Morgunblaðið - 24.02.2007, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 24.02.2007, Qupperneq 36
36 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN RÍKISSTJÓRN Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks á met allra stjórna lýðveldisins í fjandskap og skerðingum á kjör- um eldri borgara, ör- yrkja og láglauna- hópa. Ójafnaðarlágkúra hennar er heimsmet – slíka stjórn verðum við að losna við. Við komumst ekki lengur á blað með Norð- urlöndunum. „Einka- væðing til velferðar allra landsmanna“ leiddi af sér gíf- urlegan ójöfnuð; óheyrilegt ríkidæmi fárra líkt og hjá olíu- furstum Sádi-Arabíu og sífellda lífskjaraskerðingu hjá þeim sem minnst hafa. Er ekki táknrænt að fyrrver- andi forsætisráðherra tók fé sitt út úr KB-banka í mótmælaskyni? Var hann þó einn „höfunda einka- væðingarinnar“. Jafnvel honum datt ekki í hug okurlaun venjulegra bankastjóra – gjafahlutabréfin o.fl. Var „einka- væðingin“ svona illa undirbúin? Var ekki leitað til bestu laga- sérfræðinga svo að „bremsa“ yrði á ruglkjörunum eða ofurlaunum? Svo að lokað yrði fyrir vafasamar smugur og hrærigrautarflækjur innherja- og málamyndafyr- irtækja? Takmörk sett á hversu mörg prósent einn einstaklingur mætti kaupa í ríkisfyrirtæki? Eft- irlit haft með kaup- og söluferli? Gegnsæi í viðskiptum og eign- arhaldi? Engin höft á neinu? Ætli einkavæðingin sé ólögleg? Spyrja mætti hvort margt sem hér leyfist teldist t.d. refsivert í Bandaríkj- unum. Almennt er talið að höfða þurfi mál á alþjóðlegum vettvangi gegn „gjafasölu“ ríkisbankanna. Rík- iseignirnar sem íslenska þjóðin hafði stritað við að eignast og halda gangandi með ómældri vinnu í vosbúð og fátækt öld fram af öld, kynslóð fram af kynslóð, voru hennar eign. Taprekstur rík- isfyrirtækjanna var tekinn af þjóð- inni í sköttum. Þjóðarsátt var um að allir Íslendingar skyldu við einkavæðinguna eignast þær í dreifðri eignaraðild. Í krafti þing- meirihluta var það svikið og rík- isbankarnir voru „gefnir“. Þeir sem þá „keyptu“ hafa svikið loforð sín við „kaupin“ um að selja áfram hlutabréf í þeim til landsmanna. Það er enn ein ástæða fyrir máls- höfðun á alþjóðavettvangi. Stjórnvöld þarf að kalla til ábyrgðar fyrir dómstólum hér- lendis og erlendis. Ein svik kalla á fleiri og stjórnvöld hafa beitt hlið- stæðulausri lágkúru gagnvart eldri borg- urum og öryrkjum og í að halda hér ótrú- legri láglaunastefnu. Þingliðið – sérhags- munasinnað, flokks- hollt, þröngsýnt og sljótt af langri stjórn- arsetu – er alveg úr takti við líf venjulegs fólks. Ísland er galopnast allra Evrópuríkja fyr- ir aðstreymi útlendinga sem vinna á lægstu töxtum. Íslenskt lág- launafólk þarf að þola að þeir píni laun þess enn meira niður á við. Félagsmenn í ASÍ og VR eru um 80 þúsund talsins og er stór hluti þeirra á algerum lágmarks- launum. Ekkert heyrist frá sam- tökum þeirra. Eru stjórnendur þeirra e.t.v. á mála hjá atvinnu- rekendum? Af eldri borgurum eru 12–14 þúsund undir fátæktarmörkum. Öryrkjar nálgast 14 þúsund manns. Þótt ríkisstjórnin breiði yfir síharðnandi aðgerðir gegn líf- eyrisþegum, öryrkjum og andlega og/eða líkamlega fötluðum er það staðreynd að allt að 15 þúsund líf- eyrisþegar, flestir af 14 þúsund öryrkjum og um 30 þúsund manns innan ASÍ og VR hafa laun undir fátæktarmörkum. Ætlum við að greiða „kvölurum“ okkar 80–100+ þúsund atkvæði? Nei og aftur nei. Atkvæði okkar geta breytt þjóðfélaginu til vel- ferðar. Krafan um hærri laun, lægri eftirlaunaaldur, afnám skerðinga og velferð okkar verður þá að veruleika. Eftirlauna- frumvarpið sem þingheimur gerði að lögum á mettíma sýnir vel að peningar eru til. Þingmenn voru ekki lengi að lækka eftirlauna- aldur sinn í 55–60 ár, án skerðinga á öðrum tekjum. Gleymum ekki að þingmenn fá margfalt fleiri lífeyr- ispunkta á ári en almennir laun- þegar og vinna bara 180 daga á ári. Afnemum það eða njótum þess sama. Hinar Norðurlandaþjóðirnar standa undir nafni sem „velferð- arríki“ með því að afnema tekju- tengingu lífeyris, nú síðast Norð- menn. Íslensk stjórnvöld gera þveröfugt. Í Svíþjóð náðu íhaldsmenn ný- verið völdum. Nýkjörinn forsætis- ráðherra tók sérstaklega fram að góð kjör eldri borgara yrðu óskert. Við verðum að efna loforðin: „Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld“ og „fólk í fyrirrúmi“. Á Íslandi eru kjör eldri borgara og öryrkja skert endalaust. Þeir eru manna lengst á biðlistum sjúkrahúsa. Bíða stjórnvöld e.t.v. þess að þeim fækki „eðlilega“? Tökum höndum saman, leggjum allt dægurþras til hliðar. Köstum burt tryggð við flokka sem hafa svikið okkur á öllum sviðum og gengið erinda flokksgæðinga. Íslensk stjórnvöld þyrftu að sæta ábyrgð fyrir landráð. Okkur ber skylda til að draga þau til ábyrgðar fyrir stuld á auðlindinni og sameiginlegum eignum þjóð- arinnar. Margt ljótt mun koma upp á yfirborðið sem æðstu al- þjóðadómstólar gætu vafalaust notað til að ógilda/skerða svokall- aða „sölu ríkiseigna“ og greiða skaðabætur til þeirra sem ekkert uppskáru nema svik. Það skiptir ekki máli hvaða flokka við höfum kosið áður – framtíðarkjör okkar og komandi kynslóða eru í húfi. Það verður að leiðrétta kjör allra sem nú lifa við fátækt, áhyggjur, skuldir og erfiðleika. Vitað er um beint samband milli tekna og heilsufars, sama á hvaða aldri fólk er. Látum ekki gamla flokksholl- ustu villa okkur sýn. Við verðum að losna við núverandi stjórn til að eygja von um velferð allra. Sýnum það í kjörklefanum 12. maí næstkomandi. Sýnum einhug og fellum nú- verandi ríkisstjórn misréttis Arndís H. Björnsdóttir fjallar um ríkisstjórnina og málefni aldraðra og öryrkja »Ríkisstjórnin á met íójöfnuði lífskjara í sögu lýðveldisins. Hún hefur fyrirgert flokks- hollustu við stjórn- arflokkana og er rúin trausti til áframhald- andi setu. Arndís H. Björnsdóttir Höfundur er formaður Baráttu- samtaka eldri borgara og öryrkja. TENGLAR .............................................. www.betrikjor.net Á UNDANFÖRNUM mán- uðum og misserum hafa farið fram miklar umræður um tekju- skiptinguna á Íslandi, aukna misskiptingu og misrétti. Annars vegar fjölgar í þeim hópi sem vart veit aura sinna tal og hins vegar er fólk sem býr við sára fátækt. Þjóð- inni hefur verið brugðið á alls kyns mælikvarða til að leiða sannleikann í ljós í þessum efnum. Ýmsir fræðimenn hafa staðið sig vel í þessari umræðu. Reyndar hafa þeir ekki allir verið á sama máli enda beitt mismunandi að- ferðafræði og í póli- tíkinni hafa eins og við mátti búast verið deildar meiningar. Þegar á heildina er litið og stuðst við meðaltöl verður ekki véfengt að kaupmátt- araukning hefur orðið í landinu á undanförnum árum. Henni er hins vegar mjög misskipt og al- hæfingarnar af þeim sökum vara- samar. Einnig eru áhöld um hvort kaupmáttaraukningin haldi. Horfa menn þar til geigvæn- legrar skuldasöfnunar þjóð- arinnar, fyrirtækja og heimila. Ekkert má út af bera hjá hinum skuldsettu svo tilvera þeirra hrynji ekki. Menn spyrja þannig um innstæðu fyrir kaupmátt- araukningunni, hvort hún sé var- anleg eða einfaldlega eins og víx- ill sem muni gjaldfalla. Til þess að koma í veg fyrir áföll af þessu tagi skiptir miklu að koma á stöð- ugleika í samfélaginu, tryggja stöðugt verðlag og þar með af- komu og atvinnuöryggi. Á Íslandi hefur það viðhorf verið ríkjandi að fátækt eigi ekki að fyrirfinnast í okkar samfélagi – allur þorri þjóðarinnar hefur eindregið verið þeirrar skoðunar. Þess vegna vekur það jafnan mikla athygli þegar því er haldið fram að fátækt fari vaxandi. Ekki síst þykir það alvarlegt þegar á hinn bóginn er haldið á lofti fyr- irvaralausum staðhæfingum um almenna kaupmáttaraukningu og bætt lífskjör. Þörf á nýri nálgun Hvað er hið rétta í þessu efni? Ég tel mjög brýnt að fé- lagsvísindamenn kortleggi sam- félagið hvað þetta varðar og vil koma á framfæri hug- mynd um eina nálgun í rannsóknum af þessu tagi. Spurt verði: Hvort er auð- veldara nú en t.a.m. fyrir tólf árum að vera: a) tekjulítill og hús- næðislaus, b) tekjulítill og heilsuveill, c) tekjulítill og með börn á framfæri? Því miður hef ég sannfæringu fyrir því að svörin við þessum spurningum séu mjög á einn veg. Það er erfiðara að vera tekjulítill og eiga á brattann að sækja nú en fyrir tólf árum. Með öðrum orðum, fátæktin er sárari nú en hún var fyrir valdatöku Sjálfstæð- isflokks og Fram- sóknarflokks í lands- málunum fyrir tólf árum. Hverju sætir þetta? a) Árið 1999 var húsnæð- islöggjöfinni breytt og félagslegir þættir hennar eyðilagðir. Tekjulít- ið fólk á þess nú ekki kost að eignast húsnæði og þarf að leita á rándýran og ótraustan leigumark- að. Húsnæðisliðurinn (húsnæði, rafmagn og hiti) í vísitölu neyslu- verðs hefur hækkað mun meira en aðrar vísitölur! Þannig má nefna að frá árinu 2002 hefur hús- næðisliðurinn hækkað um tæp 60% en launavísitala um tæp 40%. Það er erfiðara nú en fyrir tólf árum að vera tekjulítill og standa straum af kostnaði vegna hús- næðis. b) Kostnaður vegna sjúkdóma hefur aukist svo og sjúklingagjöld af ýmsu tagi þegar litið er til þess tíma sem Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa stýrt landinu. Svo er nú komið að margt tekjulítið fólk hefur ekki efni á því að leita sér lækninga. Það er því erfiðara nú en fyrir tólf árum að vera tekjulítill og veikur. c) Þrátt fyrir marggefin loforð um stórhækkaðar barnabætur hefur ekki verið staðið við þau fyrirheit og hafa barnabætur á undanförnum rúmum áratug lengst af verið minni að raungildi en þegar samstarf stjórnarflokk- anna hófst. Gjöld og tilkostnaður við barnauppeldi og tómstunda- starf hefur farið vaxandi og hefur tekjulítið fólk ekki efni á því að bjóða börnum sínum upp á tóm- stundir á borð við þær sem börn- um frá efnameiri heimilum standa til boða. Það er erfiðara að vera tekjulítill og hafa börn á framfæri nú en fyrir tólf árum. Okkur öllum til umhugsunar Það hlýtur að vera lands- mönnum til umhugsunar að það eru fyrst og fremst stjórnvalds- aðgerðir sem leitt hafa til þess að tekjulítið fólk býr við erfiðari kjör nú en fyrir tólf árum þegar Fram- sóknarflokkurinn og Sjálfstæð- isflokkurinn tóku sameiginlega við stjórnartaumunum. Ef þjóðin ber gæfu til þess að fella ríkisstjórn- ina í alþingiskosningunum í vor verður fyrsta forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar að hefjast handa um að útrýma fátækt á Ís- landi. En til að svo megi verða þarf að skipta um ríkisstjórn. Útrýmum fátækt á íslandi Ögmundur Jónasson fjallar um fátækt á Íslandi Ögmundur Jónasson »…það erufyrst og fremst stjórn- valdsaðgerðir sem leitt hafa til þess að tekjulít- ið fólk býr við erfiðari kjör… Höfundur er alþingismaður. NEYSLUÚTGJÖLD ein- staklinga eru nú til jafnaðar 210 þúsund kr. á mánuði samkvæmt neyslukönnun Hag- stofu Íslands sem kunngjörð var 15. des- ember 2006. (9,1% hækkun vísitölu neysluverðs frá 2005 innifalin). Skattar eru ekki meðtaldir. Ég tel eðlilegt að lífeyrir aldraðra frá almanna- tryggingum sé hinn sami og nemur neyslu- útgjöldum einstaklinga og raunar tel ég þar um lágmark að ræða, þar eð engir skattar eru inni í tölu Hagstofunnar um meðalneysluútgjöld einstaklinga. Í dag er lífeyrir aldraðra einhleyp- inga frá almannatryggingum 126 þúsund á mánuði fyrir skatta eða um það bil 113 þúsund á mánuði eft- ir skatta. Hér er átt við þá sem ein- ungis hafa lífeyri frá almannatrygg- ingum og ekki eru í lífeyrissjóði. Þótt ellilífeyrisþegi hafi 40-60 þúsund á mánuði frá lífeyrissjóði aukast ráðstöf- unartekjurnar lítið eða aðeins um þriðjung af lífeyrissjóðstekjunum vegna skatta og skerð- inga. Það er því ljóst að aldraðir hafa hvergi nærri þann lífeyri nú sem dugar til eðlilegr- ar framfærslu. Þar vantar um eitt hundrað þúsund krónur á mán- uði. Krafan er sú að aldraðir hafi þann lífeyri sem dugi fyrir framfærslukostnaði. Neyslu- könnun Hagstofunnar er eina við- miðið sem unnt er að byggja á í því sambandi. Fengu hungurlús í leiðréttingu Alþingiskosningar nálgast nú. Sjálfstæðisflokkurinn reynir í að- draganda kosninga að telja öldr- uðum trú um að kjör þeirra hafi verið bætt mikið að undanförnu, m.a. með hækkun lífeyris. En þessi hækkun er alger hungurlús. Og enda þótt Sjálfstæðisflokkurinn birti tölur um háa prósentuhækkun hjá 400 manna hópi aldraðra, sem eru á strípuðum bótum frá almanna- tryggingum, eru hámarksbæturnar í dag aðeins 126 þúsund hjá ein- hleypingum og duga hvergi nærri til framfærslu. Aldraðir eiga þetta inni hjá ríkinu Ef til vill finnst sumum tillaga mín um 210 þúsund króna lífeyri aldraðra á mánuði vera róttæk og kostnaðarsöm. Og víst eru tillögur mínar róttækar. En þær eru sam- hljóða tillögum Félags eldri borgara í Reykjavík. Og þær eru róttækar vegna þess, að ríkisstjórnin hefur hundsað aldraða til margra ára og þess vegna hafa kjör eldri borgara dregist aftur úr kjörum láglauna- fólks á almennum vinnumarkaði. Aldraðir eiga þessa leiðréttingu því inni hjá stjórnvöldum. Það kostar mikla fjármuni að leiðrétta kjör aldraðra. En Íslendingar eru rík þjóð. Stjórnvöld hafa haft 40 millj- arða af öldruðum sl. 12 ár. Nú er komið að skuldadögum. Nú þurfa stjórnvöld að leiðrétta kjör aldr- aðra. Þau þurfa að borga skuldina til baka. Það eru nógir peningar til. Ríkið á þessa peninga og meira til í geymslu í Seðlabankanum. Lífeyrir aldraðra verði 210 þúsund á mánuði Björgvin Guðmundsson fjallar um lífeyri aldraðra » Stjórnvöld hafa haft40 milljarða af öldr- uðum sl. 12 ár. Nú er komið að skuldadögum. Nú þurfa stjórnvöld að leiðrétta kjör aldraðra. Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.