Morgunblaðið - 15.04.2007, Side 14

Morgunblaðið - 15.04.2007, Side 14
14 SUNNUDAGUR 15. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÍRAKAR Á BARMI ÖRVÆNTINGAR Suaada ákvað að flýja ofbeldið í Írak í kjölfar þess að bónda hennar var rænt og hún hefur nú búið í Amman í Jórdaníu í tíu mánuði. Hún vill ekki viðurkenna að maður hennar sé lát- inn, segist viss um að hann sé enn á lífi. Sannfæringarkrafturinn er þó lítill, Suaada veit innst inni að senni- lega er Muhammad dáinn. Eftir að hann hvarf fór Suaada sjálf að fá hótanir. Öryggisvörður í skólanum þar sem hún vann hvíslaði að henni því voðalega sem hann ætl- aði sér að gera við hana, nú þegar hún ætti engan mann lengur. Suaada óttaðist þó meira að einhver rændi börnum hennar og krefði hana um lausnargjald fyrir þau. „En ég átti enga peninga og hefði aldrei getað borgað neitt. Þess vegna flýði ég, þess vegna kom ég til Jórdaníu,“ sagði hún. Allir hafa upplifað eitthvað hroðalegt Suaada bar sig vel er hún sagði mér sögu sína. En hún var tekin í andliti, undir augunum voru svartir baugar. Vonleysistónn bjó undir í öllu sem hún sagði. Saga hennar er sumpartinn dæmi- gerð reynslusaga úr íröskum sam- tíma þar sem óhugnanlegt ofbeldi hefur geisað síðustu misserin, ekki síst frá eyðileggingu skrínisins í Samarrah í upphafi síðasta árs, en sá atburður leysti úr læðingi ótrúlega grimmd og óhugnanleg bræðravíg. Ofbeldi hefur þó vitaskuld sett svip sinn á líf Íraka allt frá því að Bandaríkjamenn og Bretar réðust inn í landið í mars 2003. Allir hafa einhverja hroðalega reynslusögu að segja, allir hafa þurft að upplifa eitthvað sem enginn mað- ur ætti að þurfa að upplifa. Suaada og svo fjölmargir til við- bótar hafa tekið þann kost að flýja ofbeldið og þjóðernishreinsanirnar sem nú tíðkast á sumum svæðum í Írak. Flestir hafa farið til nágranna- ríkjanna Jórdaníu og Sýrlands; það er áætlað að nú séu á bilinu sjö til átta hundruð þúsund Írakar í Jórd- aníu og enn fleiri í Sýrlandi, líklega um 1,2 milljónir manna. Annar eins fjöldi fólks er á vergangi innan Íraks. Um er að ræða í heildina meira en 10% írösku þjóðarinnar, sem gerir þetta umfangsmestu þvinguðu fólks- flutningana í arabaríkjunum frá því að palestínska þjóðin fór á vergang í kjölfar hernaðarátaka araba og Ísr- aela um miðja síðustu öld; en raunar er hlutfallið svo hátt að það jafnast aðeins á við umfangsmestu fólks- flutninga í Afríku. Aðstæður margra eru ömurlegar, eins og ég fékk að kynnast í heim- sókn minni til Amman í páskavik- unni. Fólk sem áður bjó kannski við góðan kost í Írak er nú í felum í Jórdaníu og hefur glatað öllu sínu. Aðeins lítill hópur hefur dvalarleyfi í Jórdaníu, flestir búa þar því í óleyfi; sem aftur þýðir að útilokað er fyrir menn að leita sér að vinnu. Minna en helmingur hefur getað sent börn sín í skóla. Írakar þekkja gildi góðrar menntunar og það er óhætt að full- yrða að það þjakar fólk meira en flest annað að horfa upp á börn sín hanga heima, svipt möguleikanum á að afla sér menntunar, svipt öllum tækifærum í lífinu. Írakarnir sem búa í Jórdaníu eru af ólíkum uppruna. Þar má finna Íraka sem flúið hafa ofbeldið heima fyrir á síðustu tveimur til þremur ár- um, en þar má líka finna fólk sem yf- irgaf Írak á meðan Saddam Hussein var enn við völd, fólk sem hefur ekki þorað að snúa aftur, þrátt fyrir að valdatíð hans sé lokið. Um er að ræða bæði sjíta og súnníta, eins og ég komst vel að raun um í heimsókn minni, sem og fólk sem ekki tilheyrir íslam. Jafnframt er hér um að ræða fólk sem flúið hef- ur sökum þess að það sætti ofsókn- um vegna samstarfs síns við banda- ríska hernámsliðið, fólk sem áður hafði tilheyrt Baath-flokki Saddams Husseins og sætir nú ofsóknum þess vegna, og fólk sem einfaldlega hefur þurft að flýja þjóðernishreinsanirnar sem nú krauma á sumum svæðum. Menntafólk er sérstakt skotmark öfgamanna í Írak, læknar og ann- að heilbrigðisstarfsfólk og frammá-  D hia’a Hamoodi býr ásamt konu sinni, Abd Al-Yima, og fjórum börnum skammt frá rómversku rústunum í gamla miðbænum í borginni. Hann er var um sig, spyr fyrst hver sé kominn í heimsókn áður en hann opnar fyrir okkur útidyrnar; Írakarnir í Amman eru sannfærðir um að jórdönsk yfirvöld hafi horn í síðu þeirra. Dhia’a Hamoodi, sem jafnan er kallaður Abo Mohammad, og fjölskylda hans hafa verið í Amm- an heil tvö ár, komu 28. apríl 2005. Þangað flúðu þau frá borginni Kirkuk í norðurhluta Íraks. Kúrdar eru fjölmennastir í Kirkuk og svo súnní-arabar, sjítar sæta þar hins vegar ofsókn- um, að sögn Abo Mohammads. Deilt er um yfirráð yfir borginni, hún er á mörkum Kúrdasvæðisins í norðri og tengist miklum olíulindum; mikið er því í húfi og spennan umtalsverð. Ég spyr hvers vegna þau hafi neyðst til að flýja Írak. Abo Mohammad segir mér þá að hann hafi starfað fyrir bandarísk samtök, Research Tri- angle Institute, sem tóku að sér verkefni er tengd- ust lýðræðisvæðingu landsins. Einn öryggisvarða RTI var drepinn, að sögn Abo Mohammad, og sjálfur fékk hann nokkur hótunarbréf. Írakar sem unnið hafa fyrir Bandaríkjamenn í Írak hafa allt frá upphafi verið skotmark öfgasinna í landinu. Þegar skotið var á bíl Abo Mohammads og hann slapp lifandi fyrir hálfgert kraftaverk ákvað hann að flýja Írak. Abo Mohammad og kona hans eiga fjögur börn, Noor er sextán ára, Mohammad er þrettán, Ah- med tíu ára og Anas sex. Sjálfur er Abo Mohamm- ad 35 ára – jafngamall mér – en hann lítur út fyrir að vera eldri. Abo Mohammad dregur fram ferðatösku og tekur upp úr henni ljósmyndir til að sýna mér. Þær sýna hamingjusamt fólk í blóma lífsins, þetta fólk bjó vel í Kirkuk, myndirnar geyma minningar um betri tíð. Í dag búa þau fátæklega. Ef glugginn í stofunni er opinn yfirgnæfir niður umferðarinnar útivið allt sem sagt er innandyra. Pínulítill sjónvarps- skjár er í einu horninu, teppi á gólfinu en fá þæg- indi önnur; engir stólar eða sófar. Aðeins eitt svefnherbergi er í íbúðinni, þar inni er myrkur en ég greini þó svefndýnur fyrir alla fjölskylduna. Hér eyddu þau vetrinum, fremur en frammi í stofu, til að halda hita á öllum. Veturinn var erfiður, betur stætt fólk en þessi fjölskylda lenti í erfiðleikum vegna kyndingarkostnaðar. Enginn hiti er í íbúðinni og ekkert vatn. Ná- granninn sér þó aumur á þeim og kemur færandi hendi einu sinni í viku með vatn. Fyrir þessi húsakynni þarf Abo Mohammad að borga 80 jórdanska dínara í leigu á mánuði, eða um 8.000 íslenskar krónur. Það er ekki mikið á ís- lenskan mælikvarða en það getur reynst þrautin þyngri fyrir fólk að finna slíka upphæð þegar hús- bóndinn á heimilinu getur ekki unnið. Aðeins elsta dóttir Abo Mohammads, Noor, er í vinnu. Hún starfar í prentsmiðju og sér fyrir fjöl- skyldu sinni, hefur 50 dínara í laun á mánuði. Hinn þrettán ára gamli Mohammad vann um tíma í matvöruverslun og fékk þá 100 dínara á mánuði. Eigendaskipti urðu hins vegar á versl- uninni og nýr eigandi vildi ekki líta framhjá því að Mohammad var ólöglegur innflytjandi. Yngstu börnin fara lítið, Ahmed og Anas verða að leika sér innandyra, þeir rúlla marmarakúlum á milli sín á gólfinu í stofunni á meðan við Abo Mo- hammad ræðum saman. „Þeir vilja leika sér og leiðist því að vera alltaf innandyra,“ segir hann. „Lætin í þeim verða stundum of mikil. En ég vil ekki að þeir lendi í hættu útivið.“ Abo Mohammad er miður sín yfir því að geta ekki sent börnin sín í skóla. En fjölskyldan býr ólöglega í Amman, er löngu komin yfir þann tíma sem henni var heimilt að dvelja í Jórdaníu. Abo Mohammad getur því ekki sent börnin sín í skóla og hefði hvort eð er ekki efni á því. Hann hefur ekki getað unnið, þorir raunar varla úr húsi. „Þegar við sjáum lögregluna þurfum við að láta okkur hverfa, hlaupa í felur, því ef þeir handtaka okkur aka þeir með okkur beina leið út að landa- mærunum og henda okkur yfir. Ef mér yrði fleygt yfir til Íraks þá yrði ég drep- inn um leið því að ég er sjía-múslími og vest- urhluti Íraks, sá hluti sem liggur að landamær- unum að Jórdaníu, er yfirráðasvæði súnníta. Ég er mest heimavið. Ég vil ekki hætta á að lenda í flasinu á lögreglunni,“ segir hann. „Ég hef áhyggjur af Ahmed,“ segir Abo Mo- hammad um næstyngsta son sinn. „Hann var bú- inn að vera í skóla í tvö ár en nú óttast ég að hann sé búinn að gleyma öllu. Það sem er erfiðast að sætta sig við eru þau áhrif sem þetta hefur á hag barnanna, þeirra framtíð. Litlu drengirnir tveir eiga sér enga framtíð við þessar aðstæður. Stundum fara þeir og horfa á krakkana sem ganga í skóla. Og þá byrja þeir að gráta og spyrja mig: pabbi, hversvegna getum við ekki gengið í skóla? Hverju get ég svarað þeim?“ Abo Mohammad er kominn á flug. Augljóst er að óþolinmæði er farin að gera vart við sig hjá honum og reiði yfir því hlutskipti sem þau mega sætta sig við. Hann segir mér að tvívegis áður hafi erlent fjölmiðlafólk komið að tala við hann, auk þess sem hjálparstarfsfólk hafi heimsótt hann. Ekkert breytist hins vegar. „Það er eiginlega eng- inn munur á því að búa hér og í Írak. Við erum í hættu hér eins og þar og eigum alltaf eitthvað slæmt yfir höfði okkar.“ Sér hann þá eftir því að hafa yfirgefið Írak? Hefur hann velt fyrir sér að fara þangað aftur? „Nei. Og jafnvel þó að ég vildi fara aftur til Íraks, hvernig ætti ég að geta það? Við höfum glatað öllu sem við áttum.“ En þau vilja komast frá Jórdaníu; Jórdanía get- ur aldrei orðið endanlegur dvalarstaður þessarar fjölskyldu. „Hér eigum við okkur enga framtíð. Við getum ekki verið hér.“ Abo Mohammad segir mér að hann sé farinn að kenna sér ýmissa meina sökum þeirra aðstæðna sem þau búa við. „Finnst þér þetta vera sami maður? Lítur þessi maður út eins og ég,“ spyr hann svo skyndilega, um leið og hann sýnir mér myndir af sér sem teknar voru í Írak þegar allt lék í lyndi. Komast ekki til Svíþjóðar Þau hafa heimsótt sendiráð ýmissa vestrænna landa. Abo Mohammad fór til dæmis í sænska sendiráðið og bað um pólitískt hæli í Svíþjóð. Þar fékk hann hins vegar þau svör að slíkt væri í raun ekki í boði, auk þess sem hann þyrfti eiginlega að komast til Svíþjóðar fyrst, og sækja svo um hælið við komuna þangað. En hvernig ætti Abo Mo- hammad mögulega að komast með fjölskyldu sína til Svíþjóðar? Til þess þarf leyfi frá jórdönskum embættismönnum. Honum hefur verið sagt að borga þeim undir borðið, en þau eiga enga peninga til þess. Kúrdísk vinkona hans komst til Ástralíu, fékk lögfræðing til að skoða mál hans og reyna að tryggja honum hæli þar. En viðleitnin bar ekki ár- angur. Hann spyr mig hvort ég geti hjálpað. Taka Íslendingar við írösku flóttafólki? „Þegar Bandaríkjamenn komu 2003 hélt ég fyrst að allt myndi batna. Það voru allir svo ham- ingjusamir. En svo áttuðum við okkur á því að Bandaríkjamenn gerðu allt verra. Ég man eftir sprengingum í Kirkuk. Fólk vildi sjá hvað væri að gerast og fór því upp á þak. En þá fóru Banda- ríkjamenn að skjóta, skutu á alla sem farið höfðu upp á þak. Bandaríkjamönnum er alveg nákvæm- lega sama um fólkið í Írak, venjulegar fjölskyldur, venjulegt fólk. Þeir skutu blint út í loftið, eins og til að bregðast við þessum sprengingum. Ég vann með Bandaríkjamönnum og hélt að þeir vildu hjálpa, en reyndin er önnur.“ Hvenær breyttist afstaða hans til Bandaríkja- manna? „Það rann upp fyrir mér ljós svona sex til sjö mánuðum eftir að þeir komu til Íraks. Okkur barst til eyrna úr öðrum héruðum að Bandaríkja- menn gerðu illt verra en við trúðum ekki slíkum sögum, ekki fyrr en þessir hræðilegu hlutir gerð- ust í okkar nágrenni. Við vorum glöð yfir því að þeir skyldu frelsa okkur, en við erum auðvitað ekki hamingjusöm yfir því að þeir skuli hafa her- numið okkur. Við viljum ekki vera hertekin þjóð. Við viljum lifa eins og frjálsir menn.“ Ég spyr hvort það breyti engu að nú skuli sjítar vera við völd í Bagdad. „Það skiptir mig engu,“ svarar hann, „mér er sama um þá hluti. Mamma mín er súnníti og pabbi er sjíti. Ég segist því alltaf bara vera múslími. Ég spyr ekki um trúarbrögð. Ég held að ég muni aldrei snúa aftur til Íraks. Ég varð vitni að of mörgum hroðalegum hlutum og ég get ekki snúið aftur.“ „VIÐ HÖFUM GLATAÐ ÖLLU SEM VIÐ ÁTTUM“ Komast hvergi Í rauðri ferðatösku geymir Abo Mohammad ljósmyndir, minningar um betri tíð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.