Morgunblaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 27
– Um það verður vart deilt að álvers- framkvæmdirnar hafa fært meiri fjölbreytni og aukinn kraft í Fjarðabyggð. Mun Íslandshreyf- ingin eiga upp á pallborðið þar? „Þessar framkvæmdir eru hafnar og við skiptum okkur ekki af þeim. En það blasir við að aðrar þjóðir væru búnar að koma sér upp ál- verum ef það væri svona hagkvæmt. Ég bendi á að sex risaálver eru nú á borðinu, þau þrjú sem fyrir eru og þau þrjú sem stefnt er að að reisa.“ Dýrasta fjárfesting sem finnst – Hefur nokkuð verið ákveðið í þeim efnum? „Forsætisráðherra hefur lýst því yfir að þrjú álver gætu risið fyrir 2020. Ef þau verða öll reist í fullri hagkvæmnisstærð munu þau fram- leiða þrjár milljónir tonna af áli og þurfa til þess sex þúsund megavött – alla virkjanlega orku landsins. Afraksturinn yrði þrjú þúsund störf eða 2% af vinnuafli landsmanna. Hlutur þessara álvera í þjóðarframleiðslunni yrði um 7%. Til samanburðar er hlutur menningariðnaðarins þegar orðinn 5% af þjóðarframleiðslunni og þegar starfa 7 þúsund manns við ferðaþjónustu. Ég minni aftur á Finnland. Það blasir við að það að reisa álver gefur minnstan virðisauka, minnsta atvinnu og að það er dýrasta lausn sem hægt er að finna á vandamálum atvinnulífsins. Hvert starf í álverinu á Reyðarfirði kostar 500 milljónir króna.“ – En þá ertu einungis að horfa á kostnað við virkjanaframkvæmdir. Gefur það ekki gleggri mynd að horfa til arðseminnar sem slík fjárfest- ing skapar? „Þetta er dýrasta fjárfesting sem þú getur fundið og arðurinn verður lægri arðsemiskröfu einkafyrirtækja. Álverið hefði aldrei getað risið nema af því lánin til virkjanaframkvæmdanna voru ríkistryggð. Þess vegna fékkst betri lána- fyrirgreiðsla. Þetta á eftir að koma betur í ljós. Fjárfesting fyrir hvert starf í Leifsstöð er fimmtíu sinnum minni en í Kárahnjúkum.“ – En eftir sem áður er arðsemin hugsanlega meiri af Kárahnjúkavirkjun? „Arðsemi álverksmiðjunnar er áreiðanlega mjög góð fyrir Alcoa. En virkjunin var með minni arðsemiskröfur en einkafyrirtæki. Og fyrst kostnaður við virkjunina fór fram úr áætl- un, þá er komið í ljós að hún verður rekin með tapi miðað við þá arðsemi sem hægt var að fá fyrir þessa fjárfestingu eftir öðrum leiðum.“ – Fyrst talað er um arðsemi og einkaframtak segist þið vera flokkur sem trúir á einka- framtak og frelsi einstaklingsins til athafna. Hvað um frelsi einstaklingsins til að virkja og byggja upp stóriðju? „Við sjáum að einkavæðing undanfarin hefur verið ákaflega vandasöm og okkur hugnast ekki sú sýn að um orkulindir landsins fari alveg eins og sjávaraflinn; þær lendi í höndum örfárra að- ila, jafnvel erlendra. Ef lagt er upp með að fara út í einkavæðingu á orkulindum landsins þarf að fara með ýtrustu gát. Við sjáum til dæmis núna möguleika á því að eitt fyrirtæki Rio Tinto, sem fengið hefur þann stimpil á sig að vera sóðalegasta fyrirtæki heims, gæti eignast allar íslenskar álverksmiðjur. Ef við bætist að það gæti líka eignast orkulindirnar er það ekki framtíð sem ég vil búa afkomendum mínum.“ – Þið talið um aukið aðhald í ríkisfjármálum og leggið til takmarkaðan niðurskurð, fyrst og fremst á ráðuneytum og utanríkisþjónustu. En á sama tíma fela tillögur ykkar í sér lægri tekjur fyrir ríkið, m.a. hækkun skattleys- ismarka og tilfærslu skattstofna til sveitarfé- laga og stóraukin útgjöld á flestum sviðum? „Það byggist til dæmis á þeirri skoðun að með því að halda skattprósentunni lágri og jafn- vel lækka hana sé hægt að fá fleiri fyrirtæki til að flytja sig til Íslands og greiða stórar fúlgur í ríkissjóð. Ég nefni sem dæmi að þrjú fjármála- fyrirtæki á Íslandi greiða 30 milljarða í rík- issjóð. Síðan þarf nú ekki annað en að vitna í ýmsa efnahagssérfræðinga sem hafa bent á að stjórn ríkisfjármála sé stórlega ábótavant.“ – En hefur sú gagnrýni ekki fyrst og fremst falist í því að ekki hafi verið komið böndum á ríkisútgjöld á þenslutímum. Íslandshreyfingin virðist ekki líkleg til þess ef marka má stefnu- skrána? Betri tök á ríkisfjármálunum „Við teljum að með meira frjálsræði í efna- hagskerfinu og með því að vinda ofan af þessum stórkostlega viðskiptahalla sé hægt að ná betri tökum á ríkisfjármálunum. Það þarf ekki okkur til að benda á þetta. Fjöldinn allur af sérfræð- ingum hefur orðið til þess. Ég sé ekki betur en Davíð Oddsson sé önnum kafinn við að benda á óstjórnina í ríkisstjórninni sem var áður undir hans forsæti.“ – Þið viljið taka Ísland af lista hinna viljugu þjóða. Grefur það ekki undan trúverðugleika Íslands á alþjóðavettvangi að skipta um skoðun löngu eftir að atburðurinn er liðinn? „Ef við gerðum þetta værum við að vísa til niðurstaðna skoðanakannana sem gerðar voru um það leyti sem þetta átti sér stað, þar sem yf- irgnæfandi meirihluti þjóðarinnar var á móti þessu. Við viljum hreinsa þennan blett af okkar þjóð.“ – Þú hefur nefnt eldfjallagarð á Reykjanes- skaga að fyrirmynd Hawaii sem eitt mögulegt svar við stóriðjustefnunni. „Upphaflega var það Landvernd sem benti á möguleika á eldfjalla- og auðlindagarði á Reykjanesi. Sá garður gæti orðið frægasti og flottasti eldjallagarður heims. Annan ennþá stærri mætti búa til fyrir norðan Vatnajökul.“ – Nýlega var bent á að velta garðsins í Hawa- ii væri aðeins 370 milljónir króna. „Það er þýðingarlaust að reikna út hvað við græðum við margar krónur á Gullfossi. Engar! Ferðamenn fara að fossinum og borga ekkert fyrir að horfa á hann. Svona útreikningar hafa ekkert gildi. Það verður að reikna út hvað ferðamaðurinn færir okkur miklar tekjur frá því hann leggur af stað í íslenskri flugvél er- lendis og þar til hann snýr aftur heim. Veltan í eldfjallagarðinum sjálfum er ekki upphæðin sem við eigum að horfa á. Ef það kæmu 50 þús- und ferðamenn eingöngu til að skoða þennan eldfjallagarð næmu beinar og óbeinar tekjur af því fimm milljörðum á ári.“ – Þið talið einmitt um stóraukinn fjölda ferðamanna og að aðgengi að ferðamannastöð- um verði stórbætt – en erum við hugsanlega með því að drepa helsta aðalsmerki íslenskrar náttúru, þ.e. hversu ósnortin hún er? „Það þarf að skipuleggja ferðamannaflæðið. Á sumum svæðum á ferðamaðurinn að geta treyst því að hann sé á mjög fáförnum slóðum. Á öðrum þarf að ganga þannig frá að hann geti skoðað merkileg fyrirbæri án þess að valda raski. Það er vel hægt miðað við það sem ég sá í Yellowstone í Bandaríkjunum þar sem tvær milljónir koma á viðkvæm og tiltölulega smá svæði og þeir hafa stjórn á því. Ég sé enga ástæðu til að sækjast eftir 2 milljónum ferða- manna, en spáð er einni milljón árið 2020 og virðisaukinn af því er 100 milljarðar króna á ári. Hver ferðamaður færir okkur 105 þúsund krón- ur í virðisauka, en hvert tonn af áli 27 þúsund krónur. Eitt tonn af ferðamönnum færir okkur því næstum fjörutíu sinnum meiri virðisauka en eitt tonn af áli. Þetta var nú kannski ósann- gjarnt,“ segir Ómar og hlær. „Þá reikna ég með að þeir séu 100 kíló hver.“ – Eftir atkvæðagreiðsluna um stækkun ál- versins í Hafnarfirði sagðist þú vera þeirrar skoðunar að slík mál ættu að fara í þjóð- aratkvæðagreiðslu. „Við erum með þjóðaratkvæði í stefnuskrá okkar; að mál sem varða þjóðina alla en ganga þvert á flokkslínur eigi að fara í þjóðaratkvæði. Það anddyri landsins sem gestir okkar erlendir koma inn í varðar þjóðina alla. Íslensk náttúra er alheimsgersemi sem varðar ekki bara okkur Íslendinga heldur allt mannkynið.“ – Hefðuð þið þá sætt ykkur við niðurstöðuna ef Kárahnjúkavirkjun hefði verið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu, jafnvel með naumum meirihluta eins og í Hafnarfirði? „Sums staðar erlendis er krafist aukins meirihluta þegar svo afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar að þær snerta milljónir ófæddra landsmanna. Finnar gátu ekki farið út í virkj- anir þegar atvinnuleysi var hjá þeim af því að skilyrðin voru svo ströng.“ – Þannig að í ykkar stefnu fælist krafa um aukinn meirihluta? „Það mætti hugsa sér það. Við höfum ekki farið út í það nánar. En þjóðaratkvæðagreiðsla er augljóslega betri kostur en að hluti lands- manna taki svo gríðarlega afdrifaríka ákvörð- un. Ástandið í þjóðfélaginu á þeim átta árum sem ég gerði allt mitt til að miðla upplýsingum um þessi mál var þannig að það eitt að miðla óhlutdrægum upplýsingum um málið var talið barátta gegn virkjanaframkvæmdum. Upplýs- ingamiðlunin hefur verið stórlega vanrækt og hana verður að efla því atkvæðagreiðslur eru til lítils þegar vantar allan grunn undir að mynda sér skoðanir.“ – Hver er stefna ykkar í innflytjendamálum? „Það er skýrt í okkar huga að hugmyndir Frjálslynda flokksins um að stýra flæðinu til okkar og minnka það með aðgerðum stangast á við EES-samninginn. Skilyrðið fyrir því að geta tekið slíka takmörkun upp eru fleiri en eitt og lúta öll að því að nánast neyðarástand sé skollið á. Við teljum höfuðatriði í sambandi við innflytj- endurna að líta á málið frá okkar hlið – að inn- flytjendur og þjóðfélagið samlagist, við þeim og þeir okkur, en ekki bara annar aðilinn. Við fögnum þessu fólki sem bjargar okkur frá efna- hagskollsteypu með því að koma hingað. Við þurfum að standa almennilega að því að koma til aðstoðar innflytjendum, koma í veg fyrir að þeir séu hlunnfarnir um laun og réttindi og jafnvel látnir búa í gámum, eins og ég hef heyrt um. Við eigum að taka innflytjendum fagnandi og læra af reynslu annarra þjóða.“ – Gengi Íslandshreyfingarinnar hefur verið upp og ofan í skoðanakönnunum. Ertu bjart- sýnn á að þið náið inn mönnum? „Ég er bjartsýnn á að fólk átti sig á því að eina leiðin til að það verði straumhvörf í þessum kosningum er að við náum mönnum á þing. Til þess að hér verði umskipti í stóriðjumálum verður að koma í veg fyrir að stóriðjuflokkarnir þrír, Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Frjáls- lyndir nái meirihluta. Við erum með framboð á miðjunni sem sækir til hægri og skoðanakann- anir sýna misjafnar niðurstöður, en þær sýna að við höfðum til 38% þeirra sem nú segjast ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og vilja stór- iðjuhlé og 32% þeirra sem ætla að kjósa Fram- sókn. Þetta fólk á erfitt með að fara alla leið til vinstri grænna og kjósa þá. Ég segi: Kjósið okkur svo þjóðarviljinn fái að koma fram í þessu stóra máli sem hefur algjöra sérstöðu í kosning- unum af því að það hefur áhrif langt inn í fram- tíðina.“ Nýr meirihluti reyni fyrst stjórn- armyndun – Fyrst Íslandshreyfingin sækir til hægri, er þá Sjálfstæðisflokkurinn ekki fyrsti kostur í ríkisstjórnarsamstarfi ef samstaða næðist í um- hverfismálum? „Þegar nýr meirihluti myndast á þingi er eðlilegast að hann reyni að mynda stjórn. Ef það tekst ekki eru tvö mál úrslitaatriði fyrir okkur, annars vegar stóriðjuhlé í fimm ár og hinsvegar að opna glugga að kvótakerfinu. Ef mál skipast svo að einhverjir flokkar frekar en aðrir samþykki þessi skilyrði útiloka ég ekki samstarf og aðrir flokkar hafa ekki útilokað neitt samstarf.“ – En er það trúverðugt að þið sem flokkur sækið til hægri þegar í forystusveitinni er fólk sem kemur víðar úr pólitíska litrófinu, t.d. Jak- ob Frímann Magnússon úr Samfylkingunni? „Þetta er flokkur hægra megin á miðjunni. Það segir allt sem segja þarf um frambjóðendur okkar. Jakob Frímann er hægra megin á miðj- unni. Og síðan verður í framboði hjá okkur fólk sem hefur gengið úr Sjálfstæðisflokknum?“ – Þú þar á meðal? „Ég hef aldrei verið í neinum flokki og hef kosið fleiri en einn lista í gegnum tíðina.“ – Er engin hætta á að þetta verði sundurlaus eins máls flokkur? „Eins og þú sérð á stefnuskránni erum við ekki eins máls flokkur. Það byggist á því að hugtökin vinstri og hægri eru að síga niður á þessari öld, þau voru mun frekar viðfangsefni síðustu aldar og skilin á milli þess að vera grár eða grænn eru að stíga upp. Við vildum vera með málefnaskrá til að undirstrika að við vær- um ekki eins máls flokkur. Kjörorð okkar eru: Umhverfi, nýsköpun, einstaklingsfrelsi og vel- ferð“. – En kjörorðin voru að þið vilduð gera lífið skemmtilegra? „Það er ekki lengur í stefnuskránni,“ segir Ómar brosandi. „Staksteinahöfundi Morg- unblaðsins fannst svo agalegt að stjórnmál gætu verið lífleg og skemmtileg að við gerðum honum það til geðs að hafa það ekki með. Kannski fannst honum að stjórnmál þyrftu að vera svo leiðinleg og alvarleg.“ – Eruð þið þá líka hætt að syngja á fundum? „Nei, nei, en við syngjum mikla minna en sungið er við venjulega guðsþjónustu.“ nt að iðrast Morgunblaið/RAX Verðmæti íslenskrar náttúru er miklu meira en nokkur önn- ur verðmæti sem okkur hefur verið fal- ið að viðhalda og varðveita fyrir af- komendur okkar og mannkynið allt. Þess vegna eru þessar kosningar svona mik- ilvægar – við erum að kjósa um hagsmuni kynslóðanna sem eru ófæddar. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. APRÍL 2007 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.