Morgunblaðið - 17.03.2007, Side 41

Morgunblaðið - 17.03.2007, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 41 KIRKJUSTARF Kvöldmessa með Þorvaldi í Seljakirkju Verið velkomin til kvöldmessu í Seljakirkju sunnudaginn 18. mars kl. 20. Sr. Bolli Pétur Bollason pré- dikar. Þorvaldur Halldórsson tón- listarmaður leiðir lofgjörðina ásamt kór kirkjunnar undir stjórn Jóns Bjarnasonar tónlistarstjóra. Gengið verður að borði Drottins og þegin þar sú sáluhjálp, sem við öll þurfum á að halda. Sjáumst! Sjá nánar um kirkjustarf Seljakirkju á seljakirkja- .is. Æðruleysismessa marsmánaðar í Dómkirkjunni Á sunnudaginn kemur, þann 18.mars, verður æðruleysismessa í Dómkirkjunni kl. 20. Hún verður með hefðbundnu sniði. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson mun predika og sr. Anna Sigríður Pálsdóttir mun leiða messuna og sr. Karl V. Matthí- asson mun leiða bænahaldið. Þá tal- ar einn úr hópi kirkjugesta og er með vitnisburð. Sálmasöngur og önnur tónlist verða sem fyrr í öruggum höndum Harðar Braga- sonar organista, Birgis Bragasonar kontrabassa-leikara og Hjörleifs Valssonar fiðluleikara. Anna Sigríð- ur Helgadóttir mun leiða sönginn. Æðruleysismessurnar hafa yfir sér blæ gleði og vonar og það eru góðar og uppbyggilegar stundir sem fólk nýtur þar. Allir eru velkomnir . Karl V. Matthíasson. Kirkjuskólinn í Mýrdal Munið samveru kirkjuskólans í Mýr- dal í grunnskólanum í Vík laug- ardaginn 17. mars nk. kl. 11.15. Sóknarprestur. Safnaðarfélag Dómkirkjunnar Fundur sunnudaginn 18. mars að lokinni árdegismessu í safn- aðarheimilinu, Lækjargötu 14A. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson er kom- inn heim eftir langa dvöl í Afríku. Hann kemur á fundinn og segir frá reynslu sinni. Erindi sitt nefnir hann; Gróin kristni og ný – hugleið- ing eftir dvöl meðal Afríkumanna. Léttur málsverður að venju. Safn- aðarfélag Dómkirkjunnar er vett- vangur starfsfólks og reglulegra kirkjugesta til samfélagseflingar og framkvæmda á félagssviði safn- aðarlífsins. Það heldur að jafnaði fundi sína á eftir messu einu sinni í mánuði yfir veturinn. Þá eru gjarn- an haldin erindi sem ýmist fjalla um það sem er að gerast á vettvangi safnaðarins eða fróðlegt efni af öðru tagi. LITRÓF – kirkja fyrir alla Laugardaginn 17. mars kl. 15 hittist stuðningshópur kvenna í Fella- og Hólakirkju. Við ætlum að föndra, spjalla og eiga góða stund saman. Allar konur innilega velkomnar. Sunnudaginn 18. mars mun sr. Tos- hiki Toma predika í guðsþjónustu kl. 11 en síðan verður alþjóðlegur hádegisverður þar sem allir eru vel- komnir að setja rétt frá sínu landi á sameiginlegt hlaðborð. Við fáum kynningu á atvinnustarfsemi inn- flytjanda frá Mexíkó. Við viljum hvetja ykkur til að mæta og taka með ykkur gesti til að eiga saman skemmtilega samveru í Fella- og Hólakirkju. Velkomin. Grafarvogskirkja Fyrsta ferming 2007 verður í Graf- arvogskirkju sunnudaginn 18. mars kl. 10.30 og 13.30. Prestar: séra Vig- fús Þór Árnason, séra Anna Sigríð- ur Pálsdóttir, séra Bjarni Þór Bjarnason og séra Lena Rós Matt- híasdóttir. Að þessu sinni verða 316 börn fermd frá Grafarvogskirkju og hafa þau aldrei verið fleiri. Barna- guðsþjónustur verða kl. 11 í Graf- arvogskirkju og í Borgarholtsskóla út aprílmánuð og lokið með barna- messuferð til Grindavíkur laug- ardaginn 5. maí. Þar sem ekki verða birt nöfn fermingarbarna í blaðinu bendum við á heimasíðu kirkjunnar sem er: http://www.grafarvogs- kirkja.is. Skaftfellingamessa í Breiðholtskirkju Á morgun, sunnudaginn 18. mars, kl. 14 verður Skaftfellingamessa í Breiðholtskirkju í Mjódd. Í þessari messu munu þjóna fjórir prestar, sem þjóna eða hafa þjónað söfn- uðum í Skaftafellssýslu. Sr. Sig- urður Kr. Sigurðsson, sókn- arprestur á Höfn prédikar og sr. Bryndís Malla Elídóttir, sr. Fjalarr Sigurjónsson og sr. Gísli Jónasson þjóna fyrir altari. Þá mun Söngfélag Skaftfellinga syngja ásamt með- limum úr samkór Hornafjarðar. Organistar og kórstjórar eru Krist- ín Jóhannesdóttir, organisti Hafn- arkirkju, og Violeta Smid, stjórn- andi Söngfélagsins. Að messu lokinni verða kaffiveit- ingar í safnaðarheimili kirkjunnar, sem seldar verða til styrktar starfi Söngfélags Skaftfellinga, og mun kórinn syngja nokkur lög af því til- efni. Við viljum hvetja Skaftfellinga, sem búsettir eru hér á höfuðborg- arsvæðinu, til að taka þátt í mess- unni og eiga síðan góða stund í safn- aðarheimilinu á eftir. Verið öll hjartanlega velkomin í Breiðholts- kirkju! Aðalsafnaðarfundur Laugarneskirkju Að lokinni messu kl. 11 á morgun, sunnudaginn 18. mars, verður aðal- fundur Laugarnessafnaðar haldinn og hefst hann um kl. 12.30. Farið verður yfir safnaðarstarfið 2006 og verklegar framkvæmdir þess árs. Reikningar verða kynntir og lagðir fram til samþykktar auk þess sem kosið verður um sex laus sæti í sókn- arnefnd. Veitingar verða í boði fyrir fundargesti. Í messunni kl. 11 mun sr. Hildur Eir Bolladóttir prédika og þjóna ásamt meðhjálpara og fulltrúum les- arahóps. Kór kirkjunnar leiðir al- mennan safnaðarsöng við undirleik og stjórn Gunnars Gunnarssonar, tónlistarstjóra kirkjunnar. Um leið og messan er fer sunnu- dagaskóli kirkjunnar fram í safn- aðarheimilinu strax frá kl. 11. At- hugið breytta tilhögun. Umsjón með sunnudagaskólanum hafa þau María Magnúsdóttir, Stella Rún Steinþórs- dóttir, Þorvaldur Þorvaldsson og María Rut Hinriksdóttir. Neskirkja til Hafn- arfjarðar Í Opnu húsi miðvikudaginn 21. mars verður farið til Hafnarfjarðar. Kom- ið verður við í Hafnarfjarðarkirkju. Í safnaðarheimilinu Strandbergi verður boðið upp á léttar kaffiveit- ingar. Þá verður skoðuð sýning á verkum færeyska listmálarans Zak- aríasar Heinesens í Hafnarborg. Lagt verður af stað frá Neskirkju kl. 15 og er áætlaður komutími að kirkjunni um kl. 17. Þátttaka til- kynnist í síma 511-1560 fyrir hádegi á miðvikudaginn. Fararstjóri verð- ur sr. Þórhildur Ólafs. Kristur og konurnar Fræðslumorgunn í Hallgrímskirkju sunnudaginn 18. mars kl. 10 ber yf- irskriftina „Kristur og konurnar“. Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir, dós- ent við guðfræðideild HÍ, fjallar um konurnar í kringum Jesú, þekktar og óþekktar, gagnkvæm samskipti þeirra og viðhorf, og hvernig Krist- ur leit konur öðrum augum en sam- tími hans. Sr. Birgir Ásgeirsson pré- dikar og þjónar fyrir altari í messunni kl. 11 ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur, verkefnisstjóra á Biskupsstofu. Organisti er Hörður Áskelsson kantor og félagar úr Mót- ettukórnum leiða söng. Í messunni verður fermd Steinunn Harð- ardóttir. Barnastarfið er á sama tíma í umsjá Magneu Sverrisdóttur djákna. Á undan og við lok messu leikur Stillwater Brass Band frá Minnesota nokkur lög. Allir vel- komnir og heitt á könnunni. Stór dagur í Garðasókn. Sunnudagurinn 18. mars er stór dagur í Garðasókn. Í messu kl. 11 í Vídalínskirkju verður sr. Bragi Friðriksson, fyrrverandi sókn- arprestur og heiðursborgari Garða- bæjar, heiðraður í tilefni af 80 ára afmæli hans sem var 15. mars. For- maður sóknarnefndar og bæj- arstjóri Garðabæjar munu ávarpa sr. Braga í upphafi messunnar. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og Nanna Guðrún Zöega djákni þjóna að helgihaldinu ásamt kór Vídal- ínskirkju undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar organista. Eftir messu munu Lionsklúbbarnir í Garðabæ reiða fram veitingar. Að því loknu verður aðalsafn- aðarfundur í safnaðarheimilinu. Þar verður farið yfir reikninga safn- aðarins og einnig er kosning í sókn- arnefnd. Síðast en ekki síst er farið yfir framsækið og gott safn- aðarstarf í Garðasókn árið 2006. Allir eru velkomnir til helgihaldsins og uppskeruhátíðar safnaðarins. Ráðstefna laugardaginn 17. mars kl. 9.30–15 í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu, Hátúni 2, 105 Reykjavík. Opin ráð- stefna um efnið Jesús: Læknirinn – Frelsarinn – Lausnarinn með Lindu Bergling. Linda er Íslendingum að góðu kunn. Hún hefur komið til landsins nokkrum sinnum en hún og eiginmaður hennar Gunnar Berg- ling veita Arken (www.arken.org) í Svíþjóð forstöðu. Þangað hafa þó nokkrir Íslendingar farið og stund- að nám í biblíuskóla til lengri eða skemmri tíma. Linda lagði grunninn að skólanum og stýrir honum en skólinn ber nafnið Jesús læknar og reisir við. Allir eru velkomnir, engin skráning og verðið er: frjáls fram- lög. Linda talar einnig á brauðs- brotningu sunnudaginn 18. mars kl. 11 og á almennri samkomu kl. 16.30 sama dag. Allir velkomnir. Allar nánari upplýsingar eru í síma 535- 4700 eða með tölvupósti fila- delf@gospel.is. Basar Kvenfélags Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. Hinn árlegi basar Kvenfélags Frí- kirkjunnar í Hafnarfirði verður haldinn að lokinni guðsþjónustu sunnudaginn 18. mars en guðsþjón- ustan hefst kl. 13. Kvenfélag Frí- kirkjunnar í Hafnarfirði er öflugt félag og hefur fært kirkjunni sinni stórar gjafir á liðnum áratugum, m.a. stutt æskulýðsstarfið, en allur ágóði af basarnum fer að sjálfs- sögðu til kirkjustarfsins. Að venju verður margt skemmtilegt til sölu á basarnum auk þess sem gaman er að koma saman og spjalla. Tákn og táknmál kirkju og trúar Þriðjudaginn 20. mars kl. 18 hefst á vegum Leikmannaskóla þjóðkirkj- unnar námskeið um táknmál kirkju og trúar. Kennari á námskeiðinu er sr. Kristján Valur Ingólfsson, lektor við HÍ og sóknarprestur á Þingvöll- um. Á námskeiðinu verður fjallað um kirkjuhúsið, innviði þess og form, áttirnar fjórar og merkingu þeirra. Einnig verður fjallað um baksvið og táknmál einstakra liða messunnar og frætt um kirkjuliti, kirkjuárið, kirkjugripi, listskreyt- ingar og skrúði prests og táknmál helgihaldsins. Þriðja námskeiðs- kvöldið er þriðjudagur í kyrruviku og þá verður hugað sérstaklega að innihaldi hennar og táknmáli. Nám- skeiðið er haldið í Grensáskirkju og hefst kl. 18 og er kennt í fjögur skipti, tvo tíma í senn. Hægt er að skrá sig í síma 535-1500 eða á vef skólans, http://www.kirkjan.is/ leikmannaskoli. Samræður unglinga og foreldra um kynlíf Að loknum kvöldsöng í Laugarnes- kirkju á þriðjudagskvöldið 20. mars, sem hefst kl. 20, verður efnt til mál- þings í safnaðarheimilinu undir yf- irskriftinni: Samræður unglinga og foreldra um kynlíf. Málþingið sjálft hefst um kl. 20.40. Framsöguerindi flytja Lilja Óskarsdóttir skólahjúkr- unarfræðingur og Salóme Ásta Arn- ardóttir læknir. Fundarstjóri verður Kristín Axelsdóttir, djákni og hjúkr- unarforstjóri heilsugæslunnar í Lágmúla. Þá mun sr. Hildur Eir Bolladóttir ávarpa málþingið. Málþingið er einkum ætlað for- eldrum fermingarbarna og for- eldrum og forráðamönnum annarra barna og unglinga. Kaffi og kleinur. Kvöldsönginn kl. 20.00 leiða þeir Þorvaldur Halldórsson og Gunnar Gunnarsson. Að kvöldsöngnum loknum munu 12 spora hópar kirkj- unnar einnig koma saman og halda áfram sínu andlega ferðalagi. Um- sjón með 12 spora starfi Laugarnes- kirkju hefur Guðrún K. Þórsdóttir djákni. RÚSSNESKI stórmeistarinn Va- leri Salov, sem tefldi hér á landi í nokkur skipti, hafði einhverju sinni orð á því að sjálfsmat skákmanna væri stundum dálítið kyndugt. „Hver einasti skákmaður virðist telja að hann prýði einhver höf- uðdyggð. Einn er með það alveg á hreinu að hann sé algerlega frá- bær í endatöflum. Annar er geysi- lega sterkur á taugum. Sá þriðji er gæddur óbilandi þrautseigju. Sá fjórði er geysilega baráttuglaður.“ John Nunn heldur því fram að mikilvægasti eiginleiki skákmanns- ins sé að vera ákveðinn, láta ekki deigan síga undir neinum kring- umstæðum. „Mín höfuðdyggð er að ég er raunsær,“ sagði Salov. Um það voru menn sammála um daginn þegar Ingvar Ásmundsson féll frá að hans „höfuðdyggð“ í skákinni hefði verið hversu gaman hann hafði af því að tefla. Í grein sem birtist í Morgun- blaðinu fyrir hálfum mánuði minntist ég á skák sem Ingvar tefldi við Zaltsman á World Open- mótinu í Fíladelfíu 1978. Þessa skák er ekki að finna í helstu gagnagrunnum en eftir nokkra eft- irgrennslan fannst grein sem Jón L. Árnason skrifaði um mótið í DV þar sem skákin birtist. Þetta er að mínu mati besta skák sem Ingvar tefldi á löngum ferli. Leikfléttan í lokin var að því leytinu óvenjuleg að drottning Ingvars gerði út um taflið með því að endasendast hornanna á milli. Í mótslok stóð Ingvar uppi sem sigurvegari ásamt m.a. Florin Geheorghiu og Yasser Seirawan. Eftir sigur í fyrstu umferð tapaði Ingvar í annarri umferð mótsins en fékk við það hinn þekkta Mon- rad-meðvind og vann sex skákir í röð. Þetta var mikið afrek þegar litið var til þess að tefldar voru tvær umferðir á dag með fullum umhugsunartíma. Í næstsíðustu umferð settist Ingvar niður á móti Vitaly Zaltsman: World Open 1978; 8. umferð: Ingvar Ásmundsson – Vitaly Zaltzman Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 (Ingvar var ekki mikið fyrir að opna með 3. d4 í sikileyjarvörninni. Þessi leikur var vörumerki hans.) 3. … g6 4. c3 Rf6 5. e5 Rd5 6. 0–0 Bg7 7. d4 cxd4 8. cxd4 0–0 9. Rc3 Rc7 10. Bf4! (Jón L. hrópmerkir þennan leik. Liðskipanin gengur fyrir.) 10. … Rxb5 11. Rxb5 a6 12. Rc3 d6 13. h3 dxe5 14. dxe5 Bf5 (Hér hefði Zaltsman átt að fara í drottningaruppskipti en í opnu bandarísku mótunum giltu þá og síðar ákveðin lögmál. Zaltsman var að reyna að vinna en besta leiðin hefði gert stöðuna jafnteflislega.) 15. Db3 Rd4 16. Rxd4 dxd4 17. Bg3 b5 18. Rd5! (Þessi leikur gerir svarti erfitt fyrir. 18. … Bxe5 er svarað með 19. Rxe7+ og 20. Rc6. 18. … e6 veikir f6-reitinn of mikið svo Zaltsman afræður að gefa e7-peð- ið.) 18. … Be6 19. Rxe7+ Kh8 20. Hfd1! Da7 21. Da3 Db7 22. Dd6 Hfe8 23. Bh4! h6 24. Bf6 Kh7 25. Bxg7 Kxg7 26. Rc6 Hac8 27. Rd4! (Svartur hefur ekki fengið nein þau færi sem hann vonaðist eftir er hann gaf e7-peðið. Þótt tafl- mennskan á þessum kafla sé dálít- ið handahófskennd missir Ingvar aldrei frumkvæðið.) 27. … Kh7 28. Rb3 Hc2 29. Rc5 De7 30. b4! (Skorðar riddarann á c5.) Dh4 31. Hd2 Hxd2 32. Ddx2 Hd8 33. Dc3 Bc4 34. He1 Dg5 35. Re4 Df5 36. Rf6+ Kg7 37. Re4 Hd3 38. Db2 Kf8 39. Rd6 De6 40. Re4 Dd5 (Gefum Jóni L. Árnasyni orðið: „Síðustu leikirnir voru leiknir í miklu tímahraki, en nú skyndilega hefur Ingvar nógan tíma. Og þá er ekki að sökum að spyrja: Hann töfrar fram stórkostlega leikfléttu sem er vægast sagt ótrúlega fal- leg.“) Sjá stöðumynd 1 41. e6 Dxe6 42. Dh8+ Ke7 Sjá stöðumynd 2 43. Da1!! Snilldarleikur. Drottningin valdar hrókinn á e1 og hótar 44. Rc5. Við því er engin vörn. Svartur gafst upp. Besta skák Ingvars Ásmundssonar Skák Helgi Ólafsson Ingvar Ásmundsson Stöðumynd 1. Stöðumynd 2.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.