Morgunblaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
KIRKJUSTARF
Skátamessa
í Grafarvogskirkju
Sunnudaginn 25. febrúar kl. 11. Á
undanförnum árum hefur skátafé-
lagið Hamar verið með skátamessa í
Grafarvogskirkju og er hún haldin
nálægt afmælisdegi stofnanda
skátahreyfingarinnar Baden Powell
sem er 22. febrúar. Í ár eru liðin 150
ár frá fæðingardegi BP. Í þetta sinn
mun Jón Ingvar Bragason, fræðslu-
stjóri Bandalags íslenskra skáta,
prédika. Skátar munu annast ritn-
ingarlestra. Heiðursverðlaun verða
veitt í messunni. Séra Vigfús Þór
Árnason þjónar fyrir altari. Skáta-
kórinn syngur. Organisti: Kristjana
Ásgeirsdóttir. Kórstjóri: Margrét
Sigurðardóttir. Skátakaffi er eftir
messu í boði Skátafélagsins Ham-
ars.
Passíusálmar
Grafarvogskirkju
Geir H. Haarde forsætisráðherra
flytur fyrsta Passíusálm við upphaf
föstunnar. Á undanförnum árum
hafa ráðherrar og þingmenn flutt
Passíusálma séra Hallgríms Péturs-
sonar á föstunni. Helgistund er ber
yfirskriftina „Á leiðinni heim“ tekur
fimmtán mínútur, frá kl. 18–18.15.
Allir eru velkomnir á þessar stundir
í kirkjunni.
Tónlistarmessa
í Óháða söfnuðinum.
Á sunnudaginn kemur verður tón-
listin höfð meira umleikis heldur en
í venjulegum messum. Í upphafi og
enda messunnar leikur bjöllukór frá
Tónstofu Valgerðar tónlist. Nem-
endur úr söngskóla Sigurðar De-
metz syngja aríur og einsöng við
undirleik organista Óháða safn-
aðarins Arngerðar Árnadóttur
ásamt kór safnaðarins. Ragnar
Gunnarsson kristniboði predikar og
kynnir kristniboð Sambands ís-
lenzkra kristniboða í Kenía og Eþí-
ópíu. Að vanda er barnastaf á sama
tíma og maul eftir messuna, þar sem
samskot verða tekin til systkina
okkar í Afríku. Allir hjartanlega
velkomnir.
Trúarsannfæring og
umburðarlyndi í fjöl-
menningarsamfélagi
Sr. Sigurður Pálsson mun á þriðju-
daginn, 27. febrúar, fjalla um efnið,
Trúarsannfæring og umburð-
arlyndi í fjölmenningarsamfélagi, á
mannræktarkvöldi í Laugarnes-
kirkju sem hefst með kvöldsöng í
kirkjunni kl. 20. Sr. Sigurður Páls-
son er fv. sóknarprestur í Hall-
grímskirkju, fv. námsstjóri í kristn-
um fræðum og fíknivörnum í
mentamálaráðuneytinu og deild-
arstjóri hjá Námsgagnastofnun og
fv. framkvæmdastjóri Hins íslenska
Biblíufélags. Þorvaldur Halldórsson
leiðir kvöldsönginn ásamt Gunnari
Gunnarssyni, tónlistarstjóra kirkj-
unnar. Sigurbjörn Þorkelsson,
framkvæmdastjóri kirkjunnar, hef-
ur stutta hugleiðingu og leiðir bæn.
Kaffi og kleinur. Allir velkomnir. Á
sama tíma koma 12 spora hópa
kirkjunnar saman og halda áfram
sinni góðu vinnu. Kyrrðarstundir
eru í hádeginu alla fimmtudaga í
Laugarneskirkju kl. 12. Gunnar
Gunnarsson leikur ljúfa tóna á org-
elið og Sigurbjörn Þorkelsson
frkvstj. kirkjunnar eða sr. Hildur
Eir Bolladóttir sjá um ritning-
arlestur, stutta hugvekju og leiða
bænastund. Allir velkomnir.
Freistingar, frami og
forgangsröðun í Frí-
kirkjunni í Reykjavík
Guðsþjónusta kl. 14 með þátttöku
fermingarbarna vetrarins, sem lesa,
leika tónlist og fleira. Þema þess-
arar föstuguðsþjónustu eru freist-
ingar, frami og forgangsröðun okk-
ar í jarðlífinu. Bæði í samfélaginu
og einkalífi hvers okkar er margt
sem glepur og því er það okkar að
koma auga á og lagfæra það sem
betur má fara. Ábyrgðin er okkar.
Anna Sigríður Helgadóttir og Carl
Möller leiða almennan safnaðarsöng
en Ása Björk Ólafsdóttir prédikar
og þjónar fyrir altari. Nanda María
kirkjuvarða aðstoðar og afhendir
andabrauðið í lokin. Fjölskyldur
fermingarbarna eru sérstaklega
hvattar til að mæta.
Erindi um sorg og
sorgarviðbrögð
í Lágafellssókn
„Ekki tjaldar sorgin til einnar næt-
ur“ (Hannes Pétursson). Sorg eru
viðbrögð mannsins við hvers konar
missi í lífinu. Sorgin veldur sárs-
auka og það tekur tíma að komast
yfir hana og laga sig að breyttum
aðstæðum eftir missi. Þegar við
syrgjum erum við að ná áttum og
takast á við það sem hefur breyst í
lífinu. Þá fetum við okkur áfram,
finnum nýjar leiðir og reynum að
fóta okkur í breyttri tilveru, sem
oft er svo tóm eftir þann missi sem
við höfum orðið fyrir. Þetta og
margt fleira mun Gunnar Matthías-
son sjúkrahúsprestur koma inn á í
erindi sínu sem hann heldur í Safn-
aðarheimili Lágafellssóknar, Þver-
holti 3, Mosfellsbæ, mánudaginn 26.
febrúar kl. 20. Í lok fundar verður
boðið upp á kaffi, spurningar og
umræður. Einnig verður við sama
tækifæri kynntur nærhópur fyrir
syrgjendur og boðið upp á þátttöku
í honum. Ragnheiður Jónsdóttir
prestur mun leiða hópinn. Aðgang-
ur ókeypis. Verið velkomin.
Afleysing í Neskirkju
Nýr liðsmaður kemur til starfa í
Neskirkju sunnudaginn 25. febrúar
og mun þjóna í fjórar vikur. Sr.
Þórhildur Ólafs leysir þá af sr. Sig-
urð Árna Þórðarson sem klárar
feðraorlof sitt. Sr. Þórhildur er
boðin velkomin til starfa en hún
hefur margra ára reynslu sem
prestur í Hafnarfirði og víðar. Í
messunni á morgun kl. 11 verður
hún boðin velkomin til starfa. Sr.
Örn Bárður Jónsson, prédikar og
þjónar fyrir altari en sr. Þórhildur
útdeilir sakramenti ásamt honum
og Hönnu Johannessen og Ursulu
Árnadóttur. Kór Neskirkju syngur.
Organisti Steingrímur Þórhallsson.
Barnastarf á sama tíma. Kaffisopi
og spjall eftir messu.
Helgihald
í Kolaportinu.
Sunnudaginn 25. febrúar kl. 14
verður helgihald í Kolaportinu í
„Kaffi Port“. Um leið og gengið er
um og bænarefnum safnað eða frá
kl. 13.30 syngur og spilar Þorvald-
ur Halldórsson ýmis þekkt lög,
bæði eigin og annarra. Hann ann-
ast einnig tónlistina í helgihaldinu.
Sr. Halldór Reynisson og sr. Þor-
valdur Víðisson munu leiða sam-
veruna og prédika. Að venju er
boðið upp á að koma með fyrirbæn-
arefni og munu Margrét Scheving,
sr. Halldór og sr. Þorvaldur biðja
með og fyrir fólki. Í gegnum tíðina
hefur skapast andrúmsloft til-
beiðslu í þessu helgihaldi. Þótt
margt sé um að vera í Kolaportinu
eru ávallt margir þátttakendur
sem gjarnan fá sér kaffisopa,
syngja, biðja og hlusta. Í lok stund-
arinnar er gengið um með olíu og
krossmark gert í lófa þeirra sem
vilja. Um leið eru flutt blessunar-
orðin: „Drottinn blessi þig og varð-
veiti þig“. Allir eru velkomnir, Mið-
borgarstarfið.
Tómasarmessa
í Breiðholtskirkju
Áhugahópur um svokallaðar Tóm-
asarmessur efnir til fimmtu mess-
unnar á þessum vetri í Breiðholts-
kirkju í Mjódd sunnudagskvöldið
25. febrúar, kl. 20. Tómasarmessan
hefur unnið sér fastan sess í kirkju-
lífi borgarinnar, en slík messa hef-
ur verið haldin í Breiðholtskirkju í
Mjódd síðasta sunnudag í mánuði,
frá hausti til vors, síðustu níu árin.
Framkvæmdaaðilar að þessu
messuhaldi eru Breiðholtskirkja,
Kristilega skólahreyfingin, Félag
guðfræðinema og hópur presta og
djákna. Tómasarmessan einkennist
af fjölbreytilegum söng og tónlist,
mikil áhersla er lögð á fyrirbæn-
arþjónustu og sömuleiðis á virka
þátttöku leikmanna. Stór hópur
fólks tekur jafnan þátt í undirbún-
ingi og framkvæmd Tómasarmess-
unnar, bæði leikmenn, djáknar og
prestar.
Hjóna- og sambúð-
armessa í
Bessastaðakirkju.
Hjóna- og sambúðarmessur eru
kvöldmessur sem hafa mælst vel
fyrir í Garðaprestkalli og eru
haldnar síðasta sunnudagskvöld í
mánuði. Hjónabandið er ein mik-
ilvægasta stofnun samfélagsins og
því brýnt að hlúa vel að. Sunnudag-
inn 25. febrúar kl. 20.30 verður
hjóna- og sambúðarmessa í Bessa-
staðakirkju. Valgerður Halldórs-
dóttir félagsráðgjafi fjallar um
,,Áhrif stjúptengsla á hjónabönd“.
Tónlistarstjóri er Gunnar Gunn-
arsson organisti en með honum eru
Tómas R. Einarsson sem spilar á
bassa og Kristjana Stefánsdóttir
sem syngur. Allt fólk er velkomið,
óháð aldri og kynhneigð.
Biblíufræðsla
í Vídalínskirkju.
Á vegum Garðaprestakalls er boðið
upp á biblíufræðslu á fimmtudags-
kvöldum kl. 20 í Vídalínskirkju.
Þar á eftir er síðan kyrrðarstund
milli 21 og21.15 og svo er molasopi
í safnaðarheimilinu. Fimmtudag-
inn 1. mars flytur sr. Ingólfur Guð-
mundsson erindi sem ber yf-
irskriftina ,,Jósefssagan í GT í ljósi
Píslarsögunnar í 2. Filippíbréfi. Sr.
Auður Eir flytur erindi 8. mars sem
ber yfirskriftina ,,Máttur hinnar
góðu reiði“. Næstu tvo fimmtudaga
á eftir 15. mars og 22. mars mun sr.
Kristján Búason ritskýra guð-
spjallstexta úr Jóhannesar- og Lúk-
asarguðspjalli. Allir velkomnir. Sjá
www.gardasokn.is.
Menningarvaka eldri
borgara í Seljakirkju
Þriðjudagskvöldið 27. febrúar kl.
18 verður mánaðarleg menning-
arvaka eldri borgara í Seljahverfi.
Ræðumaður kvöldsins er Helgi
Seljan, fyrrverandi alþingismaður.
Kór eftirlaunakennara syngur
undir stjórn Jóns Bjarnasonar, tón-
listarstjóra kirkjunnar. Vinsamleg-
ast tilkynnið þátttöku í síma kirkj-
unnar 567 0110. Verið velkomin!
Sorg kvenna, messur
og franskir tónleikar
í Hallgrímskirkju
Sunnudaginn 25. febrúar er mikið
um að vera í Hallgrímskirkju. Dag-
urinn hefst með Fræðslumorgni í
suðursalnum kl. 10 þar sem sr.
Guðný Hallgrímsdóttir, prestur
fatlaðra, greinir frá efni meist-
araritgerðar sinnar í guðfræði. Ber
erindið yfirskriftina: "Sælar eru
sorgbitnar því að þær munu hugg-
aðar verða" og viðfangsefnið er
sorg kvenna eftir missi maka, bæði
við skilnað og andlát. Allir eru vel-
komnir að þessum áhugaverða fyr-
irlestri og heitt á könnunni bæði
eftir hann og messuna sem hefst kl.
11. Þar predikar sr. Jón Dalbú Hró-
bjartsson og annast altarisþjónustu
ásamt sr. Birgi Ásgeirssyni og hópi
messuþjóna. Sönginn leiða félagar
úr Mótettukórnum og organisti er
Björn Steinar Sólbergsson. Hann
leikur einnig á orgelið í enskri
messu sem hefst kl. 14 og forsöng
annast Guðrún Finnbjarnardóttir. Í
messunni þjónar sr. Bjarni Þór
Bjarnason ásamt hópi sjálf-
boðaliða. Kaffiveitingar á eftir. Kl.
17 eru tónleikar í tengslum við
frönsku menningardagana og er
það franski orgelsnillingurinn Vin-
cent Warnier sem leikur á Klais-
orgelið. Hann mun einnig leika eitt
orgelverk í messunni um morg-
uninn.
Er dauðinn
kveður dyra.
Vikuna 30. apríl - 3. maí næstkom-
andi verður boðið upp á samtal á
vegum Fullorðinsfræðslu Hafn-
arfjarðarkirkju um lífið, dauðann,
sorgina og þá stöðu sem aðstand-
endur standa í við fráfall ástvinar.
Boðið verður upp á fjögur þema-
kvöld. Rætt verður um útfararsiði,
kirkjutónlist við útfarir, útfar-
arþjónustur í Hafnarfirði kynna
starfsemi sína og djákni við Land-
spítala Háskólasjúkrahús flytur er-
indi um sorg og sorgarúrvinnslu.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Nánari upplýsingar veitir sr.Þór-
hallur Heimisson prestur við Hafn-
arfjarðarkirkju í síma 8917562
Kvikmyndakvöld
í Landakoti
Mánudaginn 26. febrúar er næsta
kvikmyndakvöld í safnaðarheim-
ilinu í Landakoti. Sýnd er myndin
“Mary, mother of Jesus“ – „María,
móðir Jesú“ frá 1999.
Þessi fallega mynd sýnir ævi og
starf Jesú Krists frá sjónarhorni
Maríu meyjar. Sýningin hefst kl. 20
og tekur u.þ.b. einn og hálfan tíma.
Aðgangur er ókeypis og öllum
heimill.
Djákna og prestsvígsla
í Dómkirkjunni 25.
febrúar 2007 kl. 14
Sunnudaginn 25. febrúar næstkom-
andi vígir biskup Íslands, Karl Sig-
urbjörnsson, tvo presta og fjóra
djákna í Dómkirkjunni. Athöfnin
hefst kl. 14 og er öllum opin. Vígð
verða: Cand. theol. Jón Ásgeir Sig-
urvinsson, settur sóknarprestur í
Setbergsprestakalli, Snæfellsness-
og Dalaprófastsdæmi, cand. theol.
Ólafur Jóhann Borgþórsson, ráðinn
til starfa sem prestur í Seljasókn
með áherslu á æskulýðsmál, Reykja-
víkurprófastsdæmi eystra, Guð-
björg Ágústsdóttir, kölluð af St. Jós-
efsspítala Sólvangi, í Hafnarfirði, til
djáknaþjónustu, Kristín Árnadóttir,
kölluð af Húnavatnsprófastsdæmi
til djáknaþjónustu, Kristín Sigríður
Garðarsdóttir, kölluð af Lindasókn
til djáknaþjónustu og Ragnheiður
Guðmundsdóttir, kölluð af Dval-
arheimilinu Höfða í samráði við
Garðasókn, Borgarfjarðarprófasts-
dæmi, til djáknaþjónustu. Séra
Kristján Valur Ingólfsson lýsir
vígslu. Vígsluvottar auk hans verða:
séra Elínborg Sturludóttir, séra
Gunnar Eiríkur Hauksson prófast-
ur, séra Þorbjörn Hlynur Árnason
prófastur, séra Gunnþór Ingason,
séra Eðvarð Ingólfsson, séra Guð-
mundur Karl Brynjarsson, séra
Guðni Þór Ólafsson prófastur, séra
Sigríður Óladóttir, séra Valgeir
Ástráðsson, Ragnheiður Sverr-
isdóttir djákni, Guðrún Kristín
Þórsdóttir djákni, séra Bolli Pétur
Bollason og séra Sigurður Guð-
mundsson, vígslubiskup.
Ensk messa
í Hallgrímskirkju
Sunnudaginn, 25. febrúar nk. kl. 14
verður haldin ensk messa í Hall-
grímskirkju. Prestur verður sr.
Bjarni Þór Bjarnason. Organisti
verður Björn Steinar Sólbergsson.
Guðrún Finnbjarnardóttir mun
leiða almennan safnaðarsöng.
Sjötta árið í röð er boðið upp á
enska messu í Hallgrímskirkju síð-
asta sunnudag hvers mánaðar.
Messukaffi.
Service in English
Service in English at the Church of
Hallgrímur (Hallgrímskirkja) 25th
of February, at 2 pm. Holy Comm-
union. The First Sunday of Lent.
Celebrant and Preacher: The Revd
Bjarni Thor Bjarnson. Organist:
Björn Steinar Sólbergsson. Leading
singer: Guðrún Finnbjarnardóttir.
Refreshments after the Service.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Barðskirkja í Fljótum.