Morgunblaðið - 17.03.2007, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.03.2007, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 75. TBL. 95. ÁRG. LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is 20-50% AFSLÁTTUR AF NÝJUMVÖRUM Opið 10-18 í dag ÁRÆÐI OG ERÓTÍK ÞEIR SEM VITIÐ HAFA TELJA SIG GETA LESIÐ ÝMISLEGT ÚT ÚR HÁUM HÆLUM >> 26 KOMNAR MEÐ AÐRA HÖND Á BIKARINN STJARNAN MALAÐI VAL >> ÍÞRÓTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is FORMAÐUR Samfylkingarinnar, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, kann svila sínum, Össuri Skarphéðinssyni, litlar þakkir fyrir þann einleik sem hann hefur, í nafni Sam- fylkingarinnar, leikið í auðlindaákvæðis- málinu, í fullkominni óþökk flestra Samfylk- ingarmanna, samkvæmt mínum heimildum. Fullyrt er að meginmarkmið Össurar hafi aldrei verið að koma hugtakinu þjóðareign á auðlindum inn í stjórnarskrá, heldur að reka fleyg í stjórnarsamstarf Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, á þann veg að fulltrúi Framsóknar í sérnefnd um stjórnarskrár- mál gengi til samstarfs við fulltrúa stjórn- arandstöðunnar um orðalag ákvæðisins, eins og ákveðnir þingmenn Framsóknar höfðu fullan hug á að gera. Þar með hefðu orðið stjórnarslit. Kostað þrjár vikur Formenn stjórnarflokkanna, þeir Geir H. Haarde og Jón Sigurðsson, sáu við bragða- refnum Össuri og Jón talaði Framsókn til. Þeir vissu sem var, að ef ákvörðun yrði tek- in um að þröngva stjórnarskrárbreyting- unni í gegn, þvert á vilja stjórnarandstöðu, hefði slíkt þref líklega kostað þrjár vikur í viðbót á Alþingi. Þannig hefðu stjórnar- flokkarnir setið uppi með það að stjórnar- andstaðan keyrði inn í kosningabaráttu með auðlindaákvæðið sem aðalbaráttumál þar sem því yrði lofað á báða bóga að neita að staðfesta ákvæðið eftir kosningar. Ekki benda á mig Formenn stjórnarandstöðuflokkanna héldu blaðamannafund í gær þar sem inn- takið var „Ekki benda á mig“ eins og Bubbi söng forðum. Héldu formennirnir því fram að út í hött væri að kenna stjórnarandstöð- unni um lyktir málsins á þingi. En er það svo? Formenn stjórnarflokkanna, þeir Geir og Jón, telja báðir, samkvæmt mínum upplýs- ingum, að orðalag auðlindaákvæðisins, eins og það er í frumvarpi þeirra, sé algjörlega viðunandi og að aldrei verði hægt að orða það á þann veg að algjör eindrægni ríki um það, hvorki lögfræðilega né pólitískt. Það verði því viðfangsefni stjórnarskrárnefnd- ar, að afloknum kosningum, að vinna tillögu sem verði síðan kynnt Alþingi þegar það kemur saman á nýjan leik í haust. Þannig verði hægt að vinna að víðtækri sátt í þessu stóra og viðkvæma máli. Össur Skarp- héðinsson Jón Sigurðsson Geir H. Haarde Einleikur með fölsk- um hljómi Geir og Jón sáu við Barbabrellum Össurar HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær úrskurð Hér- aðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá dómi ákæru á hendur þremur núverandi og fyrrver- andi forstjórum olíufélaganna; Einari Bene- diktssyni, forstjóra Olíuverslunar Íslands, Geir Magnússyni, fyrrverandi forstjóra Olíufélags- ins – sem nú heitir Ker, og Kristni Björnssyni, fyrrverandi forstjóra Skeljungs. Fimm dómarar kváðu upp dóminn og skiluðu tveir þeirra sératkvæði. Í dómi meirihluta Hæstaréttar segir að ekki sé nægjanlega fram komið að varnaraðilar hafi notið þeirra réttinda sakborninga, sem fyrir er mælt í 70. gr. stjórn- arskrárinnar og meginreglum laga um meðferð opinberra mála, í þeirri lögreglurannsókn sem fram fór í kjölfar meðferðar samkeppnisyfir- valda. Ákæra verði því ekki reist á umræddri lögreglurannsókn og var málinu á þeim forsend- um vísað frá héraðsdómi. Í forsendum dómsins kemur einnig fram að fyrirkomulag samkeppnislaga hafi ekki verið nógu skýrt um meðferð máls ef grunur vaknaði um að brotið hefði verið gegn lögunum. Þar af leiðandi hafi verið óskýrt hvernig með ætti að fara ef tilefni þætti til opinberrar rannsóknar jafnhliða meðferð samkeppnisyfirvalda og hve- nær beita ætti refsiviðurlögum. Átti það m.a. við um þá stöðu varnaraðila að taka þátt í viðræðum og samningum við Samkeppnisstofnun og veita henni upplýsingar en fella á sama tíma á sig sök með því að málið var síðar tekið til refsimeð- ferðar. Gunnlaugur Claessen og Ólafur Börkur Þor- valdsson skiluðu sératkvæði. Gunnlaugur var sammála niðurstöðu meirihluta dómsins en á öðrum forsendum. Ólafur Börkur vildi hins veg- ar fella úrskurð héraðsdóms úr gildi og leggja fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeð- ferðar. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari, segir að niðurstaðan í þessu máli sé endanleg og það sé dómur Hæstaréttar sem ráði úrslitum. Ekki verði gefin út önnur ákæra vegna þess „að það er engin önnur rannsókn til að byggja þá ákæru á heldur en þessi eina rannsókn sem verið er að segja að sé ekki fullnægjandi“. „Ég óska þessum sakborningum til hamingju með það að vera lausir undan þessu máli. Það hlýtur að vera léttir. Það er búið að taka langan tíma og ákæruvaldið hefur alls ekki verið ánægt með þessa tvöföldu málsmeðferð,“ segir hann ennfremur. | Miðopna Frávísun staðfest og ekki ákært að nýju Meirihluti Hæstaréttar taldi ekki nægjanlega fram komið að ákærðu í olíumálinu hefðu notið réttarstöðu sakborninga við lögreglurannsókn Einar Benediktsson Geir Magnússon Kristinn Björnsson BETUR fór en á horfðist þegar um 300 lítrar af dísilolíu láku niður á svonefndan Strípsveg í Heiðmörk í gær. Óhappið varð þegar öku- maður vörubíls var að taka beygju á veginum. Ferð bílsins tengdist framkvæmdum Kópavogsbæjar við vatnslögn í Heiðmörk. Svo virð- ist sem bíllinn hafi rekist í grjót með þeim afleiðingum að und- irvagninn rifnaði og olían lak út. Mikil hálka var á svæðinu og er hún talin hafa orsakað óhappið. „Sem betur fer sýnist mér olían hafa aðallega lekið eftir veg- inum,“ sagði Lúðvík Gústafsson, deildarstjóri á umhverfissviði Reykjavíkurborgar. „Það hefði verið verra ef olían hefði lekið út til hliðar við veginn.“ Grafa var fengin til að moka olíumenguðum jarðvegi upp á vöru- bíl. Óhappið varð á svokölluðu grannsvæði en því er skipt upp í nokkur brunnsvæði, þ.e. vatnsbólin sjálf. Næsta brunnsvæði, Myllu- lækur, var í nokkurra kílómetra fjarlægð frá staðnum. | 2 Morgunblaðið/Árni Sæberg Hreinsun Gunnar Örn Pétursson frá SHS var meðal þeirra sem tóku þátt í aðgerðum til að fjarlægja olíumengaðan jarðveg. Olía lak úr vörubíl í Heiðmörk Kristinn Björnsson sagði að niðurstaðan væri mikill léttir og málinu væri nú endanlega lok- ið gagnvart einstaklingum. „Með dómi Hæsta- réttar kemur umbúðalaust fram að allur þessi málatilbúnaður er ekki á neinum rökum reist- ur,“ segir Kristinn og bendir á að dómurinn sé jafnframt ákveðinn vendipunktur í málaferl- um á hendur olíufélögunum. Hvorki Einar Benediktsson né Geir Magn- ússon vildu tjá sig um málið að svo stöddu. | 2 Mikill léttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.