Morgunblaðið - 24.02.2007, Page 35

Morgunblaðið - 24.02.2007, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 35 Það vakti athygli þegar Dr. Mich-ael A. Köhler, sem er næstráð-andi á skrifstofu Joe Borg sjáv-arútvegsstjóra Evrópusambandsins (ESB), sagði á opnum fundi í Reykjavík að ef til Evrópu- sambandsaðildar Íslands kæmi myndu Íslendingar ráða því hverjir veiði í ís- lenskri efnahagslögsögu. Með þessum orðum vísar Köhler til þeirrar stað- reyndar að kvótaúthlutun er að meginstofni ákveðin á grundvelli veiðireynslu og þau ríki sem nú mynda ESB, hafa eins og kunnugt er, ekki veitt í íslenskri lög- sögu í ríflega þrjá áratugi. Reglan um hlutfallslega stöðugar veiðar, sem gengur út á að ríki halda sama hlut- falli af heildarkvóta í fiski- stofnum, tryggi síðan að kvóti í stofnum innan ís- lenskrar efnahagslögsögu haldist hjá íslenskum stjórn- völdum sem geti ráðstafað honum eins og þau sjálf kjósa. Hlutfallslega stöðugar veiðar Í frétt Morgunblaðsins 15. febrúar er haft eftir Stefáni Má Stefánssyni, prófess- or í Evrópurétti við Háskóla Íslands, að reglan um hlutfallslega stöðugar veiðar komi fram í reglugerð frá árinu 2003 og hafi verið með ýmsu móti í eldri reglu- gerðum. Reglugerðum mætti hins vegar breyta með meirihlutaákvörðunum og því ekki á vísan að róa í þeim efnum. Enn- fremur er haft eftir Stefáni Má að reglan um hlutfallslega stöðugar veiðar væri mjög laus í reipunum og að stofnanir bandalagsins [ESB] hefðu mjög víðtækt mat um það hvað teldust hlutfallslegar stöðugar veiðar og gætu breytt því hve- nær sem er með löggjöf. Auk þess hefði framkvæmdastjórnin gefið til kynna í Grænbók um fiskveiðar frá árinu 2001 að hugsanlega yrði tekið upp allt annað kerfi í framtíðinni. Reglan um hlutfallslega stöðugar veiðar er samofin sjávarútvegsstefnu ESB allt frá árinu 1983. Samið var um hlutfallslega stöðugar veiðar á sama tíma og samið var um heildarkvóta. Reglan byggir á póli- tísku samkomulagi en kemur þegar fram í reglugerð frá 1983 og sama ákvæði var m.a. endurtekið í reglugerð frá 1992 og 2002. Ákvörðunin um stöðugt hlutfall var tekin með einróma samþykki aðildarríkj- anna í upphafi og það hefur aldrei verið hróflað við henni í þá rúma tvo áratugi sem hún hefur gilt. Meginhlutverk sjáv- arútvegsstefnu ESB er að stjórna veiðum úr fiskistofnum sem flakka á milli fiski- miða aðildarríkjanna. Skipting veiðiheim- ilda er því kjarni sjávarútvegsstefnunnar. Þess vegna fullyrti Köhler á fundinum í Reykjavík að afnám reglunnar um hlut- fallslega stöðugar veiðar þýddi endalok sjálfrar sjávarútvegsstefnunnar. Í Græn- bók framkvæmdastjórnar ESB frá 2001 kemur fram að framkvæmdastjórn ESB “…sér enga raunhæfa valmöguleika til að ná sömu markmiðum. Samráð við hags- munaaðila sýndi að þessi skoðun er al- menn innan Evrópusambandsins. Sú end- urskoðun sem gerð var á sjávarútvegsstefnunni í kjölfar skýrsl- unnar festi regluna um hlutfallslega stöð- ugar veiðar enn í sessi. Hins vegar segja skýrsluhöfundar, eins og Stefán vísar réttilega til, að e.t.v. sköpuðust aðstæður til að hverfa frá hlutfallslega stöðugum veiðum í framtíðinni og leyfa markaðs- öflunum að virka í sjávarútvegi eins og í annarri atvinnustarfsemi. Þar horfa skýrsluhöfundar m.a. til reynslunnar af framseljanlegum aflaheimildum á Íslandi. Úthlutun aflaheimilda milli aðildarríkja ESB Í frétt Morgunblaðsins er haft eftir Stefáni Má að vert væri að hafa í huga að ef til aðildarviðræðna kæmi gætu komið fram kröfur um fiskveiðikvóta frá öðrum þjóðum, þar á meðal þeim þjóðum sem töpuðu rétti til fiskveiða á sínum tíma þeg- ar fiskveiðilögsagan var færð út. Þarna vísar Stefán Már til þeirra viðmiða sem eru höfð í huga við ákvörðun skiptingar fiskveiðikvóta á milli aðildarríkja. Við- miðin eru þrjú, skv. reglugerð frá 1983. Fyrst og fremst er miðað við veiðireynslu sem skip aðildarríkjanna höfðu á árunum 1973 til 1978 en við inngöngu ríkja síðar hefur verið miðað við veiði- reynslu árin fyrir inngöngu í ESB. Í öðru lagi er tekið tillit til svæða sem eru sérstaklega háð fiskveiðum og í þriðja lagi til þess missis veiðitæki- færa sem sum aðildarríki urðu fyrir vegna útfærslu lögsögu ríkja utan ESB í 200 mílur eins og Stefán Már bendir á. Það er hugsanlegt að fram komi kröfur t.a.m. frá Bretum um fiskveiðikvóta í íslenskri lögsögu á þessum grunni. Hins vegar er ljóst að íslenskir samningamenn hefðu sterka stöðu í slíkum viðræðum, þar sem ekkert ESB-ríki hefur veiðireynslu í íslenskri lögsögu og Ísland er í heild svæði sem er mjög háð fiskveiðum. Krafa um bætur fyrir tapaðar veiðiheimildir fyrir rúmum þremur áratug- um er harla langsótt, svo ekki sé meira sagt. Reglur og raunveruleiki Í frétt Morgunblaðsins leggur Stefán Már áherslu á að reglugerðum ESB megi breyta með ákvörðun ráðherraráðsins. Lesi maður stjórnarskrá íslenska lýðveld- isins gæti maður haldið að forseti Íslands léki stórt hlutverk við alla lagasetningu og ennfremur að hann gerði alla milliríkja- samninga, suma með samþykki Alþing- is.Allir sem þekkja starfshætti ríkisvalds- ins á Íslandi vita að raunin er allt önnur en bókstafurinn getur gefið til kynna. Eins er með ESB. Hrár lestur lagabókstafsins segir ekki endilega til um eðli samstarfs- ins. Þegar Bretar gengu í ESB árið 1973 var t.a.m. samið um sérstakan stuðning fyrir háfjallalandbúnað Breta sem stóð höllum fæti í samkeppni við frjósamari héruð annarra ríkja. Ákvæðið um slíkt, svokallað LFA (e. less favoured area) ákvæði, var sett í reglugerð um landbún- aðarstefnuna en ekki aðildarsamning Breta. Engum hefur dottið í hug að hrófla við því með reglugerðarbreytingu, einmitt vegna þess að það var hluti af sam- komulagi um inngöngu Breta í ESB. Það þurfti hvorki ákvæði í aðildarsamningi né undanþágu til. Sjálfskapaðir annmarkar Umræðan um hugsanlega samninga við ESB í sjávarútvegi vegna Evrópusam- bandsaðildar á það til að festast í skot- gröfum. Annars vegar eru talin fram þau atriði sem kunna að standa í vegi fyrir samkomulagi og fullyrt að samkomulag sé ómögulegt nema til komi beinar und- anþágur frá löggjöf ESB. Hins vegar eru talin fram þau atriði sem styrkja stöðu Ís- lands í viðræðum og fullyrt að samninga- viðræður verði næsta auðveldar. Þeir sem halda því fram að hagsmunir Íslands séu tryggðir fyrirfram og að viðræðurnar verði auðveldar, hafa ekki rétt fyrir sér. Þeir sem halda því fram að ekki sé hægt að semja við ESB án undanþágu frá sjáv- arútvegsstefnunni hafa einnig rangt fyrir sér. Það verður eflaust erfitt að semja við ESB, en samkomulag er vel hugsanlegt. Eins og Dr. Michael A. Köhler staðfesti þá eru veigamikil rök með málstað Íslend- inga í hugsanlegum aðildarviðræðum. Við mat á aðild að ESB er mikilvægt að hafa í huga hagsmuni íslensks atvinnulífs og samfélags og að skapa ekki heimatilbúnar hindranir. Eins og það var t.a.m. orðað í aldamótanefnd Sjálfstæðisflokksins: „Það er því óheppilegt að borið hefur á því, að við séum sjálfir að búa okkur til skilyrði og mála skrattann á vegginn og þar með að veikja okkar eigin samningsstöðu er við mætum með sjálfskapaða annmarka til viðræðna við Evrópubandalagið.“ Um sjálfskapaða annmarka á aðildar- viðræðum við ESB Eftir Aðalstein Leifsson Aðalsteinn Leifsson »Umræðanum mögu- lega samninga við ESB í sjáv- arútvegi vegna Evrópusam- bandsaðildar á það til að festast í skotgröfum. Höfundur er lektor í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og hefur starfað fyrir Evrópusambandið, EFTA og utanríkisráðuneytið. ndinn launamunur vex Reiðin sýður í þjóðinni öðu ríkisstjórnarinnar á mála, með hinn hörmu- ð Íraksstríðið svo ekki andi yrði þvælt inn í ríðsundirbúning gegn Ír- r tregðu hefur gætt af narinnar til að hafna rétt eins og hún hefur fáanleg til að afturkalla hætti stuðninginn við r stjórnarandstöðuna n sagði að tækist að fella æri stjórnarandstöðunni m áskorun að mynda rn og taka völdin í land- fist þjóðinni færi á hrein- Þannig virkaði lýðræðið ur sagði að samstilling unnar sem tókst sl. efði verið eftir í vetur kilvægur atburður í ís- lenskum stjórnmálum“. „Linnulausar tilraunir andstæðinga okkar, stjórnarflokkanna og fjölmiðla sem þeim standa nærri, til að gera lítið úr þessari samstöðu og hafa hana í flimtingum sýna að þeir skynja þá hættu sem þeim er búin ef þeir þurfa að mæta í vor samstilltri og trúverðugri stjórnarandstöðu, stjórnarandstöðu sem er vanda sínum vaxin, stendur í stykk- inu og hefur sjálfstraust og metnað til þess að bjóða upp á sjálfa sig sem trú- verðugan valkost. Þegar þrátt fyrir allt blæs það byrlega að aftur og aftur er okkur mælt svipað eða jafnvel meira fylgi en stjórnarflokkunum, þá væri það undarleg stjórnarandstaða sem ekki rynni blóðið til skyldunnar, sem ekki fengi það sem danskurinn myndi kalla „blod på tanden“, og tvíefldist í þeim ásetningi sínum að fella ríkisstjórn og taka við. En þessu ráðum við auðvitað ekki ein, góðir félagar, og við munum ekki ganga skuldbundnari til kosninga að þessu leyti en samstarfsflokkar okk- ar í stjórnarandstöðunni eru tilbúnir til að gera. Svo einfalt er það. Eins og útlitið sem sagt er um þessar mundir þá eru bullandi möguleikar á hvoru tveggja; að fella ríkisstjórnina og að mynda nýja og betri ríkisstjórn með okkar aðild.“ Upp með „rauða spjaldið“ Steingrími varð tíðrætt í ræðu sinni um að þörf væri fyrir grundvall- arstefnubreytingu. Hann sagði rík- isstjórnina útbrunna, hugmyndasnauða og að störf hennar einkenndust af valda- þreytu. Steingrímur setti fram í ræð- unni nokkrar lykilspurningar sem kjós- endur þyrftu að svara. Meðal annars væri spurningin um hvort hér ætti að vera norrænt, samábyrgt velferðarsam- félag eða áframhaldandi „ameríkanser- ing þjóðfélagsins“. Vilja menn þá „glórulausu stórvirkjana- og álvæðing- arstefnu“ sem hér hefur verið framfylgt, spurði Steingrímur. Vilja menn þá þjónkun sem stuðningurinn við Íraks- stríðið hefur orðið að vörumerki fyrir, spurði Steingrímur og bætti einnig við nokkrum lykilspurningum um atvinnu- og byggðamál, jafnréttismál og efna- hagsmál. Steingrímur sagði að öflugasta að- ferðin til að krefjast breytinga væri að tryggja stórsigur VG. „Sigur okkar er alveg skýr skilaboð, rauða spjaldið á helmingaskiptaflokkana sem úthlutuðu sér einum banka hvor, út af með þá og kjósendur veita um leið brautargengi okkar róttæku áherslum.“ Steingrímur sagði að menn þyrftu ekkert að velkjast í vafa um hvers konar flokkur VG væri. „Vinstrihreyfingin – grænt framboð er vinstriflokkur. Við er- um ekki miðjuflokkur. Við látum öðrum eftir að fljúgast á þar.“ Steingrímur sagði að Sjálfstæð- isflokkurinn hefði ráðið þessu landi í 16 ár. Nú væri mál að linnti. Næstu kosn- ingar ættu ekki að snúast um kapphlaup um það, hver fengi að framlengja valda- setu Sjálfstæðisflokksins. „Þið getið treyst okkur“ Steingrímur sagði að til að kjósendur í landinu þyrðu að breyta í vor yrðu þeir að geta treyst því að það sem tæki við væri betra, þ.e. að í boði væri ábyrg og raunsæ stjórnarstefna. „Við leggjum fram okkar trúverðugleika. Við leggjum okkar spil á borðið og segjum við þjóð- ina: Þið getið treyst okkur.“ Hann sagði að VG myndi ekki fara með him- inskautum og leggja fram tugmilljarða útgjöld á aðra hliðina og skattalækkanir og minnkandi tekjur til samneyslunnar á hina. temning fyrir því í lla ríkisstjórnina“ kknum væri treystandi til stjórnarsetu Morgunblaðið/ÞÖK ndir þá eru bullandi möguleikar á hvoru tveggja; að fella ríkis- aðild,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon á landsfundi VG í gær. yf- á un ur d um - mu gin - l- á dar því  „Í áttunda lagi myndum við setja framhald af vinnu við endurskoðun stjórnarskrárinnar á fulla ferð á nýjan leik.“  „Í níunda lagi myndum við bjóða aðilum vinnumarkaðarins til viðræðna við stjórnvöld um breyttar áherslur í launamálum, þar sem meginmarkmið væru tvö. Annars vegar að hækka lægstu laun umtalsvert í tengslum við skattkerfisbreytingar sem léttu sköttum af fólki upp að lágmarkslaunum og þar með talið í leiðinni að sjálfsögðu af öllum þeim sem þiggja samfélagslaun. Hitt meginmarkmið slíkra við- ræðna yrði að segja kynbundnum launamun stríð á hendur og láta ekki staðar numið fyrr en hann er horfinn.“  „Við myndum í tíunda lagi hefja framkvæmd aðgerðaáætlunar til kvenfrelsis þar sem veiga- mikill þáttur er að tryggja kynfrelsi kvenna og gera heimilisofbeldi og hvers kyns kynbundið of- beldi gegn konum og börnum brottrækt úr sam- félaginu.“  „Við myndum í ellefta lagi endurskoða sam- gönguáætlun.“  „Við myndum í tólfta lagi endurskoða skipulag stjórnarráðsins.“  „Við myndum í þrettánda lagi setja óháða og tæmandi rannsókn í gang á málum allra þeirra barna og ungmenna sem sættu harðræði eða beinlínis urðu fyrir misþyrmingum og voru beitt kynferðisofbeldi, hvar sem það var, á umliðnum áratugum, á stofnunum eða heimilum.“  „Við myndum í fjórtánda lagi færa þjóðinni aftur Ríkisútvarpið, þannig að í síðasta lagi um næstu áramót yrði Ríkisútvarpið aftur orðið að raunverulegu almenningsútvarpi, þjóðarútvarpi.“  „Í fimmtánda lagi myndum við strax á vor- þingi, í lok maí eða byrjun júní, fella úr gildi lög- in sem að óbreyttu einkavæða vatnið í haust.“  „Í sextánda lagi myndum við leggja grunn að alveg nýjum tímum, nýrri öld hvað snertir stuðning við nýsköpun og þróun í atvinnulífinu.“  „Við myndum í sautjánda lagi tryggja fullt jafnræði karla og kvenna í ríkisstjórn og hrinda af stað metnaðarfullri áætlun um að jafna hlut kynjanna þar sem hallar á konur og binda nauð- synleg ákvæði þar að lútandi í lög.“  „Við myndum í átjánda lagi setja á fót Lofts- lagsráð þar sem stjórnmálaflokkar og fagaðilar settust saman yfir hvernig Ísland uppfylli skyld- ur sínar og taki ábyrgan þátt í þeim gríðarlegu verkefnum sem blasa við mannkyninu hvað það mál snertir.“  „Í nítjánda lagi myndum við bjóða stjórn- arandstöðunni aðild að mikilvægum nefndum og ráðum og tryggja henni eðlilegan áhrifahlut í þinginu.“  „Í tuttugasta lagi er eitt sem við þurfum ekki að gera. Við þurfum ekki að tilkynna erlendum her í landinu að hans nærveru sé ekki óskað lengur.“ erkefnalista nýrrar ríkisstjórnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.