Morgunblaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. APRÍL 2007 45 Við höfum fengið dýrmætan arf í formi þekkingar og reynslu frá fyrri kynslóðum. Okkur ber að varðveita hann, þroska og þróa eft- ir því sem færni okkar og skiln- ingur eykst með störfum okkar. Okkur ber að skila næstu kyn- slóðum þekkingu og reynslu, sem þeim mun gagnast til að gera líf þeirra betra og ríkara af tækifær- um. Það er mikilvægt að okkur takist að uppfylla þarfir nútímans án þess að rýra möguleika komandi kyn- slóða til að uppfylla þarfir sinna tíma. Sjálfbær þróun setur þrjú at- riði í öndvegi: Aukna hagsæld, já- kvæða og einbeitta samfélagsþró- un, varfærni í umgengni við móður jörð. Hnatthitnun – hvað gerum við? Hin víðfræga umhverfisskýrsla, Our Common Future, sem kennd er við Gro Harlem Brundtland og ekki síður nýleg samantekt alþjóðlegra vísindamanna á vegum sameinuðu þjóðanna, IPCC, er lögð fram ein- dregin ósk til allra ríkja heims að nýta endurnýjanlega orku, Þannig má draga úr gróðurhúsaáhrifum á andrúmsloft jarðar og á það að vera forgangsverkefni í orkumálum 21. aldar. Heitara í miðju jarðar en á yf- irborði sólarinnar Mannkynið á aðgang að tveimur endurnýjanlegum orkugjöfum, sól- inni og varma í innviðum jarðar. Orka sólar er höfð í öndvegi vist- vænnar orkuumræðu. Færri gera sér grein fyrir að hitastig nærri miðju jarðar er álitið um og yfir hitastigi yfirborðs sólar. Orkan í iðrum jarðar, sem okkur ber að nýta, er næsta óþrjótandi mælt í æviskeiðum manna. Íslend- ingar hafa hvað mesta þekkingu jarðarbúa á nýtingu þessarar orku. Sú þekking hefur ekki komið af sjálfu sér. Hún byggist á liðlega 70 ára reynslu af nýtingu jarðhita hér á landi, á sigrum og áföllum und- angenginna áratuga. Lega Íslands á mótum tveggja hvikulla rekfleka svo og greiður að- gangur að hágæða kælimiðlum gefa Íslendingum einstakt tækifæri til vinna og virkja heildstætt varma- forða jarðar. Háhitasvæðin frá Reykjanestá upp í Hengil eru þau svæði, sem hvað lengst eru komin í nýtingu og sem hafa til þessa gefið afar dýr- mæta reynslu og þekkingu á jarð- lindunum. Með virkjun svæðanna grunnt sem djúpt öðlast Íslend- ingar afar dýrmæta reynslu og þekkingu sem nýtast næstu kyn- slóðum og í reynd allri heimsbyggð. Miðlum þekkingu á nýtingu endurnýjanlegrar orku Aðsteðjandi vandi manna vegna loftslagsbreytinga og kall þjóðanna eftir endurnýjanlegri orku krefst þess einfaldlega af okkur Íslend- ingum að við leggjum okkar ýtrasta að mörkum til að vinna jarðvarma grunnt sem djúpt til að öðlast enn meiri reynslu og þekkingu á eðli og vinnslueiginleikum jarðvarmans. Þar sem sérstaða landsins er óum- deild í þessu tilliti þá ber okkur Ís- lendingum siðferðisleg skylda til þess að afla staðgóðrar þekkingar og reynslu á eðli og nýtingu jarð- varmans og miðla henni á trúverð- ugan hátt til þjóða heims. Sterk rök hníga að því, að há- hitasvæðin frá Reykjanestá og upp í Hengil, sem öll falla innan áhrifa- svæðis plötuskilanna og tengjast skjálftabeltinu svo nefnda fela í sér gríðarlega mikinn vinnanlegan og endurnýjanlegan orkuforða, þökk sé skjálftavirkninni og tengsl svæð- anna við grunnvatn og sjó. Íslend- ingar eru sem sé hvattir til þess að nýta skynsamlega þ.e.a.s. á heild- stæðan og sjálfbæran hátt þessar orkulindir til rafmagnsframleiðslu. Í upphafi þessa greinarkorns okkar var bent á að verkefnið er að uppfylla þarfir nútímans án þess að rýra möguleika komandi kynslóða til að uppfylla þarfir sinna tíma. Við getum uppfyllt þetta með virkjun jarðarinnar á kjörstöðum á Íslandi um leið og móður jörð er sýnd full nærgætni. Þessa þekkingu getum við gert að dýrmætum útflutningi til þjóða heimsins. Útrás jarðvarm- anýtingar getur orðið að jákvæð- ustu útflutningsvöru okkar á tímum hnatthitnunar. Til þess þurfum við að halda áfram að yrkja jörðina. Svörum kalli heimsins eftir endurnýjanlegum orkugjöfum Árni Sigfússon og Albert Al- bertsson skrifa um orkumál »Með virkjun svæð-anna öðlast Íslend- ingar afar dýrmæta reynslu og þekkingu sem nýtast næstu kyn- slóðum og í reynd allri heimsbyggð. Albert Albertsson. Albert Albertsson er aðstoðarfor- stjóri HS, Árni Sigfússon er stjórnarformaður HS. Árni Sigfússon.                              !" #$% & ' ( ) )  *+ ),              !! %! -    !   *+" )       .' / &   / 0* ), / )) + 1 )  +2 3  !' / &    +" )  !+"' / 4      ") + + 1 + " # %! -    !    ) ) &          .' " #      $ % &   % ' $!$   %  $  #  $  ((()# !  "   6 777')  ) '  " %% -- 6 777' !   ' / 8  )  *   ) ) +' 9  ), /   ) +'81           !   / :"  ) + )) + 1 )  +2 3  !' / &    +" )  !+"' / :  )*   ") + "  )*)+ ++"' / ; " ) + )"     <"*  "  =' / > )*   ") +' / & 1 + 1 +* 1 +            * 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.