Morgunblaðið - 15.04.2007, Side 36
samgöngur
36 SUNNUDAGUR 15. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
„VIÐ í Frjálslynda
flokknum höfum lagt
mikla áherslu á jarð-
gangagerð til að losna
við fjallaklifrið og
hlíðarskröltið en þetta
eru oft á tíðum stór-
hættulegir vegir,“
segir Guðjón Arnar
Kristjánsson, formað-
ur Frjálslynda flokksins, og hefur mik-
inn skilning á að samgöngumál brenni á
fólki.
Guðjón er sannfærður um að jarðgöng
borgi sig fjárhagslega til lengri tíma lit-
ið, enda sé viðhald á fjall- og hlíð-
arvegum mjög dýrt. „Reynslan af bæði
Hvalfjarðar- og Vestfjarðagöngunum
hefur verið mjög góð. Þar hafa engin
dauðaslys orðið,“ segir Guðjón sem
reiknast til að grafa þurfi í kringum
frosin matvæli, svo ég tali nú ekki um
sement og olíu, eiga ekki heima á vegum
landsins.“
Frjálslyndi flokkurinn hafnar ekki
einkaframkvæmdum þegar kemur að
samgöngum. „Það kann að vera mjög
skynsamlegt að flýta framkvæmdum
með því að bjóða verkið út og þess vegna
taka gjald á vegum,“ segir Guðjón en
bætir við að gjaldtaka eigi ekki að vara
áratugum saman og að fólk þurfi að geta
valið um aðra færa leið.
Hvað hálendisvegi varðar segir Guð-
jón að Frjálslyndi flokkurinn setji þá
sannarlega ekki efst á forgangslistann.
„Við viljum auðvitað byrja á því að klára
þjóðvegi landsins og stytta vegalengdir,“
segir Guðjón og vill alls ekki að fólki sé
mismunað eftir því hvort það býr í eyju
eða á landi.
fimmtán jarðgöng hér á landi til að þjóð-
vegakerfið verði alfarið á láglendi.
Guðjón er ósáttur við háleit markmið
en litlar framkvæmdir í samgöngu-
málum undanfarin ár. „Við teljum að
frekar eigi að bíða með áframhaldandi
stóriðjuverkefni til að draga úr þenslu
og vegasamgöngur eigi að hafa forgang
þegar kemur að framkvæmdum næstu
ára,“ segir Guðjón og bætir við að ásamt
sjávarútvegsmálum séu samgöngur eitt
mesta hagsmunamál landsbyggðarfólks.
Hafna ekki einkaframkvæmdum
Guðjón er þeirrar skoðunar að bjóða
eigi út ákveðnar siglingaleiðir svo að all-
ir flutningar þurfi ekki að fara eftir þjóð-
vegum landsins enda þoli stór hluti vega-
kerfisins ekki þessa miklu
þungaflutninga. „Dagvöru og nauðsynja-
vöru þarf að flytja með þessum hætti en
Losna við fjallaklifur og hlíðarskrölt
„MEÐ því að bægja burt ruðningsáhrifum
stóriðjuframkvæmda ætti að vera hægt að
skapa svigrúm til að bæta vegakerfið og
stytta vegalengdir milli landshluta,“ segir
Ómar Ragnarsson, frambjóðandi Íslands-
hreyfingarinnar, og nefnir sérstaklega Vest-
firði. „Vestfirðir hafa orðið útundan þegar
kemur að samgöngubótum á landinu,“ segir
Ómar og tekur sem dæmi að enginn flugvöllur
sé á þessu svæði sem hægt er að fljúga til
bæði að nóttu og degi. „Við viljum leysa það mál með flugbraut á
Barðaströnd og þaðan væri svo komið á jarðgangatengingu við
Ísafjörð,“ útskýrir Ómar og bætir við að þetta yrði mesta fram-
faraskref sem hægt væri að stíga fyrir Vestfirði.
Ómar segir Íslandshreyfinguna leggja til breytingar á skatt-
lagningu bifreiða að japanskri fyrirmynd þannig að lagt verði á
lengdargjald. „Bíleigandi borgar þá í raun fyrir malbikið sem
hann notar og það hvetur fólk til að aka á smærri og umhverf-
isvænni bílum,“ segir Ómar og bætir við að þetta fyrirkomulag
dragi að sama skapi úr álagi á samgöngumannvirkjum.
Ómar blæs á hugmyndir um hálendisvegi og segir að þótt
hægt væri að malbika Kjalveg að einhverju leyti þá komi alls
ekki til greina að svo stöddu að leggja „vöruflutningahraðbraut
yfir hálendið“.
Dæmið aldrei verið reiknað
Að sögn Ómars vill Íslandshreyfingin láta gera úttekt á kostn-
aði sem þungaflutningar hafa í för með sér og bera þá saman við
möguleikann á að eitthvað af flutningum verði á sjó. „Dæmið hef-
ur aldrei verið reiknað til fulls,“ segir Ómar sem jafnframt er
þeirrar skoðunar að íbúar í eyjum eigi að njóta jafnræðis á við
aðra landsmenn. „Alveg eins og allir landsmenn taka þátt í að
greiða fyrir Héðinsfjarðargöng eiga allir að taka þátt í almenni-
legum samgöngum til Vestmannaeyja,“ segir Ómar og bætir við
að niðurstöður rannsókna á gangnagerð til Eyja liggi enn ekki
fyrir.
Ómar segir Íslandshreyfinguna ekki mótfallna einka-
framkvæmdum þegar kemur að samgöngum. „En við setjum
spurningarmerki við að innheimta veggjöld og þá sérstaklega ef
þau eru aðeins á ákveðnum svæðum,“ segir Ómar.
Vestfirðir hafa orðið útundan
„ÞETTA kemur ekki á óvart. Samgöngumál geta verið lífsspursmál fyrir byggðir
úti á landi,“ segir Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, um að sam-
göngumál séu efst á blaði þegar fólk er spurt um mikilvægasta mál eða málefni
næsta kjörtímabilsins. „Það tekur fólk langan tíma að komast á milli staða á höf-
uðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni getur jafnvel verið spurning um að komast
yfirleitt,“ segir Kristján og bætir við að fjárhæðir sem hafa farið í samgöngumál
séu ekki í neinu samræmi við aukningu umferðar og bílaeignar og aðeins lítið brot
af skatttekjum af bifreiðanotkun og -innflutningi hafi farið til nýbygginga og end-
urbóta á vegum. Samfylkingin boði því stórátak í samgöngumálum. „Við stillum
því upp sem valkosti við svakalegt stóriðjuátak,“ segir Kristján og bætir við að
samgönguframkvæmdir hafi setið á hakanum vegna þenslu.
Kristján segist vilja að strandsiglingar verði teknar upp enda myndu þær auka samkeppni milli sjó-
og landflutninga. „Við gerum okkur auðvitað grein fyrir að neysluvara verði áfram flutt á þjóðvegum
landsins en þegar kemur að 50 tonna jarðýtum eða frosnum fiski mætti gjarnan vera samkeppni.“
Eftirbátur annarra landa
Að mati Kristjáns er Ísland eftirbátur annarra landa þegar kemur að samgöngumálum. Hér hafi
ekki verið lagðir almennilegir vegir og aðeins verið grafin fimm alvöru jarðgöng. „Vanrækslusyndir
undanfarinna ára eru að koma í hausinn á okkur,“ segir Kristján og tekur slæmt ástand vegarins til
Vopnafjarðar sem dæmi. Vopnfirðingar geti ekki flutt fiskafurðir sínar frá bænum þegar þungatak-
markanir gilda.
Kristján leggur áherslu á að vegalengdir verði styttar svo hægt sé að tengja byggðarlög saman í
eitt atvinnusvæði. Jarðgangagerð sé ekki bara samfélagslegs eðlis heldur líka félagslegs og byggð-
arlegs.
Kristján segir enga sérstaka andstöðu í Samfylkingunni gegn einkaframkvæmdum eða gjaldtöku á
vegum. Hins vegar þurfi að gæta að því að hún leggist ekki þungt á ákveðin svæði á landinu. „Þetta er
auðvitað eitthvað sem þarf að skoða í hverju tilfelli fyrir sig. Stundum getur verið hagkvæmara að rík-
ið fjármagni verkið með eigin lántöku,“ segir Kristján.
Getur verið lífsspursmál
Vinstrihreyfingin – grænt framboð
Vilja minnka flutningskostnað, endurvekja strand-
siglingar og bjóða upp á ódýrara innanlandsflug
Almenningssamgöngur verði efldar og möguleikar
á lestarsamgöngum skoðaðir
Allar ákvarðanir um framkvæmdir séu teknar út
frá umhverfissjónarmiðum
Lagfæra þarf „svarta bletti“ til að bæta umferð-
aröryggi
Flokkurinn er alfarið mótfallinn einkarekstri og
einkavæðingu í þessum málaflokki
Sjálfstæðisflokkur
Ferðatími milli höfuðborgar og þéttbýlisstaða
verði styttur
Skortur á að grunnnet samgangna sé viðunandi
Kallað eftir átaki í gerð göngu- og hjólreiðastíga í
þéttbýli
Umferðaræðar á höfuðborgarsvæðinu sem og til
og frá höfuðborginni verði byggðar upp, m.a. með
mislægum gatnamótum, stokkum og breiðari braut-
um
Almenningssamgöngur í þéttbýli verði efldar
Flokkurinn er hlynntur einkaframkvæmdum og
gjaldtöku þó þannig að jafnræðis sé gætt
Samfylkingin
Almenningssamgöngur verði efldar
Áhersla lögð á að tryggja öryggi gangandi og hjól-
andi vegfarenda
Sveitarstjórnir hafi greiðari aðgang að undirbún-
ingi og ákvörðunum vegna framkvæmda við þjóðvegi
landsins
Hvatt til orkusparnaðar í sjávarútvegi
Flokkurinn er hlynntur því að nota hagræna hvata
til að minnka notkun mengandi eldsneytis
Framsókn
Umferðaröryggi verði eflt, m.a. með mislægum
gatnamótum, fleiri akreinum og með því að eyða
svörtum blettum
Ríkið komi að því að efla almenningssamgöngur
Akstursleiðir frá höfuðborginni verði tvöfaldaðar
Almenningssamgöngur verði raunhæfur kostur og
kostnaður á ferjuleiðum verði lækkaður
Flokkurinn er hlynntur hagrænum hvötum til að
beina bílnotum á braut vistvænna orkugjafa
Frjálslyndi flokkurinn
Boða þjóðarátak og vilja auknar fjárveitingar til
vegamála
Bæta þarf vegakerfið í heild, tvöfalda helstu akst-
ursleiðir frá Reykjavík og stytta vegalengdir milli
þéttbýlisstaða og landsvæða
Kalla eftir varanlegum lausnum í samgöngu-
málum, s.s. að jarðgöng leysi erfiða fjallvegi af hólmi
Sjó-, land- og loftflutningum verði gert jafnhátt
undir höfði í skattalegu tilliti
Íslandshreyfingin
Sjálfbær umhverfisstefna flokksins nær jafnframt
til samgöngumála
Vilja átak í að tryggja umferðaröryggi, m.a. með
jarðgöngum og tvöföldun vega
Gjöld á bifreiðar verði endurskilgreind í samræmi
við útblástur, orkugjafa og lengd
Ríkið niðurgreiði almenningssamgöngur svo að
notkun bíla dragist saman
Vegalengdir milli landsvæða verði styttar og hag-
kvæmni sjóflutninga umfram þungaflutninga á veg-
um kannað
Hjólreiðar verði viðurkenndur samgöngumáti
Flokkurinn er hlynntur því að stofnbrautir á höf-
uðborgarsvæðinu séu settar í göng og stokka
Hvað segir í
stefnuskrám og
ályktunum?
„SAMGÖNGUMÁL hafa verið afgangsstærð undanfarin ár og sam-
þykktar áætlanir Alþingis verið skornar niður eða framkvæmdum frest-
að, þvert á vilja fólksins í landinu,“ segir Jón Bjarnason, þingmaður
Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs (VG), og bætir við að fram-
kvæmdum hafi verið haldið í algjöru lágmarki. „Við viljum setja sam-
göngur í forgang en meðan stóriðjustefnunni er haldið áfram er lítið
pláss fyrir aðrar framkvæmdir.“
Jón segir að atvinnu-, félags- og þjónustusvæði hafi stækkað og þá
skipti samgöngur öllu máli varðandi lífskjör fólks. „Nú fara flutningar
mestmegnis fram á þjóðvegum landsins og sveitarfélög geta ekki verið
samkeppnishæf hvað varðar lífskjör, atvinnu og búsetu nema með bæði
hröðum og góðum samgöngum.“
Að sögn Jóns er skipulögð stefna í almenningssamgöngum ekki til og engin samræming
milli ríkis og sveitarfélaga fyrir hendi í þeim efnum. „Boltanum er bara kastað á milli. Ríki
og sveitarfélög eiga að taka sameiginlega á almenningssamgöngum og þær eiga að virka.“
Þjóðvegir í þjóðareign
Jón segir VG alfarið mótfallið auknum einkaframkvæmdum í samgöngumálum. „Þjóð-
vegir eiga að vera í þjóðareign,“ segir Jón. „Samkvæmt samgönguáætlun ríkisstjórn-
arinnar eru einu viðbrögðin að grípa til einkaframkvæmda. Ef samgöngur hafa verið
skornar niður vegna þenslu, en ekki vegna fjárskorts, þá get ég ekki séð að einakfram-
kvæmdir leysi það. Þær eru alveg jafn þensluhvetjandi.“
Jón segir að vegaframkvæmdir þurfi að fara í forgang í þjóðfélaginu. Hringvegurinn og
allir aðalvegir þurfi að vera með bundnu slitlagi, hraða eigi jarðgangagerð þar sem því
verði við komið og útrýma einbreiðum brúm á aðalleiðum. Þá eigi ferjur milli lands og
byggðra eyja að vera hluti af þjóðvegakerfinu og fólk þurfi því ekki að borga meira en það
myndi kosta það að fara eftir vegi. „Það eru hagsmunir allra í landinu að samgöngur séu
sem bestar,“ segir Jón.
Hafa verið afgangsstærð
Morgunblaðið/Einar Falur
Þjóðvegagerð Gamli og nýi vegurinn mætast þar sem unnið var að endurlögðum Norðausturvegi á Tjörnesi í fyrrasumar.