAGNAÐUR Byggðastofnunar á
síðasta ári nam 10,1 milljón króna
en árið 2005 var Byggðastofnun
rekin með 272,2 milljóna króna tapi.
Eiginfjárhlutfall Byggðastofnunar er
8,91% en eiginfjárhlutfall lánastofn-
unar má ekki vera innan við 8%.
Hreinar vaxtatekjur námu 38
milljónum króna, en voru um 140
milljónir króna árið 2005. Rekstr-
artekjur námu 705 milljónum og
rekstrargjöld að meðtöldum fram-
lögum í afskriftarreikning útlána og
niðurfærsla hlutafjár nam 733 millj-
ónum króna.
Byggðastofnun réttir
við reksturinn
HAGNAÐUR samstæðu Milestone
á árinu 2006 nam 21,4 milljörðum
króna eftir skatta samanborið við
14,7 milljarða árið áður. Arðsemi
eiginfjár var 92% í árslok. Heildar-
eignir í árslok 2006 námu ríflega 170
milljörðum króna og jukust um 102%
á árinu. Eigið fé samstæðunnar nam
í árslok 2006 ríflega 43,7 milljörðum
króna sem er aukning um 69% frá
ársbyrjun. Eiginfjárhlutfall sam-
stæðunnar var í árslok 26% en eig-
infjárhlutfall móðurfélagsins var
43%.
Karl Wernersson, stjórnarfor-
maður Milestone, segir í tilkynningu
að afkoman á árinu 2006 hafi verið
góð og arðsemi eiginfjár framúr-
skarandi. Félagið hafi styrkt sig um-
talsvert með nýjum arðsömum fjár-
festingum. Milestone hyggist vaxa
áfram með styrkingu núverandi ein-
inga og nýtingu á þeim fjárfesting-
artækifærum sem bjóðist.
Milestone á m.a. allt hlutafé í
Sjóvá og L&H eignarhaldsfélagi,
sem meðal annars rekur apóteka-
keðjuna Lyf & heilsu. Þá tilkynnti
fyrirtækið í lok síðasta árs um stofn-
un nýs íslensks fjárfestingarbanka,
Askar Capital, með sameiningu Sjó-
vár fjármögnunar, Ráðgjafar og
efnahagsspár og Aquila Venture
Partners. Milestone er kjölfestufjár-
festir í bankanum og mun eiga ríf-
lega 85% hlutafjár.
Milestone hagnast
um 21,4 milljarða
MIKIL viðskipti voru með hlutabréf Glitnis í
Kauphöll Íslands í gær, eða fyrir samtals 29,5
milljarða króna. Tvenn viðskipti skáru sig
nokkuð úr, annars vegar fyrir rúmlega 10,5
milljarða króna og hins vegar fyrir rúma 15
milljarða.
Fljótlega eftir opnun markaða í gær var
greint frá rúmlega 10,5 milljarða kaupum
dótturfélags FL Group á hlutabréfum FL
Group. Hin stóru viðskiptin, fyrir rúma 15
milljarða, fóru fram skömmu síðar, en ekki
var tilkynnt um hver eða hverjir áttu þar hlut
að máli. Þar voru tæplega 522 milljónir hluta
seldar á genginu 29,0 krónur á hlut.
FL Group með þriðjungshlut
FL Group og fjárhagslega tengdir aðilar
hafa aukið hlut sinn í Glitni banka um 2,6%
og eiga nú samtals tæplega 33% hlut í bank-
anum.
Fram kom í tilkynningu til Kauphallarinnar
í gær að félagið FL Group Holding Nether-
lands, sem er í 100% eigu FL Group, hefði
keypt tæplega 370 milljónir hluta í Glitni, en
það er um 2,6% af heildarhlutafé bankans.
Gengið á hlutabréfunum í kaupunum var
28,46 krónur á hlut. Heildarkaupverð hluta-
bréfanna var því rúmlega 10,5 milljarðar
króna.
Eftir viðskiptin á FL Group Holding Net-
herlands tæplega 2.151 milljón hluta í Glitni.
Annað félags sem er einnig í 100% eigu FL
Group, félagið FL GLB Holding BV, á 1.925
milljónir hluta í Glitni. Þá á FL Group 624
milljónir hluta í bankanum. Samtals eiga FL
Group og fjárhagslega tengdir aðilar því 4,7
milljarða hluta í Glitni. Heildarhlutafé Glitnis
er um 14,3 milljarðar króna að nafnverði og
er hlutur FL Group því tæp 33%.
Gengi hlutabréfa Glitnis hækkaði um 1,1% í
gær og var lokaverð þeirra 27,30 krónur á
hlut.
Mikil viðskipti með bréf Glitnis
Morgunblaðið/ÞÖK
Hagnaður VBS fjárfestingar-
banka dregst saman á milli ára
HAGNAÐUR VBS fjárfestingarbanka nam 192
milljónum króna árið 2006 samanborið við 407
milljónir króna árið 2005 og var arðsemi eigin fjár
bankans 13% árið 2006 miðað við 69% árið 2005.
Vaxtatekjur námu 53 milljónum króna á síðasta
ári, en þær námu 257 milljónum árið 2005. Aðrar
rekstrartekjur námu alls 782 milljónum króna
samanborið við 738 milljónir árið 2005.
Framlag í afskriftareikning útlána nam 325
milljónum króna á árinu og hækkaði um 224 millj-
ónum frá árinu 2005 þegar það nam um 101 milljón
króna. Afskriftareikningur útlána í árslok nam
452 milljónum.
Eigið fé nemur um tveimur milljörðum
Önnur rekstrargjöld bankans námu 315 millj-
ónum króna árið 2006 en voru 400 milljónir árið
2005.
Rekstrarkostnaður sem hlutfall af hreinum
rekstrartekjum var 32,7% árið 2006 en 40,2% árið
2005. Rekstrarkostnaður sem hlutfall af eignum
var í árslok 2,7% miðað við 6,3% árið 2005.
Heildareignir bankans voru 11,7 milljarðar í
árslok 2006 samanborið við 6,3 milljarða króna í
árslok 2005.
Útlán bankans hafa aukist um 98% á árinu og
námu þau 9,3 milljörðum króna í árslok 2006.
Eigið fé bankans í lok árs nam tæpum tveimur
milljörðum króna og hefur aukist um 60% frá ára-
mótum. Eiginfjárhlutfall bankans í lok árs 2006
var um 20%, að því er segir í tilkynningu til Kaup-
hallar Íslands.
Í HNOTSKURN
» Hagnaður fjárfestingarbankans dróstsaman um 215 milljónir króna á síð-
asta ári.
» Mestu munar um mikinn samdráttvaxtatekna, eða um 204 milljónir
króna á milli ára.
Merkel, kanslara Þýskalands í dag
þar sem þau munu ræða framtíð
EADS.
Þessar fréttir koma á sama tíma
og póstfyrirtækið United Parcel
Service (UPS) tilkynnti um und-
irritun nýs samkomulags við Airbus
þar sem gert er ráð fyrir frekari
frestun á afhendingu tíu A380
fragtvéla.
Hið nýja samkomulag veitir UPS
heimild til að rifta kaupsamn-
ingnum alfarið verði frekari tafir á
afhendingu vélanna.
EADS, móðurfélag flugvélafram-
leiðandans Airbus, gæti greint frá
því í næstu viku að fjórum verk-
smiðjum verði lokað í Frakklandi
en áður hefur verið greint frá því
að fjórum verksmiðjum EADS verði
væntanlega lokað í Þýskalandi.
Þetta kemur fram í franska dag-
blaðinu Les Echos í gær.
Jafnframt er til athugunar að
loka verksmiðju í Bretlandi og á
Spáni.
Forseti Frakklands, Jacques
Chirac mun eiga fund með Angelu
Airbus lokar fjórum
verksmiðjum
Reuters
Lokanir Starfsmenn Airbus hafa mótmælt lokunum verksmiðja í Þýska-
landi, þar sem þessi mynd er tekin, en ekki haft árangur sem erfiði.
!
!"
#
$ ## %
"&
' #
() # * +, -
. /+' #
& -' #, -
0
0 "
1 2$3 4"54'
6
)7
" +
8 - (-+
8 -
9:
5
;0<$
=>
=>+++ 3 %3
? %3
14 * +13 -
($ -
( 35
!
(- 2
3#
- +
='3@#- +A
. 1
2
2
2
2
2
2
2
2
2
2
2
2
?3# @#B
=(C
+ "5%-
3#
2
2
2
2
2
1@3
3# 3
9 - D
1E
F
F
"=1)
G<
F
F
HH ;0<1 ##
F
F
;0<.
%
9##
F
F
8H)< GIJ
F
F
GÓÐ HEILSA GULLI BETRI
STERK
STEINEFNABLANDA
FRÁ
www.nowfoods.com
APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR
H
á
g
æ
ð
a
fr
a
m
le
ið
sl
a
A
ll
ta
f
ó
d
ýr
ir
NNFA QUALITY
FULL SPECTRUM MINERALS