Morgunblaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 62
62 SUNNUDAGUR 15. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Kalvin & Hobbes HVAÐ ER LANGT ÞANGAÐ TIL VIÐ KOMUM UPP Í BÚSTAÐ? ÞAÐ ER TÖLUVERÐUR TÍMI. VIÐ ERUM EKKI ENNÞÁ KOMIN ÚT ÚR BÆNUM OG ÞETTA ER ÁTTA TÍMA AKSTUR EN NÚNA? ÉG SAGÐI ÞÉR AÐ VIÐ HEFÐUM ÁTT AÐ FLJÚGA Kalvin & Hobbes MÉR ER MÁL! VIÐ VORUM AÐ STOPPA RÉTT ÁÐAN, GETURÐU EKKI HALDIÐ Í ÞÉR EÐA HUGSAÐ UM EITTHVAÐ ANNAÐ NEI, ÉG GET BARA HUGSAÐ UM ÁR OG FOSSA NÚ ER MÉR MÁL NÆST FER ÉG EINN Í FRÍ Kalvin & Hobbes GOTT AÐ VIÐ ERUM KOMIN Á LEIÐARENDA ÞVÍLÍK ÞOLRAUN AÐ SITJA ÁTTA KLUKKUTÍMA Í BÍL MEÐ OFVIRKUM SEX ÁRA KRAKKA NÚ GETUR KALVIN HLAUPIÐ OG ÖSKRAÐ EINS OG HANN VILL. EN YNDISLEGUR STAÐUR PABBI HVENÆR FÖRUM VIÐ HEIM! Á ÉG AÐ SÝNA ÞÉR HVERNIG AKKERI VIRKAR Litli Svalur © DUPUIS GEEEEEERÐU ÞAAAAÐ! JA...Ö... VIÐ STELPUR FÁUM ALDREI AÐ SJÁ SKOTTIÐ Á STRÁKUM JA... Ö... ÉG VÆRI ALVEG TIL Í AÐ SÝNA ÞÉR MITT, EN ÞAÐ VERÐUR ÞÁ AÐ VERA LEYNDARMÁL. HMM? ÞESS VEGNA ERUM VIÐ HÉRNA. ÞAÐ KEMUR ALDREI NEINN HINGAÐ ERTU ALVEG VISS? ÉG LOFA! ÉG SAGÐI EKKI NEINUM FRÁ ÞESSU MÉR FINNST EINS OG ÞAÐ SÉ VERIÐ AÐ FYLGJAST MEÐ MÉR HVAÐA VITLEYSA? HVAR GÆTI EINHVER SVO SEM VERIÐ? ÞÚ HEFÐIR GETAÐ SAGT VINKONUM ÞÍNUM FRÁ ÞESSU OG ÞÆR GÆTU VERIÐ INNI Í ÞESSUM SKÁP ÞARNA EN MAÐUR VERÐUR AÐ VERA SVOLÍTIÐ HUGRAKKUR TIL ÞESS AÐ VERA ÞARNA INNI. ÞAÐ ER ÖRUGGLEGA FULLT AF RISASTÓRUM KÓNGULÓM ÞARNA INNI RISASTÓRAR? ERTU VISS? HVERSU STÓRAR? JAFN STÓRAR OG HÁKARLAR! dagbók|velvakandi Fjandmenn náttúrunnar Í ÍSLENSKU orðabókinni er ósnortin náttúra sögð vera „land sem ekki hefur verið hreyft við eða skaðað.“ Haft var eftir formanni Náttúruverndarfélagi Íslands að ósnortið land væri þar sem Kjalveg- ur fer um Biskupstungnaafrétt og Kjöl en þar er eins og flestir vita landið nánast auðnin ein eftir gengd- arlausa beit. Allur gróður er upp ét- inn, gerspilltur af manna völdum og upp frá moldarflákunum sem eftir eru rýkur gífurlegt magn efna út í andrúmsloftið sem veldur gróð- urhúsaveðurfari. Það er leitt til þess að vita að maður í þessari stöðu skynji ekki hvað ósnortin náttúra er. Hver ber ábyrgð á þessu ástandi nú í dag og að það skuli en vera beitt fé á þetta land? Bændasamtökin hljóta að vera þar efst á blaði því þau eru alfarið á móti að friða landið fyrir beit. Vinstrigræn (svört) eru þar líka inni á blaði því þeir fylgja í einu og öllu eftir vilja bændasamtakanna í þessum málum sem öllum öðrum. Þessi afstaða sýnir að vinstrigræn (svört) og Bændasamtökin eru verstu óvinir náttúru Íslands og hræsni vinstrigrænna (svartra) í umhverfismálum er svo augljós þeg- ar þetta blasir við. Það er kolbikas- vört ófreskja í umhverfismálum undir grænu hulunni sem þeir kenna sig við. Pétur Sigurðsson. Einlæg auglýsing ÉG VIL gera athugasemd við skrif Guðbjargar í Velvakanda, miðviku- daginn 11. apríl, undir yfirskriftinni Sjónvarpsauglýsingar. Hún segist bera hag stúlkunnar litlu í Ölgerð- arauglýsingunni fyrir brjósti og vill að hætt verði við auglýsingarnar þar sem barnið eigi á hættu að verða fyr- ir einelti. Ég myndi hafa meiri áhyggjur af því að barnið lesi skrif Guðbjargar um sig, en þau eru afar neikvæð og niðrandi. Það er miður að fullorðin kona ráðist svona að barninu. Stúlkan stendur sig vel finnst mér, það er eitthvað einlægt og fallegt við hana í þessum auglýs- ingum. Á mínu heimili og í vinahópn- um hafa allir gaman af þeim. Þórhildur. Léleg páskadagskrá DAGSKRÁIN í sjónvarpinu var mjög léleg um páskana. Það ætti að leggja niður fótboltaleiki á páskahá- tíðinni og sýna frekar fallegar mynd- ir um Jesú. Rúna. Gleymið ekki gamla fólkinu - látið flugvöllinn kyrran STJÓRN eldri borgara á Akureyri beinir þeirri áskorun til allra er stefna á þing í kosningum á komandi vori að vinna ötullega og af heilum hug að bættum hag eldri borgara og að tryggja að byggð verði hjúkr- unarheimili fyrir alla þá aldraða sem á hjúkrun þurfa að halda þegar ellin steðjar að. Hins vegar mótmælir stjórnin harðlega þeirri stefnu, hjá nýkynntu framboði eldri borgara í Reykjavík, að leggja niður Reykja- víkurflugvöll og eyðileggja þannig innanlandsflugið, eina af að- alsamgönguæðum landsbyggðafólks til höfuðborgarinnar. Stjórnin telur þetta stefnumark úr öllum takti við þau baráttumál eldri borgara sem efst eru á baugi og til þess eins fallið að þessi flokkur mun eiga sér fáa fylgjendur á landsbyggðinni. Stjórn félags eldri borgara á Akureyri. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is MYNDIN er tekin á ljósmyndastofu Sigríðar Zoëga árið 1917. Óskað er eft- ir upplýsingum um hvaða konur eru á myndinni og af hvaða tilefni myndin var tekin. Tekist hefur að bera kennsl á nokkrar konur, eins og kemur fram á meðfylgjandi lista, en það væri mjög vel þegið ef þeir sem geta gefið upplýsingar um myndina hefðu samband við Kristínu H. Traustadóttur í síma 861 6158 eða Hildigunni Hjálmarsdóttur í síma 866 5925. Sitjandi á gólfi – frá vinstri: Sigríður Zoëga, óþekkt. Miðröð, sitjandi í stólum – frá vinstri: óþekkt, óþekkt, Ingileif Zoëga (með stóran hatt), Steinunn Thorsteinson, óþekkt (Astrid Kaaber??), frú Obenhaupt, óþekkt. Aftasta röð, standandi – frá vinstri: óþekkt, óþekkt, óþekkt, Ellen Sveins- son, Georgia Björnsson, óþekkt, óþekkt. Mynd af konum í Reykjavík í grímubúningum KENNSLUGAGNADEILD Bóka- safns Háskólans á Akureyri og kennaradeild HA standa fyrir mál- þinginu, Barnabækur í skólastof- unni þriðjudaginn 17. apríl nk. Fyr- irlesarar verða Brynhildur Þórarinsdóttir, rithöfundur og að- júnkt við HA, Kristín Steinsdóttir rithöfundur og Ragnheiður Gests- dóttir rithöfundur. Brynhildur fjallar í erindi sínu Lestrarnautnin ljúfa um hlutverk barnabóka í skólastofunni, bókmenntauppeldi og lestrarnautnina sem er svo mik- ilvægt að upplifa, segir í frétta- tilkynningu. Kristín fjallar í erindi sínu, Sag- an í sögunni, um bækurnar Víta- hringur – Helgusona saga og Vest- ur í bláinn. Hvernig verða þessar bækur til og hverju langar Kristínu til að ná fram þegar hún skrifar þær? Ragnheiður Gestsdóttir flytur er- indið Til hvers læra börn að lesa? Þar setur hún fram spurningar á borð við hvernig er hægt að gera börn lesandi en ekki bara læs? Er hlustun mikilvæg og er hún ef til vill á undanhaldi í skólunum okkar? Málþingið verður haldið þriðju- daginn 17. apríl kl.16.15 í húsnæði HA, Þingvallastræti, stofu 24. Allir eru velkomnir. Barnabækur í skólastofunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.