Morgunblaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 15. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ F1 á Nürburgring Erum byrjuð að bóka í stutta og hnitmiðaða formúluferð 19. – 22. júlí. Sjá nánar á www.isafoldtravel.is. Ferðaskrifstofan Ísafold, sími 544 8866. Ferðalög Námskeið www.listnam.is Skartgripasmíði - PMC (Precious Metal Clay). Einkaumboð Íslandi frá Mitsubishi Materials Ltd. Nemendur fá allt efni á heildsöluverði. Grunnnám helgina 5. og 6. maí kl. 10-18 í Reykjavík. Uppl. í síma 695 0495. Upledger höfuðb. og spjaldhrm. Akureyri, 1. áfanginn í Upledger höfuðb og spjaldhryggjarmeðferð verður haldinn dagana 25.-28. maí næstk. á Akureyri. Upplýsingar og skráning í síma 466 3090 og einnig á www:upledger.is. Hemi-sync tækni. Vitundarleiðang- ur 5.-6.maí með Carmen Montoto. Námskeið til að bæta einbeitingu, læra hraðlestur o.fl. Upplýsingar á www.geocities.com/lillyrokk/hemi- sync - sími 699 0858. Fellihýsi Fleetwood Colonial árg. ‘05. Til sölu. Er með ísskáp, miðstöð, sólar- sellu, markísu, útigrilli, heitu og köldu vatni og sturtu. Verð 1.350 þ., áhv. lán 530 þ. kr. Uppl. í s. 895 0031. Þjónustuauglýsingar 5691100 Smáauglýsingar 5691100 ✝ Elín KristínÞorsteinsdóttir fæddist í Reykjavík 25. september 1951. Hún lést á krabba- meinsdeild Land- spítalans við Hring- braut 25. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar eru hjónin Þorsteinn Magnússon hús- gagnasmíðameist- ari, f. 30. 6. 1919, d. 12.11. 1983, og Guð- rún Ana Gunn- arsson húsfreyja, f. 4.5. 1923. Systkini Elínar eru Bjarni Gunn- ar, f. 1946, Magnús Gunnar, f. 1954, Sigurður Gunnar, f. 1956, Herdís, f. 1961 og Anna Hedvig, f. 1968. Fyrri maður Elínar er Sæ- mundur Vilhjálmsson og eign- uðust þau tvo syni, þeir eru: a) Bjarni, f. 9.3. 1977, kvæntur Sunnu Gunn- arsdóttur og eiga þau eina dóttur, El- ínu. Áður átti Bjarni soninn Breka með Zanny Vöggsdóttur. b) Styrmir, f. 1.2. 1983. Seinni maður Elínar er Ásmundur Sigvaldason. Dóttir þeirra er Harpa Rún, f. 12.2. 1992. Elín fluttist til Vestmannaeyja ásamt fölskyldu sinni í desember 1951 og átti þar heima til 1986. Að loknu gagnfræðaprófi hóf hún störf hjá Apóteki Vestmannaeyja og vann þar fram yfir gos. Síðan starfaði hún sem bókari, fyrst í Eyjum, en á höfuðborgarsvæðinu eftir að hún fluttist til Hafn- arfjarðar árið 1986. Útför Elínar var gerð í kyrr- þey. Ég sat við rúmið hennar Ellu Stínu, systur minnar, undir miðnætti laugardag síðla í mars og strauk hönd hennar. Við, sem vöktum yfir henni, vissum að stundin nálgaðist óðfluga. Það er alltaf ótrúlega sárt að kveðja þann sem manni þykir vænt um. Eftir sitja þó fallegar og skemmtilegar minningar eins og leiftur frá liðinni tíð. Þær skutu upp kollinum þetta kvöld. Minningar frá Vestmannaeyjum þar sem Ella bjó með fyrri manni sínum, Sæma, allt til ársina 1986. Ég sótti mikið í að komast til þeirra og skólinn var ekki fyrr búinn á vorin en ég var rokin til Eyja og sömu sögu var að segja um jólafríin. Þar passaði ég Bjarna son hennar í mörg ár, fyrst níu ára gömul. Ella treysti mér þannig fyrir því sem henni var kær- ast og yfir því var ég afar stolt. Fyrstu minningar tengjast atburði sem mér var sagt frá síðar, en það var þegar Ella litaði hárið á mér, tveggja ára gömlu barninu. Það var nefnilega þannig að Ellu langaði að prófa að lita á sér hárið, en var svolít- ið óviss um útkomuna og taldi því ráðlegra að gera fyrst eins og eina prufu á litlu systur sinni. Þetta var vonandi eina skiptið sem ég geng um með gult hár. Þau Ella og Sæmi voru alltaf af- skaplega góð við mig. Þau gáfu mér fyrsta dúkkuvagninn og fyrsta hjólið kom einnig frá þeim. Ekki má gleyma grenjudúkkunni sem allar stelpur öfunduðu mig af. Ég var reyndar dauðhrædd við hana framan af og það var ekki fyrr en hann Sig- urður bróðir minn sat með okkur, mér og dúkkunni, í drjúgan tíma að ég tók hana í sátt. Dúkkan góða bar síðan hið virðulega nafn Ella Sæm í höfuðið á gefendunum. Ella systir flutti upp á land fyrir rúmum tuttugu árum. Þar bjó hún í Hafnarfirðinum með seinni manni sínum, Ása, einum besta og dugleg- asta manni sem ég hef fyrirhitt og var aðdáunarvert að sjá í veikindum hennar hversu vel hann hugsaði um Ellu sína. Fjölskyldur okkar Ellu héldu þeim góða sið að halda að- fangadagskvöld saman ár hvert og á ég yndislegar minningar frá þeim tíma. Ella var elst okkar systranna og það var ekki síst hún sem hélt fjöl- skyldunni saman, allir höfðu sam- band við hana og litu til hennar sem leiðtoga. Ég er viss um að það var vegna allra þeirra góðu eiginleika sem hún bjó yfir. Hún var hrein og bein, orðheppin með eindæmum og það var mikill húmor í henni. Hún kunni að njóta þess hversdaglega í lífinu og gleðjast yfir hinu smáa ekki síður en því stóra. Hún naut þess að vera öllum stundum úti við í góðu veðri og fallegu landslagi og þá helst á hestbaki; algjört náttúrubarn. Ella var kraftmikil manneskja sem tók allt með áhlaupi og átti þá viðfangsefnið hug hennar allan, enda náði hún árangri í því sem fangaði huga hennar. Hún var ekki á því að gefast auðveldlega upp sem sýndi sig hvað best í veikindum hennar. Ég er óendanlega þakklát fyrir þann tíma sem ég fékk með Ellu Stínu. Það var svo margt sem ég gat lært af henni. Eitt af því var að setja sér markmið og ná því þótt á móti kunni að blása, og á erfiðum tímum stóð hún við hlið mér og taldi í mig kjark. Hún var hetjan mín. Ella Stína systir mín átti sér ynd- islega fjölskyldu sem nú horfir á eftir henni, Ása, strákana tvo, Bjarna og Styrmi, sólargeislann Hörpu Rún sem fermdist síðasta vor, og barna- börnin tvö. Í þeim lifir Ella áfram. Maður grætur þá sem voru gleði manns og yndi. Ellu Stínu systur minni fylgdi ekkert nema gleði. Hún kveður, ég græt. Anna Hedvig. Það var rétt fyrir jólin 2002, að hún Ella Stína, systir mín, greindist með eina illvígustu tegund krabba- meins, sem um getur. Henni voru ætlaðir um þrír mánuðir hið mesta. En hún gafst ekki upp og barðist í fjögur ár umfram það, kvartaði aldr- ei og aðspurð sagðist hún alltaf hafa það ágætt. Nokkrum dögum fyrir andlátið talaði hún um hvað hún hlakkaði til sumarsins, fara á hestbak og dvelja í sælureit þeirra hjóna, Munaðstungu í Reykhólahreppi. Þessi barátta varð til þess, að hún náði því að sjá dótturina fermast, halda á barnabarninu henni nöfnu sinni undir skírn og vera við brúð- kaup eldri sonarins í mars síðastliðn- um. Hvílíkur lífsvilji. Hvílík barátta. Hvílíkt æðruleysi. Við hlið hennar stóð allan tímann sem klettur hann Ásmundur, mað- urinn hennar. Aðdáunarvert. Ég kveð Ellu Stínu með virðingu og þakklæti, ákaflega stoltur yfir því að hafa átt hana fyrir systur. Blessuð sé minning hennar. Bjarni Gunnar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Með þessum orðum frænku minn- ar hér að ofan vil ég minnast Ellu Stínu, en við áttum samleið hátt í 40 ár eða frá því ég sá hana fyrst í Vest- mannaeyjum, sumarið 1970. Hún var glæsileg 19 ára stúlka, dökk á brún og brá, með hár niður í mitti og skjannahvítar tennur. Þegar hún brosti geislaði af henni. Hún hafði svipmikið nef og minnti á eina helstu kvikmyndastjörnu þeirra tíma, Lísu Minnelli. Ella Stína var alltaf í stæln- um og klædd samkvæmt nýjustu tísku. Hún var snögg til svars ef með þurfti. Hún mátti ekkert aumt sjá og var alltaf fyrst til að rétta hjálpar- hönd ef á þurfti að halda. Synir mínir báðir, Steini og Helgi tóku við hana ástfóstri frá fyrstu tíð. Ég var svo lánsöm að hún bjó hjá mér í hálft ár eftir að hún lenti í sjóslysi á hraðbát og afltaug í upphandlegg skarst í tvennt.Þá þurfti hún í endurhæfingu í Reykjavík. Hún gætti Steina, sem þá var ársgamall, og sagði hann hafa haldið í sér lífinu þennan tíma. Það var dæmigert fyrir keppnisskap hennar að hún fór til Eyja og hóf að æfa badminton og varð Vestmanna- eyjameistari í greininni ári síðar. Já, hún Ella Stína skilaði sínu af sér með sóma og fékk til þess ótak- markaðan stuðning eiginmanns síns, Ásmundar Sigvaldasonar, sem bar hana á höndum sér, þannig að allir sem fylgdust með dáðust að natni hans og velvild. Það var gott að koma í morgunkaffi til þeirra á aðfangadag og finna ylinn sem streymdi frá þess- ari samheldnu fjölskyldu. Manni var ekki í kot vísað og ávallt velkominn, hvernig sem á stóð. Við Ella vorum alla tíð eins og systur. Ég votta Ásmundi, Bjarna, Styrmi og Hörpu Rún innilega samúð og veit að þau taka við þar sem hún sleppti takinu. Megið þið, yndislega fjölskylda, læra að lifa með minningu um frábæran persónuleika. Gunnu Gunn og fjölskyldu votta ég einnig dýpstu samúð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. Unnur Ríkey Helgadóttir. Fundum okkar Elínar Kristínar Þorsteinsdóttur bar fyrst saman í ágúst 1966, daginn sem ég flutti til Vestmannaeyja með foreldrum mín- um. Strax þann dag myndaðist taug á milli okkar sem aldrei rofnaði, fölskvalaus vinátta sem aldrei bar skugga á og gagnkvæmt traust, sem aldrei þurfti um að efast. Það var sama hvort löng eða stutt stund leið á milli endurfunda og það breytti engu þótt við gengjum í mörgu tilliti hvort sína leið í lífinu og byggjum landfræðilega langt hvort frá öðru, alltaf var hugur okkar hvors til ann- ars óbreyttur. Elín er besta vinkona sem ég hef eignast og vinskapur okkar var mér afar mikilvægur. Elín var alla tíð ákveðin og hrein- skiptin í öllum samskiptum. Það fór ekki framhjá neinum sem henni kynntist að hún var sterk persóna með ríka réttlætiskennd. Hún var útivistarkona og síðustu áratugina átti hestamennska hug hennar allan. Elín greindist með erfitt krabba- mein fyrir rúmum fjórum árum. Þann tíma sem hún lifði með sjúk- dómi sínum sýndi Elín þann styrk sem hún bjó yfir. Hverju áfalli var tekið með hetjulund og baráttuvilj- inn til að þrauka og fá sem mest út úr lífinu var aðdáunarverður. Hún lagði hart að sér að annast börn og bú og sinna áhugamálum sínum með fjöl- skyldu og vinum. Unaðsreiturinn Munaðstunga, sem um nokkurt skeið hefur verið í eigu þeirra hjóna Elínar og Ásmundar Sigvaldasonar, var hennar paradís. En Elín stóð ekki ein í baráttunni. Hún var alla tíð umvafin umhyggju og ástríki samhentrar fjölskyldu og vina, sem fylgdust með og tóku þátt í gleði og sorgum og veittu þá aðstoð sem unnt var að veita. Það er aldrei hægt að ofmeta þá gæfu að eiga góða að. Að Elínu genginni sakna ég vinar í stað. Hitt er þó meira um vert gleðin að hafa átt Elínu að vinkonu öll þessi ár. Minningar um góðan vin eru fjár- sjóður, sem mölur og ryð fá ekki grandað. Það eru forréttindi að hafa fengið að verða samferða traustum vini í rúm fjörutíu ár á þann hátt, sem vinskapur okkar Elínar hefur verið. Fyrir þetta verð ég ævinlega þakklátur. Ég, kona mín og dætur vottum Ás- mundi, Guðrúnu móður hennar, börnum, systkinum og öðrum ástvin- um dýpstu hluttekningu. Þrátt fyrir marga sigra í erfiðri baráttu við ill- vígan sjúkdóm var tapið óumflýjan- legt. Elín er farin frá okkur en minn- ing hennar mun lifa. Pétur Bjarnason. Kallið er komið, komin er stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. (V. Briem) Við kveðjum samstarfskonu og góðan vin. Elín Kristín kom til starfa með okkur fyrir um 10 árum. Hún vann við bókhald fyrir fjölmarga við- skiptavini sem margir hverjir urðu góðir vinir hennar enda hafði Elín þægilegt viðmót, viðræðugóð og fróð um menn og málefni. Við sem nutum þess að vera starfsfélagar hennar minnumst heiðarlegrar, hreinskipt- innar og skemmtilegrar konu. Hún var orðheppin í meira lagi og glumdu oft hlátrasköllin þar sem hún var komin. Við áttum einnig góðar samveru- stundir með Elínu utan vinnu á árshátíðum, tónleikum og í leikhús- um, en best naut hún sín eflaust úti í náttúrunni annaðhvort á skíðum eða á hestbaki. Hún lifði heilbrigðu lifi og stund- aði líkamsrækt af miklum móð enda var hún vel stælt og glæsileg. Í árslok 2002 stóð til að Elín færi í meinlausa smáaðgerð en raunin varð önnur. Mein hafði tekið sér búsetu í líkama hennar og við tóku erfiðar lyfjameðferðir. Kraftur hennar og lífsvilji var slíkur að við hrifumst með og héldum að hún myndi hafa yfirhöndina. Aftur kom hún til vinnu glöð og hress og allt benti til þess að hún hefði náð fullum bata. En hvert áfallið af öðru reið yfir og kom að því að þessi kraftmikla kona varð að bíða lægri hlut. Meðan á veikindum hennar stóð fundum við hvað hún hafði unnið hug og hjörtu þeirra sem hún hafði unnið fyrir og með. Þetta fólk hugsaði til hennar og fylgdist með líðan hennar. Við þökkum þér elsku Elín fyrir að hafa verið eins og þú varst, trygg- lynd, stolt og góður vinur. Kæri Ási, Harpa, Bjarni, Styrmir og aðrir ástvinir, megi guð styrkja ykkur á þessum erfiða tíma og minn- ing Elínar ylja ykkur. Samstarfsfólk hjá Ernst & Young hf. Elín Kristín Þorsteinsdóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hve- nær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvað- an útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. . Minningargreinar MINNINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.