Morgunblaðið - 17.03.2007, Síða 9

Morgunblaðið - 17.03.2007, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Ný sending Úlpur og stuttkápur Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Litir kampavíns og svart Ný pils SÍÐUMÚLA 11 - 108 REYKJAVÍK - SÍMI 575 8500 - www.fasteignamidlun.is Pálmi Almarsson lögg. fasteignasali Sverrir Kristjánsson lögg. fasteignasali Brynjar Fransson lögg. fasteignasali Þór Þorgeirsson lögg. fasteignasali TRAUST, ÞEKKING, FAGMENNSKA OG REYNSLA ERU OKKAR LYKILORÐ ERUM TIL ÞJÓNUSTU REIÐUBÚNIR - 100 ÁRA SAMANLÖGÐ REYNSLA 20% af yfirhöfnum frá iðunn tískuverslun Kringlunni, s. 588 1680 KRINGLUKAST Sumargarn og -blað komið Útsala á eldra garni - opið 2. 3. og 4. apríl. frá kl. 17:00-19:00 Annyblatt garnið arndis_bj@hotmail.com • Stekkjarsel 7 (bílskúr) • Sími 698 1850 GLÆSILEGAR VETRARKÁPUR ÚTSÖLUVERÐ Laugavegi 63 • S: 551 4422 Póstsendum Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Glæsilegur sundfatnaður í öllum stærðum Nýtt kortatímabil „ÞAÐ hefur vald- ið okkur von- brigðum að vísi- talan skuli ekki hafa lækkað meira en raun ber vitni þar sem við höfum upp- lýsingar um fjöldann allan af veitingahúsum innan Samtaka ferðaþjónustunnar sem hafa lækkað verð,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SAF, um verðbreytingar á veitinga- húsum í kjölfar lækkunar virðis- aukaskatts. Samtök ferðaþjónustunnar hafa undanfarin ár sent frá sér ályktanir þar sem fram hefur komið að þau telji brýna nauðsyn að lækka mat- arverð á Íslandi. Í grein sem Erna ritaði í Morgunblaðið í desember ár- ið 2005 segir að hér sé matarverð 42% hærra en í löndum ESB. Það komi á óvart að stjórnvöld geri ekk- ert til að minnka bilið. „Samtök ferðaþjónustunnar, sem tala m.a. fyrir hönd veitingahúsa, hafa marg- oft bent á þennan mismun og kallað eftir úrbótum, en rekstrarumhverfi íslenskra veitingahúsa er eitt hið al- versta sem þekkist á byggðu bóli þar sem skattar á áfengi slá hér líka heimsmet. Íslensk ferðaþjónusta er í harðri samkeppni á alþjóðamark- aði og skiptir þá miklu að matarverð sé samkeppnishæft. þetta háa mat- arverð er í dag alvarleg samkeppn- ishindrun.“ Erlendir heildsalar ánægðir Erna segir að þeir veitingastaðir sem hún hafi verið í mestu sam- bandi við og fylgst með og séu innan samtakanna, séu í hópum búnir að lækka verð hjá sér. „Ég hef heyrt frá erlendum heildsölum ánægju þeirra með að þeir eru búnir að fá nýjar verðskrár,“ segir Erna. Þar komi fram lægra verð, bæði á gist- ingu og veitingum. „Þannig að þetta er farið að hafa áhrif úti í heimi,“ segir Erna. Hvers vegna vísitalan hafi ekki lækkað meira en raun ber vitni seg- ist Erna ekki geta skýrt. Ef til vill þurfi að skoða tölurnar yfir lengra tímabil. Hún segir SAF hafa hvatt sína fé- lagsmenn til þess að láta lækkun virðisaukaskattsins ná í gegn hjá sér. „Við munum auðvitað halda því áfram.“ Vonbrigði að vísitalan hafi ekki lækkað meira Erna Hauksdóttir HÉRAÐSDÓMUR Vesturlands dæmdi nýverið karlmann á fertugs- aldri til tólf mánaða fangelsisvistar, en frestaði fullnustu níu mánaða af refsingunni, fyrir að leita á sjö ungar stúlkur seinni hluta árs 2006. Honum var að auki gert að greiða fórnar- lömbum sínum alls 1,5 milljón króna og rúmar 600 þúsund krónur í sak- arkostnað. Samkvæmt ákæru leitaði maðurinn á sex stúlknanna í vaðlaug í Jaðar- sbakkalaug á Akranesi og strauk m.a. kynfæri, læri og rass þeirra utan- klæða. Stúlkurnar voru átta og níu ára gamlar. Einnig játaði maðurinn að hafa nuddað kynfæri sex ára stúlku utanklæða á heimili sínu haust- ið 2006. Hafa liðið fyrir brotin Maðurinn játaði brot sín skýlaust og var litið til þess við ákvörðun refs- ingar, en einnig þess að hann er með hreint sakarvottorð og hefur leitað aðstoðar hjá sálfræðingi og á geðdeild Landspítalans. Í bréfi sálfræðings kom m.a. fram að maðurinn hefði sýnt ríkan vilja til að taka á vanda sínum og verið fullur iðrunar. Ákærða var virt til refsiþyngingar að brotin beindust gegn sjö ungum stúlkum, m.a. þegar þær voru við leik í sundi. Segir í niðurstöðu dómsins að það liggi fyrir að stúlkurnar hafi liðið fyrir brotin og að gera megi ráð fyrir að þau geti valdið þeim vanlíðan síðar meir, þegar þær eldast og þroskast. Þótti tólf mánaða fangelsi skilorðs- bundið hæfileg refsing en með hlið- sjón af eðli brotanna og alvarleika þeirra var ekki talin ástæða til að skil- orðsbinda refsinguna nema að hluta. Þá þóttu 200 þúsund króna miska- bætur hæfilegar fyrir sex stúlknanna en ein hlaut 300 þúsund króna miska- bætur. Benedikt Bogason héraðsdómari kvað upp dóminn. Sigríður Elsa Kjartansdóttir saksóknari flutti málið af hálfu ákæruvaldsins og Jón Hauk- ur Hauksson hdl. varði manninn. Leitaði á ungar stúlkur í sundlaug HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri til greiðslu sjötíu milljóna króna sektar til ríkissjóðs vegna brota gegn lögum um virðisaukaskatt og lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda. Greiði maðurinn ekki sektina innan fjög- urra vikna kemur tólf mánaða fang- elsi í stað hennar. Hann var að auki dæmdur í fimm mánaða skilorðs- bundið fangelsi. Maðurinn var framkvæmdastjóri einkahlutafélags á Patreksfirði sem tekið var til gjaldþrotaskipta í maí 2004. Á árunum 2001 til 2004 stóð maðurinn sýslumanninum á Pat- reksfirði ekki skil á virðisaukaskatti, að fjárhæð tæpum 50 milljónum króna, auk þess að á árunum 2003 og 2004 stóð hann ekki skil á stað- greiðslu opinberra gjalda, samtals um átta milljónum króna, sem haldið var eftir af launum starfsmanna. Kristinn Halldórsson, settur hér- aðsdómari, kvað upp dóminn. Björn Þorvaldsson settur saksóknari sótti málið af hálfu ákæruvaldsins og Sig- urður A. Þóroddsson hdl. varði manninn. Sjötíu millj- óna sekt fyr- ir skattsvik AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.