Morgunblaðið - 15.04.2007, Page 53

Morgunblaðið - 15.04.2007, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. APRÍL 2007 53 UMRÆÐAN Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG Mjög falleg þriggja herbergja íbúð á 3ju (er í raun 2.) hæð ásamt stæði í bílskýli. Tvennar svalir. Nýbúið að taka blokkina í gegn að utan. Laus til afhendingar. Fín eign. V. 23,8 7522 KEILUGRANDI - LAUS FJÖGUR FÍN FYRIRTÆKI TIL SÖLU HEILDVERSLUN - Gamalgróin heildverslun á sviði gjafavöru, góð velta og framlegð. Húsnæði er hægt að fá keypt eða leigt. Góð fjármögnun fylgir. STÓRT BAKARÍ - Góð rekstrareining í Hveragerði. Eigið húsnæði og 2 íbúðir fylgja. Framl. bakarí og söluturn, hentar vel fyrir tvær samhentar fjölskyldur. VEITINGAREKSTUR OG SÖLUTURN - Einn þekktasti staður landsins, Svarti Svanurinn, miklir möguleikar, tilvalið fyrirtæki fyrir tvo samhenta aðila. BLÓMAVERSLUN - Vel þekkt og gamalgróin verslun á höfuðborgar- svæðinu. Stöðug og góð velta með mikla framlegð. Húsnæði getur einnig fengist keypt. Sölufulltrúi CASA FIRMA, Jón Víkingur, svarar fúslega öllum fyrirspurnum í síma: 892 1316, eða sendið fyrirspurn til: sala@firmus.is Runólfur Gunnlaugsson viðskiptafr., lögg. fast.- og skipasali Kristín Pétursdóttir, lögg. fasteignasali Suðurlandsbraut 20, Bæjarhrauni 22 SÖLUSÝNING LAUGARDAG OG SUNNUDAG FRÁ KL 14:00 TIL 16:00 Rauðamýri 2-17 Mosfellsbær Hamratún 1-13 Mosfellsbær Raðhús á einni og tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Húsin eru flest til afhendingar strax, fullbúin að utan og með frágenginni lóð. Að innan eru húsin afhent fokheld eða tilbúin til innréttinga. Húsin eru frá 163-206 fm, 3-4 svefnherbergi. Mikil lofthæð og frábært skipulag. Verð frá 27,9-31,9 fokheld. Tilbúin til innréttinga frá 34,9-38,9. Sérlega vandaður frágangur að utan. Álklæddir gluggar og húsin eru sölluð og klædd að utan og því sem næst viðhaldsfrí. Snjóbræðsla er í innkeyrslum og grill suð-vestur verandir í garði. Stutt í margvíslega þjónustu og ósnortna náttúru. Nú er rétti tíminn til að tryggja sér hús á hagstæðu verði ! Sölumenn Höfða verða á staðnum með teikningar og allar nánari upplýsingar. Heitt kaffi á könnunni. Suðurlandsbraut 20 - Sími 533 6050 - Fax 533 6055 - Bæjarhrauni 22 - Sími 565 8000 - Fax 565 8013 „Þriðja leiðin gæti verið sú, að vinna með markvissum hætti gegn fjölgun bíla og aukinni notkun strætisvagna. En er það raunhæf leið á Íslandi, þar sem veður er oft vont yfir vetrartímann? Tæplega.“* Þetta var snaggaralega afgreitt. Var veður síður vont yfir vetr- artímann fyrir hálfri öld, þegar við leiðarahöfundur vorum mennta- skólastrákar? Þá voru stræt- isvagnar troðnir. Að vísu voru þá biðskýli á hverri viðkomustöð vagn- anna, en nú er skjaldnast nokkurt skjól fyrir veðrum og vindum á bið- stöðvum. Leiðakerfi vagnanna var stórbætt fyrir nokkrum misserum og ýmsir vankantar lagaðir síðan, en tekið var stökk aftur á bak þegar ferðum var fækkað í sumar og haust. Satt að segja virðist á flestan hátt reynt að fæla menn frá því að taka strætó. Farþegum er t.d. ekki gefið til kynna hvað biðstöðvar heita, ekki einu sinni á skiptistöðvum eins og Ártúni (þar er reyndar hvorki nafn á stöðinni, skrá um vagna sem hafa þar viðkomu, né leiðbeiningar um hvar sé hægt að komast í þá). Þeim sem ekki gjörþekkja bæði borgina og kerfið er gert mjög erfitt um vik. Góð leiðabók bætir úr, en venjulega er hún orðin úrelt. Á því er enginn vafi að lang- samlega besta og hagkvæmasta leið- in til að leysa úr umferðaröngþveiti á höfuðborgarsvæðinu er að vinna með markvissum hætti að fækkun bíla í umferð og aukinni notkun strætisvagna. Hvaða vit er í því að tíu eða tuttugu þúsund manns setj- ist á morgnana upp í jeppann sinn til að mjakast í vinnuna í þvögu, hafa jeppann standandi fyrir utan yfir daginn, setjast svo upp í hann aftur eftir vinnusetuna og mjakast til baka heim í þvögu? Þessir menn gætu hæglega tekið strætó sem er á ferðinni hvort eð er, en vissulega þarf að fjölga ferðum verulega. Aukin notkun strætisvagna stuðl- ar að minni loftmengun vegna um- ferðar, þar á meðal minna svifryki vegna nagladekkja. Hún minnkar þörf á umferðarmannvirkjum og bílakaupum og er þjóðhagslega hag- kvæm. Því ættu strætisvagnar að vera undanþegnir öllum opinberum gjöldum og kostaðir af almannafé. Fyrirtæki ættu að eiga þess kost að bjóða starfsmönnum sínum strætó- kort gegn því að þeir hætti að taka upp bílastæði. * Ritstjórnargrein Mbl. óðinsdag- inn 1. nóvember 2006. Vont veður Haukur Jóhannsson skrifar um almenningssamgöngur » Satt að segja virðistá flestan hátt reynt að fæla menn frá því að taka strætó. Haukur Jóhannsson Höfundur er verkfræðingur og strætófarþegi. hj@vst.is Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.