Morgunblaðið - 24.02.2007, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 59
menning
Sýning Rúríar „Tími - Afstæði - Gildi“ verður opin í dag frá 13-18 og sunnudag frá 13-16.
Gerðuberg • sími 575 7700 • Sjá dagskrá á www.gerduberg.is
GERÐUBERG
Viðburður á Vetrarhátíð!
Hvernig hljómar Didgerido og hvaðan er það upprunnið?
Hvað eiga rapp og rímur sameiginlegt?
Hvernig skylmast alvöru víkingar?
Kanntu að dansa í anda Bollywood-myndanna?
Langar þig að læra að breyta melónu í listilega borðskreytingu?
Viltu fræðast um mörgæsirnar á Suðurskautslandinu?
Kanntu að skrifa nafnið þitt á arabísku?
Hvað er Krump?
>>> Svörin við þessum forvitnilegu spurningum
finnur þú á Heimsdegi barna!
>>> Boðið verður upp á fjölda listsmiðja fyrir börn og unglinga
og eitthvað að gerast í hverju einasta skúmaskoti!
>>> Heimsdagur barna er samstarfsverkefni Vetrarhátíðar, Alþjóðahússins, Kramhússins,
Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs og félagsmiðstöðvarinnar Miðbergs.
HEIMSDAGUR BARNA
Allar heimsálfur á einum stað!
Laugardaginn 24. febrúar kl. 13-18
í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi og félagsmiðstöðinni Miðbergi
Þjóðmenningarhúsið
Hverfisgötu 15, sími 545 1400
www.thjodmenning.is
Sýningar – leiðsögn – veitingar – verslun
Opið daglega frá kl. 11 til 17
Opið alla helgina
Sýningu lýkur á mánudag
Glæsileg sýningarbók á tilboðsverði
KÖLNREYKJAVÍKBERLÍN
Sýningin Íslensk tískuhönnun 2006 brúar bil milli borga.
Missið ekki af síðustu sýningarhelginni í Reykjavík. Ný fatalína til sýnis.
Ný sýning um íslenska tísku og hönnun opnar í Felleshus í Berlín 14. mars
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
FRANSKA rokkgrúppan Dionysos
spilar í Listasafni Reykjavíkur-
Hafnarhúsi í kvöld og lýkur þar
með Vetrarhátíð í Reykjavík.
Ferill Dionysos hófst eins og
margra unglingahljómsveita; vinir í
skóla, sem hrifust allir af Pixies,
fóru að spila saman að gamni sínu.
Það var svo árið 1993 í Valence sem
bandið fékk næstum á sig end-
anlega mynd og er nú skipað þeim;
Mathias Malzeu sem er aðallagahöf-
undur, Eric Serra-Tosio, Michael
Ponton, Guillaume Garidel og El-
isabeth Ferrer, sem gekk til liðs við
það 1997. Ákveðið var strax í upp-
hafi að hljómsveitarmenn mættu
ekki taka sig of alvarlega og allir
hefðu frelsi til eigin sköpunar.
Vinsæl í Sviss
Þrátt fyrir að bandið hafi byrjaði
að spila opinberlega strax á fyrsta
starfsári var það ekki fyrr en árið
1997 sem fyrsta platan leit dagsins
ljós, Happening Songs, og í kjölfar
hennar fylgdu smávinsældir, þó að-
allega í Sviss. Dionysos túraði í kjöl-
farið nokkuð um Frakkland, Sviss,
Belgíu og Þýskaland og á þeim tíma
gáfu þau út plötuna Soon, on your
radio með frönsku hljómsveitunum
Les Despondents og Mary’s Child.
Árið 1999 kom platan Haiku út í
Frakklandi og var það fyrsta plata
þeirra þar sem textarnir voru ein-
göngu á frönsku. Með þeirri plötu
náðu þau athygli almennings, sér-
staklega vegna smáskífunnar Cocc-
inelle.
Á næstu plötu, Western Sous La
Neige, árið 2002, eru lögin bæði á
frönsku og ensku, þau eru þyngri
en áður og með henni öðlaðist
Dionysos frekari frægð og náði í
gullplötu.
Nýjasta platan og sú fimmta kom
út 2005, Monsters in Love sem þau
tóku upp í Bretlandi með hinum
fræga John Parish. En á þeirri
plötu buðu þau einnig uppáhalds-
hljómsveitinni sinni The Kills að
vera gestir í laginu Old Child. Mon-
sters in Love er byggð á grunni
bókar sem Mathias skrifaði til að
vinna sig út úr dauða móður sinnar.
Áhrif frá Björk
Erfitt hefur verið að staðsetja
tónlist Dionysos en það mætti segja
hana blöndu af poppi og þjóðlaga-
rokki, áhrifin koma víða að, m.a frá
Tim Burton til Nirvana, frá Björk
til Cure. Lög þeirra fjalla flest um
óraunverulegan heim og eru sögð
vera undir áhrifum frá svarthvítum
myndum, m.a. sagði Melzeu plötuna
vera undir áhrifum frá Charlie
Chaplin-myndinni The Kid.
Að mati margra franskra tónlist-
artímarita er Dionysos ein af bestu
frönsku hljómsveitum samtímans.
Tónleikar Dionysos hefjast í
Hafnarhúsinu kl. 22 í kvöld og eru í
samstarfi við Pourquoi Pas?-
Franskt vor á Íslandi
Fjalla um óraunveruleika
Bakkus Hljómsveitin heitir eftir grísk rómverska guðinum Dionysos sem
var goð vínsins og við þekkjum betur sem guðinn Bacchus á latínu.
www.dionyweb.com
Lesbók | 12-13
Fréttir á SMS