Morgunblaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 30
athafnalíf 30 SUNNUDAGUR 15. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ sjálfir, heldur fjölskyldur þeirra. Og hvað vill fólk í slíkum bæ? Kannski bókabúð, veitingastað, bílaþvotta- stöð og skyndibitastaði? Fjarðaál telur það líklegt og þrýstir á birgja sína að opna slík fyrirtæki í bænum. Það fyrirtæki, sem valið verður til að hafa umsjón með mötuneyti Fjarðaáls á að opna veitingastað í bænum og kaupa allt hráefni sem það getur á svæðinu. Samningar við það verða opinberaðir undir lok mánaðarins. N1, sem sér álverinu fyrir ókjörum öllum af smurolíu, ætlar að koma upp bílaþvottastöð og opna útibú alþjóðlegrar skyndibita- keðju. Innkaup á tölvum, prent- pappír, pennum og pappírs- klemmum frá Pennanum/Eymundsson þýða að fyrirtækið kemur upp bókakaffi á Reyðarfirði. Allir samningar kalla á spurninguna: Hvað ætlar þú að bjóða umfram viðskiptin við álverið, – „utan girðingar“? Enn má svo nefna, að þeir birgjar sem semja við álverið verða að laga sig að þeim kjarasamningum sem ál- verið hefur gert, þ.e. geta ekki boðið lakari kjör en álverið hefur sam- þykkt. Hátæknibúnaður framleiddur Þá stefnir í að hátæknibúnaður fyrir álver verði framleiddur í Fjarðabyggð á næstunni. Fyrirtæki, sem mun sinna alls konar viðhaldi fyrir álverið, hefur þar með tryggt sér grunnstarfsemi á staðnum og hyggst nýta sér þekkingu starfs- manna sinna til að framleiða slíkan búnað. „Þetta fyrirtæki ætlar að selja alls konar tæki og búnað til út- landa, svo bráðlega hefst útflutn- ingur á þekkingu Íslendinga á álver- um,“ segir Óskar Borg, innkaupa- stjóri Fjarðaáls. Hann sagði þetta eitt dæmi af mörgum um öll þau af- leiddu störf, sem álverið skapaði. Og nefnir annað dæmi: Securitas, sem hefur annast öryggisvörslu við ál- verið og gerir það áfram, verður með skrifstofu á staðnum, svo nú hefur almenningur aðgang að ör- yggisþjónustu. Innan Fjarðaáls eru menn mjög uppteknir af að koma vel fram við starfsmenn sína og aðra bæjarbúa. Og varla er hægt að finna nokkurn mann á svæðinu sem ekki eys álverið lofi. Það er nánast eins og allir séu í sama liðinu. Og raunar rímar það við grunngildin í Fjarða- áli, þar sem ekki eru verkstjórar heldur leiðtogar eða þjálfarar, sem eiga að aðstoða en ekki skipa fyrir. Þeir hafa það hlutverk að þjálfa fólk og lagt er upp með að starfsmenn fái sérmenntun í þær stöður sem þeir gegna. Þannig á starfið að byggjast á frumkvæði fólksins, en ekki að því sé skipað frá einum stað til annars. Einn af leiðtogunum er Reynir Höskuldsson, sem áður var verk- stjóri hjá byggingarfyrirtæki. Hann féll fyrir konseptinu hjá Fjarðaáli eftir að hann kynnti sér það í gegn- um bróður sinn, sem einnig vinnur hjá álverinu eins og raunar sonur Reynis og mágkona. Reynir býr á Grundarfirði og er að leita sér að tveggja íbúða húsi í Fjarðabyggð. „Sonur minn fer ekki að flytja heim úr þessu, en við viljum hafa hann ná- lægt okkur. Er það ekki alltaf þann- ig?“ Enn er til marks um breytta tíma á Reyðarfirði, að í mötuneyti frystihúss Skinneyjar-Þinganess er ekki nokkurt fiskverkafólk að finna. Þar er engin landvinnsla lengur. Á miðju gólfi mötuneytisins stendur hins vegar kranahermir, þar sem starfsmenn í kerskála eru þjálfaðir í notkun á stórum krönum. Kranar Morgunblaðið/ÞÖK Fyrsta framleiðslan Steypt eru 6.720 bakskaut og sett í botninn á 336 kerjum. Hér fylgist Hrollaugur Marteinsson með krana sem færir deiglu með bráðnu áli að skautmóti í steypuskála. Byrjunin Álframleiðsla í kerskálunum er að hefjast og er stefnt að því að ná fullum afköstum í október, 346 þúsund tonnum, með 575 megavöttum frá Kárahnjúkum. Á sama tíma og framleitt verður í öðrum enda kerskálans er enn unnið að byggingarframkvæmdum í hinum. 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.