Morgunblaðið - 15.04.2007, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.04.2007, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 101. TBL. 95. ÁRG. SUNNUDAGUR 15. APRÍL 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is SUNNUDAGUR AIHIN OG MEIHIN ÆRSLAFULLIR TVÍBURAR 3.000 PÖNDUR Í KÍNA >> 61 GUÐRÚN Í GA GA ANN SKORRADAL, FERÐAST OG VEIÐIR PRJÓNAR ALLT SJÁLF >> 24 AFRÍSK ÖRBIRGÐ BYRJUÐU FRÁ GRUNNI MEÐ NIRÐI HJÁ SPES Í TÓGÓ >> 40 Heilsubylgjur rísa og hníga. Nú virðist einfaldleikinn vera á upp- leið. Kunnugir segja að nú verði gönguskórnir teknir fram enda fátt jafn heilsusamlegt og að ganga. Gengið til góðrar heilsu Ensk félagslið hafa yfirtekið meist- aradeild Evrópu og í þokkabót stofnaði Englendingur fjórða liðið í undanúrslitum. Enski knatt- spyrnurisinn virðist vaknaður. Yfirtaka Eng- lendinga Hvatning Bjarkar Guðmundsdóttur til Færeyinga og Grænlendinga um að lýsa yfir sjálfstæði vekur at- hygli. Vakning þjóðanna í sjálf- stæðismálum er hæg en vaxandi. Hægfara vakning? ÖLL mál sem varða þjóðina alla en ganga þvert á flokkslínur eiga að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu, segir Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfing- arinnar. Stækkun álversins í Straumsvík fellur þar undir. „Það anddyri landsins sem gestir okkar er- lendir koma inn í varðar þjóðina alla. Íslensk nátt- úra er alheimsgersemi sem varðar ekki bara okkur Íslendinga heldur mannkynið allt.“ – Hefðuð þið þá sætt ykkur við niðurstöðuna ef Kárahnjúkavirkjun hefði verið samþykkt í þjóðarat- kvæðagreiðslu, jafnvel með naumum meirihluta eins og í Hafnarfirði? „Sums staðar erlendis er krafist aukins meiri- hluta þegar svo afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar að þær snerta milljónir ófæddra landsmanna. Finn- ar gátu ekki farið út í virkjanir þegar atvinnuleysi var hjá þeim af því að skilyrðin voru svo ströng.“ – Gerið þið þá kröfu um aukinn meirihluta? „Það mætti hugsa sér það. Við höfum ekki farið út í það nánar. En þjóðaratkvæðagreiðsla er augljós- lega betri kostur en að hluti landsmanna taki svo gríðarlega afdrifaríka ákvörðun.“ Íslandshreyfingin stefnir að því að hefja strax undirbúning aðildar að Evrópusambandinu, að sögn Ómars. „Í því felst að skilgreina samningsmarkmið og endurskoða stjórnarskrána – hvort heimilt er að afsala sér fullveldinu að þessu leyti. Það tók Eystra- saltsríkin tíu ár að undirbúa aðild og við þurfum að hefja þá vinnu. Við getum ekki setið hjá og látið tím- ann renna okkur úr greipum. Ef krónan reynist ónýt verður þessi undirbúningur að liggja fyrir.“ Íslandshreyfingin vill gefa veiðar frjálsar fyrir sex tonna báta með tvær rúllur yfir sumarmánuðina og opna þannig glugga upp í kvótakerfið. Þær veiðar yrðu hrein viðbót við þann kvóta sem úthlutað er og gerir Ómar ráð fyrir að veiðarnar yrðu „einhverjar þúsundir tonna“. Aðspurður hvernig þetta fari saman við stefnu Íslandshreyf- ingarinnar um að við veiðistjórnun þurfi að taka mið af veiðiþoli fiskistofna segir Ómar: „Þetta eru það litlir bátar sjáðu til. Við förum skemmstu mögulegu leið til að byrja með. Við telj- um þetta ekki það nákvæm vísindi að fiskistofnarnir þoli ekki þessa litlu báta. En þeir myndu samt hleypa lífi í litlu sjávarplássin sem hafa liðið fyrir hvernig málin hafa skipast í kvótakerfinu.“ Allt sem þjóðina varðar  Krafa um aukinn meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslum?  Undirbúningur aðildar að ESB hefjist strax Morgunblaðið/RAX Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is  Þá verður of seint að iðrast | 26-27 UM tvær milljónir Íraka hafa flúið ofbeldið í landi sínu á undanförnum misserum. Talið er að um 1,2 millj- ónir Íraka hafi flúið til Sýrlands og á áttunda hundrað þúsund Íraka er nú í Jórdaníu. Annar eins fjöldi er á vergangi innan Íraks. Flestir Írakanna í Jórdaníu þurfa að búa við ömurlegar aðstæður, eins og Davíð Logi Sigurðsson, blaða- maður Morgunblaðsins, komst að þegar hann heimsótti landið. Flestir Írakanna í Jórdaníu eru án dval- arleyfis sem þýðir að þeir eiga erfitt með að afla sér vinnu eða senda börnin sín í skóla. Margir lifa í eilíf- um ótta við jórdönsk innflytjenda- yfirvöld. Írakarnir geta ekki snúið aftur heim en þeir komast heldur hvergi, fá lönd hafa opnað dyr sínar fyrir þeim. Þetta er fólk svipt von- inni um bjarta framtíð. | 10Morgunblaðið/Davíð Logi Gíslar ofbeldis í Írak VIKUSPEGILL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.