Morgunblaðið - 24.02.2007, Síða 47

Morgunblaðið - 24.02.2007, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 47 minna máttu sín í samfélaginu. Hulda varð fyrst til að gegna starfi hjúkrunarfræðings við heilsugæsl- una á Skagaströnd og þar nutu margir góðs af umönnun hennar og velvilja og hún var afar farsæl í starfi og mikils metin, ekki síst hjá okkur ungbarnamæðrunum sem gátum treyst á ráð sem dugðu og góðar leið- beiningar frá henni. Árið 1971 kom ég heim frá ársdvöl í Gautaborg og var að leita að hús- næði fyrir mig og 6 ára dóttur mína Önnu Sjöfn og bauðst þá að leigja íbúð í kjallaranum á Lækjarhvammi hjá Huldu og Friðjóni „málara“, manni hennar, og var það mikið happ fyrir okkur mæðgurnar. Við bjugg- um hjá þeim í fjögur góð ár og ég sem einstæð móðir í vaktavinnu gat verið alveg áhyggjulaus um Önnu Sjöfn þó ég væri að vinna fram eftir á kvöldin því hún var alltaf velkomin upp á loft til Huldu og Friðjóns ef hún þurfti. Og ekki spillti að Berg- þóra Huld, ömmustelpan þeirra, kis- urnar og Anna Sjöfn urðu hinir mestu mátar. Tveim árum seinna stækkaði fjölskyldan mín þegar Gummi bættist í hópinn og við ákváðum að koma okkur þaki yfir höfuðið en fórum ekki langt því við byggðum húsið okkar á næstu lóð sunnan við Lækjarhvamm, á nýju byggingarsvæði við Suðurveginn. Hulda og Friðjón urðu því næstu ná- grannar okkar í mörg ár eða þar til þau fluttu á Blönduós. Það voru ófá skiptin sem við leituðum ráða hjá þeim sæmdarhjónum og grönnum, t.d. hvaða plöntur og tré myndu þríf- ast best í garðinum, hvernig best væri að halda ánamöðkum á lífi yfir sumarið til að hafa handbæra í veiði- túrana, en Friðjón var sérfræðingur númer eitt í þessum efnum, ráð um forræktun á kartöflum eða hvernig best væri að meðhöndla maga- krampa í litlu rauðhærðu stelpunni okkar. Við nutum hlýju og vináttu þeirra hjóna í mörg ár og dáðumst að hvað þau voru samhent í lífinu og söknuðum góðra nágranna þegar þau fluttu, ekki síst Kristbjörg Una. Um leið og við fjölskyldan í „Lækj- arhvammi 3“ þökkum Huldu vin- semd liðinna ára vottum við Hörpu, Bergþóru Huld og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð. Þórunn Bernódusdóttir og fjölskylda. Mín kæra, góða vinkona, fáein kveðjuorð að skilnaði. Það kemur í huga minn endir á gömlu ljóði: Nú er komið að kveðjustund. Ég krýp í þessum fagra birkilund og þrái okkar endurfund … o.s.frv. Stundum er erfitt að átta sig á veruleikanum. Þegar við Ástdís komum í heimsókn til þín tveimur dögum áður en þú fórst á spítalann, þá varstu svo glöð og yndisleg eins og þú varst alltaf. Við hefðum ekki trúað því að við myndum ekki sjá þig aftur. Þetta var okkar síðasta heimsókn til þín og okkur leið svo vel hjá þér. Það var svo gaman og skemmtilegt hjá okk- ur. Þú varst svo falleg og geislandi glöð. Ég ætlaði aldrei að geta kvatt þig. Ég kvaddi þig aftur og aftur. Þú stóðst þarna í dyrunum geislandi af kærleika. Mynd þín og minning er meitluð í huga minn. Á morgnana geng ég meðfram Blöndu og renni augunum yfir ána, yfir að blessuðu húsinu þínu. Þarna stendur það svo þögult og fallegt í kyrrðinni. Það er oft svo fögur sjón þegar sólin skín á vatnið og öll húsin endurspeglast í Blöndu. Svo kemur tómleikinn og hellist yfir sálartetrið, en þá er ekkert annað að gera en að líta til baka og gleðjast við yndisleg- ar minningar. Ég þakka svo mikið og vel öll árin. Fyrst þegar við hittumst bjugguð þið hjónin á Skagaströnd og ég hjá móður minni í Kambakoti, en síðan er liðin meira en hálf öld. Elsku Hulda, hjartans þökk fyrir hlýjuna, kærleikann og gleðina. Ég vona að þú verðir ekki langt undan þegar ég kem. Ég bið Guð og góðar vættir að vaka og blessa þig. Guðrún Erlendsdóttir, Sæbóli, Blönduósi. Elsku besta Soffa. Þetta verður víst síð- asta bréfið mitt til þín. Það er svo erfitt að þurfa að kveðja þig, þú varst mér svo mikið. Þú heillaðir mig gjörsamlega upp úr skónum þegar ég var lítil stelpa og kom í mína fyrstu heimsókn til þín til Ameríku. Þvílíkt ævintýri, ég gleymi aldrei prins- essurúminu sem ég fékk að sofa í, Gunnari Stefáni frænda og öllu dótinu hans uppi á háalofti, hundin- um ykkar, húsinu, býflugnabúinu í garðinum og þarna varst þú flottasta og besta frænkan í öllum heiminum. Eftir þessa heimsókn myndaðist ólýsanlegt samband á milli okkar. Ég fór ég að skrifa þér bréf og alltaf fékk ég svar til baka. Alltaf mundir þú eft- ir afmælinu mínu. Alltaf sendir þú jólapakka og alltaf hittu gjafirnar í mark. Alltaf hafðir þú áhuga á því sem ég var að gera, hvort sem það var námið, áhugamálin, fjölskyldan eða vinnan. Þú hefur fylgt mér í gegnum árin og verið mér stoð og stytta þó svo að þú byggir langt í burtu. Við áttum svo sannarlega allt of fáar samverustundir frænka, en Soffía Guðrún Wathne ✝ Soffía GuðrúnHafstein Wathne fæddist á Akureyri 21. febr- úar 1921. Hún and- aðist í New York 7. febrúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkj- unni 21. febrúar. þær sem við áttum saman voru góðar og ógleymanlegar. Það var yndislegt að heim- sækja þig til New York. Við áttum frá- bæran dag saman í Be- verly Hills. Þá sagðir þú mér svo margar skemmtilegar sögur af uppeldisárunum þín- um á Húsavík, frá ömmu, langömmu og afa. Þú hafðir alltaf samband þegar þú komst heim til Íslands, það var svo gott að sjá þig, fá knús og tala við þig. Þú gafst þér alltaf tíma fyrir mig, tíma til að sjá heimilið mitt, dýralæknastofuna og alltaf fylgdistu vel með strákunum mínum. Ég met það mikils. Lífið verður vissulega tómlegra án þín frænka, en ég veit að þú munt halda áfram að fylgja mér. Þúsund kossar til himnaríkis, þín Þórunn Lára (Tóta). Hún Soffía Guðrún Wathne eða Soffa var einstök manneskja. Ljósið sem ætíð var í kringum hana var þannig að það bæði græddi og gaf manni styrk þegar manni leið illa eða þegar erfileikar steðjuðu að. Þannig var það næstum því guðleg reynsla að finna þessa hlýju frá ljós- inu hennar Soffu enda er ég viss um að til hennar leituðu margir án þess að vita af hverju, eins og barn leitar ástar, hungraður maður matar, hnuggin maður trúarinnar. Hennar hjarta var alltaf opið, faðmur hennar gefandi, brosið fallegt og augun geisl- uðu af lífsgleði og bjartsýni. Milli mín og Soffu var djúpur vin- skapur sem einkenndist af mikilli virðingu minni gagnvart henni en ég neita því ekki að hún hafði nokk gam- an af kauða sökum sameiginlegs áhugamáls okkar beggja en það var pólitíkin. Soffa var rammpólitísk og einn af traustustu sjálfstæðismönn- um sem ég hef kynnst. Hún var tals- maður hinnar þjóðlegu umbótastefnu Sjálfstæðisflokksins þar sem lyndis- einkunn flokksins einkenndist af samfélaglegri ábyrgð einstaklings- ins, atvinnufrelsi, kristnum gildum og síðast en ekki síst festu í öryggis- málum með samstarfi vestrænna lýð- ræðisríkja. Oft þegar allir voru farnir að sofa sátum við tvö eftir við snark- andi arineld og ræddum pólitík og var þessi samræða mér mikill skóli. Soffa var saga 20. aldarinnar holdi klædd vegna náinna persónulegra tengsla við flesta ráðamenn íslenskra stjórnmála allt til dagsins í dag. Hún hafði djúpa réttlætiskennd og heið- arleikinn var henni mikilvægastur. Þannig vildi hún að stjórnmálamenn störfuðu og um þetta áttu stjórnmál að snúast. Orðræða mín við Soffu er ekki búin og hún mun aldrei þagna því það er einfaldlega allt of mikið af henni í hjarta mínu. Rödd hennar og skoðanir verða partur af mínu dag- lega lífi þangað til við hittumst aftur í ljósinu. Allir sem þekktu Soffu minnast hennar sem einstakrar manneskju sem gaf og bað aldrei um neitt í stað- inn. Það að koma heim til hennar í Rye var einstök upplifun enda gest- risnin og höfðingsskapurinn meiri en orð fá lýst. Ef einhver kunni að taka á móti gestum á konunglega vísu þá var það Soffa enda var húsið hennar „Höll sumarlandsins“ einstakt og hún drottning í ríki sínu. Þakklæti og virðing er mér efst í huga þegar ég geng til kveðjustundar Soffu. Hún gekk móður minni í móð- urstað og átti stærstan hlut í því að gera hana að einni af yndislegustu manneskjum sem ganga á þessari jörð. Hún tók henni Oddnýju minni opnum örmum sem um eigin dóttur væri um að ræða og börnum okkar Þórunni Soffíu, nöfnu sinni, og Fann- ari Alexander var hún besta amma í heimi. Tvö lítil hjörtu sakna nú ömmu sinnar mjög mikið og spyrja spurn- inga sem einungis algóður guð getur svarað. Sú sérstaka vinátta sem skapaðist milli Soffu ömmu og Þór- unnar Soffíu dóttur okkar var af þeim sérstaka toga sem maður reynir ekki að skilja né skipta sér af. Þetta var heilagt samband og veit ég að það veganesti sem Soffa gaf litlu dóttur okkar mun leiða hana til farsældar og hamingju í lífinu. Fyrir mig sjálfan get ég einungis sagt að ég mun ávallt geyma visku hennar í huga mínum og reyna að nota hana mér og öðrum til fram- dráttar. Ljós hennar mun ávallt vera mér leiðandi og hitinn frá því ylja mér á erfiðum tímum. Elsku Þórunn, Bergljót, Soffía og Gunnar Stefán. Megi algóður guð styrkja ykkur nú þegar Soffa okkar er farin til himna. Soffía Guðrún Wathne var ekki bara einstök kona, höfðingi, falleg, fræðari og græðari. Hennar mun ég alltaf sakna. Soffa var einn af mínu bestu vinum. Jón Kristinn Snæhólm. Jóhanna mín, það var gaman að kynnast þér og það var líka gaman að koma á þitt eigið heimili í Ási. Ég og Munda vorum saman. Ég vona að þú sért búin að fá hvíldina Jóhanna mín. Ég votta aðstandendum samúð mína. Stefán Konráðsson, sendill. Jóhanna Stefáns- dóttir ✝ Jóhanna Stefánsdóttir fæddist27. ágúst 1919. Hún lést á elli- heimilinu Grund 19. janúar síðast- liðinn og var útför hennar gerð í kyrrþey. Svo leggur þú á höfin blá og breið á burt frá mér og óskalöndum þínum, og stjarna hver, er lýsir þína leið, er lítill gneisti, er hrökk af strengjum mín- um. Þú skilur eftir minningar hjá mér um marga gleðistund frá liðnum árum, og alltaf mun ég fagna og þjást með þér og þú skalt vera mín – í söng og tárum. Svo kveð ég þig. En er þú minnist mín, þá mundu, að ég þakka liðna daga. (Davíð Stefánsson.) Minningarbrot. Ég er tíu ára göm- ul. Ferðinni er heitið úr Garðinum að Ísólfsskála í Grindavík, þar sem ég fæddist í svefnherberginu hennar Agnesar ömmu minnar. Þetta var heilmikið ferðalag í þá daga og þurfti sterka löngun og áræðni. Í Vogum á Vatnsleysuströnd bað ég rútubíl- stjórann að stoppa, en þar beið ég eftir rútunni, sem kom frá Reykjavík og var á leið til Grindavíkur. Þegar til Grindavíkur kom átti ég vísan sama- stað hjá Jóu frænku í Hjarðarholti, sem hafði séð um mig fyrsta æviárið mitt. Morguninn eftir trítlaði stúlkan eftir götutroðningum upp í fjöllin. Smá skrekkur fór um mig hjá Mó- klettunum. Áfram var haldið þar til Skálinn blasti við ofan af hjallanum. Gleðin, sem gagntók mig eftir hálfrar annarrar klukkustundar göngu. Stór, útbreiddur faðmur hennar Siggu frænku tók á móti mér: „Gefðu nú Siggu frænku þinni drjúgan dramb.“ Kossarnir voru gefnir af einlægni. Inn af fínu stofunni hennar Agnesar ömmu minnar, sem sneri í suður, blasti við ævintýraheimur. Sigrún Rakel Guðmundsdóttir ✝ Sigrún RakelGuðmundsdóttir fæddist á Hrauni í Grindavík 9. maí 1916. Hún lést á sjúkradeildinni í Víðihlíð, dval- arheimili aldraðra, að morgni 31. des- ember síðastliðins og var útför hennar gerð frá Grindavík- urkirkju 6. janúar. Herbergið hennar Siggu frænku sem hún hafði til umráða á sumrin, þegar hún var í fríi frá skólanum. Því- líkt undur! Skápur upp við vegginn, með gler- hurðum sem höfðu að geyma alla dýrgripina hennar Siggu frænku. Í horninu var grammó- fónn með trekt upp úr, sveif var snúið og un- aðstónar fylltu her- bergið. Dívan með plussteppi og útsaum- uðum púðum, hannyrðalistaverk og Jesúmyndir prýddu veggina og skinn var á gólfinu. Þegar skólastarfinu lauk á vorin skipti Sigga frænka um hlutverk, ásamt Völu frænku. Þær gerðust bú- stýrur á Skálanum. Allt var skúrað, skrúbbað, viðrað og bankað. Það var bakað og mallað, því allt varð að vera komið í þeirra horf áður en gestirnir, vinirnir, saumaklúbburinn, listmálar- ar, rithöfundar og kennarar sýndu sig. Tilstandið var þvílíkt að Agnes amma mín greip tækifærið og gaf sig að blómaræktinni, en hún átti hug hennar allan. Og enginn gestur kvaddi Skálann án þess að fara út í „Blómsturgarðinn“ og þiggja blóm- vönd með ilmandi ranfangi. Þarna fékk ég fyrirmyndina, upphaf að draumunum mínum. Ég ætlaði að verða eins og Sigga frænka, mennta mig, verða handavinnukennari, frjáls, sjálfstæð og eignast fallega hluti eins og Sigga frænka. 16. maí 1948, fermingardagurinn minn, var stærsti dagur í lífi mínu. Þá renndi í hlað boddýbíll frá Skálanum með Siggu frænku í fararbroddi og nú var hún búin að finna stóru ástina, ljúf- og prúðmennið Guðstein Einarsson. Færði hún frænku sinni handsmíðað silfurarmband og peninga að gjöf. Haustið 1953 var ég að hefja nám við handavinnukennaraskóla í Kaup- mannahöfn. Heklan var lögst að bryggju, Sigga frænka og Guðsteinn eiginmaður hennar farþegar um borð. Hvað ég hlakkaði til að hitta uppáhaldsfrænkuna og fyrirmynd- ina, segja henni hvað á daga mína hefði drifið, en ég hafði lagt land und- ir fót 1952 á lýðháskóla í Svíþjóð. Það smullu nú margir „drjúgir drambar“ við endurfundina. Ég var boðin um borð í mat til þeirra hjóna, einnig fór- um víð saman á flottan skemmtistað, Valecia. Ég lét í ljósi að mig langaði að koma heim til íslands um jólin, en þá hafði ég verið fjarri fjölskyldu minni í hálft annað ár. Þessi draumur minn varð að veruleika, þökk sé Siggu frænku minni, hún efndi til samskota innan fjölskyldunnar, sem gerði mér kleift að komast heim í jólafrí. 1954 var ég er í sumarfríi og í heimsókn á hreppstjórasetrinu Ysta- Felli í Grindavík. Mikil eftirvænting og gleði. Sigga frænka átti von á barni. Ég var búin að finna einu stóru ástina í lífi mínu, með hringana okkar í höndunum sagði ég henni leyndar- málið mitt. Sigga frænka sagði: „Já, Bára mín, við eigum það sameigin- legt eins og svo margt annað að vera hamingjunnar aðnjótandi.“ Sigga mín, elsku góða frænkan mín, þú hefur kvatt þessa jarðvist sem þú naust svo ríkulega, sást og sigraðir. Með þínum persónutöfrum, jákvæðni, gjafmildi og skjótu ákvörð- unum. Þú varst algjör gleðigjafi hvar sem þú varst, smitandi hlátur þinn og skemmtilegar uppákomur voru ein- kenni „klassakonunnar“ hennar Siggu frænku minnar. Ég trúi og veit í hjarta mínu að við hittumst fyrir hinum megin og fyr- irmyndin mín hún Sigga frænka bíð- ur með stóra útbreiddan faðminn og ég gef henni stóran „drjúgan dramb“. Þín frænka, Bára Þórarinsdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.