Morgunblaðið - 24.02.2007, Side 21

Morgunblaðið - 24.02.2007, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 21 SJIMPANSAR í Senegal búa sér til spjót, sem þeir nota gegn öðrum öp- um. Segir frá þessu í tímaritinu Current Biology. Spjótin nota sjimpansarnir til að ná til minni apa, sem fela sig í holum trjám. Höfundar greinarinnar segja, að þessi uppgötvun geti haft ýmislegt að segja fyrir rannsóknir á þróun mannsins enda sé þetta í fyrsta sinn, sem sjimpansar hafi sést nota vopn gegn öðrum öpum. Aparnir höfðu þá aðferð við spjótsgerðina, að þeir brutu grein af tré og hreinsuðu af henni smærri greinar og lauf. Stundum hreins- uðu þeir líka börkinn af greininni og sumir skerptu endann með tönn- unum. Athygli vakti, að kvenapar og ungir apar not- uðu þessa aðferð miklu oftar en fullorðnir karl- apar og höf- undar grein- arinnar segja, að meðal apa sé ungviðið fyrst til að tileinka sér nýjungar og læri þær af mæðrum sínum. Fullorðnir apar, einkanlega karlarnir, eigi aftur á móti erfitt með það. Þetta styðji svo aftur þá kenningu, að í árdaga mannsins hafi konurnar kannski átt mestan þátt í vaxandi verkkunnáttu. Sjimpansar í Senegal nota spjót við veiðar á öðrum öpum Í vígahug Margt er líkt með skyldum. TIL nokkurra átaka kom í gær við minnismerki í Tallinn í Eistlandi um hermenn Rauða hersins en eistnesk yf- irvöld vilja koma því burt. Dagur hers- ins var í Rússlandi í gær og þá lagði hópur Eista gaddavírskrans að minn- ismerkinu til minningar um þá, sem voru drepnir á sovéttímanum. Sló þá í brýnu með þeim og hópi Rússa, sem komnir voru til að heiðra minningu sovéskra hermanna. Ákvörðun eist- neska þingsins um að losa sig við minn- ismerkið hefur vakið mikla gremju í Rússlandi og þar hefur verið haft í beinum og óbeinum hótunum við Eista. Deiluefnið Minnismerkið í Tall- inn um hermenn Rauða hersins. Rússar og Eistar slást út af minnismerki ÓTTAST er, að 25 manns að minnsta kosti hafi látið lífið er eld- ur kom upp í gær á heimili fyrir mikið fatlað fólk bænum Alsunga í Lettlandi. Slökkviliðsmönnum tókst að bjarga nokkrum en um miðjan dag í gær höfðu þeir fundið lík 12 manna og leituðu annarra 13. Tók það fjór- ar klukkustundir að ráða nið- urlögum eldsins en hörkufrost, um 30 gráður á celsíus, olli því, að þykk klakabrynja hlóðst utan á húsið þegar á það var sprautað. Ekki er vitað hvað eldsvoðanum olli en hann kom upp þar sem notaður var öflugur rafmagnsofn. Tugir manna fórust í eldi Stórslys Slökkviliðsmenn úti fyrir heimilinu, sem varð eldi að bráð. ROMANO Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, sem sagði af sér fyrr í vik- unni, hefur nú fengið endurnýjaðan stuðning frá þeim flokkum, sem að stjórninni standa. Hafa þeir allir samþykkt 12 „ófrávíkjanleg“ gund- vallaratriði nýs sáttmála. Prodi situr áfram NOKKUR verðlækkun var á Wall Street í gær vegna hækkandi olíu- verðs og einnig vegna þess, að Microsoft var sektað um 100 millj- arða ísl. kr. fyrir brot á einkaleyf- islögum. Olíuverð fór í gær yfir 61 dollara fatið. Olíuverð hækkar LILLO Brancato, sem áður lék í þáttunum um Sopranos- fjölskylduna, sagði í útvarps- viðtali í fyrra- dag, að hann væri ekki sá mis- kunnarlausi morðingi, sem hann væri sagður. Hann er samt ákærður ásamt öðrum manni fyrir að hafa skotið lögreglumann til bana. Bíða þeir nú réttarhalda vegna morðsins en sagt er, að lög- reglumaðurinn hafi komið að Bran- cato og félaga hans er þeir voru brjótast inn í hús í Bronx í leit að fíkniefnum. Hefur Brancato leikið í mörgum myndum, meðal annars með Robert De Niro í myndinni „A Bronx Tale“ og kom fram í all- mörgum Sopranos-þáttum. Sopranos-leik- ari fyrir rétt Lillo Brancato LEONARD Orban, sem fer með málefni tungumála innan ESB, sagði í gær, að Evrópumenn yrðu að efla málakunnáttu sína. Könnun meðal 2.000 fyrirtækja sýndi, að þau hefðu tapað samningum,11% af veltu, vegna lítillar málakunnáttu. Talið tungum MOHAMED ElBaradei, yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar, sagði í gær, að stjórnvöld í Norður-Kóreu hefðu boðið honum til landsins á næstu vikum. Vildu þau ræða við hann um ýmislegt, sem varðaði þá ákvörðun þeirra að hætta við allar kjarnorkuvopnaáætlanir. Samkvæmt samningnum frá 13. febrúar eiga N-Kóreumenn að slökkva á og innsigla helsta kjarnakljúfinn eða þar til alþjóðlegir eftirlitsmenn eru komnir þar til starfa. Þá eiga þeir að koma samskiptum sínum við Suður-Kóreu, Japan og Bandaríkin í lag en í staðinn munu þeir fá ýmsa aðstoð, meðal annars ol- íu, frá þessum ríkjum og tryggingu fyrir öryggi ríkisins. ElBaradei til Norður-Kóreu Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is SUN Jiting, 17 ára drengur, situr á bak við lás og og slá í herbækistöð í einu úthverfa Pekingborgar. Hon- um er bannað að hafa samband við nokkurn mann utan múranna og eina fólkið, sem umgengst hann, eru sálfræðingar, hjúkrunarkonur og aðrir sjúklingar. Jiting kom ekki sjálfviljugur á þennan stað, það voru foreldrar hans, sem létu taka hann með valdi. Ástæðan er sú, að Sun Jiting er netfíkill. Kínversk stjórnvöld líta netfíkn- ina mjög alvarlegum augum en kannanir sýna, að um 14% kín- verskra unglinga eiga á hættu að ánetjast henni. Vegna þess hafa þau skorið upp herör gegn þessari „samfélagsvá“ og virðast staðráðin í að taka hana sömu tökum, stundum heldur harðneskjulegum, og árang- ursríka baráttu þeirra gegn áfeng- is- og fíkniefnavandanum. Segir frá þessu í grein í The Washington Post. Víða er um það deilt hvort líta beri á netfíkn sem geðrænan vanda en ýmsir sálfræðingar, til dæmis í Bandaríkjunum, eru þeirrar skoð- unar. Yfirvöld í Kína eru á sömu skoðun og eru nú að koma upp með- ferðarheimilum fyrir netfíkla víða um landið. Sama ferlið hjá öllum fíklum Yfirmaður heimilisins í Peking, þar sem Sun Jiting dvelur, heitir Tao Ran. Rak hann áður heimili fyr- ir heróínfíkla og hann segist nota sömu aðferðir við netfíklana, m.a. ráðgjöf, heraga, lyfjagjöf, dáleiðslu og vægt rafstuð. „Þegar þeir, sem eru vanir að sitja við tölvuleiki klukkustundum saman, eru sviptir því, verða afleið- ingarnar þær sömu og hjá fíkniefna- neytendum,“ segir Tao. „Fyrst voru þeir kannski í hálftíma, næsta dag þrjú korter og þannig koll af kolli. Ferlið er alltaf það sama.“ Meðferðarheimilið hans Taos er deildaskipt eftir því hve langt leidd- ir sjúklingarnir eru en allir eiga þeir það sameiginlegt að eiga bágt með svefn, hafa engan metnað, eru árásargjarnir og þunglyndir. Svo dæmi sé tekið af honum Sun Jiting, þá var hann kominn upp í að sitja við tölvuna í 15 klukkustundir samfleytt. Segir hann sjálfur, að líf- ið hafi í raun verið orðið „ein steypa“ og í desember sl. hafi hann ákveðið að hætta í skóla. Þá var for- eldrum hans nóg boðið og sendu hann í „afvötnun“. Í þriðju deild og á þriðju hæð hússins eru þeir, sem verst er komið fyrir. Flestir hafa verið netfíklar í fimm ár eða lengur, ákaflega þung- lyndir og varla mælandi málum. Einn hefur reynt að svipta sig lífi og þess vegna er þeirra gætt allan sól- arhringinn. Sálin horfin inn í netheima Tao segist trúa því, að um 70% allra netfíklanna geti tekið upp eðli- legt líf að lokinni meðferð en hann er svartsýnn á framtíð sjúklinganna á þriðju deild. „Þeir eru búnir að missa sjálfa sálina inn í netheim- ana.“ Ekki eru allir sannfærðir um ágæti meðferðarinnar hjá Tao, ekki til dæmis sálfræðingurinn Guo Tiej- un, sem stundar rannsóknir á net- fíkn í Shanghai. Guo heldur því fram, að undirrót vandans sé einmanaleiki og þess vegna eigi ekki beita hörku við fíkl- ana. Þeim eigi að sýna vináttu og hlýju. „Mín niðurstaða er, að þeir, sem ánetjast, eigi við ýmsa erfiðleika að etja. Þeir eiga erfitt með að eignast vini og leita því eftir félagsskap í tölvunni,“ segir Guo og gagnrýnir harðlega ýmiss konar lyfjagjöf. Með henni sé verið að meðhöndla ein- kennin en ekki undirrótina. Tao ver aðferðir sínar og bendir á, að aðeins einn af hverjum fimm fái lyf. Hann segist þó sammála Guo um það, að vissulega sé netfíknin birtingarmynd annarra sálarmeina. Fyrst á Netið Sun er að búa sig undir heimferð en hann segir, að það, sem hafi hjálpað sér mest, hafi bara verið að tala við annað fólk. Hann hlakkar til að fara aftur í skóla og taka upp eðlilegt líf. Það fyrsta, sem hann ætlar þó að gera þegar heim kemur, er að fara inn á Netið. Hann þarf að segja netfélögum sínum hvar hann hafi verið síðustu vikurnar. Kínverjar skera upp her- ör gegn vaxandi netfíkn Reuters Netheimar Netkaffihús í Kína. Búist er við, að Kínverjar verði orðnir mestu netnotendur í heimi og meiri en Bandaríkjamenn eftir tvö ár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.