Morgunblaðið - 15.04.2007, Síða 70

Morgunblaðið - 15.04.2007, Síða 70
70 SUNNUDAGUR 15. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ - Miðasala í Smárabíó og Regnbogann - Engar biðraðir HEIMSFRUMSÝNING Vinkona hennar er myrt ogekki er allt sem sýnist Magnaður spennutryllir með súperstjörnunum Halle Berry og Bruce Willis ásamt Giovanni Ribisi Hve langt myndir þú ganga? Sími - 564 0000Sími - 462 3500 Perfect Stranger kl. 8 og 10:10 B.i. 16 ára Hot Fuzz kl. 10 B.i. 16 ára Úti er Ævintýri m/ísl. tali kl. 4 og 6 School For Scoundrels kl. 8 TMNT kl. 4 og 6 B.i. 7 ára Perfect Stranger kl. 3, 5.30, 8, og 10.30 B.i. 16 ára Perfect Stranger LÚXUS kl. 3, 5.30, 8, og 10.30 Mr. Bean’s Holiday kl. 1, 3, 5, 7, 9 og 11 Úti er Ævintýri m/ísl. tali kl. 2 og 4 Sunshine kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i. 16 ára TMNT kl. 2, 4, 6 og 8 B.i. 7 ára School for Scoundrels kl. 10 FRÁ DANNY BOYLE LEIKSTJÓRA 28 DAYS LATER OG TRAINSPOTTING KEMUR SPENNUTRYLLIR ÁRSINS! “Besta sci-fi mynd síðustu tíu ára.” D.Ö.J. Kvikmyndir.com eee “Sólskin er vel þess virði að sjá.” H.J. MVL eeee “Magnþrunginn spennutryllir og sjónarspil sem gefur ekkert eftir” - V.J.V. Topp5.is SÓLIN ER AÐ DEYJA. ER HÆGT AÐ BJARGA HENNI? Bardagafimu skjaldbökurnar eru mættar aftur í flottustu ævintýrastórmynd ársins ANNAR ÞESSARA TVEGGJA HEFUR HEILA... ...Á STÆRÐ VIÐ HNETU! Frábær gamanmynd frá leikstjóra Old School með Billy Bob Thornton og Jon Heder úr Napoleon Dynamite. Of góður? Of heiðarlegur? Of mikill nörd? eee Ó.H.T. Rás2 Frændaflokkurinn Kings ofLeon, skipaður þremurbræðrum og frændaþeirra, vakti talsverða at- hygli í upphafi ferilsins og var þá al- mennt talinn tilheyra bílskúrsrokks- veiflunni sem vart varð í upphafi áratugarins. Með tímanum hefur sveitin þó markað eigin braut og gengur enn lengra í þá átt á nýrri breiðskífu sinni, Because of the Tim- es, sem kom út sl. mánudag. Félagarnir í Kings of Leon, Nat- han, Caleb, Jared og Matthew, deila eftirnafninu Followill, en þrír þeir fyrstnefndu eru bræður og sá fjórði frændi þeirra. Faðir þeirra bræðra, sem eru burðarás sveitarinnar, heitir Leon, og eins afi þeirra fjögurra, og þaðan er heiti hennar komið. Hann var farandpredikari og þeir bræður hafa lýst uppvaxtarárunum svo að þeir hafi alist upp á vakning- arsamkomum víða um suðurríki Bandaríkjanna. Þeir fengu heima- kennslu, gengu ekki í skóla og lærðu á hljóðfæri með því að hlusta á aðra og þreifa sig áfram. Þegar faðir þeirra var sviptur hempunni og for- eldrarnir skildu fluttust þeir til Nas- hville og þar sungu þeir Caleb og Matthew sveitatónlist, meðal annars á kúrekahátíðum. Rokkið fannst þeim þó meira spennandi og árið 2000 stofnuðu þeir Kings of Leon með Matthew frænda sínum. Þeir fengu snemma samning við RCA-stórfyrirtækið og þar fengu þeir líka aðstoð við að móta sveitina, lagasmíðar og tilheyrandi frá upp- tökustjóranum og lagasmiðnum An- gelo Petraglia, sem samdi með þeim fyrstu lögin, þar á meðal öll lögin á fyrstu stuttskífunni Holy Roller Novocaine sem kom út 2003. Hitað upp fyrir stórstjörnur Fyrsta breiðskífan, Youth and Yo- ung Manhood, kom svo út sumarið 2003 og var mjög vel tekið. Það gerði sitt til að kynna sveitina að hún hitaði upp fyrir U2, Pearl Jam og Bob Dyl- an og náði með því til breiðari aldurs- hóps en annars hefði orðið. Youth and Young Manhood var heldur betur tekið austan hafs en vestan, sem skýrir meðal annars það að breiðskífa númer tvö, Aha Shake Heartbreak, kom út í Evrópu haustið 2004 en ekki fyrr en snemma árs 2005 í Bandaríkjunum. Þeirri skífu var ekki síður vel tekið, þar er á ferð- inni mjög hrá plata enda tóku þeir hana upp hráa, allir að spila og syngja samtímis í herbergi með einn hljóðnema, nánast í miðri tónleika- ferð. Prestastefnan mikla Þriðja platan, Because of the Tim- es, sem er kveikja þessarar sam- antektar, var svo tekin upp á síðasta ári, en rétt ár er síðan upptökur hóf- ust. Platan kom svo út sl. mánudag eins og getið er. Af heiti hennar má sjá að þeir sveitarmenn eru enn að vísa í uppruna sinn (sbr. Holy Roller Novocaine), því það er komið frá mikilli prestastefnu sem haldin er ár hvert í Alexandríu í Louisiana og bræðurnir sóttu oft með föður sínum sem strákar. Because of the Times hefur fengið fína dóma, hún þykir besta plata Kings of Leon, enda mun metn- aðarfyllra verk en fyrri skífur, meira í plötuna lagt og meiri áhætta tekin á henni. Upphafslagið er þannig sjö mínútna rokksýra og platan er að öðru leyti eins og hálfgerð sýnisbók rokkstíla, ótrúlega fjölbreytt plata og óvenjufjölbreytt reyndar – suðurríkj- arokk, dansrokk, rokkvals, ballaða, leikvangarokk og svo má telja. Mestu réð um útkomuna, segja þeir frændur, að þegar þeir mættu í hljóðverið vissu þeir nákvæmlega hvað þeir vildu gera, ólíkt því sem var með fyrri skífur, og þótt þeir hafi leit- að til sömu manna við upptökustjórn og útsetningar og við fyrri verk lýsa þeir frændur því svo að nú hafi það verið hlutverk aðstoðarmannanna að hjálpa þeim við að ná fram ákveðinni stemningu, en ekki að leiðbeina og stýra. Rokkprestastefnan mikla TÓNLIST Á SUNNUDEGI Árni Matthíasson Frændur Félagarnir í Kings of Leon. Bílskúrsrokkaldan mikla er hnigin og horfnar flestar þær sveitir sem hún bar í sviðsljósið. Enn lifa þó nokkrar sem meira var í spunnið; þær sem breyttust og breytast enn, hljómsveitir eins og Kings of Leon.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.