Morgunblaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. APRÍL 2007 61 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Árskógar 4 | Handverksýning verður í Félagmiðstöð- inni Árskógum 4. Opið frá 13–16.30. Kaffi og gott með- læti kl 14. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur sunnu- dagskvöld kl. 20. Hljómsveitin Klassík leikur. Almennur félagsfundur um réttindamál aldraðra verður haldinn í Stangarhyl 4,laugardaginn 21.apríl kl.14. Brynhildur Flóvenz lektor við lagadeild HÍ og formaður stjórnar Mannréttindaskrifstofu Íslands mun ræða um réttinda- mál aldraðra. Félagsstarf Gerðubergs | Síðasta vetrardag miðvikud. 18. apríl. ,,Veturinn kvaddur í Breiðholtskirkju". Fjöl- breytt dagskrá, í tali og tónum, m.a. frá kl. 14 harm- onikkuleikur Þorvaldur Jóns, Senjórítukórinn, Karlakór- inn kátir karlar, Gerðubergskórinn, nemendur frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinss. o.fl.. Allir velkomnir, enginn aðgangseyrir. Hæðargarður 31 | Allir velkomnir í félagsstarfið. Farið í gönguferð kl. 10 alla laugardagsmorgna „Út í bláinn“. Alla virka daga gengið kl. 9. Laus sæti í ferðina að Hala í Suðursveit. Leiðbeiningar á tölvu á þriðjudögum. Fast- ir liðir eins og venjulega. Kíktu við í kaffi. S. 568-3132, asdis.skuladottir@reykjavik.is Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun, mánudag, er ganga frá Grafarvogskirkju kl. 10 og Bochia á Korpúlfsstöðum kl. 13.30. Kvenfélag Kópavogs | Kvenfélag Kópavogs: Hatta- fundurinn verður haldinn 18. apríl n.k. kl. 20 í sal félags- ins að Hamraborg 10, 2. hæð. Gengið inn að sunn- anverðu. Fulltrúar frá Heimilisiðnaðarfélagi Íslands koma og kynna íslenska þjóðbúninginn ofl. Gestir vel- komnir. Kirkjustarf Kristniboðsfélag karla | Kristniboðssalurinn Háaleit- isbraut 58-60. Fundur í Kristniboðsfélagi karla mánu- daginn 16. apríl kl. 20. Karl Jónas Gíslason sér um Bibl- íulestur. Allir karlmenn velkomnir. 90ára afmæli. Hinn 15.apríl nk.verður Hall- dór Þ. Gestsson fyrrv. yf- irpóstafgreiðslumaður, Siglu- firði, níræður. Af því tilefni tekur hann ásamt Líney á móti vinum og vandamönnum í sal Skálarhlíðar, Siglufirði, laugardaginn 14. apríl kl. 15. MORGUNBLAÐIÐ birtir til- kynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Samþykki af- mælisbarns þarf að fylgja. .Hægt er að hringja í síma 569 1100, senda tilkynningu og mynd á netfangið ritstjorn- @mbl.is, eða senda tilkynningu og mynd í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is, með því að velja liðinn „Senda inn efni“. Einnig er hægt að senda vélritaða tilkynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á: Árnað heilla, Mbl. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. dagbók Í dag er sunnudagur 15. apríl, 105. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Daníel tók til máls og sagði: „Lofað verði nafn Guðs frá eilífð til eilífðar, því hans er viskan og mátturinn.“ (Daníel 2, 20.) Myndlist Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Á sýning- unni Foss fást fjórir listamenn við tengsl listar og náttúru. Listamennirnir eru Pat Steir, Ólafur Elías- son, Hekla Dögg Jónsdóttir og Rúrí. Framlag Rúrí- ar til sýningarinnar er kvikmynda- og hljóðinnsetn- ing sem er að mestu leyti byggð á myndum af Dettifossi. Uppákomur Bókasafn Kópavogs | Í tilefni af Rússneskum dög- um verður sýnd rússnesk bíómynd í Kórnum, sal á 1. hæð safnsins. Sýning hefst kl. 14. Nánari upplýs- ingar í síma 570 0450. Bókasafn Kópavogs er móðursafn rússneskra bókmennta og býður góð- an og vaxandi bókakost á rússnesku. Útlánsskil- málar eru þeir sömu og á öðrum bókum. Fyrirlestrar og fundir Eirberg | Gwendolyn Requierme flytur fyrirlest- urinn: Gratitude growing from overcoming diffe- rences: A phenomenological hermeneutic study of the lived experience of Filipino patients at Land- spítali-National University Hospital. 16. apríl. kl. 12.10 - 12.50, í stofu 201, Eirbergi, Eiríksgötu 34. Ráðhús Reykjavíkur | Ráðstefna á vegum mann- réttindanefndar Reykjavíkurborgar og skrifstofu borgarstjóra um málefni innflytjenda. Nánari upp- lýsingar er að finna á vef Reykjavíkurborgar www reykjavik.is. PANDAHÚNARNIR Aihin og Meihin sjást hér leika sér í dýragarðinum Adventure World í bænum Shira- hama í Japan. Húnarnir eru tvíburar og komu í heiminn fyrir rúmum þremur mánuðum, á þorláksmessu. Aihin er birna og leit dagsljósið á undan bróður sínum Meihin. Aldrei áður í heimssögunni hefur panda- birna borið tvíbura að vetri til, að því er talsmenn dýragarðsins greina frá. Pandabirnir eru í útrýming- arhættu í heiminum, en náttúruleg heimkynni þeirra eru í Kína. Talið er að 3.000 villtar pöndur sé að finna á jörðinni og um 180 í dýragörðum eða undir annarri umsjón manna. Talið er að dýrunum fari fjölgandi á ný, en nákvæmar tölur um fjölda þeirra er ekki að fá. Pandabirnir njóta mikilla vinsælda meðal gesta dýragarða og er það einkum þakkað því hversu mikil krútt þeir eru og minna fólk ef til vill á leikfangabangsa. Birnirnir eru þó ekki með öllu hættulausir, þó flestar ljósmyndir af þeim sýni þá éta bambus í rólegheit- um eða að leika sér. Pandabirnir hafa ráðist á fólk en þá oftast eftir að hafa verið áreittir af því eða trufl- aðir með öðrum hætti. Tvíburapöndurnar Aihin og Meihin ærslast í dýragarði Auglýstu atburði á þínum vegum hjá okkur Hafðu samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1100 • Tónleika • Myndlistar- sýningar • Leiksýn- ingar • Fundi • Námskeið • Fyrirlestra • Félagsstarf • Aðra mann- fagnaði Mengun í jarðvegi er meiri ogtíðari en fólk gerir sér al-mennt grein fyrir, og get-ur verið mikið vandamál jafnt í þéttbýli sem og í dreifbýli,“ segir Ólafur Arnalds jarðvegsfræðingur en hann er umsjónarmaður á námskeiðinu Mengun í jarðvegi og mótvæg- isaðgerðir sem Landbúnaðarháskóli Ís- lands, Háskólinn í Aberdeen og Um- hverfisstofnun standa fyrir dagana 7. til 9. maí. Aðalleiðbeinandi á námskeiðinu er Graeme Paton, en auk hans kenna Ólaf- ur og Cornelis A. Meyles. „Á námskeiðinu fjöllum við um mis- munandi tegundir mengunar í jarðvegi, og kennum leiðir til að leysa þau vanda- mál sem hljótast af jarðvegsmengun,“ segir Ólafur. „Námskeiðið er m.a. ætlað fagfólki á sviði heilbrigðis- og umhverf- ismála, og starfsmönnum verkfræði- og umhverfisstofa sem koma að meng- unarhreinsun eða veita ráðgjöf þar um.“ Ólafur nefnir sorpurðun og bruna sem algenga mengunarvalda: „Jarðveg- urinn er hálfgerður svampur og síar til sín þau mengunarefni sem hann kemst í tæri við. Þetta geta verið olíuefni, þrá- virk lífræn efni, þungmálar og önnur skaðleg efni,“ segir Ólafur. „Fyrsta skrefið í mótvægisaðgerðum gegn mengun í jarðvegi er að greina af hvaða völdum mengunin er og hvers eðlis hún er. Huga þarf að íslenskum og alþjóð- legum lögum og reglum um mengun í jarðvegi sem oft veita sérstök fyrirmæli um aðgerðir og má nefna að í mörgum löndum er ekki veitt byggingar- eða skipulagsleyfi fyrir nýbyggingu nema fyrir liggi mengunarvottorð um svæðið sem byggja skal á.“ Ólafur segir iðulega mjög kostn- aðarsamt að hreinsa mengaðan jarðveg: „Margar leiðir eru til að fást við ólík mengunarvandamál og skiptir miklu að fylgjast vel með þeim nýjungum sem koma fram og geta gert kleift að fjar- lægja mengun með hagkvæmari hætti en fyrri aðferðir,“ segir Ólafur. „Meðal þess sem Graeme Paton mun fjalla um á námskeiðinu er notkun örvera við mengunarhreinsun en miklar framfarir hafa orðið á því sviði síðustu ár og skiln- ingur okkar á virkni örvera og sérhæf- ingu þeirra aukist til muna.“ Frestur til skráningar á námskeiðið er til 18. apríl. Sjá nánar á www.lbhi.is. Umhverfi | Námskeið um hreinsun mengunar í jarðvegi við LbhÍ 7. til 9. maí. Mótvægi gegn mengun  Ólafur Arnalds fæddist í Reykja- vík 1954. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1974, BS í jarðfræði frá HÍ 1980, meistara- gráðu frá Montana State University 1984 og dokt- orsprófi í jarðeðl- isfræði frá Texas A & M University 1990. Ólafur starfaði sem sérfræð- ingur á Rannsóknarstofnun landbún- aðarins með hléum frá 1981, var síðar deildarstjóri umhverfisdeildar. Hann hefur verið prófessor og deild- arforseti við LbhÍ frá stofnun 2005. Ólafur er kvæntur Ásu L. Aradóttur prófessor og eiga þau tvö börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.