Morgunblaðið - 24.02.2007, Side 43

Morgunblaðið - 24.02.2007, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 43 norður hin síðari ár reyndi ég ávallt að koma við á Þrastarhóli og heilsa upp á Jósef og Vilborgu. Við þau tækifæri hrönnuðust upp ánægjuleg- ar minningar frá dýrðardögum æsku minnar á Þrastarhóli. Um leið og ég kveð Jósef, minn kæra frænda, sendi ég Vilborgu, börnum þeirra hjóna, öðrum afkom- endum og fjölskyldum mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Megi minning- in um hinn góða dreng lifa í hjörtum okkar allra sem áttum því láni að fagna að kynnast honum. Tryggvi Harðarson. Föðurbróðir minn, Jósef Tryggva- son bóndi á Þrastarhóli í Hörgárdal, er látinn á 73. aldursári. Hann var al- inn upp á Akureyri, fyrst á Lundar- götu 1 og síðar á Ægisgötu 13. Bræð- urnir voru fjórir, fæddir á sex árum: Hörður, Stefán, Jósef og Magnús, en systirin Sigríður yngst. Systkinin voru náin og oft gekk mikið á fyrir bræðrunum, sem vildu ógjarnan láta hlut sinn fyrir öðrum. Reyndi stund- um á lipurð foreldranna, Sigrúnar og Tryggva skósmiðs – en raunar voru systkinin jafnan samhent þegar til stykkisins kom. Árið 1954 – þegar ég var á þriðja árinu hóf faðir minn kennslu í Hjal- teyrarskóla við Eyjaförð. Þar starf- aði hann í fjögur ár. Í fyrstu bjó fjöl- skyldan á Þrastarhóli, en sama ár höfðu Sigrún og Tryggvi hafið þar búskap ásamt Jósef syni sínum. Seinni árin bjuggum við á Hjalteyri, en samgangurinn við Þrastarhól var mikill, enda ekki langt að fara. Fyrstu bernskuminningar mínar eru frá þessum árum. Jósef Tryggvason er partur af þessum minningum, rétt eins og Vil- borg kona hans og elstu börnin þeirra, en þau hjónin tóku snemma að keppa við foreldra mína um afköst í barneignum – og höfðu á endanum betur. Þrátt fyrir miklar annir var alltaf nægur tími til þess að spjalla við krakkana. Jósef hafði gaman af börnum, sagði sögur, gamnaðist og spurði um alla skapaða hluti. Oft stríddi hann okkur líka – en græsku- laust. Maður vissi að til hans var allt- af hægt að leita og að kersknin var á yfirborðinu og til þess gerð að létta tilveruna. Og einhvern veginn fengum við smákrakkarnir að vera með í öllu stússinu í sveitinni, þótt við værum of lítil til þess að gera nokkurt gagn. Við fengum að vera með Jósef þegar hann var slá á Willys-jeppanum – og síðar þegar fyrsti traktorinn kom og tók við sláttuvélinni. Maður fékk líka að fara í fjósið með Jósef – og þar var rætt um flest milli himins og jarðar. Minningarnar um Jósef og fjöl- skyldu hans frá þessum árum eru dýrmætar. Auðvitað hittumst við oft þá hálfu öld sem liðin er síðan ég flutti að norðan, þótt stundum hafi liðið of langt á milli. Það var alltaf jafn gaman að hitta Jósef. Jafnan hress og kátur, stríðinn og spurull, greindur maður með lifandi áhuga fyrir lífinu. Andlitið og augun ljóm- uðu oft þegar hann talaði – og tónn- inn í röddinni hækkaði þegar honum var niðri fyrir. Og svo hló hann. Oft og hátt. Eða söng. Jósef frændi minn bjó við mikið lán í lífinu. Það var bjart yfir honum. Hans er sárt saknað. Ólafur Þ. Harðarson. Elsku afi minn. Ég á margar góðar minningar um þig frá því að ég var lítill strákur í sveitinni hjá þér og ömmu. Afi, þú stríddir mér oft þá. Ég man einu sinni að þú gafst mér prins póló, ég var mjög spenntur en þegar ég opn- aði bréfið þá var bara gulrót í því. Þú hlóst mikið að mér. Þegar ég var 14 ára tókst þú mig með þér að veiða fisk úti á sjó. Við rerum á báti út að netunum, en við vorum að veiða í óleyfi þarna. Þá sást þú veiðieftirlitsmann á bryggjunni og varst hræddur og rerir eins og vit- laus maður í átt til Akureyrar. Ég vissi ekki hvað var gerast og spurði þig: „Afi hvert erum við að fara?“ Þú varst alveg lafmóður og svaraðir: „Við erum að fara í bíó.“ Ég man hvað mér fannst alltaf gaman að koma í sveitina til ykkar ömmu á hverju sumri og vildi helst flytja til ykkar. Afi minn takk fyrir allar minning- arnar og allar skemmtilegu samveru- stundirnar á hverju sumri sem ég fékk að vera hjá ykkur ömmu þegar ég var strákur. Þinn Róbert. Ég þakka guði fyrir að hafa fengið að hitta hann afa minn stuttu áður en hann dó. Ég þakka fyrir það með hverjum andardrætti sem ég dreg. Ég hugsa til ættarmóta og afmæla og útlandaferða og ferminga og gift- inga og hugsa, verður þú aldrei hjá mér aftur. En ég trúi því að þú verðir alltaf hjá mér. Afi minn ég elska þig. Birgir Hrafn. Þau sitja í mér orðin sem vinur minn svaraði mér þegar ég sagði honum frá andláti afa míns. Ég hafði helst hugsað til þess að þarna hefði afi minn verið of snemma frá mér tekinn, liðlega sjötugur að aldri. Vin- ur minn spurði mig strax hversu mörg systkini faðir minn ætti. Ég svaraði honum að þau væru 11 systk- inin að honum meðtöldum. Ég hef aldrei upplifað missi áður í minni fjöl- skyldu og er ennþá að átta mig á til- hugsuninni. Þarna fór ríkur maður og situr nú sáttur með sitt lífshlaup á himnum uppi. Í dag sagði þessi vinur minn við mig; þessi missir tekur þig sárt og mun gera það í einhvern tíma. En ég ætla samt líka að fara að for- dæmi vinar míns og fagna öllu sem hann hefur gefið af sér þessi sjötíu ár, sem mér fannst allt of fá, þó að hann hafi nýtt þau afar vel. Það sést kannski best á því að núna sitja 11 börn og óteljandi barnabörn og barnabarnabörn og rifja upp minn- ingar sem þau eiga öll af honum og allir hafa af nógu að taka. Við bræð- urnir ræðum til að mynda oft þær manndómsvígslur sem við fengum í sveitinni hjá afa, sem hafa ýmist tengst heyskap, fjárragi eða kúnum sem ég hafði mikið dálæti á ungur að árum. Ekki hefur það síður verið minnisstætt þegar þau afi og amma hafa kíkt í bæinn og heimsótt okkur strákana. Ég gæti til að mynda ekki gleymt bílferðinni sem ég fór með þeim þegar Davíð bróðir varð tvítug- ur. Umræður þeirra um umferðar- reglurnar og götuljósin þó að á sama tíma væri ekið yfir á rauðum, gulum og grænum ljósum. Ég þakka þér elsku afi fyrir allar hlýju stundirnar. Tíðindi berast með snjókomu og kulda sorgin hún þyngist og dökknar. Senn fer að vora í hjarta okkar allra það er minning sem aldrei mun slökkna. Sverrir Ingi Óskarsson. Elsku hjartans yndislegi afi minn. Ég veit ekkert hvað ég get sagt, veit ekkert hvað ég á að gera. Hugur minn er algjörlega bugaður og sorgin svo yfirgnæfandi. Aldrei hefði mig órað fyrir því að þú yrðir tekinn frá mér af svo hræðilegum sjúkdómi. Mér þykir svo leitt að hafa verið svo fjarri þér þessi síðustu 2 ár sem ég hef verið í námi, þó svo að við vissu- lega höfum átt góðar stundir þegar ég hef komið heim til Íslands í fríum. Það er svo margt sem ég hefði viljað segja við þig, afi, svo margt sem ég hefði viljað gera með þér. Mig langar svo mikið að þakka þér fyrir allt það sem þú hefur kennt mér í lífinu. Þú hefur verið ein aðaldriffjöðrin í mínu lífi, þú kenndir mér að vinna og láta ekki bugast, sama hversu erfitt verk- ið er. Þú hefur kennt mér að gefast ekki upp í því sem ég er að gera, horfa á lífið af gleði og hlæja, og þú hefur sýnt mér á svo margan hátt að maður getur allt sem maður ætlar sér. Ég hugsa líka oft til þín og þess sem ég hef lært af þér þegar ég lendi í hremmingum, sem oft á tíðum hafa verið þannig að ég hef ekki séð út úr augum fyrir svartsýni. Þá kemur upp í mér þessi viðleitni sem ég hef frá þér og sem ég hef séð að allt of marga vantar „að gefast ekki upp, halda áfram, sama hvað blæs á móti“. Þegar ég hugsa til þín rifjast upp svo margar yndislegar minningar, svo margt sem við gerðum saman. Ég man þegar ég var í Verkmennta- skólanum og bjó einn inni á Akur- eyri, þá kom ég svo oft út í sveit til ykkar ömmu um helgar.Við brösuð- um í hinu og þessu, og sátum og töl- uðum saman um heima og geima. Ég man líka þegar ég var bara pottorm- ur, þá þótti mér ekkert skemmtilegra en að fá að fara í sveitina til afa og ömmu og vildi helst bara fá að vera þar, og fékk ég það oft. Ég er ykkur ólýsanlega þakklátur fyrir það, enda hef ég átt flestar af mínum bestu stundum í sveitinni hjá ykkur. Ég man sérstaklega hvað það var gaman að sitja bara í traktornum úti á túni með þér heilu dagana. Þar lærði ég nú ýmislegt, hvort sem það voru baggabanda-reddingar eða hvernig maður ber sig að til sveita. Það er svo margt sem mig langar til að þakka þér fyrir, elsku afi minn, og mun eflaust gera það einn góðan dag. Mig langar að segja þér það að þú ert einhver sá besti og yndisleg- asti maður sem ég hef hitt á minni lífsleið. Þú getur dregið fram það besta í öllum og fengið alla til að brosa, auk þess sem þú hefur staðið svo fast við bakið á mér, sem og svo mörgum öðrum. Þú áttir ekki marga kunningja heldur mikinn fjölda af vinum og vandamönnum sem ég veit að þú gerðir allt fyrir, og ég veit það fyrir víst að allir sem hafa notið þeirrar gleði að kynnast þér hafa elskað þig. Þegar ég hugsa um hetjur, ert þú sá fyrsti sem kemur upp í huga minn. Þú ert búinn að skila af þér ævistarfinu á svo frábær- an og undraverðan hátt, náðir að koma upp stórum og yndislegum hópi af börnum þrátt fyrir svo oft á tíðum bág kjör. Engu að síður er þetta allt fólk sem nú stendur föstum og stöðugum fótum í lífinu og hefur það gott vegna þess hversu vel þú hefur staðið þig við að koma því af stað í lífsbaráttunni. Þessi börn veit ég fyrir víst að eru ákaflega stolt af pabba sínum og eru öll að gera sitt besta í því að ná sama árangri og hann með sín börn. Ég er svo lán- samur, afi, að þú sért afi minn, ég er svo stoltur af því að þú sért afi minn. Ég mun ætíð bera höfuðið hátt og reyna að standa mig vel í lífinu, sama á hvaða sviði það er, og reyna að gera það þannig að þú getir verið stoltur af mér. Þú munt alltaf eiga stóran sess í hjarta og huga mínum og mun ég segja börnum mínum og barnabörn- um frá hetjunni honum afa mínum. Ég mun segja þeim hversu duglegur, hjartahlýr og yndislegur maður hann var. Ég veit að ég á eftir að hitta þig aftur þegar minn tími kemur og kveð þig nú að sinni, elsku afi minn. Kveðja Óttar Árnason. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR ÁSGEIRSSON, Melseli 8, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 26. febrúar kl. 13.00. María Rósinkarsdóttir, Ottó Kolbeinn Ólafsson, Björk Baldursdóttir, Jakob Ólafsson, Helena Soffía Leósdóttir Little, Rósinkar Snævar Ólafsson, Sólbjörg Gunnbjörnsdóttir, Guðný Ólafsdóttir, Ómar Gunnarsson, Ásgeir Kristján Ólafsson, Aðalheiður Gylfadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, MÓSES B.G. GUÐMUNDSSON, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, lést á St. Jósepsspítala í Hafnarfirði aðfaranótt miðvikudagsins 21. febrúar. Ólafía Guðbjörnsdóttir, Lilja S. Mósesdóttir, Halldór Ó. Bergsson, Þórdís S. Mósesdóttir, Andrés Ingi Vigfússon, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, EIRÍKA EIRÍKSDÓTTIR, Kvisthaga 2, Reykjavík, lést á krabbameinsdeild Landspítala við Hringbraut miðvikudaginn 21. febrúar. Valgerður Marinósdóttir, Valdimar Valdimarsson, Sigrún Erla Valdimarsdóttir, Einar Páll Tómasson, María Valdimarsdóttir, Helgi Sigurðsson, Kristján Valdimarsson og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ALMA BJÖRNSDÓTTIR, Engihjalla 17, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans á Landakoti sunnu- daginn 18. febrúar og var jörðuð í kyrrþey föstu- daginn 23. febrúar að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall Ölmu. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknardeildarinnar á Landakoti sem annaðist Ölmu af mikilli alúð í veikindum hennar. Guð blessi ykkur öll. Anna Birna Ólafsdóttir, Sigurður Helgason, Stefán Ólafsson, Eygló Pétursdóttir, Jóhann Ólafsson, Elísabet Kemp og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR THEODÓRSSON, Esjubraut 19, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju þriðjudaginn 27. febrúar kl. 14.00. Júlía Baldursdóttir, Baldur Ólafsson, Auður Líndal Sigmarsdóttir, Ellen Ólafsdóttir, Guðjón Theódórsson, Ragnhildur Í. Ólafsdóttir, Birgir Guðmundsson og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, INGIBJÖRG ÞÓRA SIGURÐARDÓTTIR, Furugerði 1, (áður Stangarholti 12), Reykjavík, verður jarðsungin frá Háteigskirkju mánudaginn 26. febrúar kl. 13.00. Margrét Sigurðardóttir, Sigurður Steingrímsson, Sigurbjörn Sigurðsson, Hafdís Leifsdóttir, Sigríður Ó. Þ. Sigurðardóttir, Hafsteinn Sæmundsson, Sigurbjörn Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.