Morgunblaðið - 24.02.2007, Síða 38

Morgunblaðið - 24.02.2007, Síða 38
38 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN LOFTSLAGSVANDAMÁL hafa verið mikið til umræðu á síðustu dög- um, ekki síst í kjölfar fjórðu skýrslu Vísinda- nefndar Sameinuðu þjóðanna um þau mál. Fjölmargir vís- indamenn hafa af því áhyggjur að útstreymi gróðurhúsalofttegunda sé það mikið að jörðin hlýni umfram nátt- úrulegar sveiflur með neikvæðum áhrifum á búsetuskilyrði jarð- arbúa. Áhyggjurnar beinast ekki síst að því að spár benda til að útstreymi gróðurhúsalofttegunda muni aukast gríðarlega á næstu áratugum. Þetta kemur okkur Íslendingum við eðli málsins samkvæmt en staða okkar er önnur en annarra ríkja þar sem hlut- ur endurnýjanlegra orkugjafa er miklu hærri hér en í öðrum löndum. Þetta kemur ágætlega fram á með- fylgjandi mynd en þar má sjá að hlut- fallið í heiminum er í kringum 15%, í ríkjum OECD 3–5% en á Íslandi 72%. Íslensku orkufyrirtækin eru þekkingarfyrirtæki Við Íslendingar lítum á endurnýj- anlega orku sem sjálfsagðan hlut en það má ekki gleymast að hún kom ekki af himnum ofan. Við bárum á sínum tíma gæfu til að nýta okkar orkulindir á umhverfisvænan hátt sem gerir að verkum að aðstaða okk- ar er nú betri en annarra þjóða hvað þetta varðar. Að auki búum við yfir þekkingu sem aðrar þjóðir sækjast eftir og er nú þegar orðin útflutn- ingsvara. Allar þær virkjanir sem komið hafa á eftir Búrfellsvirkjun eru ís- lensk hönnun og nýting hitaveitu er allt að því séríslensk þekking. Orkufyrirtækin eru þar af leiðandi þekking- arfyrirtæki sem búa yf- ir hugviti sem er eft- irsótt og í raun nauðsynlegt til þess að heimurinn geti náð ár- angri í baráttunni við loftslagsmengun. Ef ekki væri vistvæn orkan ykist út- streymi um 500% Ef við Íslendingar hefðum ekki nýtt orkuna með um- hverfisvænum hætti þyrftum við að nota brennslueldsneyti og sú var raunar raunin á árum áður. Það er hollt að hugsa til þess hvernig ástandið væri ef umhverfisvænnar orku nyti ekki við. Við þyrftum 1 milljón tonna af kolum á ári ef hita- veitu nyti ekki við og 4 milljónir tonna af kolum árlega ef við hefðum ekki umhverfisvænu raforkuna. Það þýddi að útstreymi kolefnis á Íslandi ykist úr 3 milljónum tonna á ári í 18 milljónir tonna! Við eigum að setja markið hátt Þessi staða Íslands veitir okkur mikil tækifæri. Orkuveita Reykjavík- ur hefur til dæmis undir forystu nýs meirihluta lagt mikinn metnað í að efla rannsóknar- og þróun- arstarfsemi sína jafnt innanhúss sem og með samstarfi við háskólana á þjónustusvæði fyrirtækisins með stofnun umhverfis- og orkusjóðs OR. Nýleg viljayfirlýsing OR og HR um samstarf þessara stofnana á sviði Orkuseturs er annað skref í sömu átt. Við Íslendingar erum for- ystuþjóð á sviði umhverfisvænnar orkuvinnslu en það er auðvelt að glutra niður forystu. Af þeim sökum setti nýr meirihluti í Reykjavík sér það markmið að efla rannsóknir og þróun á þessu sviði. Ekki er öllu fórnandi Tilfinningarök eru líka rök og við eigum að nýta náttúruna með gætni. Það er mikilvægt fyrir orkufyr- irtækin að setja sér það markmið að vinna í sátt við náttúruna og almenn- ing. Stjórnvöld verða að setja ramma um nýtingu og verndun þannig að enginn velkist í vafa um að ákveðin svæði verði ekki nýtt til orkuöflunar. Langisjór er dæmi um slíkt svæði en fleiri mætti nefna. Við eigum að setja okkur metnaðarfyllri markmið þegar kemur að vistvænum orku- gjöfum og auka enn rannsóknir á þessu sviði til þess m.a. að fá betri nýtingu og fara þar með betur með þá staði sem við nýtum nú þegar. Við hljótum í auknum mæli að gera kröf- ur um að línur fari í jörð og efla þarf enn frekar skógrækt og land- græðslu. Á sama hátt hljótum við að spyrja okkur hvort það eigi að vera hlutverk opinberra fyrirtækja að framleiða orku til stóriðju. Ástæðan fyrir því að ríkisfyrirtæki fóru í þennan rekstur hér áður fyrr var að einstaklingar voru ekki þess megn- ugir. Það er breytt og því eðlilegt að spyrja sig hvort hið opinbera eigi ekki frekar að skapa leikreglurnar en ekki bæði setja leikreglurnar og vera eini leikmaðurinn á vellinum. Ef öll lönd væru eins og Ísland þá væri ekkert loftlagsvandamál Guðlaugur Þór Þórðarson fjallar um umhverfis- og orkumál » Stjórnvöld verða aðsetja ramma um nýt- ingu og verndun þannig að enginn velkist í vafa um að ákveðin svæði verði ekki nýtt til orku- öflunar. Guðlaugur Þór Þórðarson Höfundur er alþingismaður. Í MORGUNBLAÐINU sunnu- daginn 18. febrúar sl. er vitnað í Halldór Halldórsson, formann Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, þar sem fram kemur að sambandið hafi lagt fram tillögur haustið 2006 um framtíðarsýn í málefnum grunnskól- ans. Það er vel að samtök sveitarfé- laga vilji taka það mikla málefni á dagskrá af alvöru. En dettur einhverjum í hug að það geti orðið vitræn umræða um slíkt stórmál meðan grunnskólakennarar hafa ekki fengið áheyrn um launaleið- réttingu í samræmi við almennt launaskrið í landinu? Ég vil af þessu til- efni kasta fram örfáum spurningum, stað- reyndum og hug- myndum sem eru að mínu mati mikilsverðar að taka til umfjöllunar varðandi starfsum- hverfi gunnskólanna og framtíð- arsýn. 1. Hlutverk grunnskóla hefur tek- ið afar miklum breytingum, sér- staklega á undanförnum áratug. Skólanum er ætlað að leggja æ meiri áherslu á félags- og uppeld- isþætti og þeim störfum þarf að ætla tíma. Kjarasamningar eru byggðir á gömlu skipulagi þar sem fyrst og fremst er gengið út frá kennslustundafjölda og of litlu rými fyrir foreldrasamstarf og samstarf um almenna velferð barnanna bæði við foreldra og samstarfsfólk sem einnig annast barnið. Þetta er hlut- verk, auk margra annarra, sem kennurum ber nú að sinna í dag- legum störfum sínum. Nem- endahópar (bekkir) eru mjög mis- munandi og við búum ekki við nægjanlega sveigjanlegt kerfi til að hafa kjör og aðstæður kennara í samræmi við það. Við þurfum sveigjanleika sem gerir t.d. ráð fyrir mismunandi vinnutímaskilgreiningu og launum kennara eftir því hvernig umsjónarhópur hans er samsettur hverju sinni. 2. Á tímum mikillar eftirspurnar eftir vinnuafli finnum við fyrir því að kjarasamningar eru svo nið- urnjörvaðir að við höfum ekki tæki- færi til að keppa á vinnumarkaðinum um fólk þegar að launum kemur. Þar er ég bæði að tala um kennara og aðra starfsmenn skól- anna. Nærtækt dæmi hef ég þar sem íþrótta- félög og heilsurækt- arstöðvar bjóða íþróttakennurum laun sem við höfum ekki roð við. Lögmál framboðs og eftirspurnar vinnu- afls gildir ekki um okk- ur, við töpum fyr- irfram. 3. Grunnlaun kennara sem er á sínu fyrsta starfsári og er yngri en 30 ára, eru 198.741 kr. á mánuði frá 1. janúar 2007. Eftir 10 ára starfs- feril eru grunnlaunin 240.592 krón- ur. Menn geta sagt sem svo að hægt sé að hækka launin með yfirvinnu, en slíkt er mjög óæskilegt. Við þurf- um á óþreyttu starfsfólki að halda sem hefur efni á að vera í vinnunni sinni án þess að þurfa að vinna svo og svo mikla yfirvinnu. Grunnlaun kennara eru lág og umræða um heildarlaun og meðaltalslaun er ein- ungis til að drepa kjarna málsins á dreif. 4. Stórlega þarf að einfalda kjara- samninga kennara. Hækkun grunn- launa þarf að setja í öndvegi og í takt við það sem gerist í þjóðfélag- inu hjá sambærilega menntuðum stéttum. Treystum kennurum ásamt verkstjórum þeirra til að út- færa og skipuleggja dagleg verkefni sín, slíkt á ekki að þurfa að nagl- festa í kjarasamningum á kostnað grunnlauna. 5. Gerum gangskör að því að efla almenna umræðu í þjóðfélaginu um uppeldismál, hlutverk foreldra, hvernig við sem í skólunum störf- um, byggjum upp heilbrigða og metnaðarfulla einstaklinga í sam- starfi við heimilin og aðra þá sem að málefnum barna koma. Það er blett- ur á þjóðarsál okkar hve lítill áhugi virðist vera á því að fjalla um upp- eldismál almennt og endurspeglast það í fjölmiðlum. Nýjar niðurstöður rannsókna gefa ærið tilefni til upp- byggilegrar umfjöllunar, þar sem m.a. kemur fram að við sem for- eldrar þurfum að taka okkur veru- lega á varðandi samverustundir með börnum okkar. Tölum um það. Hvernig við gætum bætt úr því og hverju það myndi skila. 6. Framtíðarsýnina, sem Sam- band íslenskra sveitarfélaga hefur gert og lagði fram í haust, þarf að kynna þjóðinni og efna til frjórrar umræðu um hana. Nú er lag. Breytum kjörum og starfsumhverfi starfsfólks grunn- skólanna í takt við tímann, ella sitj- um við föst í sama hjólfarinu og sag- an endurtekur sig. Upp úr hjólförunum! Erla Guðjónsdóttir fjallar um málefni kennara »Efnum til umræðuum gjörbreytt vinnuumhverfi í grunn- skólunum og nýtum tækifæri sem nú gefst á velmegunartíma til að stórbæta kjör grunn- skólakennara. Erla Guðjónsdóttir Höfundur er skólastjóri Öldutúnsskóla í Hafnarfirði. GREIN sem und- irritaður skrifaði hinn 6. febrúar sl. hefur nú kallað á svar frá Gunn- ari Alexander Ólafs- syni sem birtist í Morg- unblaðinu hinn 16. febrúar. Þar segir Gunnar að kostirnir við óbreytta fjármögnun heilbrigðisþjónustu á Íslandi séu ótvíræðir og ekkert græðist á því að breyta um fjár- mögnunarkerfi. Þetta er einfaldlega rangt. Flestöll nágranna- lönd okkar hafa breytt yfir í DRG-kerfið í fjár- mögnun sjúkrahúsa á síðustu 20 árum og hef- ur það reynst mjög vel. Breytingarnar hafa skilað mikilli hagræðingu í rekstri og mikið hefur breyst varðandi þá þjónustu sem veitt er innan spítala til sjúklinga sem fá þjón- ustu á dagdeildum. Bið- listar hafa alls staðar horfið enda er kostn- aðurinn við biðlista mjög mikill. DRG-kerfið hef- ur alls staðar skilað miklum sparnaði í rekstri og af reynslu ná- grannaþjóða okkar má búast við sparnaði upp á 3–4 milljarða króna á ári fyrir Landspítala. Magnús Pétursson, for- stjóri Landspítala, er al- gerlega sammála um að breyta þurfi fjármögnun spítalans á þennan hátt. Eina ástæðan fyrir því hversu lengi við höfum haldið í kerfi fastra fjár- laga er hald Framsókn- arflokksins á embætti heilbrigðisráðherra í 12 ár. Ein skýring á því að útgjöld til heilbrigð- ismála sem hlutfall af landsframleiðslu eru ekki hærri en raun ber vitni er að meðalaldur þjóðarinnar er lægri en í nágranna- löndunum. Hér á landi erum við hlut- fallslega fáir miðað við aðrar þjóðir. Á Íslandi eru 12% þjóðarinnar komin yfir 67 ára aldur, en í Svíþjóð eru aldraðir 17% þjóðarinnar. Fjöldi aldr- aðra hefur afgerandi áhrif á kostnað heilbrigðiskerfisins þar sem þeir krefjast mikillar og dýrrar þjónustu samanborið við yngra fólk. Á Íslandi eru útgjöldin tiltölulega lág, en á næstu árum mun hlutfall aldraðra hækka verulega og mun kostnaður við heilbrigðiskerfið hækka til muna. Dýra heilbrigðis- þjónustan Ólafur Örn Arn- arson fjallar um heilbrigðismál og svarar grein Gunn- ars Alexanders Ólafssonar Ólafur Örn Arnarson » Á Íslandi eruútgjöldin til- tölulega lág, en á næstu árum mun hlutfall aldraðra hækka verulega og mun kostnaður við heilbrigð- iskerfið hækka til muna. Höfundur er læknir á eftirlaunum. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.