Morgunblaðið - 24.02.2007, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
/ AKUREYRI / KEFLAVÍK
SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is
Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is
FORELDRAR
KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON
eeee
LIB - TOPP5.IS
eeee
H.J. MBL.
eeee
FRÉTTABLAÐIÐ
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
ÓSKARS-
TILNEFNINGAR
8
BYGGÐ Á
METSÖLU
SKÁLDSÖGU
PATRICK
SÜSKIND
eee
VJV, TOPP5.IS
ÓSKARSTILNEFNING1
BREAKING AND ENTERING kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára
LETTERS FROM IWO JIMA kl. 5:30 - 8 - 10:40 B.i. 16 ára
PERFUME kl. 6 - 9 B.i. 12 ára
DREAMGIRLS kl. 5:30 - 8 LEYFÐ
BLOOD DIAMOND kl. 9:30 B.i. 16 ára
FORELDRAR kl. 6 - 7:50 LEYFÐ
BABEL kl. 10:40 B.i. 16 ára
BRIDGE TO TEREBITHIA kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ
MAN OF THE YEAR kl. 8 - 10:20 B.i. 7 ára
ROCKY BALBOA kl. 8 B.i. 12 ára
PERFUME: THE STORY OF A MURDERER kl. 10:10 B.i. 16 ára
VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 LEYFÐ
BREAKING AND ENTERING kl. 8 - 10 B.i. 12 ára
THE BRIDGE TO TEREBITHIA kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ
ALPHA DOG kl. 8 B.i. 16 ára
HANNIBAL RISING kl. 10 B.i. 16 ára
VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 2 - 4 LEYFÐ
FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
BREAKING AND ENTERING
JUDE LAW JULIETTE BINOCHE ROBIN WRIGHT
Með “Íslandsvininum og sjarminum Jude Law” ásamt óskarsverðlauna leikkonunni Juliette Binoche
Frá leikstjóra English Patient og Cold Mountain Stærsta opnun á fjölskyldumynd
í Bandaríkjunum í ár
Frá þeim sömu og færðu okkur
Chronicles Of Narnia
SPARBÍÓ 450kr
eeee
VJV, TOPP5.IS
velta fyrir sér lestum
og í slíkum vangavelt-
um þýðir ekki að horfa
til þess að koma hér
upp lestarkerfi á næstu
árum. Raunsærra er að
hefja umræður og und-
irbúning og stefna á að
lestarferðir á höf-
uðborgarsvæðinu geti
hafizt undir lok næsta
áratugar.
Það þarf byltingu en
ekki breytingu í sam-
göngumálum höf-
uðborgarsvæðisins.
Það er tæpast öðrum
kostum til að dreifa en
lestum en það þurfa að
vera nútímalegar lestir.
Forystumenn sveitarfélaga á höf-
uðborgarsvæðinu þurfa að taka
höndum saman um að hefja allavega
umræður um málið. Það þarf engar
rannsóknir til að komast að þeirri
niðurstöðu, að núverandi kerfi geng-
ur ekki öllu lengur. Höfuðborg-
arsvæðið er einfaldlega orðið of stórt
og víðáttumikið.
Við þurfum á lestarkerfi að halda,
sem tengir byggðirnar á suðvest-
urhorninu saman og leysir m.a. með
því flugvallarmálin á þessu svæði.
Ef Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og
Gunnar I. Birgisson taka höndum
saman, gerist eitthvað.
Vegalengdirnar eruorðnar miklar á
höfuðborgarsvæðinu,
svo miklar að sú spurn-
ing hlýtur að vakna,
hvort ekki sé tímabært
að fara að huga að öðr-
um kostum í sam-
göngumálum en bílum
og strætisvögnum. Í
þeim efnum þarf að
horfa nokkuð langt
fram á veg.
Umferðin í Reykja-
vík og nágrannabyggð-
um síðdegis á föstu-
dögum er orðin að
öngþveiti. Hið sama
má raunar segja um
aðra virka daga vikunnar, ýmist að
morgni eða síðdegis, þegar fólk fer
til og frá vinnu.
Strætisvagnar hafa aldrei getað
fullnægt þörfum fólks á þessu svæði
m.a. vegna þess að veður eru vond
og fólki þykir erfitt að bíða utan
dyra eftir strætisvögnum, jafnvel
þótt biðskýlin veiti einhverja vernd
fyrir veðri og vindum.
Þetta ástand mun ekki batna. Það
getur bara versnað. Mengun verður
meiri. Hún minnkar ekki. Bílunum
mun ekki fækka. Þeim mun fjölga.
Að óbreyttu batnar ástandið ekki
heldur versnar.
Þess vegna hljóta menn enn að
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF:
ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands.
Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
dagbók
Orð dagsins: En halt þú stöðuglega við það, sem
þú hefur numið og hefur fest trú á, þar eð þú veist
af hverjum þú hefur numið það. (2. Tím. 3, 14.)
Í dag er laugardagur
24. febrúar, 55. dagur
ársins 2007
velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Frítt í strætó
Hvernig væri nú að prófa að hafa
frítt í strætó? Getur ekki einhver
stjórnmálaflokkur bætt því á stefnu-
skrána sína? Hver ferðast með
strætó þegar það er jafndýrt að
ferðast með eigin bíl, jafnvel ódýr-
ara? Ég myndi allavega selja bílinn
minn og ferðast einungis með strætó
og ég veit að fleiri myndu gera það
sama. Það myndi leysa nokkur
vandamál, meðal annars bæta
ástand á nú þegar sprungnu gatna-
kerfi höfuðborgasvæðisins, og hver
vill ekki minnka losun gróð-
urhúsaefna sem við erum hægt og
rólega að drepa okkur með? Þetta
hefur tekist með góðum árangri á
Akureyri. Skora ég á stjórnvöld að
gera eitthvað í þessum málum.
Hjörtur.
Sammála Laufeyju Dís
Grein í Velvakanda sem birtist 21.
febrúar vakti mig til umhugsunar,
því ég á barn í grunnskóla sem hefur
verið hjá sjúkraþjálfara vegna
eymsla í baki. Bak hennar er við-
kvæmt og þegar ég vigtaði tösku
hennar brá mér í brún, hún var 9 kg
að þyngd. Svona þungur burður
hlýtur að skaða hvaða barnsbak sem
er. Ég spyr: Er ekki hægt að stjórna
því hvað börnin þurfa að hafa með
heim frá skólanum? T.d. með því að
hafa skápa í hverri kennslustofu, þar
sem börnin geta geymt skólagögnin,
og kennarinn síðan séð um að segja
börnunum hvað þau eiga að taka
með sér heim. Ef þessi burður barna
heldur áfram getur stálheilbrigt
barn orðið bakveikt þegar fram í
sækir.
Móðir.
Byrgið
Fyrir löngu ákvað ég að skrifa ekki í
dagblöð á Íslandi. En núna er mæl-
irinn fullur. Ég neyðist til að tjá mig.
Umfjöllun um Byrgið er nánast at-
hlægi í augum alþjóðar. Alþing-
ismenn gera sig allsbera af þekking-
arleysi. Þetta verður að stoppa
núna. Það nægir ekki að vísa á
Landspítala – háskólasjúkrahús,
sem er algjört öfugmæli. Það sem
ber að gera er þetta: Opnið Byrgið
aftur með nýrri stjórn og hafið það
þar sem það er. Njótið aðstoðar Rík-
isendurskoðunar í því máli. Guð-
mundur hefur verið blessun fyrir
marga. Ekki gleyma því. Það sem
honum hefur orðið á í messunni er
mannlegt. Við lifum í þjóðfélagi fyr-
irgefningar. Svo ég, í nafni Jesú
Krists, bið ykkur að fyrirgefa Guð-
mundi. Að lokum bið ég Drottin al-
máttugan um að blessa íslensku
þjóðina.
Helgi V. Guðmundsson.
Tapað fundið
Dökkgræn, köflótt 66° norður-úlpa
með loðkraga tapaðist í miðbæ
Reykjavíkur aðfararnótt sunnu-
dagsins 18. febrúar sl., að öllum lík-
indum á Barnum, Laugavegi 22. Í
henni voru húslyklar og svartur i-
pod. Finnandi vinsamlegast hringi í
síma 865 7584. Fundarlaun í boði.
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
50 ára af-mæli.
Hinn 19. febr-
úar sl. varð
Hrund Loga-
dóttir fimmtug.
Í tilefni af tíma-
mótunum tekur
hún á móti vin-
um og vanda-
mönnum í
Skagaseli 6 í kvöld, laugardagskvöldið
24. febrúar, kl. 20.
Hlutavelta | Þessar
skemmtilegu vin-
konur, Ragnheiður
Elsa Snæland og
Veronika Sesselja
Lárusdóttir, báðar
að verða 7 ára, söfn-
uðu 2.345 kr. fyrir
Rauða kross Íslands
nú fyrir skömmu.
Þær sungu fyrir fólk
sem greiddi þeim
fúslega fyrir söng-
inn. Rauði krossinn
þakkar þeim kær-
lega fyrir.