Morgunblaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.04.2007, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 15. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Erlent | Færeyingar og Grænlendingar tóku eftir sjálfstæðishvatningu Bjarkar í Laugardalshöll og vonar helsti talsmaður sambandsslita í Færeyjum að orð hennar ýti við ungu fólki. Knattspyrna | Ensk lið taka völdin í evr- ópskri knattspyrnu. Heilsa | Nú er því spáð að næsta heilsubylgja verði fólgin í því að reima á sig skó og fara út að ganga. VIKUSPEGILL » Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is SJÁLFSTÆÐISSINNAR í Færeyjum og á Grænlandi hafa eignast öflugan liðsmann og vísast telja margir vel fara á því að þar ræði um frægasta Íslending sögunnar. Athygli vakti á tónleikum Bjarkar Guðmundsdóttur í Laug- ardalshöll á mánudag þegar söngkonan tileink- aði Færeyingum og Grænlendingum lagið „Declare Independence“ („Lýsið yfir sjálf- stæði“). Liðin er sú tíð að Grænlendingar (og Danir) þurfi að óttast að Íslendingar geri til- kall til Grænlands á grundvelli rannsókna dr. Jóns Dúasonar og þar horfa menn nú til auk- innar sjálfstjórnar, sem margir vona að grund- völluð verði á miklum olíutekjum. Í Færeyjum fara menn sér hægt en undiraldan sýnist vax- andi; þar telja margir fullt sjálfstæði óhjá- kvæmilegt þegar fram líða tímar. Í uppklappslagi sínu hvatti Björk Grænlend- inga og Færeyinga til að sætta sig ekki lengur við óbreytt ástand, fána ætti að hefja hátt á loft og lýsa bæri yfir fullum aðskilnaði við Dani. Á tímum hnattvæðingar fór vísast vel á því að sjálfstæðishvötin væri sungin á ensku: „Decl- are Independence/Don’t let them do this to you/Raise the flag/Higher and higher!“ Á Grænlandi kannast menn við þessa yfir- lýsingu Bjarkar en hún sýnist þó hafa vakið meiri athygli í Færeyjum. „Þetta var frábært hjá Björk. Sérstaklega var mikilvægt fyrir unga fólkið í Færeyjum að þessi boðskapur skyldi berast frá henni. Hún hleypir lífi í sjálf- stæðisbaráttuna,“ segir Høgni Hoydal, þing- maður Þjóðveldisflokksins, og einn öflugasti talsmaður þess að Færeyingar slíti tengsl við Danmörku. Jógvan Mørkøre, lektor við sögu- og samfélagsdeild Fróðskaparsetursins í Fær- eyjum, upplýsir að sjálfstæðisbaráttan sé nokkuð fyrirferðarmikil í menningu unga fólksins í Færeyjum nú um stundir. Vinsælar hljómsveitir hafi t.a.m. tekið skýra afstöðu í þessu deilumáli. „Sjálfstæðismálið höfðar í vaxandi mæli til hinna yngri og því fylgir ákveðinn kraftur,“ segir Jógvan. Fyrst hugsjónaeldurinn logar í æðum hinna yngri, er þá ekki ljóst hvert stefnir? Ekki er það nú alveg. Um sjálfstæðisbaráttuna í Fær- eyjum gildir eins og flest annað í mannlífinu að það fer eftir því við hvern er talað. Þetta snýst sumsé um pólitík. Og síðan hefur unga fólkið tilhneigingu til að breytast – með aldrinum, ef svo má að orði komast. „Sjáðu hvernig fór fyrir fyrir 68-kynslóðinni,“ segir einn viðmælenda. Høgni Hoydal gagnrýnir aðgerðaleysi nú- verandi samsteypustjórnar í Færeyjum og í sama streng tekur flokksbróðir hans, Finnur Helmsdal. Høgni segir „kyrrstöðustjórn“ hafa verið við völd í Færeyjum síðustu þrjú ár, sem einsett hafi sér að leggja sjálfstæðismálið í pækil. Hann telur þessa stöðu mála á hinn bóg- inn ekki endurspegla vilja þjóðarinnar. Finnur fullyrðir að meirihluti Færeyinga vilji fullt sjálfstæði og greina megi ákveðnar „hræring- ar“ í samfélaginu nú um stundir. Stjórnin reki á hinn bóginn „hræðsluáróður“ í þá veru að þjóðfélagið verði ekki rekið án beins fjárstuðn- ings frá Dönum. „Þessu trúa margir,“ segir Finnur og bætir við að hagsmunir stjórnar- flokkanna séu þeir að tryggja hin kyrru kjör. Við þetta er að bæta, að flest er nú í lukkunnar velstandi í Færeyjum, efnahagsástandið er gott og margir uppteknir við bankaauð og önn- ur undur markaðarins frjálsa. „Til tíðinda utan oyggja“ Eilítil söguleg upprifjun sýnist nú við hæfi. Sjálfstæðissinnar náðu meirihluta á Lög- þinginu í Færeyjum árið 1998 og héldu honum í sex ár. Þessi tíðindi vöktu að vonum athygli „utan oyggja“ en sjálfstæðissinnar höfðu að vísu hlotið meirihluta áður, síðast árið 1962. Sjálfstæðisflokkarnir höfðu (og hafa) að sönnu ekki samræmda stefnu í þessu stóra máli en ákveðið var að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um fullveldi landsins, sem fram skyldi fara vor- ið 2001. Þessi áform féllu í heldur grýtta jörð í Danmörku og svo fór að hætt var við þjóð- aratkvæðið. Sundrung í röðum stjórnarliða og áhyggjur af efnahagslegri afkomu í ljósi þess að beinn fjárstyrkur Dana myndi falla niður hafa trúlega valdið miklu um þá niðurstöðu. Stjórn Anfinns Kallsbergs lögmanns féll síðan með látum í desembermánuði árið 2003. Þau endalok kunna að reynast mikilvæg. Í febrúar 2004 tók við völdum þriggja flokka stjórn Jóannes Eidesgaards. Að stjórninni standa Sambandsflokkurinn, Jafnaðarmanna- flokkurinn og Fólkaflokkurinn. Stjórnin styðst við afar traustan meirihluta, hefur 21 mann á þingi þar sem sitja 32 fulltrúar. Tveir fyrst- nefndu flokkarnir eru þeir sem mesta varfærni vilja sýna í fullveldismálum og eru helstu boð- berar þeirra „kyrrstöðustjórnmála“, sem Høgni Hoydal gagnrýnir svo mjög. Ekki verð- um það deilt að stjórn þessi hefur náð ágætum árangri á fjölmörgum sviðum og samstarfið hefur gengið vel. „Stöðugleiki“ og „festa“ eru kunnugleg hugtök í þessu viðfangi. Þingkosningar fara fram í Færeyjum í jan- úar á næsta ári. Mun sjálfstæðismálið ekki bera hæst í baráttunni, sem í vændum er? Ekki er það nú víst. Høgni Hoydal og félagar í Þjóð- veldisflokknum segja málið brenna á þjóðinni og telja raunhæft að ætla að sjálfstæðissinnar muni á ný geta myndað meirihluta. „Ég er allt- af bjartsýnn,“ segir Høgni, sem telur að Fær- eyingar hljóti að stefna að fullri þátttöku í sam- félagi þjóðanna. Tækifærin verði seint upp talin á tímum hnattvæðingar og markaða. Ýmsir lýsa sig ósammála þessari greiningu þingmannsins. Glöggur stjórnmálaskýrandi, Eirikur Lindenskov, ritstjóri dagblaðsins Sosi- alurin, telur ekki að fullveldi eða sjálfstæði þjóðarinnar verði helsta kosningamálið. „Við munum auðvitað hljóta fullveldi fyrr frekar en síðar en ég fæ ekki séð að þetta verði stóra málið í kosningunum,“ segir Eirikur. Ritstjór- inn segir samstarf stjórnarflokkanna hafa ver- ið með ágætum og það kunni þjóðin að meta. Líkt og fleiri viðmælendur bendir Eirikur á að óeining í röðum sjálfstæðissinna hafi komið í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna 2001. „Það verður erfitt að gera þetta að helsta kosn- ingamálinu,“ segir Jógvan Mørkøre og bætir við að bylgjur sjálfstæðis hafi risið og hnigið í færeyskri sögu. „Hér spyrja margir hvers vegna gefa beri sjálfstæðissinnum fjögur ár til viðbótar til að vinna að málinu í ljósi þess að þeir náðu engum árangri í þessu efni á þeim sex árum sem þeir voru við völd.“ Jógvan tekur þó fram að sé litið til lengri tíma séu Fær- eyingar almennt hlynntir sjálfstæði, spurning- in sé sú hvernig standa beri að þeim umskipt- um. Og síðan er því ekki að neita að peningar skipta miklu í þessu viðfangi. Í valdatíð sjálf- stæðissinna var samið um að beinn fjárstuðn- ingur Dana skyldi minnkaður um þriðjung og svarar hann nú til um 6–7 milljarða íslenskra króna á ári. Hagkerfið hefur að sönnu þanist út í Færeyjum á undanliðnum árum þannig að vægi þessara fjármuna fer minnkandi. Deilt um hugsanlegan olíuauð Á Grænlandi eru menn uppteknir við ýmsa sýslan og sýnast lítt þekkja til mögulegra rétt- arkrafna Íslendinga til landsins á grundvelli rannsókna dr. Jóns Dúasonar (sjá „Í hnot- skurn“ hér til hliðar). Og viðmælendur kváðust ekki hafa orðið þess varir að hvatning Bjarkar Guðmundsdóttur í Laugardalshöll hefði kveikt elda í samfélaginu. Á ritstjórn dagblaðsins Sermitsiak höfðu menn þó fengið fregnir af framlagi hennar til sjálfstæðisbaráttunnar og virtust hafa nokkra skemmtan af. Grænlendingar fengu heimastjórn árið 1979, þrjátíu árum á eftir Færeyingum. Danir stjórna enn utanríkismálum, landvörnum, lög- gæslu og dómskerfi Grænlendinga og leggja á ári hverju fram um 30 milljarða króna. Að sögn Eiriks Holmsgaards, fréttaritstjóra Sermitsiak, fara nú fram mikilvægar viðræður Grænlendinga og Dana um uppfærslu á sam- bandssáttmálanum, sem kveða mun á um „sjálfstjórn“ Grænlendinga. Nokkur spenna einkennir nú þessi samskipti. Einna harðast hefur verið deilt um yfirráð yfir landgrunni og þar með skiptingu mögulegra olíutekna Græn- lendinga. Bandarískar rannsóknir hafa leitt í ljós að allt að 100 milljarðar olíufata kunna að liggja á hafsbotni norðaustur af Grænlandi. Óyggjandi niðurstaða liggur ekki fyrir en deilt hefur verið um hvernig skipta bæri þessum fjármunum og hvort fjárstyrkur Dana myndi við þær aðstæður falla niður. Samkomulag er í höfn og greinilegt er að í Grænlandi tengja margir sjálfstæði landsins olíutekjum framtíð- arinnar. Ýmsir telja þessa nálgun galna og enn er með öllu óljóst hvort áætlanir í þá veru geta talist raunhæfar. Sé „svarta gullið“ að finna undan Grænlandi verður það tæpast sært upp næstu 10 til 15 árin. Eirik Holmsgaard segir að því stefnt að bera nýja sambandssáttmálann upp í þjóðarat- kvæðagreiðslu árið 2009. Hann kveður sjálf- stæðismálin ekki beinlínis brenna á þjóðinni en áhugi og vilji sé vissulega fyrir hendi. „Vilji Grænlendingar sjálfstæði getur enginn staðið í vegi þeirra,“ segir fréttaritstjórinn. Herhvöt Bjarkar í Höllinni Athygli vakti á mánudag þegar frægasti Íslendingur mannkynssögunnar hvatti Grænlendinga og Færeyinga til að lýsa yfir sjálfstæði  Undiraldan í sjálfstæðismálum þjóðanna er hæg en vaxandi Morgunblaðið/Ómar Framtíðin Á Grænlandi láta ýmsir sig dreyma um að landið verði komið í hóp olíuvelda þegar krakkarnir í Ku- ummiit eru orðnir stórir. Öðrum þykir í meira lagi hæpið að byggja sjálfstæði á vonum um „svarta gullið“. ERLENT» Í HNOTSKURN »Á fyrri hluta síðustu aldar var ákaftdeilt um réttarstöðu Grænlands. Á Íslandi var m.a. deilt um hvort Græn- land hefði verið lýðveldi til forna eða í „várum lögum“ með tilvísun til Grágás- ar. Jón Dúason lögfræðingur skrifaði merka doktorsritgerð árið 1928 um rétt- arstöðu Grænlands á miðöldum og taldi að Íslendingar gætu gert tilkall til þess. »Bjarni Benediktsson skipaði á sínumtíma nefnd til að kanna hvort Íslend- ingar ættu réttarkröfur til Grænlands. Nefndin skilaði áliti 1952 og komst að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Var þar m.a. byggt á þeirri forsendu að Grænland hefði til forna verið lýðveldi. Høgni Hoydal Eirikur Lindenskov Jógvan Mørkøre »Við eigum að verða sam-ferða inn í framtíðina því við erum of lítil og of rík fjöl- skylda til að það sé hægt að sætta sig við að einhver sé skilinn eftir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í ræðu við upphaf landsfundar Samfylkingarinnar. » Þjóðin þarfnast reynslu ogþekkingar hinna eldri. Þeir úr röðum aldraðra, sem vilja og geta unnið, eiga að fá tæki- færi til þess. Geir H. Haarde forsætisráðherra við setningu landsfundar Sjálfstæðisflokks. » Þetta viðhorf kom mérspánskt fyrir sjónir og mér finnst það mjög óíslenskt. Uwe E. Reinhardt , prófessor í stjórn- málahagfræði við Princeton-háskóla í Bandaríkjunum, um viðbrögð sem honum bárust frá Íslandi eftir að birt hafði ver- ið á internetinu háðsádeila sem hann skrifaði um bandaríska utanríkisstefnu. Í greininni færði prófessorinn rök fyrir því að Ísland væri mun fýsilegra skot- mark fyrir Bandaríkjaher en Íran. Fjöl- margir Íslendingar brugðust illa við greininni og barst höfundinum a.m.k. ein morðhótun. »Ef við komum mennta-málum almennilega í um- ræðuna bjóðum við ekki fram en ef flokkarnir taka ekki við sér erum við tilbúin til þess. Dagný Ósk Aradóttir , formaður Stúd- entaráðs Háskóla Íslands. Stúdentar við Háskólann kunngjörðu á fimmtudag þau áform sín að bjóða fram til Alþingis í þingkosningunum í næsta mánuði geri stjórnmálaflokkarnir ekki menntamál að kosningamáli. Tæplega 10.000 manns stunda nám við Háskóla Íslands. »Eins og unga fólkið segir þáfílaði Mácal verkið í botn. Atli Heimir Sveinsson tónskáld um sam- starfið við tékkneska hljómsveitarstjór- ann Zedenk Mácal, sem stjórnaði frum- flutningi á fjórðu sinfóníu Atla Heimis í Prag. »Við gátum ekki setið undirþessu ásamt mörgu öðru sem Hjörtur hefur sagt Gunnar Jóhannesson , sóknarprestur í Hofsós- og Hólaprestakalli , sem hefur ásamt sjö öðrum prestum þjóðkirkjunnar kært Hjört Magna Jóhannesson, sókn- arprest Fríkirkjunnar í Reykjavík, til siðanefndar Prestafélags Íslands vegna ummæla Hjartar í garð þjóðkirkjunnar og starfsmanna hennar. »Mér finnst þetta nokkuðskondið í ljósi þess að lút- erskirkjan hefði ekki verið til ef Lúther hefði ekki gagnrýnt ríkjandi kirkjuskipan úr pré- dikunarstól. Sr. Hjörtur Magni Jóhannesson um kæru starfsbræðra sinna. »Við Íslendingar höfummargt fram að færa. Ólafur Ragnar Grímsson , forseti Ís- lands, eftir ráðstefnu um loftslagsbreyt- ingar sem haldin var í Háskóla Íslands. Ummæli vikunnar Vinna Geir H Haarde segir reynslu og þekkingu hinna eldri mikilvæga. Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.