Morgunblaðið - 15.04.2007, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 15.04.2007, Qupperneq 2
2 SUNNUDAGUR 15. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Í HNOTSKURN »Andstaðan við innflutningá nýju kúakyni er ríkjandi, þótt hún hafi minnkað nokkuð frá jólum. » Íslenskir búvöruframleið-endur þurfa að koma til móts við sjónarmið neytenda um að bjóða vörur úr íslensku kúakyni og um leið verða bændur að horfast í augu við harðara rekstrarumhverfi að mati Þórólfs Sveinssonar, for- manns Landssambands kúa- bænda. Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is NEYTENDUR sýna íslenskri drykkjarmjólk alveg gríðarlegan stuðning og virðast ekki sjá fyrir sér að fara að drekka mjólk sem hefur þvælst yfir hafið hvort sem hún kæmi að austan eða vestan,“ segir Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda, um niðurstöður skoðana- könnunar Capacent Gallup um að nær 85% svarenda telja það mjög eða frekar ólíklegt að þeir myndu kaupa erlenda mjólk ef hún stæði þeim til boða. Könnunin var gerð í desember 2006 með 3.357 manna úrtaki. Í könn- uninni sögðust ennfremur ríflega 60% mjög eða frekar andvígir því að nýtt kúakyn yrði flutt til landsins. Þegar spurt var að nýju í annarri könnun nú í apríl með 1.158 manna úrtaki var hlutfall andvígra komið niður í 53%. Þá jókst hlutfall þeirra sem voru mjög hlynntir úr 5,5% í 11%. Í desemberkönnuninni voru þátt- takendur spurðir hvort það hefði ein- hver áhrif á viðhorf þeirra ef innflutn- ingur á nýju kúakyni myndi lækka verð á mjólk. 96% svarenda svöruðu því neitandi. Flestir þeirra sem voru andvígir kúainnflutningnum, eða 12%, sögðu íslensku mjólkina vera betri en þá erlendu og 11% voru á móti blöndun við aðra kúastofna. Í vorkönnuninni sögðust 63% myndu velja íslenskan ost ef þeir gætu valið á milli innlends og erlends þar sem gæðin væru þau sömu. Þegar spurt var hvers þyrfti helst að gæta við innflutning á nýju kúakyni ef af yrði nefndi 41% sjúkdóma og fjórð- ungur svarenda vildi ekki blanda stofnum saman. Þórólfur segir þessi viðhorf til kúa- innflutnings ekki koma á óvart miðað við fyrri kannanir. „En það besta í þessu er hversu sáttir neytendur virðast vera við framleiðsluvörur mjólkuriðnaðarins,“ bendir Þórólfur á. Langflestir vilja íslensku mjólkina RANNSÓKNARNEFND sjóslysa mun kanna það hvort strangar regl- ur um línuívilnun smábáta geti hafa átt þátt í slysinu í mynni Ísafjarð- ardjúps um miðjan marsmánuð þeg- ar smábáturinn Björg Hauks ÍS fórst í mynni Ísafjarðardjúps með tveimur mönnum. Samkvæmt upplýsingum Jóns A. Ingólfssonar, forstöðumanns rann- sóknarnefndarinnar, er verið að reikna út bátinn, meðal annars með tilliti til þess hvernig hann hefði brugðist við ef farmur hefði kastast til. Þá segir Jón að styttra hafi verið til hafnar á Suðureyri en Ísafirði og því þurfi að spyrja þeirra spurninga hvers vegna bátnum var ekki stefnt þangað við þær aðstæður sem ríktu. Meðal skilyrða fyrir línuívilnun er að línan sé beitt í landi og að bátur komi til löndunar í sömu höfn innan sólarhrings. Með því móti má landa 16% umfram þann afla í þorski, ýsu og steinbít sem reiknast til afla- marks bátsins. Jón segir að spurningar um reglur línuívilnunar hafi ekki komið upp í fyrri rannsóknum nefndarinnar. Áhrif línu- ívilnunar könnuð KARLMAÐUR á þrítugsaldri ligg- ur alvarlega slasaður á gjörgæslu- deild Landspítalans eftir slys í Laugardalslaug á föstudagskvöld. Að sögn lögreglunnar á höfuðborg- arsvæðinu hafði maðurinn verið að stinga sér til sunds en rekið höfuðið í laugarbotninn. Hlaut hann hálsá- verka og var fluttur með sjúkra- bifreið á Landspítalann. Að sögn læknis á gjörgæsludeild er mað- urinn tengdur við öndunarvél. Alvarleg meiðsl eftir laugarslys LÖGREGLAN á Akureyri tók öku- skírteinið af 17 ára pilti sem hafði mælst á167 kílómetra hraða á Ólafsfjarðarveginum í fyrrinótt. Þá þurfti lögreglan að hafa afskipti af fjölda unglinga vegna fyllirís í mið- bænum og var einn tekinn fyrir ölv- unarakstur. Tekinn á 167 km hraða FYRIR dyrum standa fram- kvæmdir á Alþingishúsinu og er stefnt að því að þeim ljúki áður en sumarþing kemur saman í lok maí eða byrjun júní, að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Al- þingis. Skipta á um allar skífur á þaki hússins og ljúka fúguviðgerð á hús- inu en búið er að ganga frá þremur hliðum og aðeins norðurhliðin eftir. Helgi segir að hagræðing sé að því að vinna við báða áfangana á sama tíma og þannig megi til dæm- is samnýta vinnupalla. Fram- kvæmdirnar taki nokkrar vikur en veður geti haft áhrif á þær. Morgunblaðið/G.Rúnar Skipt um skífur KOMUM í Kvennaathvarfið hefur fjölgað ár frá ári undanfarin fjögur ár. Árið 2006 voru skráðar 712 kom- ur í athvarfið en árið 2005 voru þær 557. Í frétt á vefsíðu athvarfsins seg- ir að mest muni um aukna eftirspurn eftir viðtölum, en konur geta komið í stuðningsviðtal og ráðgjöf án þess að koma til dvalar. Árið 2006 komu 99 konur til dvalar í athvarfinu og með þeim 57 börn. 218 konur komu í rúmlega 600 viðtöl. Kvennaathvarfið er athvarf fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna andlegs eða líkamlegs ofbeldis. 218 konur í viðtal hjá Kvennaathvarfi ♦♦♦ Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is LÖGREGLAN í Moskvu handtók stjórnarandstöðuleiðtogann Garrí Kasparov, fyrrverandi heimsmeist- ara í skák, og hundruð stuðnings- manna hans þegar þeir hugðust efna til mótmæla gegn Vladímír Pútín Rússlandsforseta í miðborg Moskvu í gær, laugardag. Kasparov var færður í lögreglu- rútu skömmu eftir að hann reyndi að fara inn á Púshkín-torg þar sem mótmælin áttu að fara fram. Hann veitti ekki mótspyrnu, brosti og veif- aði til fréttamanna sem fylgdust með handtökunni. Margir hinna hand- teknu fóru umyrðalaust í bifreiðar lögreglunnar en aðrir streittust á móti og voru færðir í burtu með valdi. Fréttamaður AFP sagði að um það bil tíu erlendir fréttamenn hefðu einnig verið handteknir. Kasparov er einn af forystumönn- um bandalags, sem nefnist Annað Rússland og sakar Pútín um að hafa svipt þjóðina lýðræði, sölsað undir sig öll völd í landinu og heft tjáning- arfrelsið. „Eru yfirvöldin gengin af göflunum? Til hvers er allur þessi hernaðarviðbúnaður?“ spurði annar af forystumönnum stjórnarandstöð- unnar, Míkhaíl Kasjanov, fyrrver- andi forsætisráðherra. Um 9.000 lögreglumenn og her- menn rússneska innanríkisráðu- neytisins voru í miðborg Moskvu vegna fyrirhugaðra mótmæla stjórn- arandstöðunnar. Yfirvöld höfðu bannað mótmæli á Púshkín-torgi en heimilað að þau færu fram á Túrge- nev-torgi, sem er um tvo kílómetra frá fyrrnefnda staðnum og ekki eins nálægt Kreml. Stjórnarandstæðingarnir sættu sig ekki við þetta og hugðust safnast saman á Púshkín-torgi og ganga þaðan að Túrgenev-torgi. Kasparov hand- tekinn í Moskvu Hundruð andstæðinga Pútíns tekin höndum til að hindra mótmælagöngu Í HNOTSKURN » Rússnesk yfirvöld stöðvuðutvær síðustu mótmælagöng- ur Annars Rússlands með valdi í Sankti Pétursborg og Nizhní Novgorod. » Um 7.000 lögreglumennfylgdust með 2.000 mótmæl- endum sem tóku þátt í þriðju göngunni en hún fór fram í Moskvu í desember. Reuters Harka Lögreglumenn handtaka stjórnarandstæðing í miðborg Moskvu. Um 9.000 lögreglu- og hermenn voru sendir þangað til að hindra mótmæli.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.