Morgunblaðið - 24.02.2007, Page 67

Morgunblaðið - 24.02.2007, Page 67
Kynntu þér dagskrána á www.vetrarhatid.is Dagskrá laugardaginn 24. febrúar 12:00 Verðlaunaafhending í myndasamkeppni Pourqoui pas? og Vetrarhátíðar. Ingólfsnaust, Aðalstræti 2. 13:00 Vetrarleikar Hestamannafélagsins Fáks. Keppt verður í 9 flokkum, allt frá pollaflokki upp í atvinnumannaflokk. Víðivellir, Víðidal. 13:30-17.30 Skammdegissöngur á Vetrarhátið. Opið hús, samfelld dagskrá og röð einsöngstónleika. Söngvararnir koma allir úr röðum burtfararprófsnema söngskólans. Snorrabúð, tónleikasalur Söngskólans í Reykjavík, v. Snorrabraut. 14:00 Ljóðin í skóginum. Ljóðaganga í Elliðaárdal á vegum Borgarbókasafns. Rafveituheimilið í Elliðaárdal. 14:00 - 21:00 Sýningarnar Ólátagarður og Dýrið í mér eru opnar og listamenn á staðnum til kl. 21:00. Kartöflugeymslurnar Ártúnsbrekku. 14:00 Listræn andlitsmálun og Blöðrufígúrulist. Kartöflugeymslurnar Ártúnsbrekku. 14:00 - 16:00 Guðjón Friðriksson sagnfræðingur leiðir borgarbúa á franskar slóðir í Reykjavík. Byrjað verður á göngu um miðborgina og því næst haldið með rútu til austurs að gamla franska spítalanum við Frakkastíg. Ferðin endar svo í Höfða. Rútan ekur aftur að Ingólfsnausti að lokum. Ingólfsnaust, Vesturgötu 2. 14:00 - 17:00 Borgarbörn. Komdu og segðu þína sögu. Sögurnar verða teknar upp á geisladisk sem þátttakendur fá síðan til eignar. Borgarbókasafn, Tryggvagötu 15. 14:00 - 20:30 Á skíðum skemmti ég mér. Skíðaráð Reykjavíkur býður uppá kennslu en þegar myrkva tekur munu skíðamenn sýna listir sínar ásamt frægum skíðaköppum sem varpað verður á vatnstjaldið. Nánari upplýsingar á heimasíðum skíðadeildanna í Reykjavík og Skíðasambands Íslands. www.ski.is. Elliðaárdalur. 14:00 Frakkland með þínum augum, frönskusamkeppni framhaldsskólanema. Iðnó, Vonarstræti. 14:00 - 22:00 Reykjavík 1944. Árið 1944 tók Loftur Guðmundsson kvikmyndir í Reykjavík. Hann lauk aldrei við verkið og verður afurðin sýnd á Vetrarhátíð á vatnstjaldi. Kartöflugeymslurnar, Ártúnsbrekku. 15.00 Listhlaup á skautum. Iðkendur frá Skautafélagi Reykjavíkur - listhlaupadeild sýna listhlaup á ísnum. Skautahöllin Múlavegi 1. 15.00 Sögusýning Landsbankans – Leiksýning “Brot úr sögu banka”. Leikarar: Björgvin Franz Gíslason, Jakob Þór Einarsson og Kristjana Skúladóttir. Valdimar Kristjónsson stjórnar lifandi tónlist. Handritshöfundur Felix Bergsson og leikstjóri Valur Freyr Einarsson. Sögusýning Landsbankans, Aðalstræti 6. 15:00 - 18:00 Hátíðardagskrá eldri borgara í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Heiðursgestur: Gunnar Eyjólfsson leikari. Kynnir Ragnar Bjarnason. Dansflokkur, kórar, sönghópur, leikhópur, hagyrðingar og grínistar. Vinabandið leikur fyrir dansi. Ráðhús Reykjavíkur, Vonarstræti. 16:00 Gallerí Tukt. Margrét Agnes Iversen og Ásta Fanney Sigurðardóttir opna samsýningu í Gallerí Tukt. Hitt húsið, Pósthússtræti. 17:00 “Belle Epoque”. Verk fyrir sópran,flautu og píanó. Iðnó, Vonarstræti. 17:00 Þjóðleikhúsið býður nýbúabörnum á brúðusýninguna Pétur og úlfurinn. Miðar fást í miðasölu Þjóðleikhússins í síma 551-1200. Kúlan, Lindagötu 7. 18:00 Vaxtabroddur í Kjallaranum. Fjölmargar efnilegar hljómsveitir. Hitt húsið, Pósthússtræti. 19:00 - 21:30 KR Super Challenge. Gullmót KR í sundi fer fram í Laugardalslaug 23. – 25. febrúar 2007. Auk úrslitasunda í flugsundi verður leikin tónlist, ýmis söng- og skemmtiatriði, ljósashow og glæsilegt happdrætti. Verð kr. 200. Laugardalslaug. 20:00 Tíu ára afmæli Dansleikhúss með ekka. Á Vetrarhátíð ætlar Ekka að bjóða áhorfendum á uppákomu tengda afmælinu. Kartöflugeymslurnar, Ártúnsbrekku. 20:00 - 22:00 Tónleikar í kartöflugeymslu - Flís Tríó og Steintryggur. Búist er við rytmískum áflogum. Kartöflugeymslurnar í Ártúnsbrekku. 21:30 La Guardia Flamenca – Anda La Banda. Danshópurinn dansar í síðasta sinn á hátíðinni. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús, Tryggvagötu. 22:00 Dionysos á Íslandi. Að mati margra franskra tónlistartímarita er Dionysos ein af bestu frönsku hljómsveitum samtímans og sögð lifandi sönnun þess að frönsk sköpunargáfa lifir enn góðu lífi. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús, Tryggvagötu. Heimsdagur barna 13:00 - 18:00 Heimsdagur barna – allar heimsálfur á einum stað. Fjörleg opnunardagskrá í samkomusal Gerðubergs. Á Heimsdegi barna fá börn og unglingar tækifæri til að kynna sér menningu frá framandi heimsálfum í fjölbreyttum listsmiðjum sem standa yfir Gerðubergi og Miðbergi. ASÍA Bollywood-Danssmiðja. Dansstíll sem upprunninn er í indverskum dans- og söngvamyndum. Ávaxtaútskurður. Ávaxtaútskurður er upprunninn frá Tælandi. Komið og lærið að skreyta matarborðið! Litrík pappírslist. Lankathilaka frá Sri Lanka hefur skreytt Gerðuberg með ævintýralegum og litríkum pappírsskreytingum. AFRÍKA Afró-Danssmiðja. Kraftmikill dans við heitan trommuslátt. Arabísk leturgerð. Hér fá börnin tækifæri til að læra um arabíska stafrófið. ÁSTRALÍA Didgeridoo - Hljóðfærasmiðja. Börnin læra að skreyta pípurnar samkvæmt hefðum frumbyggja Ástralíu. Didgeridoo - Tónlistarnámskeið. Þátttakendur læra hringöndun og helstu tækni til að ná tökum á að spila á þetta einstaka hljóðfæri. NORÐUR - AMERÍKA Hip Hop – Krump – Danssmiðja. Krump er nýjasti stíllinn frá South Central LA. Stuðtími og ferskir straumar. Rapp og rímur. Kynslóðirnar sameinast í nútímakveðskap með Erpi og Steindóri Andersen. SUÐUR – AMERÍKA Salsa/Karabískur dans. Frábært tækifæri til að kynnast betur suður-amerískri og karabískri menningu. Hristusmíði - Hljóðfærasmiðja. Komið og smíðið ykkar eigin hristur (maracas). Suður - amerísk karnival stemmning! EVRÓPA Íslenskir þjóðdansar. Hvernig væri að læra íslenska söngdansa og víkivaka? Balkan dansar. Á Balkanskaganum er danshefðin óvenju litrík. Fjölbreyttur taktur og seiðandi tónlist! Víkingar og vopnasmiðja. Búið til sverð og skjöld og lærir að skylmast eins og alvöru víkingar. Gerðuberg 3 - 5.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.