Morgunblaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 40
Í Vestur-Afríku eru fimmt- ungslíkur til þess að korna- barn deyi áður en það nær fimm ára aldri. Malaría, nið- urgangur, alnæmi og aðrir sjúkdómar sem er hægt að lækna eða halda í skefjum á Vesturlöndum eru banvænir á þessum slóðum. Á ferð minni komst ég ekki hjá því að sjá hvern þorpskrakkann á fætur öðrum með uppþembdan maga eða bleiulaus smábörn skríðandi í stórum pappakössum sem komu í stað leikgrinda. Örbirgðin breytti því ekki að flest börn sem ég hitti voru vingjarnleg og glöð í bragði, köstuðu á mig kveðju þegar ég átti leið hjá og báðu mig um bonbons. Og hamingjan skein einna skærast í andliti krakk- anna sem ég hitti í Spes (www.spes.is). Spes er latneska orðið fyrir von. Í þessu tilfelli er það einnig skamm- stöfun fyrir samtökin Soutien pour l’enfance en souffrance (stuðningur fyrir börn í neyð). Þau reka mun- aðarleysingjahæli í Lomé, höf- uðborg Tógó, sem reis að frumkvæði Njarðar P. Njarðvík eftir að hann heimsótti vini í landinu fyrir tæpum áratug. „Við byrjuðum alveg frá grunni með Nirði,“ sagði forstöðukonan Im- maculée Amenganvi um leið og við vættum kverkarnar með bleikum bissap-safa. Eftir fyrstu ferðina til Tógó safnaði Njörður því fé sem þurfti fyrir hælið og fékk til liðs við sig valinkunna einstaklinga (Össur Skarphéðinsson er núna formaður Spes á Íslandi og með honum í stjórn eru Bera Þórisdóttir, Eva María Gunnarsdóttir, Jón Sigurðs- son og Lena Magnúsdóttir). Með að- stoð móðursamtakanna í Frakklandi tókst þeim að afla fjár til að sjá um dvöl fimm barna á munaðarleys- ingjahælinu. Hælið sjálft er líkast kastala í æv- intýri og stendur nærri þjóðar- leikvangi landsins. Þegar ég var á ferð átti 61 barn heima þar, allt frá hvítvoðungum til tíu ára aldurs. Þau hafa annaðhvort misst annað for- eldrið eða bæði og Spes sér hverju barni farborða til 16 ára aldurs; veit- ir bæði menntun og hollan mat. Spes var eins og fimm stjörnu hót- el miðað við aðbúnaðinn sem ég sá í Peuple du Monde í Benín þar sem allt var á byrjunarstigi. Hjá Spes er rafmagn og rennandi vatn og í starfsliðinu eru meðal annars 15 „ta- ta“, nokkurs konar dagmömmur sem fylgjast með börnunum. Í gluggunum eru moskítónet og nýtt mötuneyti og svefnskáli eru í bygg- ingu. Eflaust hefur það sitt að segja að Spes er í höfuðborginni og vegleg fjárframlög hafa greinilega verið nýtt skynsamlega (það kostar 77 evrur á mánuði að styrkja eitt barn). Á einum veggnum var málverk af ávaxtakörfu og þar fyrir ofan látlaus skjöldur með þökkum til íslenskra stjórnvalda og annarra vildarvina fyrir stuðning við hælið. Í portinu hljóp einn fjörkálfurinn um í stutt- ermabol með merki Sparisjóðsins. Au revoir français, hello English „Og hvernig leist þér á Tógó?“ Tó- góski landamæravörðurinn spurði mig spjörunum úr á varðstöðinni á Aflao við landamæri Tógó og Gana. „Bara mjög vel en ég hafði þó ekki tíma til að ferðast mikið,“ sagði ég um fimm daga dvöl mína í landinu, þar af var tveimur var eytt uppi í rúmi út af einhverri flensu sem ég fékk. „Ah!“ hrópaði hann skrækt upp yfir sig eins og mönnum er svo tamt í þessum hluta Afríku þegar þeir láta í ljós uppgerðarhneykslan. „En það er allt í lagi,“ hélt hann áfram. „Næst þegar þú kemur get- urðu haft uppi á mér og ég skal vera með þér allan tímann.“ Svo blikkaði hann mig. Þetta var í síðasta skipti sem ég fór um landamæri á ferða- laginu og þegar ég tók mín fyrstu skref í Gana buðu kaupahéðnar kostakjör hver í kapp við annan: hagstæðustu gjaldeyriskaupin hér, besta verðið á ólöglegum geisla- diskum þar, steikt kjöt á teini eða hass. Ég lét þetta allt sem vind um eyru þjóta. „Gæti ég fengið smágreiðslu?“ spurði þreytulegur embættismaður Ganamegin þegar hann kvaðst vilja sjá vottorðið mitt um bólusetningu gegn gulu. Ég hristi höfuðið. „Tja, kannski þú viljir giftast mér í stað- inn?“ spurði hann þá með vonar- glætu í röddinni. Ég var sem sagt komin til Gana, þar sem enska er töluð og innblásin heiti hárgreiðslustofanna bera trúarhita íbúanna glöggt merki. Í suðurhluta landsins þar sem kristni er ríkjandi tekur maður sérstaklega eftir biblíuvísunum í heitum hinna ýmsu fyrirtækja og stofnana. Fyrstu mínúturnar á fjögurra stunda öku- ferðinni til höfuðborgarinnar Accra tók ég til dæmis eftir Dýralækna- stofu gæfu og náðar (eins og í Dav- íðssálmum), Heilsulind hinnar heil- ögu þrenningar, Matvöruverslun dýrðarinnar, og Tískubúð hins sæla Jesú. „Drottinn verndar mig gegn öllum hættum,“ var málað á sendi- ferðabíl við hús sem verið var að reisa. Lausir trjábolir studdu við burðarvirkið sem var í smíðum og verkamenn gengu um án hjálms tugi metra frá jörðu. Aldrei aftur Sjávarseltan liggur í röku loftinu þegar maður röltir eftir hinum sendnu ströndum Cape Coast, um þriggja tíma ökuferð vestur frá Mundu mig, ég man þig Þegar leið að lokum hins langa ferðalags Elizu Reid um Vestur- Afríku, sem sagt hefur verið frá hér í blaðinu fjóra síðustu sunnu- daga, heimsótti hún munaðarleysingjahæli íslensku samtakanna Spes í Tógó og virti fyr- ir sér áhrifamikil minn- ismerki um mansal í Ghana. Ævintýrin gerast enn Aðalbygging Spes í Lomé er líkust ævintýrakastala. Öll byggingin er máluð skærum litum, að innan sem utan. Hádegismatur! Börnin í munaðarleysingjahæli Spes í Lomé gæða sér á heitum málsverði í hádeginu. Stúlkan borðar með hægri hönd eins og er til siðs á þessum slóðum; þá vinstri má hins vegar ekki nota til þess arna samkvæmt venju og hefð. ferðalög 40 SUNNUDAGUR 15. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.