Morgunblaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 10
Þ eir komu að nóttu til, fjór- ir svartklæddir menn, liðsmenn einnar af dauðasveitum sjía- múslíma í Írak. Þetta var aðfaranótt 1. apríl 2006 og staðurinn var Palest- ínustrætið í Bagdad – þar bjuggu súnnítar og sjítar áður í sátt og sam- lyndi, þetta var blandað hverfi. Smám saman hafði þó tekið að síga á ógæfuhliðina í samskiptum súnníta og sjíta í Írak og hreinsanirnar hóf- ust síðan fyrir alvöru eftir að liðs- menn al-Qaeda-samtakanna í Írak sprengdu eitt helgasta skríni sjíta í borginni Samarrah í febrúar á síð- asta ári. Innandyra í húsinu við Palest- ínustræti var fjögurra manna fjöl- skylda: Suaada og bóndi hennar, Muhammad, og börn þeirra tvö, fimmtán ára dóttir og þrettán ára sonur. Vígamennirnir voru vopnaðir byssum og það komst enginn hjá því að vakna við lætin er þeir brutu sér leið inn í húsið. Aðeins Suaada varð þó vitni að því er þeir drógu bónda hennar á brott með sér. Mótspyrna var tilgangslaus og óráðleg. Suaada og Muhammad höfðu heyrt ótal sögur af því að menn hefðu streist á móti, vissu sem var að í slík- um tilfellum voru vígamennirnir lík- legir til að drepa einhvern annan úr fjölskyldunni að heimilisföðurnum ásjáandi. Dæmi voru líka um að börn manna hefðu verið dregin fram úr rúmi sínu og brennd illa í refsiskyni. Muhammad vildi umfram allt tryggja öryggi barna sinnar og eig- inkonu. Hann gaf sig því strax á vald innbrotsmönnunum. Síðan hefur ekkert spurst til Mu- hammads. Suaada og ættingjar henn- ar heimsóttu helstu líkhúsin í Bagdad til að athuga hvort lík hans hefði fundist en allt kom fyrir ekki. Tugir nýrra líka eru fluttir í líkhúsin í Bag- dad á degi hverjum. Mörg líkin eru illa farin, jafnvel alveg óþekkjanleg vegna bruna eða pyntinga. Ungir menn eru sérstakt skotmark dauðasveitanna í Írak og Muhammad hafði mánuðina á undan, eins og fjöldi annarra ungra manna í Bagdad, verið á stöðugum flótta. Eina nóttina dvaldi hann í húsi foreldra sinna, þá næstu var hann hjá vinafólki. Þau Suaada höfðu fengið fjölda hótana. Kúrdískt nágrannafólk þeirra hafði grátbeðið þau um að yfirgefa Palestínustræti, sagðist sannfært um að það hefði séð nafn Muhammads á dauðalista. Muhammad fór til Jórdaníu og var þrjá mánuði í Amman, heimsótti skrifstofu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) og leitaði úrræða fyrir sig og fjölskyld- una. Árangurinn var enginn og Mu- hammad sneri því aftur heim til Bag- dad að þremur mánuðum liðnum, þ.e. þegar leyfilegum dvalartíma hans í Amman var lokið. Tveimur mánuðum síðar skall ógæfan yfir. Muhammad hafði kennt tölv- unarfræði í barnaskóla í hverfinu og hann var því þekktur meðal fólks. „Hann var frægur,“ sagði Suaada við mig þegar ég hitti hana að máli í Amman í vikunni fyrir páska. „Það var ekki aðalástæða þess að hann var tekinn en ein þeirra. Aðal- ástæðan var auðvitað sú að hann var súnníti. Allir vinir hans höfðu verið drepnir.“ Hörmungar Ofbeldið í Írak hefur tekið á sig æ ljótari mynd eftir því sem á hefur liðið. Angist fólks er mikil en úrræðin fá, flótti stundum eina lausnin. FLÓTTAMANNAVANDI SEM Á SÉR FÁ FORDÆMI Texti og myndir: Davíð Logi Sigurðsson david@mbl.is Talið er að meira en tvær milljónir Íraka hafi flúið land sitt vegna hildarleiksins sem þar geisar. Flestir hafa farið til Sýrlands og Jórdaníu og búa þar við slæman kost. Innan Íraks eru sennilega jafnmargt fólk á vergangi.                  Reuters 10 SUNNUDAGUR 15. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÍRAKAR Á BARMI ÖRVÆNTINGAR  Í EFSTU SÆTUM METSÖLU- LISTANS Í 60 VIKUR! „… FÖGUR, GRIMM OG HITTIR MANN BEINT Í HJARTASTAÐ …“ PÁLL BALDVIN BALDVINSSON / DV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.