Morgunblaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 17.03.2007, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 17. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Súrt regn varð ástríðunni að bana!? Sigurlag Söngvakeppni Sjónvarpsins er komið í nýjan búning fyrir úrslitakeppnina í Finnlandi í vor og ekki eru allir á eitt sáttir með nýja myndbandið og hvað þá litabreytinguna á fögrum lokkum Eiríks Haukssonar. Morgunblaðið leitaði álits þriggja spek- inga á enska textanum og myndbandinu og spurði hvort þetta tvennt gerði lagið sigurstranglegra. Hvað finnst þér um enska textann? Enski textinn er í eins konar klisjuklippi- myndastíl, ótrú- lega margar smá- myndir með lélegu lími. Brot- in flagna upp hér og þar. Það er kannski barasta við hæfi, eins og inntak textans býður upp á, brotnar tilfinningar, ekkert hald, ekkert lím nema rokkið, þetta jötungrip sem öllu bjargar. Hvernig finnst þér myndbandið, hvað má lesa í það og er í því alþjóðlegt myndmál? Ég sé ekki betur en að þetta sé mjög „lókal“ útgáfa af alþjóðlegu myndmáli. Myndbandið er í aflit- uðum „road-movie“-stíl. Svolítið kaldhæðnislegt að sjá „Big Red“ á silfruðum amerískum drekanum þeysandi með riddarann grámyglu- legan í litlausum vorleysingum á meðan allir eru ástfangnir nema hann og sviplausir meðreiðarsvein- arnir. Telur þú þetta tvennt, þ.e. enska textann og myndbandið, gera lagið sigurstranglegra? Lagið er í stíl vangalaga léttþung- arokks frá síðari hluta áttunda ára- tugarins og byrjun þess níunda. Það er nú enginn sérstakur sannfæring- arkraftur á bak við textagerðina eða myndbandið. Þetta eru klisjur. Guðmundur Oddur Magnússon Big Red of sak- laus til að vinna Hvað finnst þér um enska textann? Nafnið, textinn, lagið, umgjörðin og samhengið er aldrei það sama heldur breytt í hvert sinn: Sjónvarps- salur, íslenska, enska, myndband, Evróvisjón – þannig getur verið vandkvæðum bundið að gefa framlaginu endanlega merkingu fyrr en í maí. Textarnir fjalla báð- ir um leit, von um frelsi og von um rokk. Myndmál? Áfram er fjallað um ástina, reyndar um hina hliðina, ástarsorg. Hér felst svarið ekki í frelsinu eins og hjá Kristjáni heldur rokk og ról. Enski textinn og íslenski textinn eiga það sammerkt að vera með hefðbundnu sniði. Augljóst er þó að enski textinn fellur ekki vel að íslensku landslagi og menningu. Sumarvín, „Valentine“ tígur í búri og frumskógur eru ekki mjög íslensk þótt vissulega sé hér nóg af fólki í ástarsorg eins og í öðrum löndum. “ Myndbandið? Fjórir karlar yfirgefa borgina í fornbifreið því ástin er horfin á braut. Þeir keyra undir háspennu- möstrum eftir malbikuðum vegum eitthvert út á land og nema staðar við hrunið hús undir skuggalegum himni. Litirnir eru horfnir, ástríðan og gleðin og ekk- ert annað að gera en að draga sig í hlé utan almanna- leiðar og leita á náðir rokksins. Særðir finna þeir sér nýjan guð; „rock ‘n’ roll“. Gunnar Hersveinn Frelsi, rokk og landslag Hvað finnst þér um enska textann? Hann er fullur af myndlíkingum af ýmsu tagi (skógar, leiksvið, skrugguveður) en það sem stendur eftir er trúin á lækningamátt rokks og róls. Gaman er að sjá að jafnvel í söngva- keppninni eru menn umhverf- isvænir, ég sé ekki betur en að hér sé varað við súru regni og full ástæða til á okkar mengunartímum. En það besta við textann er „a tiger trapped inside a cage“ sem fellur vel að villidýrskrafti Eiríks. Myndmál myndbandsins? „Það væru nú ýkjur að segja að myndbandið hafi hrifið mig með sér. Sjálf skil ég ekki alveg hvað þessir menn eru að gera með Eiríki í bíln- um. En það eru flott skot, landslagið dapurlegt í grámanum en samt fag- urt og senan þar sem Eiríkur teygir sig til himins í miklu öskri er öflug. Telur þú þetta tvennt, þ.e. enska textann og myndbandið, gera lagið sigurstranglegra? „Nei, hefur þetta tvennt nokkurn tímann ráðið úrslitum? Hins vegar segir máltækið að allt er þegar þrennt er og þar sem þetta er í þriðja sinn sem Eiríkur fer í víking að sækja gull í greipar Evrópu tel ég að við munum hafa þetta. Katrín Jakobsdóttir Eiríkur sækir gull í greipar Evrópu Valentine Lost Mikið veltur á frammistöðu Eiríks Haukssonar í Finnlandi en fyrst þarf myndbandið að gera sitt. Sími - 564 0000Sími - 462 3500 Epic Movie kl. 2, 4, 6, 8 og 10 B.i. 7 ára Epic Movie LÚXUS kl. 2, 4, 6, 8 og 10 Norbit kl. 1, 3.20, 5.40, 8 og 10.20 The Number 23 kl. 8 og 10.15 B.i. 16 ára Ghost Rider kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 B.i. 12 ára Anna og skapsveiflurnar m/ísl. tali kl. 1 og 2 STUTTMYND Night at the Museum kl. 1, 3:20 og 5.40 Hefur þú einhvern tímann gert mjög stór mistök? TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Epic Movie kl. 4 - 450 kr. , 6, 8 og 10 B.i. 7 ára Norbit kl. 4 - 450 kr. og 8 Smokin´ Aces kl. 10 B.i. 16 ára BrettaBíó kl. 6 - Miðasala í Smárabíó og Regnbogann - Engar biðraðir HÚN ER STÓR....VIÐ MÆLDUM UPPLIFÐU MYNDINA SEM FÉKK ENGIN ÓSKARSVERÐLAUN! FRÁBÆR GAMANMYND ÞAR SEM GERT ER GRÍN AF HELSTU STÓRMYNDUM SÍÐASTA ÁRS FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA 300X BETRI EN AÐRAR MYNDIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.