Morgunblaðið - 15.04.2007, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 15.04.2007, Qupperneq 24
Eftir Valgerði Þ. Jónsdóttur vjon@mbl.is B jartsýni sögðu margir um þá hugmynd Guðrúnar Gerðar Guðrúnardóttur, eða Gögu Skorrdal eins og hún kallar sig, að opna GA GA, sér- verslun með handprjónaðar húfur, á Laugaveginum. Alveg ga ga, gætu sumir líka hafa hugsað með sér þeg- ar hún hrinti hugmyndinni í fram- kvæmd í júlí í fyrra. Enda virðist í fljótu bragði álíka vonlaust að selja húfur og til að mynda flugelda um hásumar. „Viðtökurnar voru samt ljómandi góðar og kannski merkilegast að heitasti dagur ársins var söluhæsti dagurinn hjá mér,“ segir Gaga, sem í byrjun hafði þó bara lopahúfur á boðstólum. Núna prjónar hún af fingrum fram úr ull, bómull, hör, silki og pólíester, eða blandar öllu saman. Hún veit fátt skemmtilegra og segist nánast vera orðin háð prjónaskapnum og alltaf jafn spennt að vita hvernig útkoman verður. Húfa verður kjóll – og öfugt „Ég bara byrja að prjóna án þess að hafa endilega fastmótaða hugmynd í koll- inum. Stundum tekur upphaflega hug- myndin stakkaskiptum í miðjum klíðum, húfa getur orðið að kjól og öfugt.“ Innblásturinn segir hún koma hvaðan- æva að, aðallega þó úr náttúrunni og landslaginu. Hún ferðast mikið innan- lands, elskar Skorradalinn, hálendið og veiðar. Veiðiferð í fyrrasumar segir hún hafa orðið sér mikil uppspretta hug- mynda. „Ég prjónaði í bílnum á milli áfangastaða og einnig eftir að ég kastaði útí og beið eftir að biti á. Heim sneri ég svo með bæði fiska og húfur í fartesk- inu,“ segir Gaga. Þar sem hún hefur nú hálfpartinn upp- lýst um tilurð seinna listamannsnafns síns er ekki úr vegi að spyrja um það fyrra. „Mig vantaði einfalt nafn á versl- unina og vörumerki. Meiningin var að nota upphafsstafi mína, GGG, en þeir voru þeg- ar til á skrá. Þá setti ég saman upphafs- stafi mína og beggja systra minna, Önnu og Ástu – þótt að vísu vanti kommuna yfir a-ið. Síðan lét ég hanna lógó, sem ég saum- aði á húfurnar, og notaði á nafnspjöld og umbúðir. Umgjörðin skiptir miklu máli, ekki síður en varan sjálf.“ Hendur, heili og húmor Gaga segist oft vera spurð hversu marga hún hafi í vinnu. Slíku sé þó ekki til að dreifa því hún handprjóni hverja ein- ustu húfu sjálf. „Ég hef tvær hendur, einn heila, margar hugmyndir og mikinn húm- or,“ segir hún. „Og svo hlæ ég þessi ósköp, því mér finnst húfurnar mínar alveg bráð- fyndnar,“ bætir hún við. Sem vissulega er orð sem lýsir GA GA-húfunum prýðilega. Furðulegar kannski líka, jafnvel stórund- arlegar með öllum sínum öngum, kögri, púffi, dúllum og dúskum hér og hvar. Þegar minnst er á að lögunin sé oft svo nýstárleg að ómögulegt sé að átta sig á hvernig húfurnar eigi að snúa, er Gaga fljót að leiðrétta misskilninginn. Hún seg- ir húfurnar ekki eiga að snúa eitt né neitt, heldur réttara sagt í allar áttir og eins og fólk kýs hverju sinni. Varla þarf að taka fram að engar tvær húfur eru eins. En eins og þær, kjólar og aðrar flíkur, sem hún er farin að prjóna í æ ríkari mæli samhliða húfunum, er vinnutími Gögu óhefðbundinn. „Ég fæ flestar hugmyndirnar rétt áður en ég sofna um níuleytið á kvöldin. Svo er ég vöknuð um þrjú eða fjögur og hefst þá handa við að útfæra þær,“ útskýrir hún. Afköstin eru misjöfn, en mest kveðst hún hafa prjónað þrettán húfur á dag. „En það var býsna langur vinnudagur,“ tekur hún fram. Startart Þegar Gaga hafði starfrækt sam- nefnda verslun í tæpt ár á aðeins 27 fermetrum var rekstri búðarinnar við hliðina hætt og henni boðið að leigja plássið auk efri hæðarinnar á Laugavegi 12b. „Ég hringdi í Önnu systur [Eyjólfsdóttur, myndhöggv- ara] og spurði hvort við ættum ekki að smella okkur á þetta. Hún var strax til í það og á endanum vorum við orðnar sjö, listakonurnar, sem ákváðum að stofna hér galleríð Startart.“ Þær stöllur opnuðu með pompi og prakt í mars og varð GA GA um leið part- ur af galleríinu, með vinnustofu á efri hæðinni. Þar eru húfurnar í tugavís, lit- glaðar og að því er virðist spriklandi af fjöri. Gaga er ekki frá því að þakka megi túristum að nokkru leyti fyrir að húfusala um hásumar gekk eftir, en þeir hafi frá fyrstu tíð verið stór hluti kúnnahópsins. „Ég hef fengið margar pantanir að utan og sent bæði húfur og kjóla eftir máli,“ segir hún. Og spurð svarar hún að við- skiptavinir sínir séu á öllum aldri, yfirleitt fólk sem sé orðið leitt á einhæfri fjölda- framleiðslu og vilji skera sig svolítið úr – líka á sumrin. Furðuverk af fingrum fram Morgunblaðið/Brynjar Gauti Engar tvær húfur eru eins, þær eiga ekki að snúa eitt né neitt, heldur í allar áttir eða eins og fólk kýs hverju sinni. Bráðfyndnar húfur Gaga Skorrdal er alltaf jafn spennt fyrir prjónaskapnum og útkomunni, sem henni finnst oft bráðfyndin. Morgunblaðið/Ásdís daglegtlíf Eliza Reid fór um Vestur- Afríku. Í síðasta hluta ferða- sögu hennar liggur leiðin til Tógó og Ghana. »40 ferðalög Samgöngur eru efst í forgangs- röð kjósenda. Hverjar eru áherslur flokkanna í samgöngu- málum? »34 samgöngur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.