Morgunblaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 60
60 SUNNUDAGUR 15. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Náms-menn í Reykjavík fá ókeypis í strætó frá og með næsta hausti. Þetta er hluti af stefnu sem borgar-yfirvöld kynntu á miðviku-daginn í umhverfis-málum. Gísli Marteinn Baldursson, for-maður umhverfis-sviðs, sagði að borgar-yfirvöld vilji bjóða borgar-búum upp á að ferðast öðru-vísi en með bílnum. „Við teljum að ef við náum náms-mönnum upp í strætó þá getum við alið þá dá-lítið upp í að nota þennan samgöngu-máta.“ Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stjórnar-maður í Strætó bs., sagði að lík-lega myndu náms-menn fá strætó-skírteini um leið og þeir fá nemenda-skírteini. Ókeypis strætó fyrir náms-menn er 1 af 10 stefnu-miðum sem borgar-yfirvöld kynntu á miðviku-dag undir yfir-skriftinni „Græn skref í Reykjavík“. Borgin ætlar sér líka að verð-launa vist-hæfa bíla með því að öku-menn þeirra fái að leggja ókeypis í Reykjavík. Náms-menn fá ókeypis í strætó Morgunblaðið/Eggert Reyk-vískir náms-menn fá ókeypis í strætó næsta haust. Mats-nefnd eignar-námsbóta hefur úr-skurðað að Lands-virkjun skuli greiða 2 land-eigendum á Fljótsdals-héraði 63,7 milljónir króna í bætur vegna land-nota Lands-virkjunar í landi Brúar vegna byggingu Kárahnjúka-virkjunar. Lands-virkjun hefur þegar greitt 5,3 milljónir inn á bæturnar, en þarf að greiða 3,7 milljónir í máls-kostnað og 2,6 milljónir í ríkis-sjóð vegna starfs-kostnaðar mats-nefndarinnar. Kröfurnar voru upp á 1,3 milljarða minnst en 3.025 hektarar fara undir Háls-lón. Bætur vegna Háls-lóns Kurt Vonnegut dáinn Banda-ríski rit-höfundurinn Kurt Vonnegut lést á miðviku-dag. Hann var 84 ára. Vonnegut er al-mennt talinn með helstu rit-höfundum Banda-ríkjanna þótt hann hafi verið um-deildur alla tíð. Hann skrifaði m.a. Slaughterhouse-Five og Breakfast of Champions. Aldrei fór ég suður Tónlistar-hátíðin Aldrei fór ég suður var haldin á Ísafirði um páskana. Hún hefur aldrei verið stærri, en tæp-lega 40 hljóm-sveitir og lista-menn komu fram. Hvert atriði stóð í 20 mínútur, sama hvort þar var á ferð íslensk sveit eða alþjóð-leg indí-stjarna. Að-gangur var ó-keypis. Fanney Lára valin ung-frú Reykjavík Fanney Lára Guðmundsdóttir, 19 ára Kópavogsbúi, var á fimmtudags-kvöld valin ung-frú Reykjavík. Hún var líka valin Aquolina-stúlkan. Í öðru sæti varð Jóhanna Vala Jónsdóttir, 20 ára Reyk-víkingur. Hún fékk flest at-kvæði í kosn-ingu sjónvarps-áhorfenda SkjásEins. Í 3. sæti varð Dóra Björg Magnúsdóttir, Aníta Brá Ingvadóttir var besta ljósmynda-fyrirsætan og Svanhildur Anna Gestsdóttir vin-sælasta stúlkan. Stutt Á fimmtu-daginn var gert sprengju-tilræði í þing-húsinu í Bagdad. Árásin var gerð á græna svæðinu svo-kallaða, en þar er öryggis-gæsla mjög mikil. Einn þing-maður súnníta lét lífið í árásinni. Bandaríkja-her segir að einn hafi látist og 22 hafi særst. Að sögn íraskra embættis-manna voru 7 þing-menn á meðal hinna særðu. Regn-hlífar-samtökin Íslamska ríkið í Írak hafa lýst yfir ábyrgð á sprengju-tilræðinu. Al-Qaeda sam-tökin til-heyra m.a. þessum regnhlífar-samtökum. Það hefur verið stað-fest að yfir-lýsingin er ófölsuð. Sprenging í þinginu Des Browne, varnarmála-ráðherra Bretlands, hefur lagt bann við því að bresku sjó-liðarnir sem voru í 2 vikna fanga-vist í Íran, selji fjöl-miðlum frá-sagnir sínar. Ráðu-neytið hafði áður verið harð-lega gagn-rýnt fyrir að leyfa sjó-liðunum 15 að þiggja greiðslur fyrir að veita fjöl-miðlum við-töl. Ætt-ingjar breskra her-manna sem fallið hafa í Írak og Afganistan fannst peninga-greiðslurnar vera móðgun við minningu hinna föllnu. Hin 26 ára gamla Faye Turney, eina konan í sjóliða-hópnum, mun hafa fengið 100.000 þúsund pund fyrir að veita bresku sjónvarps-stöðinni ITV og götu-blaðinu The Sun viðtöl. Hún segist í við-talinu við The Sun hafa óttast að sér yrði nauðgað í varð-haldinu og hún hafi verið neydd til að af-klæðast og dúsa á nær-klæðunum í klefanum. Henni var hótað að hún fengi ekki að sjá lítið barn sitt næstu árin. Mega ekki selja frá-sagnirnar REUTERS Faye Turney við komuna til Bretlands. Á mánu-daginn hélt Björk Guðmundsdóttir fyrstu tón-leikana sína hér á landi í 6 ár. Þeir voru þeir fyrstu í heims-tónleikaferð Bjarkar til að kynna nýja breið-skífu, Volta, sem kemur út um heim allan 7. maí. Á tón-leikunum tók Björk harða af-stöðu í sjálfstæðis-baráttu Færeyinga og Grænlendinga. Uppklapps-lag hennar, Declare Independence, var til-einkað þjóðunum, og hún hvatti þjóðirnar til að lýsa yfir sjálf-stæði sínu. Fær-eyingar eru ánægðir með Björk og er lítið rætt um annað á þar-lendum spjall-síðum. Björk póli-tísk á tón-leikum Morgunblaðið/Ómar Á föstu-daginn varð Dagný Linda Kristjánsdóttir, frá Akureyri Íslands-meistari í stór-svigi kvenna á Skíða-móti Íslands í Hlíðar-fjalli við Akureyri. Dal-víkingurinn Björgvin Björgvinsson varð Íslands-meistari í stór-svigi karla. Dagný Linda fékk langbesta tímann í fyrri umferð og jók heldur á forskot sitt í síðari umferðinni. Í 2. sæti lenti Salóme Tómasdóttir frá Akureyri og í 3. sæti varð Tinna Dagbjartsdóttir, einnig frá Akureyri. Sigur Björgvins var mjög öruggur, hann fékk bestan tíma í báðum ferðum. Þorsteinn Ingason varð í 2. sæti og Stefán Jón Sigurgeirsson í því þriðja. Íslands-meistarar í stór-svigi Morgunblaðið/Brynjar Gauti Dagný Linda Kristjánsdóttir og Björgvin Björgvinsson. Netfang: auefni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.