Morgunblaðið - 24.02.2007, Side 48
48 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Pétur ÓskarIngvarsson
fæddist á Skipum í
Stokkseyrarhreppi
3. desember 1930.
Hann lést á bráða-
móttöku Landspít-
alans í Reykjavík 9.
febrúar síðastliðinn.
Foreldar hans voru
Ingvar Hannesson
bóndi á Skipum, f.
10. febrúar 1878, d.
16. maí 1962 og
kona hans Guðfinna
Guðmundsdóttir, f.
22. ágúst 1887, d. 9. ágúst 1974.
Alsystkini Péturs eru: Vilborg, f.
1918, Guðmundur, f. 1920, d.
1925, Hannes, f. 1922, Sigtryggur,
f. 1923, Guðmunda, f. 1925, d.
2004, Sigríður, f. 1928 og Ásdís, f.
1933. Með fyrri konu sinni, Vil-
borgu Jónsdóttur, sem lést 1916
átti Ingvar þau Sigurbjörgu, f.
1910, Margréti, f. 1911, d. 2003,
Jón, f. 1912, Gísla, f. 1913, d. 1941,
og Bjarna, f. 1915,
d. 1999, sem var
ættleiddur af Kon-
ráði Konráðssyni
lækni og Sigríði
Jónsdóttur.
Pétur ólst upp á
Skipum og vann við
bú foreldra sinna til
1949, síðan hjá Jóni
bróður sínum,
bónda á Skipum, til
1958 og aftur hjá
móður sinni til 1967
er hún brá búi og
fluttu þau á Banka-
veg 6 Selfossi. 1974 flutti Pétur til
Reykjavíkur og bjó á sambýlum,
síðast í Asparfelli 8 og stundaði
vinnu eins og heilsan leyfði. Árið
2002 fór hann á elliheimilið Ás í
Hveragerði, árið 2005 var hann
svo á dvalarheimilinu Ási þar til
er hann lést.
Útför Péturs verður gerð frá
Stokkseyrarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Bjartar bernskuminningar er það
dýrmætasta vegamerki sem nokkr-
um hlotnast og tel ég að mér hafi
hlotnast þær í ríkum mæli. Ber þar
hæst fjölskyldan og svo fólkið í „hinu
húsinu“ afi, Finna, stjúpa pabba og
bræður hans, Hannes, Sigtryggur og
Pétur og er ég afskaplega þakklát
fyrir það góða atlæti sem mér hlotn-
aðist. Oft skaust maður inn til
„þeirra,“ þar æfði maður sig að fara
með vísur, telja, lesa og spjalla um þá
viðburði sem helst brunnu á manni í
það og það skiptið.
Nú er Pétur dáinn. Hann var alltaf
svo þolinmóður og umburðarlyndur,
gat endalaust hlustað á það sem ég,
krakkinn, hafði að segja, samgladd-
ist þegar vel gekk, hvatti mig til að
byrja aftur, t.d. þegar eitthvað rugl-
aðist í að telja, samhryggðist þegar
eitthvert uppáhaldsdýrið drapst.
Man ég sérstaklega þegar Götu-
Grána drapst úr afveltu. Þessi kind
var mér gefin af Ingibergi í Götu,
ásetningsgimbur sem ég fékk vegna
„heyviðskipta“ pabba og Ingibergs.
Ég var afskaplega stolt af henni og
ekki spillti fyrir að lambhrútur und-
an henni var keyptur á stórt fjárbú í
Flóanum og var sorgin mikil og grét
ég Götu-Gránu mjög. Þá var það að
Pétur rétti mér andvirði ásetnings-
lambs og sagði að ég skyldi ekki gef-
ast upp. Mikið þótti mér vænt um að
Pétur skyldi gefa mér peningana, en
ekki síður samúðina sem hann sýndi.
Pétur var líka óþreytandi að leyfa
manni að vera með í öllum verkum.
Við Gísli bróðir nutum þess að
vera með honum, ég heldur lengur
því Gísli fór svo snemma að vera að-
almaðurinn í öllu með pabba, Ragn-
heiður systir, svo miklu yngri, á
sjötta ári þegar þau fluttu á Selfoss.
Aldrei minnist ég þess að skuggi
félli á samskiptin við Pétur, minnist
hans sem hægláts, skapgóðs manns,
og góður var hann mönnum og dýr-
um, lagði fátt til málanna en hafði
gaman af að hlusta og vera með.
Þau fluttu á Selfoss og bjuggu hjá
Dísu og Guðmundi. Einn vetur var
ég líka hjá Dísu og Guðmundi við frá-
bæran viðurgjörning og fór ég oft
niður til Finnu og hitti þá Pétur
stundum og var það sem fyrr, gagn-
kvæm virðing.
Þegar ég var svo farin að búa sjálf í
Austurberginu bjó hann í nágrenn-
inu, í Asparfelli og kom þá stöku
sinnum í heimsókn að fá fréttir og
fylgjast með vexti barnanna. Eftir
því sem tíminn leið, ég farin að vinna
úti og minna heima fækkaði heim-
sóknunum.
En eftir að við Ólafur og fjölskyld-
an fórum að gera upp „gamla-húsið“
á Skipum kom Pétur stöku sinum í
heimsókn með Dísu sem var óþreyt-
andi að bjóða honum í bíltúra sem
hann naut virkilega, hæglátur sem
fyrr og athugull. „Já, þið breyttuð
þessu svona“, eða „já, þið hafið þetta
svona“ og svo „ég þakka fyrir mig!“
Og nú segi ég „Pétur, ég þakka fyrir
mig!“ Í Reykjavík naut hann stuðn-
ings systra sinna, sérstaklega Vil-
borgar og Ásdísar, eftir að hann
flutti í Hveragerði, á jólum var sam-
staðan hvað mest. Já, jólin, bernsku-
jólin á Skipum eru ógleymanleg,
fyrst inni hjá okkur „vestrí“ og svo
þegar mamma sagði að nú mættum
við fara inn til þeirra „austrí“. Hvað
þar var hátíðlegt! Ég sendi hluttekn-
ingarkveðjur til ættingja, vina og
allra þeirra sem á einhvern hátt önn-
uðust eða létu sig skipta máli líðan
Péturs.
Móeiður Jónsdóttir.
… aldrei deyr dómur um dauðan hvern.
(Úr Hávamálum)
Við kynntumst Pétri móðurbróður
okkar sem ungir strákar við sveita-
störf á Skipum á sumrin. Við þekkt-
um hann í áratugi, eftir að hann flutt-
ist á Selfoss og skömmu síðar til
Reykjavíkur frá góðum bræðrum
sínum og móður, er hún brá búi.
Hann lagði aldrei illt til nokkurs
manns, vann verk sín hljótt og gerði
ekki kröfur til annarra. Systkini hans
sýndu honum elsku og ræktarsemi,
sem við sáum strax ungir, m.a. er
Sigríður móðir okkar eitt sinn leysti
Pétur af við bústörfin svo hann kæm-
ist í ferðalag um landið með bræðr-
um sínum. Við dáðumst líka að því
hve mamma var dugleg að bjóða
bróður sínum heim og heimsækja
reglulega á heimili hans eða sjúkra-
beð í Reykjavík, ásamt Vilborgu
systur sinni, eða að dvalarheimilinu
Ási í Hveragerði sl. fjögur ár. Síðasta
heimsóknin var á miklum ófærðar-
degi skömmu fyrir nýliðin jól að færa
Pétri jólagjöf, því ekki sá mamma
fyrir sér jólin, án þess að gjöfin kæm-
ist til bróður síns. Austur yfir Hellis-
heiði skyldi farið. Pétur þiggur ekki
fleiri gjafir í þessari jarðvist, en við
trúum að svo flekklausrar sálar bíði
góðar gjafir í nýrri vist. Vertu sæll
frændi.
Guðmundur og Jón Ingvar.
Mig langar að minnast Péturs
frænda míns nú þegar leiðir skilja.
Pétur var hluti af æsku minni og
verður ávallt minnst sem góðs vinar
þó samverustundir okkar hafi verið
stopular síðustu árin. Á Skipum var
tvíbýlt; nýja húsið þar sem pabbi og
mamma bjuggu ásamt okkur börn-
um sínum og svo gamla húsið þar
sem afi og Finna bjuggu. Finna var
seinni kona afa og fóstra pabba míns
og alsystkina hans en þau misstu
móður sína mjög ung. Pétur var
næstyngstur barna þeirra afa og
Finnu. Ég var mjög ungur þegar ég
man fyrst eftir Pétri en þá var hann
vinnumaður hjá pabba. Þegar Ásdís
systir þeirra flutti með manni sínum
á Selfoss tók Pétur við hlutverki
hennar við að aðstoða afa og Finnu
við búskapinn. Stundum kom ég til
afa í fjósið á kvöldin og þar átti ég
margar ánægjustundir með þeim.
Afi bar ilmandi töðu í kýrnar og Pét-
ur og Finna mjólkuðu á meðan. Síðan
endaði þetta með að Pétur setti
mjólkurbrúsana í sérsmíðaðar hjól-
börur, keyrði þá að brunni sem var
fyrir framan bæinn og slakaði brús-
unum niður í vatnið til kælingar.
Pabbi átti á þessum árum drátt-
arvél sem notuð var til jarðvinnslu
bæði á Skipum og fyrir aðra bændur
í nágrenninu. Eftir að ég man eftir
mér var Pétur helsti ökumaður þessa
tækis og tókst það afburðavel. Vél
þessi var á járnhjólum bæði að aftan
og framan sem hentaði vel í jarð-
vinnslunni en ekki eins til annars
brúks. Því var það að pabbi lét útbúa
fyrir sig dekk á traktorinn að aftan
til að hægt væri að nota hann á sumr-
in við heyskap. Það var einkum
tvennt sem fylgdi sumarkomunni;
þegar kúnum var hleypt út og þegar
dekkin voru sett undir gamla trak-
torinn og hann eins og kýrnar, tók á
rás miklu léttari á sér, settur í
fimmta gír og brunaði um túnin með
Pétur sem stjórnanda. Þá var gam-
an. Ný dráttarvél kom 1956 og það
var fyrsta árið sem „sumardekkin“
fóru ekki undir gamla traktorinn.
Þetta sama sumar varð hlöðubruni á
Skipum, slökkviliðið á Stokkseyri var
kallað til og var það undir stjórn
Helga í Bræðraborg. Brunaliðið
þurfti að komast í vatn til að dæla á
eldinn og var eina ráðið að fara með
slökkvibílinn upp að Skipavatni og
dæla vatni í slöngum heim að bæn-
um. Þrátt fyrir viðvaranir keyrði
Helgi bílinn út í dældina sem var
norðan við bæinn og ætlaði þar með
að stytta sér leið að vatninu. Ekki
tókst betur til en svo að bílinn stóð
fastur í leðjunni. Þá kom Pétur á
þeim gamla á járnhjólunum og tókst
honum að draga slökkvibílinn upp.
Það fór allt vel og mikið var ég mont-
inn af honum Pétri frænda mínum
þann daginn. Mjólkurbíllinn kom á
hverjum degi og hafði endastöð á
Skipum en Hannes bróðir pabba var
bílstjórinn. Með mjólkurbílnum kom
allt sem þurfti til heimilanna. Vörur
voru pantaðar úr Kaupfélaginu ým-
ist frá Selfossi eða Stokkseyri. Þegar
Hannes var í sumarfríi þurfti að
leysa þessa vöruflutninga öðruvísi.
Afi átti rauðan hest sem hét Vinur og
þegar þurfti að fara í búð sótti Pétur
þann rauða og spennti fyrir hestvagn
sem afi átti og fór í kaupstaðinn. Við
krakkarnir fengum að sitja á vagn-
inum og fara með.
Mjög mannmargt var á Skipum á
sumrum þegar heyskapur stóð sem
hæst. Yfirleitt var einhver af dætrum
þeirra afa og Finnu til lengri dvalar
með fjölskyldum sínum og stundum
fleiri en ein. Einnig var mikið af ung-
lingum í sveit hjá afa og pabba til að
aðstoða við heyskapinn. Flest af
börnum systkinanna frá Skipum
dvöldu til lengri eða skemmri tíma
við ýmis störf á Skipum og er ég
sannfærður um að öll minnumst við
Péturs með virðingu og hlýjum hug.
Andstætt sumrinu var fábreytnin
mikil á vetrum og ef ekki var hægt að
vera úti við voru lesnar bækur. Sjálf-
ur var ég mikill lestrarhestur og nán-
ast alæta á lestrarefni. Þegar allt var
upplesið heima hjá mér var gjarnan
farið austurí og fengið lánað þar. Pét-
ur átti nokkrar bækur sem hann
geymdi í kommóðunni sinni inn í
stofu og eru mér minnisstæðar tvær
bækur sem hann átti og voru í miklu
uppáhaldi hjá mér; bækur sem ég
fékk lánaðar og las allavega einu
sinni á ári. Þessar bækur hétu
„Stríðsherrann á Marz“ og „Sæ-
gammurinn“ eftir Sabatini. Pétur
veiktist skömmu eftir andlát afa og
var sjúklingur það sem eftir var æv-
innar. Hann bjó lengst af í Reykjavík
og naut umönnunar systra sinna en
var fluttur á dvalarheimilið Ás í
Hveragerði þegar hann kvaddi.
Gísli V. Jónsson frá Skipum
Pétur Óskar
Ingvarsson
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við fráfall og útför okkar ástkæra
eiginmanns, föður, tengdaföður og afa,
GUÐMUNDAR HJÁLMSSONAR,
Tryggvastöðum,
Lindarbraut 27,
Seltjarnarnesi.
Sérstakar þakkir til þeirra sem önnuðust hann af
mikilli alúð í veikindum hans.
Megi Guð blessa ykkur öll.
Sólveig Tryggvadóttir,
Steinunn Ásta Guðmundsdóttir, Daníel Ingi Haraldsson,
Tryggvi Guðmundsson, Svava K. Þorkelsdóttir,
Hjálmur Þorsteinn Guðmundsson, Rósbjörg S. Þórðardóttir,
Ásta Sigríður Ólafsdóttir, Sigurgeir Tryggvason
og barnabörn.
Magnús Guðmunds-
son er nú látinn. Hann
var vistmaður á Hrafn-
istu eins og faðir minn
Einar, bróðir hans.
Magnús og pabbi höfðu mikinn sam-
gang gegnum tíðina og það verður því
mikil eftirsjá að honum.
Þeir bræður voru mjög líkir á sín-
um yngri árum og rugluðust menn oft
á þeim, en pabbi var vanur að heilsa
öllum þeim sem heilsuðu honum vit-
andi að þeir væru allt eins að heilsa
Magga eða jafnvel Tolla bróður sem
lést fyrir nokkrum árum.
Magnús Kr.
Guðmundsson
✝ Magnús Krist-berg Guð-
mundsson fæddist
17. ágúst 1917.
Hann lést á Hrafn-
istu í Reykjavík 21.
janúar síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Neskirkju
26. janúar.
Magga og pabba
þótti báðum gaman að
syngja og svo
skemmtilega vill til að
fyrir ári var kallað til
ættarmóts þar sem
þeir bræður voru elstir
gesta og tóku þeir tveir
lagið fyrir hópinn, öll-
um til gamans.
Ég á mér einnig
minningu frá unglings-
árunum, en þannig var
að rétt fyrir jólin var
Maggi vanur að koma í
heimsókn með blóma-
skreytingu sem hann hafði sjálfur
gert. Þegar hann kom var hann með
kveikt í vindli sem hann reykti meðan
hann tyllti sér og spjallaði. Vindlalykt
ber mér enn ljúfan keim af jólum.
Ég færi ykkur systkinum Ólöfu,
Kristbjörgu og Val ásamt fjölskyld-
um ykkar mínar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Valgerður Einarsdóttir.
Nú ert þú farin,
elsku Stína mín, og
það allt of fljótt. Ég á
eftir að sakna þín. Ég
kynntist þér á Hellis-
sandi fyrir um það bil fjörutíu ár-
um. Ég þakka fyrir þau kynni því
þú varst yndisleg persóna,
hjartahlý, uppörvandi og glaðlynd.
Þú hafðir stóran og hlýjan faðm og
varst boðin og búin til að hjálpa
hvenær sem var sólarhringsins. Þú
Kristín Eiríksdóttir
✝ Kristín Eiríks-dóttir fæddist í
Reykjavík 11. maí
1943. Hún lést á
heimili sínu hinn 23.
janúar síðastliðinn
og var útför hennar
gerð frá Fella- og
Hólakirkju 1. febr-
úar.
lést engan bilbug á
þér finna þótt þú vær-
ir sárþjáð en hélst
ótrauð áfram þínu
striki. Það sýndi
þrautseigju þína og
festu.
Alltaf var gott og
gaman að heimsækja
þig vegna glaðværðar
þinnar og elsku. Við
áttum margar
skemmtilegar stundir
saman. Þar má nefna
ferðina til Spánar og
þaðan var margs að
minnast. Oft rifjuðum við upp atvik
sem hafði hent okkur og var spaugi-
legt. Ég þakka þér ómetanlega vin-
áttu og alla þá hjálp sem þú veittir
mér, elsku Stína mín.
Þín vinkona
Fríða Ingunn.
Nokkrar línur lang-
ar mig að skrifa í
kveðjuskyni, kæra
frænka. Í fáum en góð-
um heimsóknum til þín
undanfarin ár mátti skynja þá löngun
þína að nú væri komið nóg og þú búin
að skila þínu í góðu og farsælu lífs-
hlaupi. Víst er að þú barst aldurinn
vel og skýrleiki í frásögn og sögu var
Sæunn Þuríður
Gísladóttir
✝ Sæunn ÞuríðurGísladóttir
fæddist í Reykjavík
15. febrúar 1911.
Hún andaðist á
Hrafnistu í Reykja-
vík 5. janúar síðast-
liðinn og var jarð-
sungin frá Neskirkju
15. janúar.
aðdáunarverður. Sög-
ur af ykkur systkinum
komu fram í skemmti-
legri frásögn þinni sem
gaf aukinn skilning og
innsýn í æskuheim
ykkar. Ég hefði gjarn-
an viljað heyra fleiri
slíkar frásagnir. Minn-
ingar frá heimsóknum
ykkar Kjartans í Safa-
mýrina eru margar og
ljóslifandi. Minningin
um ykkur hjónin er hlý
og góð og mun seint
gleymast.
Ég votta frændfólki mínu innilega
samúð vegna fráfalls Sæunnar
frænku.
Þinn frændi,
Gísli Sæmundsson.