Morgunblaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 76
SUNNUDAGUR 15. APRÍL 105. DAGUR ÁRSINS 2007
Heitast 10 °C |
Kaldast 3 °C
SV-átt, einkum
norðantil, en víða 8–15
m/s. Rigning eða skúr-
ir. Hlýjast austanl. » 8
ÞETTA HELST»
Þjóðaratkvæði um öll
mál sem varða þjóðina
„Íslensk náttúra er alheims-
gersemi sem varðar ekki bara okkur
Íslendinga heldur mannkynið allt,“
segir Ómar Ragnarsson, formaður
Íslandshreyfingarinnar. Hann vill að
öll mál sem varða þjóðina alla en
ganga þvert á flokkslínur verði borin
undir þjóðaratkvæði. »Forsíða
Mikil gróska eystra
Mikil uppbygging á sér stað á
Reyðarfirði vegna álversins þar. Ný
fjölbýlishús blasa við, raðhús og ein-
býlishús eru í byggingu upp um alla
hlíð. Reist hefur verið risastórt
íþróttahús með gervigrasvelli í fullri
stærð. »28
Doktorum fjölgar
Fyrir áratug luku aðeins fáeinir
doktorar prófi frá Háskóla Íslands á
hverju ári en síðustu tvö árin hafa
þeir verið um fimmtán. Nú leggja
rúmlega 230 manns stund á dokt-
orsnám við íslenska háskóla. »6
Milljónir Íraka á flótta
Talið er að tvær milljónir Íraka
hafi flúið land sitt og flóttafólkið þarf
flest að búa við ömurlegar aðstæður
í grannríkjunum. Jafnmargt fólk er
á vergangi innan Íraks. »10
Kasparov handtekinn
Hundruð stjórnarandstæðinga
voru handtekin í Moskvu í gær,
þ.á m. Garrí Kasparov, fyrrverandi
heimsmeistari í skák. Um 9.000 her-
og lögreglumenn voru í miðborginni
til að hindra mótmælagöngu. »2
SKOÐANIR»
Ljósvakinn: Stuttur og skemmti-
legur
Staksteinar: Missa þau af lestinni?
Forystugrein: Græn borg
UMRÆÐAN»
Burt með óhreinindin
Fleiri karlar í Eflingu
Vandaðu til ferilskrár
Vinna á Norðurlöndum
Skil milli skólastiga
Tímamót
Vændi, ný atvinnugrein á Íslandi
Svörum kalli heimsins
ATVINNUBLAÐIл
MYNDLIST»
Rakar af sér skegg og
hár og les dagblað. »69
Strengjakvartettinn
Amiina hefur verið á
tónleikaferð um
Bandaríkin og nýr
diskur, Kurr, kemur
út í júní. »67
TÓNLIST»
Vilja hafa
nóg að gera
MYNDLIST»
Málar og sýnir myndir af
íþróttamönnum. »66
FÓLK»
Vilhjálmur og Kate ekki
lengur saman. »69
Ný, íslensk heimild-
armynd, Tímamót,
fjallar um þrjá
þroskahefta vini sem
þurfa að flytja í þétt-
býlið. »69
Tímamóta-
mynd
KVIKMYNDIR»
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Í LAUSASÖLU 300 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700
VEÐUR»
» VEÐUR mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Ók á gangandi mann
2. Eiríkur fékk næstum fullt hús
3.Stakk nýfædda dóttur sína
4. Biður foreldrana afsökunar
FRAMLEIÐSLA á hátæknibúnaði
fyrir álver hefst fljótlega í Fjarða-
byggð. Fyrirtæki, sem mun annast
viðhaldsþjónustu fyrir Fjarðaál,
hyggst nýta þekkingu sína til fram-
leiðslu á slíkum búnaði og tækjum,
með útflutning í huga.
Óskar Borg, innkaupastjóri
Fjarðaáls, segir að samningar við
fyrirtækið séu á lokastigi. Til að ann-
ast viðhaldsþjónustu fyrir álver
þurfi mikla og fjölbreytta sérþekk-
ingu. Samningur við álverið tryggi
fyrirtækinu grunnstarfsemi, en for-
svarsmenn þess ætli að nýta þekk-
ingu starfsmanna sinna til fram-
leiðslu og útflutnings hátækni-
búnaðar.
Bókakaffi og bílaþvottur
Alcoa gerir þá kröfu til birgja
sinna að þeir leggi eitthvað meira af
mörkum til samfélagsins eystra en
einungis felst í samningi við álverið.
Innan skamms verður tilkynnt
hvaða fyrirtæki hlýtur samning um
rekstur mötuneytis álversins, en það
mun jafnframt skuldbinda sig til að
reka veitingastað og kaupa hráefni
til rekstrar síns á svæðinu.
Penninn/Eymundsson sér ál-
verinu fyrir skrifstofuvörum og mun
jafnframt opna svokallað bókakaffi.
N1 selur álverinu smurolíu og mun
bæði opna bílaþvottastöð og alþjóð-
legan skyndibitastað.
Óskar Borg segir skipta miklu
máli fyrir samfélagið eystra að sem
fjölbreyttust starfsemi spretti í
kringum álverið. Alcoa lagði um 80
milljónir í nýtt íþróttahús á Reyð-
arfirði og afleiddum störfum vegna
álversins fjölgar sífellt.
Starfsmenn álversins eru að lang-
stærstum hluta Austfirðingar og
sumir fluttir heim á ný eftir áralanga
fjarveru. | 28
Flytja út hátæknibúnað
Morgunblaðið/ÞÖK
HÚSVÍKINGURINN Jóhann Bjarni Einarsson vinnur við bráðið ál í steypuskálanum, en fyrsta framleiðslan í
Fjarðaáli var á 6.720 bakskautum sem sett eru í botninn á 336 kerum í kerskálunum.
Viðhaldsþjónusta fyrir álver krefst mikillar og fjölbreyttrar sérþekkingar
Birgjar Alcoa þurfa að leggja sitt af mörkum til samfélagsins eystra
Fyrsta framleiðslan
KONUR, sem leggja stund á dokt-
orsnám við íslenska háskóla, eru nú
tvöfalt fleiri en fyrir fáeinum árum.
Á móti hefur körlum fækkað þann-
ig að þeim sem ljúka doktorsnámi
hefur ekki fjölgað í heildina.
Síðustu tvö árin hafa fimmtán út-
skrifast með doktorspróf frá Há-
skóla Íslands sem er eini íslenski
háskólinn sem útskrifað hefur
doktora, enn sem komið er. Í far-
vatningu er mikil aukning því nú
leggja rúmlega 230 manns stund á
doktorsnám við íslenska háskóla.
Konum hefur fjölgað mjög í þeim
hópi sem ljúka doktorsprófi en
körlum hefur fækkað um fjórðung
á sama tíma. „Val á námsgreinum í
doktorsnámi er síðan ólíkt eftir
kynjum,“ segir Ásdís Jónsdóttir,
sérfræðingur hjá Rannís. „Um 60%
kvenna ljúka til dæmis doktors-
námi í félags- eða heilbrigðisvís-
indum. Konur sækja miklu minna í
rannsóknir í verk- og tæknigrein-
um. Við útskrifum ekki nóg í verk-
og tæknigreinum í alþjóðlegum
samanburði. Og 80% af þeim sem
ljúka doktorsnámi þar eru karlar.“
| 6
Fleiri konur doktorar
en körlunum fækkarKARLMANNSNAFNIÐ Gídeonhefur verið samþykkt sem eiginnafn
af mannanafnanefnd. Í úrskurði
nefndarinnar segir að Gídeon taki
beygingu í eignarfalli, Gídeons, og
teljist að öðru leyti uppfylla ákvæði
laga um mannanöfn. Nafnið beygist
þannig í aukaföllum: Gídeon – Gí-
deon – Gídeon – Gídeons. Beiðni um
eiginnafnið Gídeon var því samþykkt
og fært á mannanafnaskrá.
Nafnið Gídeon kemur fyrir í biblí-
unni og þar segir að hann hafi verið
einn af „dómurunum miklu“ í Ísrael.
Má heita
Gídeon
reykjavíkreykjavík