Morgunblaðið - 24.02.2007, Side 30

Morgunblaðið - 24.02.2007, Side 30
daglegt líf 30 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Útilokaður frá Alþingi Orminum var ekki hleypt inn í þinghúsið þegar bandormurinn, frumvarp í tengslum við fjárlögin var tekið fyrir. Morgunblaðið greindi ný-lega frá því að MH-ingar hafi dustað ryk-ið af prjónunum og stefni að því að bæta við prjóna- orminn langa sem dvalið hefur á Miðgarði í tugi ára. Þeir telja skepnuna langt komna með að setja heimsmet í lengd tuskudýrs og hyggjast kalla til sérstakan matsmann frá Heimsmetabók Gu- inness til að fá það staðfest. „Þetta byrjaði örugglega í ein- hverju gríni,“ segir Silja Trausta- dóttir sem ásamt vinkonu sinni Sigríði Ástu Árnadóttur á heið- urinn af upphafi Miðgarðsormsins. „Sigga fór að tala um þetta og birtist svo allt í einu með hálf- saumaðan hausinn sem hún svo kláraði. Þar með vorum við byrj- aðar að prjóna.“ Saman sátu þær í sitt hvoru sófagenginu uppi á Miðgarði, u.þ.b. á árunum 1990 til 1994 en í þess- um mánuði eru 16 ár frá því að þær hófust handa við orminn. „Það var strax talað um að hann ætti að ná hringinn í kring um Miðgarð og takmarkið var að hann myndi geta bitið í skottið á sér,“ heldur Silja áfram og bætir því við að skepnan hafi vaxið hratt. Garnið komu þær með að heiman en mestu vandræð- in tengdust því að útvega fyllingarefni. „Við vorum reglulega með samskot og báðum fólk um 50 kall í ormasjóð. Fyrir það gátum við keypt tróð,“ segir Silja. Á móti innritunargjöldum Mikill flækingur var á kvik- indinu og í sameiningu rifja þær upp ferð þess haustið 1992 niður á Alþingi. „Það var verið að sam- þykkja þetta frumvarp, bandorm- inn, í tengslum við fjárlögin og ormurinn tók strætó niður á torg og ætlaði sér upp á þingpalla,“ segir Silja. „Ég gekk með höfuðið fremst og einhverjir á eftir mér en við komumst ekki langt því við mættum þingverði í stiganum sem sendi okkur öfug út. Okkur fannst viðeigandi að við sætum á þing- pöllum og prjónuðum orm úr bandi á meðan þingmennirnir greiddu at- kvæði um bandorm. Það gekk ekki eftir en það bjargaði deginum að ljósmyndarar frá Morgunblaðinu og DV náðu í skottið á okkur þar sem við stóðum hálfsneypt fyrir utan Alþingi. Þær myndir birtust síðan á baksíðum blaðanna.“ Hróður Miðgarðsormsins átti þó enn eftir að aukast því strax dag- inn eftir kom símtal frá Rás tvö þar sem falast var eftir þessari löngu prjónuðu skepnu í viðtal. „Þeir vildu vita hvort við hefðum verið að mótmæla frumvarpinu en það var ekki ætlunin. Reyndar man ég að þarna voru samþykkt lög um innritunargjöld í fram- haldsskóla og við notuðum tæki- færið og sögðum að ormurinn væri á móti því. Að öðru leyti var þetta ekki pólitísk aðgerð.“ Ormurinn var einnig látinn kynna spurningakeppnina Gettu betur þegar MH var kominn í sjónvarpsúrslit og dvaldi svo fremst hjá klappliðinu á meðan á keppninni stóð. „Hann lék líka í leiksýningu á meðan við vorum í skólanum, í verkinu Blóði og drullu,“ segir Sigríður. „Ein senan gerðist á geðveikraspítala þar sem kona sat og prjónaði í gríð og erg. Við lánuðum orminn í það hlutverk gegn því að við fengjum ókeypis á leikritið og hann lengdist heilan helling því það var prjónað allar æfingar og á leiksýningunum.“ Ryðgaður nagli í lausnargjald Það var þó ekki bara fjölmiðla- frægð og frami sem stuðlaði að flandri Miðgarðsormsins frá heim- kynnum sínum eins og Sigríður út- skýrir. „Við tókum hann alltaf heim með okkur í fríum því hús- vörðurinn var stöðugt með hótanir um að henda öllu drasli, sem yrði eftir í skólanum, á haugana. Hann fór m.a.s. með Silju eitt sumarið í sumarbúðir skáta á Úlfljótsvatni þar sem hún vann.“ Silja kinkar kolli. „Eitt sumarið var hann í gísl- ingu,“ rifjar hún upp. „Við vorum búnar að pakka honum saman til flutninga um vorið en þegar við komum að sækja hann gripum við í tómt. Þá var búið að ræna hon- um.“ „Við fengum kröfu um lausn- argjald, bæði í gegnum bréf og myndband,“ skýtur Sigríður inn í og Silja heldur áfram. „Okkur var skipað að koma með ryðgaðan nagla á einhvern ákveðinn stað og gott ef þeir kröfðust þess ekki að fá skemmda barbídúkku líka.“ Þær segjast hafa strax tekið þá ákvörð- un að það væri fyrir neðan virð- ingu sína að taka þátt í slíkri vit- leysu. „Um haustið dúkkaði ormurinn síðan upp á busa- skemmtun í einu atriðinu uppi á sviði og var þá í pörtum,“ segir Sigríður en þær stöllur létu það ekki á sig fá og hófust handa við stórfelldar viðgerðir á tuskudýr- inu. Einhverjir ormametrar hurfu þó við þetta tækifæri svo óhætt er að segja að hann hafi ekki verið samur á eftir. Þær segjast að vonum kátar með að ormurinn langi hafi öðlast eins mikla upphefð og status og raun ber vitni og styðja MH-inga heilshugar í heimsmetstilrauninni. „Það er bara mjög gleðilegt að ormurinn lifi og að einhver sé að prjóna í honum áfram,“ segja þær. Vitað er að fyrir tíma núverandi Miðgarðsorms, á árunum 1985– 1989, hafi þáverandi nemendur setið við að prjóna annan orm, áþekkan þeim sem nú gæti komist í heimsmetabækur fyrir lengd sína. Silja og Sigríður vita ekkert um tilvist þess kvikindis sem virð- ist hafa horfið af yfirborði jarðar fyrir þeirra tíð í skólanum. Hvað sem því líður hefur Þórey Ein- arsdóttir, enskukennari við skól- ann, tekið að sér að vera sérlegur verndari Miðgarðsormsins og stefnir að því að safna saman og halda til haga öllu efni og upplýs- ingum sem kynnu að finnast um Miðgarðsorminn og hugsanlega forvera hans í Hamrahlíð. ben@mbl.is Morgunblaðið/G.Rúnar Endurfundir Sigríður Ásta Árnadóttir og Silja Traustadóttir ásamt af- kvæmi sínu Miðgarðsorminum sem þær heilsuðu upp á á dögunum. Upphaf ormsins langa Miðgarðsormurinn í MH vindur upp á sig. Tveir skaparar skepnunnar gáfu sig á dögunum fram og sögðu Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur allt um tilurð hennar, fyrstu uppvaxtarárin í Hamrahlíðinni og ýmis ævintýr sem ormurinn hefur upplifað. Okkur fannst viðeigandi að við sætum á þingpöll- um og prjónuðum orm úr bandi á meðan þing- mennirnir greiddu at- kvæði um bandorm. DANSKIR foreldrar nýta sér í auknum mæli njósnatæki til að fylgjast með ferð- um barna sinna um netheima. Þarlend barnaverndarsamtök vara sterklega við þessari aðferð. Um er að ræða lítið tæki sem sett er á tölvu barnsins og gerir foreldrum þess kleift að fylgjast með öllu því sem barnið skrifar með lyklaborðinu og tekur jafn- vel myndir af því sem birtist á skjánum. Berlingske tidende greinir frá því að einkaspæjarinn Sture Baggenæs sem starfar hjá fyrirtækinu Jysk detektiv og Vagtservice í Álaborg fái reglulega er- indi frá foreldrum sem vilja komast að því hvað börnin þeirra eru að gera á Netinu. „Ég mæli með því að þeir kaupi sér slíkan lyklaborðsbúnað. Þannig geta þeir fylgst með öllu því sem börnin spjalla um á Netinu og séð hvort þau heimsækja t.d. stefnumótasíður,“ segir hann. Að sögn Baggenæs rekur forvitni og þörf fyrir að vernda börnin fyrir barna- níðingum foreldrana til að fá sér slíkan búnað. Sjálfur selur hann tækið sem kostar hjá honum á milli 7.000 og 8.300 íslenskar krónur. Hafa rétt á einkalífi Peter Albæk, formaður dönsku barna- verndarsamtakanna Børns Vilkår, skilur áhyggjur foreldranna en varar engu að síður sterklega við því að þeir grípi til þessara ráða. „Þetta jafngildir því að setja upp eftirlitsmyndavél í herberginu þeirra,“ segir hann. „Þarna er freklega brotið á börnunum því þau hafa þörf fyr- ir einkalíf á sama hátt og þau hafa þörf fyrir að vera ein með vinum sínum án þess að við heyrum hvað þau eru að tala um.“ Í staðinn mælir hann með því að for- eldrar setji sig inn í hvað börnin eru að gera á Netinu, fræði þau um þær hættur sem þar geta leynst og kenni þeim örugga netnotkun. Hann vill líka að lög verði sett sem banni að fullorðnir setji sig í samband við börn á Netinu undir dulnefni, líkt og gert hefur verið á Bret- landi. Þannig fengi lögreglan betra tæki í hendurnar til að taka á vandanum. Sture Baggenæs telur hins vegar að njósnir á Netinu verði algengari í fram- tíðinni, einfaldlega vegna þess að bún- aður til þess arna verði æ ódýrari. Foreldrar njósna um börnin sín Morgunblaðið/Jim Smart Njósnastarf Lítið tæki er sett í tölvuna og þannig geta foreldrarnir fylgst með öllu því sem börn þeirra hafa skrifað á lyklaborðið. uppeldi NÚ HORFA vísindamenn vonaraugum til tyggigúmmís sem verið er að þróa og ætlað er til að draga úr matarlyst. Tyggigúmmí þetta gæti orðið vopn í baráttunni við offituvanda þann sem herjar á ofmettaða íbúa vestrænna ríkja. Nú þjáist einn af hverjum fimm af offitu en áætlað er að árið 2010 geti það verið einn af hverjum þremur. Meira en 30.000 manns deyja af völdum offitu á ári hverju í Bretlandi einu, svo það er full ástæða til að leita leiða til að takast á við offituvandann, eins og segir á vefmiðli BBC. Að hverri máltíð lokinni framleiðir mann- skepnan sjálf hormón, pancreatic polypeptide (PP), sem lætur fólk finna til fyllitifinningar og þannig komum við sjálf í veg fyrir að átið fari úr böndunum. Tyggjóið mun virka eins og þetta hormón, það er að segja það líkir eft- ir tilfinningu fyrir magafylli og þar af leið- andi dregur úr matarlystinni. Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem eru í yfirvigt virðast kunna því vel að tyggja og því er tyggi- gúmmíið tilvalin leið í baráttunni. Þeir sem hafa efasemdir um ágæti tyggjósins benda á að sú leið að borða hollan mat og hreyfa sig reglulega, sé best og öruggust í baráttunni við aukakílóin. Tyggjó í barátt- unni við offitu heilsa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.